Dagur - 18.12.1987, Side 4

Dagur - 18.12.1987, Side 4
4 - DAGUR - 18. desember 1987 úr hugskotinu ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (iþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Forgangsverkefni, sem ekki má fresta Frumvarp um stjórnun fiskveiða næstu fjög- ur árin er nú til umræðu í sjávarútvegs- nefndum Alþingis og margt bendir til þess að erfitt verði að ná um það víðtækri sam- stöðu. Það er alvarlegt mál ef ekki tekst að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi á allra næstu dögum, því núgildandi lög um fiskveiðistjórnun renna út um áramót. Miklar annir eru á þingi um þessar mundir. Gífurlega mörg og brýn mál bíða úrlausnar og þingfundir hefjast snemma dags og standa fram á nótt. Tíminn er naumur og þrátt fyrir langa þingfundi er útlit fyrir að ekki náist að afgreiða nándar nærri öll stóru málin, sem liggja fyrir, áður en jólaleyfi þingmanna hefst. Með tilliti til annríkisins hafa komið fram hugmyndir um að fresta afgreiðslu frum- varpsins um stjórnun fiskveiða og fram- lengja núgildandi lög um nokkra mánuði. Þeir sem til þekkja í sjávarútvegi vita að slík- ar frestunarhugmyndir eru fráleitar, enda byggðar á mikilli vanþekkingu. Það er úti- lokað að stjórna fiskveiðunum til nokkurra mánaða í senn, í fullkominni óvissu um hvað síðan taki við. Það er algert frumskilyrði að stefnan verði mörkuð til mun lengri tíma í senn, enda er í frumvarpinu ákvæði um fjögurra ára gildistíma laganna. Frumvarpið um stjórnun fiskveiða er eitt mikilvægasta mál þingsins og eitt þeirra frumvarpa, sem hvað mest liggur á að verði afgreitt fyrir áramót. Alþýðuflokksmenn voru ekki alls kostar sáttir við frumvarpið í upprunalegri mynd þess en virtust öllu sátt- ari, eftir að gerðar höfðu verið nokkrar minni- háttar breytingar á því. Sjálfstæðismenn hafa haft fyrirvara á samþykki sínu vegna fjögurra ára gildistíma frumvarpsins, en að öðru leyti var útlit fyrir að víðtæk samstaða gæti náðst um frumvarpið innan stjórnar- flokkanna. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa þegar lýst stuðningi sínum við þá fisk- veiðistefnu sem frumvarpið byggir á. Það er því mikill ábyrgðarhluti ef fresta á gildistöku þess í tímahrakinu núna. Það verður að teljast eitt af forgangsverk- efnum ríkisstjórnarinnar að koma frumvarp- inu um stjórnun fiskveiða í gegnum þingið. Og það verður ríkisstjórninni að takast fyrir áramót, því þessu máli má ekki undir nokkr- um kringumstæðum skjóta á frest. BB. Af gengistryggðu jólafári Fyrir mörgum árum var sýnd í bíó mynd sem bar nafnið „Hvít jól“, með Bing gamla Crosby í einu aðalhlutverkanna. Mynd þessi er svo sem ekkert sérstak- lega merkileg, nema hvað í henni var leikið eitt fallegasta jólalag sem samið hefur verið. Hún gengur annars út á það mestmegnis, að lýsa örvænting- arfullri bið gesta á skíðahóteli nokkru eftir jólasnjó sem eitthvað virðist ætla að láta á sér standa. Auðvitað endar allt vel eins og vera ber í amerískri mynd, og snjórinn tekur að falla meðan við heyrum Crosby syngja lagið fallega. En svipaða örvæntingu höfum við ísiend- ingar nú einmitt upplifað þessar síðustu vikur. Pað hefur fram til þessa verið harla erfitt að merkja það að jólin séu á næsta leiti, enginn snjór, ekkert frost, engin hressandi norðanhríð og eftirfylgjandi stillur og heiðríkj- ur. Bændur hafa ekki verið að moka snjóinn af heimreiðum sínum, heldur tfna kartöflur, jafnvel gróðursetja trjáplöntur. Jólafárið árvissa er þó ekki langt undan, og samkvæmt nýjustu fréttum frá veðurguð- unum er ekki útséð um jóla- snjóinn ennþá. Og að þessu sinni er svo að sjá að jólafárið verði gengistryggt, þó svo í krónunni hrikti og skjálfi, og frystingin blönk eins og venju- lega. Dómsdagur kemur eftir áramót segja menn. Hamstur og happdrætti Það er einmitt þessi tilfinning, að eins konar dómsdagur sé í nánd skömmu eftir áramót, sem ef til vill gerir það að verkum að manni finnst fárið vera