Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 1
%s$^ 70. árgangur Akureyri, föstudagur 18. desember 1987 242. tölublað Það voru þeir Kristján Karl Guðjónsson (t.v.) og Ragnar Magnússon sem flugu 300. ferðina út í Grímsey. Hér eru þeir félagar og heldur Ragnar á blómaskreytingu sem þeir fengu að gjöf við komuna út í Grímsey. Mynd: tlv Flugfélag Norðurlands: Yfir 300 ferðir til Grímseyjar á árinu Á miðvikudag var farin 300. flugferðin til Grímseyjar á veg- um Flugfélags Norðurlands frá áramótum. Sigurður Aðal- steinsson hjá FN sagði að þess- ar ferðir og þjónusta Ríkis- skipa væru einu reglulegu sam- göngur Grímseyinga við meginlandið. Þjónusta Flugfé- lags Norðurlands við Grímsey er mjög mikilvæg fyrir íbúana því segja má að allir fólksflutn- ingar þangað séu á vegum fé- lagsins. Fyrstu reglulegu flugferðirnar frá Akureyri til Grímseyjar hóf- ust um 1960 á vegum Norður- flugs, og var Tryggvi Helgason sá flugmaður sem flaug þangað á þeim árum. Þá mun Flugfélag Islands hafa haft einhverjar áætl- unarferðir til Grímseyjar á árum áður. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar var þúsund metra iöng mal- arflugbraut í Grímsey en hluti hennar hefur nú verið gerður að öryggissvæðum. Heildarlengd brautarinnar er því nokkuð styttri. Aðbúnaður á flugvellin- um er líkur því og almennt gerist á minni stöðum. „Við förum þrisvar í viku á veturna til Grímseyjar en yfir hásumarið förum víð sex sinnum í viku. Fyrir utan þetta eru farnar aukaferðir og alltaf er töluvert um leiguflug. Síðastnefndu ferð- irnar eiga sinn þátt í að ferðirnar eru komnar yfir 300 á árinu. Auk þess hefur orðið mikil aukning í farþegaflugi til Grímseyjar undanfarin ár," sagði Sigurður Aðalsteinsson. EHB Hlíð og Skjaldarvík: Nauðsynlegt að bæta eldvarnir „Fyrir u.þ.b. tveimur árum var gerð úttekt á báðum dvalar- heimilunum með tilliti til eld- varna. Hvorugt þeirra uppfyllti nýjustu kröfur, frekar en ýms- ar aðrar stofnanir í bænum. Aætlun var gerð um úrbætur en henni hefur ekki verið fylgt vel vegna fjárskorts," sagði Cecil Haraldsson, fram- Ákveðnar aðgerðir samþykktar - vegna þéttingar byggðar í Síðuhverfi Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti samhljóða bókun bæjarráðs frá 10. des. á síðasta fundi sínum varðandi einbýlis- húsalóðir í Síðuhverfi. Þar með hefur byggingafulltrúa, Jóni Geir Ágústssyni, verið falið að gera tillögu að sérskil- málum um framkvæmd ákveð- inna aðgerða til að létta undir með húsbyggjendum á þeim einbýlishúsalóðum í hverfinu dýpri þar sem grafa þarf grunna en 2 metra. í Síðuhverfi er sums staðar langt á milli einbýlishúsa og óbyggðar lóðir margar, en hús- byggjendur hafa af eðlilegum orsökum reynt að velja þær lóðir sem hentugastar eru og ódýrastar með tilliti til jarðvegsskipta. Bæjarfulltrúar framsóknarmanna lögðu til í bæjarstjórn í haust að kannaðar yrðu leiðir til úrbóta með þéttingu byggðar í hverfinu fyrir augum. Sú tillaga hlaut jákvæðar undirtektir og er afrakstur hennar nú að koma í ljós. Bæjarráð leggur til að Akur- eyrarbær greiði lóðarhafa kostn- að við útgröft og malarfyllingu miðað við rúmmál fyllingar, sem þarf undir húsgrunn, samkv. stöðluðum húsgerðum og jarð- vegsskiptaplani, frá föstum grunni upp í kóta - 2,0 m miðað við gólfkóta 0,0 sem áætlaður er 0,3 m yfir götu. Bæjarráð ákveð- ur einingarverð á útgreftri og malarfyllingu og breytist það með byggingargjaldi. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna þátttöku í jarðvegsskiptun- um er um átta milljónir króna umfram byggingargjöld sem áætl- uð eru um ellefu milljónir króna. EHB öldrunarmála á kvæmdastjóri Akureyri. í bókun öldrunarráðs frá 7. desember kemur fram að bréf hafi borist frá Eldvarnaeftirliti Akureyrar. í bréfinu er sagt frá því að ekki hafi verið unnið sam- kvæmt áætlun um eldvarnir í Dvalarheimilinu Hlíð. Erindinu var vísað til gerðar fjárhagsáætl- unar dvalarheimilanna. „Ég hef átt viðræður við starfsmann Eldvarnaeftirlits Akureyrar um þessi mál og tillög- ur um úrbætur verða fyrsta verk- efni í viðhaldsáætlun beggja dval- arheimilanna fyrir næsta ár. Bréf- ið frá Eldvarnaeftirlitinu var lagt fram samtímis og ný viðhalds- áætlun þannig að hér var fyrst og fremst um áréttingu að ræða. Aðalvandinn er að svokölluð brunahólf eru of stór. Við þurf- um að skipta húsnæðinu niður í smærri einingar með eld- og reykvarnarhurðum. Við munum gera allt sem hægt er til úrbóta og röðum verkefnum niður eftir því hvað er brýnast úrlausnar hverju sinni," sagði Cecil Haraldsson. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.