Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 16. desember 1987 wmm, ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar Búast má við að „þrautagöngu" Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra vegna hús- næðisfrumvarpsins fari nú senn að ljúka, því frumvarpið verður væntanlega samþykkt sem lög frá Alþingi innan skamms. Það mun þó taka talsverðum breytingum áður en yfir lýkur, enda var ljóst að frumvarpið nyti ekki meirihlutastuðnings í upphaflegri mynd. Fá mál hafa valdið meira fjaðrafoki í ríkis- stjórninni né orðið tilefni stóryrtari yfirlýsinga en húsnæðisfrumvarpið. í fyrstu var á félags- málaráðherra að skilja að ef svo mikið sem einu ákvæði í frumvarpi hennar yrði breytt í meðförum þingsins, væri stjórnarsamstarfið í hættu. Yfirlýsingar eins og „alvarlegir þver- brestir í stjómarsamstarfinu" og fleiri í þeim dúr voru hvergi sparaðar og hlaut málið mikla umfjöllun fjölmiðla fyrir vikið. Ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur um að hætta að sitja ríkisstjórnarfundi til að þrýsta á framgang frumvarpsins á þingi, vakti einnig athygli. En nú er hismið óðum að skiljast frá kjarn- anum. Húsnæðisfrumvarpið var afgreitt frá neðri deild Alþingis um síðustu helgi með 25 samhljóða atkvæðum. í áliti meirihluta félags- málanefndar neðri deildar er lagt til að það verði samþykkt og að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því húsnæðiskerfi sem komið var á vorið 1986. í meðförum nefndarinnar var umdeilt ákvæði um að ríkis- stjórninni væri heimilt að ákvarða mismun- andi vexti innan hvers málaflokks eða að endurgreiða vexti, fellt niður, enda talið ill- eða óframkvæmanlegt. Þá voru heimildar- ákvæði húsnæðisstjórnar, um að skerða eða synja einstökum umsækjendum um lán, tals- vert þrengd. í þeirri mynd má búast við að frumvarpið verði samþykkt. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun væntanlega sætta sig við frumvarpið með þeim breytingum sem á því verða gerðar. Þegar nýja húsnæðislánakerfið var lögfest vorið 1986 ríkti mikil eining um það, enda um stökkbreytingu að ræða til hins betra frá því sem var. Það hefur aldrei verið ástæða til að rjúfa þá einingu með yfirlýsing- um um að nýja húsnæðiskerfið sé hrunið eða um það bil að hrynja. Húsnæðiskerfið stendur traustum fótum og tilgangur hins nýja frum- varps er að koma á jafnvægi í því, svo sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Rökrétt framhald er síðan að taka húsnæð- iskerfið til gagngerrar endurskoðunar með hliðsjón af fenginni reynslu. En það verður ekki gert í einni svipan. BB. viðtol dogsins „Her eru góð skilyrði fyrir vænlegri þróun byggðar" - Haukur Sigurðsson sveitarstjóri á Blönduósi í viðtali dagsins í viðtal dagsins fengum við að þessu sinni Hauk Sigurðsson sveitarstjóra á Blönduósi, en því starfí hefur Haukur sinnt sl. eitt og hálft ár. Fyrstu kynni hans af bæjarstjórnarmálum voru þegar hann var bæjarrit- ari á Akranesi í þrjú ár. Eftir dvölina á Akranesi flutti Haukur svo norður á Akureyri og bjó þar í ein sex ár þar til hann tók við starfí sveitar- stjóra hér á Blönduósi. Við byrjum á því að spyrja hvemig starf það sé að vera sveitar- stjóri. „Sveitarstjórastarfið er viða- mikið alvörustarf og ég held að ég fari ekki með neinar ýkjur, þegar ég segi að svona starfi sinna menn ekki af neinu viti nema að leggja sig alla fram, og vinnutíminn er lengri en það að hægt sé að segja að þetta sé átta tíma starf. Það má vera að ein- hverjum finnist að maður sé með nefið ofan í öllum sköpuðum hlutum, en það er nú einu sinni þannig í þessu starfi, að ef maður ætlar sér að fylgjast með því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, þá verður maður að vita fyrir víst hvað er að gerast hverju sinni og það er ætlast til þess af manni.