á ein- hvern hátt svo miklu ákafara og hamslausara en oft áður. Menn hamstra sem óðast ýmsar dýrar vörur, hvort sem þær eiga nú að hækka eða lækka eftir áramót samkvæmt nýju skatta- og tolla- lögunum. Reyndin verður nefnilega sú að þessar- vörur munu sennilega allar hækka verulega í verði á fyrstu mánuð- um ársins, ef ekki vegna „hækk- aðra flutningsgjalda og annars kostnaðar“, þá vegna gengis- fellingarinnar sem frystihúsa- eigendur eru búnir að láta Þjóð- ;; ';: hagsstofnun reikná út, að þurfi, sjálfsagt með svipuðum rökum og þegar hún fann það út, að áfengisneysla íslendinga myndi aukast um þriðjung við það að leyfa bjórinn, þó svo enginn geti auðvitað gert sér grein fyrir því hvort hún muni yfirhöfuð aukast eða minnka, þar sem engin hliðstæða hefur nokkru sinni átt sér stað í heiminum. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að mikill hluti þess kaupæðis sem virðist hafa gripið fólk, er fjármagnaður með plastkortum, sem sjálf Sam- vinnuhreyfingin hefur nú haft forgöngu um að gera enn gjald- gengari en fyrr, nokkuð sem kemur sér ekki allt of vel fyrir hina efnaminni í þjóðfélaginu, sem verða að láta sér nægja verðlausu pappírsbleðlana sem hann Jóhannes Nordal hefur undirritað. Jæja, ef til vill eru þeir eftir allt heppnari en hinir plastkortavæddu, því það kem- ur einhvern tímann að skulda- dögunum hjá þeim líka, og allir þekkja það bága samhengi sem er milli kaupmáttar og vaxta. Annað einkenni hins árlega jólafárs sem einnig virðist meira áberandi nú en oft áður, eru happdrættin. Það eru vitanlega ófá góðu málefnin sem maður verður samvisku sinnar vegna að styðja. En að þessu sinni eru það ekki bara góðgerðaraðil- arnir sem leitast við að full- nægja spilafíkn þjóðarinnar, heldur eru þarna einnig komnir inn aðilar á borð við Kókakóla, svo og allar útvarps- og sjón- varpsstöðvarnar sem efna til jólaleikja hver í kapp við aðra með allt upp í bensíneyðandi blikkbeljur í verðlaun. Stærsta happdrættið í öllu þessu happ- drættaflóði er svo auðvitað það, að einhver þeirra hljóta nánast að detta uppfyrir, önnur að hanga réttum megin við núllið, en aðeins örfá fyrir utan auðvitað gömlu rótgrónu risana og lottó- ið, fá „þann stóra“ þ.e. ná að slá í gegn og afla mikilla fjár- hæða fyrir viðkomandi málefni. Jólin týnd Afleiðing þessa fárs sem allir reyna að gengistryggja, með Reynir Antonsson skrifar plastkortum eða öðruvísi, verð- ur svo sú að jólin vilja týnast með öllu sínu fagra innihaldi. Týnast innan um alla fallegu pakkana sem birtast á skjám sjónvarpstækjanna okkar í auglýsingatímum, sem hafa gjörsamlega riðlað allri dagskrá þeirra, þannig að hún stendur nú vanalega langt fram eftir öll- um nóttum. Nú veitir fjölmiðl- unum sjálfsagt ekki af þessum tekjuauka sem desembermán- uður ávallt færir þeim, en frem- ur er þetta nú hvimleitt fyrir blessaða neytendurna sem fjöl- miðlar eru jú fyrir. Sú spurning vaknar hvort ekki væri hægt að draga eitthvað úr þessu auglýs- ingaflóði, til að mynda með því að hætta að reikna auglýsinga- kostnað inn í verðlagið, og hækka verð auglýsinganna verulega, þannig að það yrðu fyrst og fremst vörumerki sem auglýst yrðu, en ekki búðir eins og nú er. Þá ber harðlega að fordæma auglýsingar sem aug- ljóslega er beint að börnum, jafnvel settar innan um barna- efni, en ólíklegt verður því mið- ur að telja, að kerfislið það sem valið var til að endurskoða útvarpslögin skipti sér eitthvað af þessu máli. En maður vonar nú í lengstu lög að þjóðinni megi auðnast að finna jólin sín innan um allt glysið og glauminn. Vonandi fá menn, þó ekki sé nema í nokkra daga, að skynja það að við erum manneskjur á stundlegri ferð um óravíddir eilífðarinnar, börn með hreint hjarta þegar hið mannlega fær að njóta sín. Og þá mun hin ómótstæðilega kveðja hljóma frá dali til dals, strönd til strandar GLEÐILEG JÓL. Hvít jól. Það sem alia dreymir um.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.