Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 11
16. desember 1987 - DAGUR - 11 Sjónarmið málfræðinga hlýtur að vega þyngst. Þeir segja að ekki skuli berjast gegn „sýkinni", það gæti haft hroðalegar afleiðingar fyrir inálið. Sálfræðin segir líka að ekki skuli berjast gegn henni vegna hættu á bælingu, tjáningar- hræðslu og örvinglun hjá ein- staklingnum. Félagsfræðin hefur einnig sitthvað til málanna að leggja og allt á sömu lund. Hún bendir á að fordæming á „þágufallssýki“ í skólum (og að ofan) geti stuðlað að aukinni stéttaskiptingu, skipt- ingu í stéttamállýskur og þar af leiðandi aukinni mannfyrirlitn- ingu og hroka. Ekki er það fýsi- leg framtíð. Nógu slæmur er fjár- hagslegi ójöfnuðurinn svo mál- farslegur bætist ekki við. Það væri siðlaust með öllu. Ég brást glaður við um daginn er ég heyrði nemanda í íslensku við æðstu menntastofnun lands- ins segja „mér langar“. Viðkom- andi var að vísu skammaður í bak og fyrir af öðrum nemendum og honum tjáð að slíkt málfar hæfði ekki stöðu hans í samfélag- inu. Nemandinn kippti sér lítið upp við lætin og sagði: „Æ krakkar, þetta skiptir nú ekki svona miklu máli.“ Góð viðbrögð. Menntamenn halda að Hvað hyggst þú kenna þínum börnum. Ætlarðu að ala þau upp til að segja „mér langar“? Þess má geta að ritgerðarefnið var ekki sjálfvalið og hann varð að gera því skil þótt það stríddi gegn eigin sannfæringu. Þessi nemandi segir sjálfur „mig langar“ og vill að börnin alist upp við að segja slíkt hið sama. Sem sagt, að leiðrétta þau, enda segja þau langflest „mér langar“. En burtséð frá málfræðinni, getur það haft alvarlegar afleiðingar, sálrænar og félagslegar, að leið- rétta börn? Leiðir það til málótta hjá börnunum? Vitnum aftur í viðtalið við Erling Sigurðarson: „Ég get hins vegar ekki aðhyllst óskaplega fagurlegar kenningar sem menn halda stundum fram um málótta, að ekki megi leiðrétta því það leiði til málótta. Leiðréttingin og ábendingin á að vera eðlilegt fyrirbæri í öllu uppeldi, því ef ekki væri leiðrétt og hver færi að tala eins og honum sýndist þá gegndi málið ekki því félagslega hlutverki sem það á að gegna í samskiptum manna.“ Og Erlingur heldur áfram: „Það er jafnréttiskrafa að fá til- sögn til að geta talað, sett mál sitt skýrt og skipulega fram með segja börn „mér langar" þótt þau séu alin upp við það í foreldra- húsum að segja „mig langar“? Er við fóstrur að sakast, samskipti við önnur börn, eða er þetta almenn breyting á málkerfinu sem hefur náð til máltilfinningar ungra barna? Á að senda þjóðina í meðferð? Ég leyfi mér að halda því fram að meirihluti þjóðarinnar sé „þágufallssjúkur“ en það er mis- munandi á hve alvarlegu stigi „sýkin“ er hjá einstaklingunum. Suniir segja „mig langar" en þeg- ar frumlagið breytist gleymist þessi regla og þeir segja „Agli langar" eða „henni langar" í staðinn fyrir „Egil langar“ eða „hana langar“. Á að senda þjóð- ina í meðferð? Nú langar mig til að höfða til máltilfinningar ykkar. Hvað eru margar villur í þessum texta, sem gæti verið eðlilegt talmál: „Ég verð að hringja í læknirinn því Gunna er lasin. Ég veit að henni finnst þetta hinn mesti óþarfi og henni langar ekkert til læknis en hún neyðist til að leita sér hjálpar. Ha, kvíðir þig fyrir? Hvað gera börnin þegar þau byrja í skóla? Vita þau í hvorn fótinn þau eiga að stíga? virðingu sinni sé misboðið ef þeir láta undan „þágufallssýkinni“ enda þótt ég viti að „þeim“ dauð- langar til þess, þar eð slík mál- notkun er almenn, þjál og brenn- ur á tungum flestra þó að þeir þori ekki að viðurkenna það. NIÐURLAG Ekki gefst hér svigrúm til frek- ari bollalenginga, ég vil aðeins draga saman nokkur áherslu- atriði í lokin. Tafarlaust verði hætt að berj- ast gegn „þágufallssýki" í skólum og á opinberum vettvangi, enda getur slík afturhaldssemi verið skaðleg mönnum og máli. Hug- takið „þágufallssýki“ verði lagt niður, upprætt, til að fyrirbyggja frekari skaða. Komið verði á fót nefnd málfræðinga til að marka stefnu í þessum málum. Ekki er ég tilbúinn að svara því hvort kenna eigi í skólum það sem áður hét „þágufallssýki" eða hvort frelsi skuli ríkja í málbeit- ingu manna, en þetta er áreiðan- lega efni í aðra grein. Eigum við að berjast gegn þágufallssýkinni? Þannig hljóðar nú pistill ís- lenskunemans og hvernig líst ykkur á, lesendur góðir? Kennar- inn gat að mestu sætt sig við rök nemans en hann varpaði fram einni samviskuspurningu í lokin: ríkulegum orðaforða. Til þess þurfum við leiðbeiningu og léið- réttingu." Ef við eigum að fara leiðrétt- ingarleiðina þá verður að byrja á henni nægilega snemma. Foreldr- ar, dagvistir og aðrir uppalendur verða þá að taka höndum saman og samræma aðgerðir sínar. Hverjum eiga börnin að trúa þeg- ar þau heyra „mér langar“ allt í kringum sig og síðan reyna sumir að leiðrétta þau, fá þau til að segja „mig langar“? Af hverju Nei, láttu ekki svona. Grími vantar hvort eð er alltaf fleiri sjúklinga og mig hlakkar til að sjá þér batna.“ Hvað er athugavert við þennan texta? Jú, þarna eru 5 áberandi beygingarvillur eins og flestir sjá vonandi eins og skot. Ef ekki þá hlýtur beygingarkerfí-málsins að vera á leiðinni til andskotans. Lýk ég nú þessu eintali mínu en vona þó að einhverjir hafi haft af því nokkurt gaman og jafnvel gagn. SS Katlilangar íbrauð Honum vantar álegg Mérldakkartajótana Kvíðir i^fynr- Nei, mérkvíðurekk.fyrir önumlangar til ■»« jólagjof, líkamér spurning vikunnar Sigtryggur Magnason: Blakbolta. Ég held að mig langi ekki í neitt fleira. Freyja Árnadóttir: Einhver húsgögn í herbergið mitt. Sigurrós Friðbjarnardóttir: Helst langar mig að fá góða og flotta myndavél. Svo langar mig líka að fá apaskinnsgalla. Erna Þórarinsdóttir: Mig langar að fá myndavél eða útvarpstæki eða segulbands- tæki. Annars er mér alveg sama, t.d. er gott að fá góðar bækur. Steingrímur Hallur Sveinbjörnsson: Bara eitthvað. Fjarstýrðan bíl eða eitthvert svoleiðis dót, svo langar mig í sleða. Hvað langar þig mest til að fá í jólagjöf? __________Spurt á Húsavík_______

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.