“ - Hvað gerir sveitarstjórinn í sínum frítíma, þegar erli vinnu- dagsins lýkur? „Því er nú þannig farið með mig að ég hef gaman af hinu og þessu, en oft vill það fara á þann veginn hjá mér að ég kýs að vera heima í ró og næði með minni fjölskyldu. Annars stunda ég töluvert sund og hef gaman af að renna fyrir silung, svona af og til. Ég hef gaman af að syngja og er reyndar nýbyrjaður í kirkju- kórnum og hef mikla ánægju af. Þá erum við með í athugun að stofna lúðrasveit hér á staðnum, hér eru nefnilega margir prýðis- góðir hljóðfæraleikarar. A þess- ari upptalningu sérðu að ég geri eitt og annað í mínum frístund- um.“ - Hvað með atvinnumálin hér á Blönduósi Haukur, er næga atvinnu að hafa? „Hér hefur verið mjög mikil atvinna að undanförnu og vantað fólk býsna víða. Ástandinu verð- ur kannski best lýst með því að segja að okkur hafi vantað fólk allt síðasta ár í töluverðum mæli. Það eru ýmis fyrirtæki hér á staðnum með á prjónunum mikla aukningu á starfsemi sinni í fram- tíðinni, þannig að ef fram fer sem horfir í þeim efnum, þá má gera ráð fyrir að okkur komi áfram til með að vanta fólk til iðnaðar- og framleiðslust arfa. “ - Ein spurning brennur á margra vörum hér um slóðir Haukur og það er í sambandi við höfnina, hvernig miðar fram- kvæmdum í þeim málum? „Hafnarframkvæmdir hér á Blönduósi standa þannig í dag, að það sem um ræðir að gera, er í fáum orðum sagt það, að vernda þá höfn sem við höfum í dag gegn ágangi sjávar. Það er fyrirhugað að reisa brimgarð 220 m Iangan fyrir norðan bryggj- una, nú og um leið og hann er kominn, þá skapast ágætis aðstaða fyrir smábáta í vikinu á milli bryggjunnar og brimvarn- argarðsins. Þetta er svona í mjög grófum dráttum það sem í dag er verið að tala um. Sem sagt það að vernda það sem fyrir er, en slá samt tvær flugur í einu höggi og fá í leiðinni aðstöðu fyrir smá- báta eins og ég nefndi hér áðan. Ég legg á það mikla áherslu að ég álít það mjög brýnt fyrir Blöndu- ós að hafa þessa götu til sjávar sem bryggjan er. Við vitum báðir að fjármagnið er í sjávarútvegn- um, í útgerð og í fiskvinnslu, þess vegna dreg ég engan dul á það, hversu brýnt ég álít að á Blöndu- ósi sé þokkaleg aðstaða fyrir skip.“ - Einu hefur maður tekið eftir á allra síðustu árum og það er hve bærinn virðist vera að taka miklum stakkaskiptum hvað við- kemur snyrtilegu umhverfi og umhirðu almennt, er lögð mikil áhersla á umhverfismálin? „Þannig er að á síðustu áratug- um hafa þéttbýlisstaðirnir á land- inu verið í önnum við að byggja upp sínar frumþarfir, þar á ég t.d. við vatnsveitur, hitaveitur þar sem þær eru og gatnakerfi svo það helsta sé nefnt. Nú er því þannig farið hér hjá okkur að við erum mikið til búin með þessa þætti. Hér er mikill áhugi fyrir umhverfismálum og sveitar- stjórnin hefur á undanförnum árum lagt sig fram um að sinna þeim þætti og ekki ástæða til ann- ars en að ætla að svo verði áfram. Það hefur veitt mér mikla ánægju að t.d. í sumar þá var fólk sem hafði komið hingað áður fyrr og eins fólk sem hafði ekki komið hér áður, að tala um það hve fal- legt og snyrtilegt væri hér. Þegar maður heyrir fólk tala svona þá vitanlega tvíeflist maður og gleymir amstrinu og þvarginu í kringum þetta.“ - Að lokum Haukur ertu bjartsýnn á framtíð og uppgang Blönduóss? „Jú, það er ég vegna þess að hér eru fyrir hendi margir þeir þættir sem talið er núna að hafi veruleg áhrif á það hvar fólk vel- ur búsetu og hvar það vill búa. Hér áður var þetta hugsað þannig að það væri gott að búa þar sem væru mestar tekjurnar. í dag virðast fleiri þættir ráða ferðinni í þessum málum t.d. aðstaða til menntunar, menningarlegt um- hverfi, heilbrigðis- og verslun- arþjónusta, aðstaða til útivistar t.d. hestamennska, golf o.fl., nú og svo samgöngurnar. Á öllum þessum sviðum hefur Blönduós mjög góða stöðu. Við erum rétt við hringveginn, við erum með vel mannaðan skóla og sjúkrahús og öfluga verslun. Þannig að ef á allt er litið þá eru skilyrði hér hin bestu fyrir vænlegri þróun byggðar," sagði Haukur Sigurðs- son sveitarstjóri að lokum. pbv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.