Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 20

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 20
Akureyri, miðvikudagur 16. desember 1987 Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgargisting á Hótel Húsavík Hötel__________ Hiasavik sími 41220. The Midnightion Hotel Gaffa 1 bitafyrirtæki stofnað á Siglufirði: Slagurinn stendur um framleiðsluleyfið - byggja þarf 600 fermetra húsnæði fyrir starfsemina í dag verður að öllum líkindum stofnað hlutafélag um rekstur gaffalbitaverksmiðju á Siglu- firði. Fimm aðilar verða skráð- ir fyrir hlutafé sem fyrst um sinn verður aðeins 50 þúsund krónur. Ef stjórn Sölustofnun- ar lagmctis afgreiðir umsókn fyrirtækisins um framleiðslu- leyfi jákvætt verður hlutafé aukið í 5 milljónir. Aðilarnir fímm eru Siglufjarð- arbær, Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði, K. Jónsson á Akureyri og tveir af starfsmönnum í gaffal- bitaverksmiðju Sigló hf. í dag er eingöngu um að ræða formlega stofnun og ljóst er að þegar hlutafé verður aukið munu eig- endur fyrirtækisins verða allt aðr- ir og fleiri aðilar. Stjórnarfundur Akureyri: Gífurleg hækkun fasteignagjalda Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar ákvað í gær að leggja sama álag á fasteigna- skatt íbúðar- og atvinnuhús- næðis og var gert á síðasta ári, þrátt fyrir mikla hækkun fast- eignamats á Akureyri umfram hækkun á landsvísu. Meðal- talshækkun matsins utan Reykjavíkur var 34% en hækkunin á Akureyri var hærri eða 44%. Bæjarstjóri, Sigfús Jónsson, upplýsti á bæjarstjórnarfundi í gær að tekjur bæjarins af fast- eignagjöldum hefðu verið 97,5 milljónir króna á þessu ári. Á næsta ári munu tekjur bæjarins af gjöldunum nema 132 milljónum króna, eftir að tillit hefur verið tekið til niðurfellingar gjalda til Oddeyri hf. kaupir Súluna Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær kom fram að Odd- eyri hf. hefur lýst áhuga sínum á að kaupa Súluna EA 300. Stjórnarformaður Krossanes- verksmiðjunnar, Sigfús Jóns- son bæjarstjóri, upplýsti í stjórn verksmiðjunnar í fyrra- dag að hann hefði átt viðræður við Oddeyri hf. um þátttöku á kaupum í skipinu. Bæjarstjórn frestaði staðfest- ingu á kaupsamningi við Leó Sig- urðsson vegna Súlunnar EA 300 til 15. desember á fundi sínum 1. desember. Eftir að forráðamenn Oddeyrar lýstu áhuga sínum á að kaupa skipið telur stjórn Krossa- nesverksmiðjunnar eðlilegt að óskað verði eftir því við Súlur hf. að fallið verði frá fyrri samningi frá 24. nóv. og jafnframt teknar upp viðræður milli Súlna hf. og Oddeyrar hf. um nýjan kaup- samning, enda tryggi eignaraðild bæjarins að Oddeyri hf. aðgang að hráefni frá Súlunni. EHB aldraðra og öryrkja. Hækkun skattsins milli ára er um 34,5%, meðan vísitala framfærslu hækk- ar aðeins um rúmlega 20 prósent á sama tíma. Nokkrar umræður urðu um þetta á fundinum og viðurkenndu sjálfstæðismenn að óbreytt álag samrýmdist illa stefnu þeirra, en væri tilkomið vegna óska sam- starfsflokks þeirra í bæjarstjórn. EHB átti að vera í SL í dag en honum hefur verið frestað fram yfir ára- mót. Ef ekki fæst leyfið verður fyrirtækið lagt niður. Almennt er svo litið á að Fiski- mjölsverksmiðjan á Hornafirði hafi með kaupunum á vélunum frá Sigló, um leið keypt leyfi til framleiðslu á gaffalbitum. Kaup- verðið var 21 milljón. Ef hið nýja fyrirtæki fær leyfið mun það reyna að semja um kaup á vélun- um til Siglufjarðar á ný. „Við erum nokkuð bjartsýnir á að fá leyfið, enda höfum við það góðan málstað. Eigum við ekki að segja að líkurnar séu 50%,“ sagði Skarphéðinn Guðmunds- son bæjarfulltrúi á Siglufirði og einn þeira sem staðið hafa að stofnun hins nýja fyrirtækis. Flosi Jakobsson verksmiðju- stjóri FH á Höfn sagði hins vegar: „Ég trúi því aldrei að þetta leyfi verði af okkur tekið.“ Um það hvort vélarnar væru falar vildi hann ekki ræða. Hið nýja fyrirtæki mun líklega þyrfa að byggja húsnæði yfir starfsemina, sennilega um 600 fermetra til að byrja með. Kostn- aður við það er áætlaður um 10 milljónir. Stofnkostnaður hins nýja fyrirtækis er því a.m.k. 31 milljón. ET Þeir voru að setja Ijósaseríu á tré í Miðbænum. Mynd: TLV Fastgengisstefnan: „Stjórn efnahagsmála í landinu hefur brugðist" segir Jón Sigurðarson forstjóri Alafoss hf. „Á þessum mánuðum er gífur- legur fjármagnsflótti frá iands- byggðinni til Reykjavíkur vegna þess hversu lágt gengið er. Við erum í upphafi nýrrar landsbyggðarkreppu að mínu mati og allir undirstöðuat- vinnuvegirnir úti á landi eru reknir með tapi. Eini hagnað- urinn sem ég veit af í þessu landi núna er innflutningurinn sem byggir á niðurgreiddum erlendum gjaldeyri,“ sagði Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss hf. Mikið hefur verið rætt um það að fastgengisstefna ríkisstjórnar- innar sé að sliga útflutninginn og menn eru farnir að hrópa á gengisfellingu. Jón Sigurðarson segir að fastgengisstefnan sé hin ágætasta stefna en bráðnauðsyn- legur fylgifiskur hennar sé fast- kostnaðarstefna. „Þannig tel ég að fastgengis- stefnán í sjálfu sér hafi ekki brugðist heldur hafi stjórn efna- hagsmála í landinu brugðist þannig að kostnaður hefur farið Jón Sigurðarson segir vonlaust að reka útflutningsfyrirtæki við ríkjandi aðstæður í efnahags- og peningamálum. úr öllum böndum á sama tíma og tekjumöguleikarnir hafa ekki verið leiðréttir í gegnum gengið. Nú er svo komið að það er von- laust að reka útflutningsfyrirtæki við þessar aðstæður," sagði Jón. Hann telur að kostnaðarhækk- anir hafi hrundið fastgengisstefn- unni og stjórnvöld verði að grípa inn í þessa þróun með aðgerðum sem bæta hag útflutningsatvinnu- veganna og í því sambandi sagð- ist Jón ekki koma auga á aðra leið en gengisfellingu. „En kunni menn einhver önnur ráð er ég manna fegnastur,“ sagði Jón. Hann sagði að það væri stjórn- leysið í efnahagsmálum sem hrópaði á gengisfellingu, ekki atvinnurekendurnir. Fulltrúar Seðlabanka og ráðgjafar ríkis- stjórnarinnar hafa sagt að það sé ekki þörf fyrir gengisfellingu en Jón sagði að þessir menn hefðu ekki komið með önnur ráð til að koma fótunum aftur undir útflutningsatvinnuvegina og á meðan þeir gerðu það ekki væri þetta marklaust hjal. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.