Dagur - 18.12.1987, Page 7

Dagur - 18.12.1987, Page 7
18. desember 1987 - DAGUR - 7 ur að koma til íslands til keppni. Því miður gátum við ekki þegið þetta góða boð og hélt ég þar með að ísland væri komið af dagskrá hjá mér fyrir fullt og allt. En þá eins og upp úr þurru var mér boðið að koma og þjálfa Val, þetta var árið 1936. Valur vann mótið þetta árið og þótti mér það að vonum ljúft. Ég stoppaði stutt í þetta fyrsta skipti en kom aftur að ári liðnu og þjálfaði Val eins og árið áður og aftur unnum við íslandsmótið. Það voru hörkukarlar hjá Val á þessum árum. Já, ekki má ég gieyma að segja frá því að á þess- um árum voru tveir Þjóðverjar að þjálfa knattspyrnulið hér heima og var því sigurinn sætari fyrir bragðið. Þjóðverjarnir voru alvitlausir út í okkur fyrir að vinna mótið tvö ár í röð, en þeir eru nú eins og þeir eru. Þetta voru fyrstu kynni mín af íslandi. Stutt stopp yfir sumartímann tvö ár í röð, stutt stopp sem urðu til þess að ég tók ævilöngu ástfóstri við land oe bióð.“ Tók ákvörðun og stökk um borð - Hvenær komst þú svo til íslands til frambúðar? „Það var árið 1939 rétt áður en stríðið hófst. Ég átti góðan vin í Vestmannaeyjum sem sendi mér símskeyti og spurði mig hvort ég vildi ekki koma og þjálfa Þór og Tý. Það vildi svo til að Gullfoss lá í höfninni í Leith, einmitt um þetta leyti og hafði ég engar vöfl- ur á heldur skellti mér um borð og sigldi til íslands og síðan hefi ég átt heima á íslandi.“ - Nú komst þú til landsins rétt í þann mund að stríðið er að skella á, langaði þig ekki heim? „Ég ætlaði heim, fór frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur og ætlaði að komast á skip þaðan. En þannig vildi til að ég kom til Reykjavíkur 2. september 1939, daginn áður en Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Að ráðum góðra manna var ég því um kyrrt hér á íslandi og gegndi jafnframt herþjónustu fyrir föðurland mitt hér á landi." - Hvernig leist þér svo á að setjast að hér til lengri tíma? „Þetta leit nú svo sem ekkert of vel út hjá mér, ég stóð þarna á hafnarbakkanum í Reykjavík og átti ekki bót fyrir rassinn. Þá mundi ég eftir manni sem ég hafði kynnst á ísafirði, séra Sig- urgeiri Sigurðssyni prófasti. Þeg- ar ég varð strandaglópur í Reykja- vík í byrjun stríðsins þá var hann orðinn biskup yfir íslandi.. Það var gott að Ieita til Sigurgeirs og í góðmennsku sinni rétti hann mér hjálparhönd. Reyndar þekktust þeir lítillega Sigurgeir biskup og faðir minn og kannski hefur það eitthvað hjálpað mér að þeir þekktust, en ég hugsaði ekki neitt um það þá.“ Sigurgeir biskup ________hvatti mig___________ - Hvað varð til þess að þú fórst að læra guðfræði? „Það var eiginlega Sigurgeir biskup sem hvatti mig til að læra guðfræði á sínum tíma. Ég hef alla tíð verið trúaður maður og ætlaði á yngri árum þegar ég var í háskóla að verða iæknatrúboði. Það þurfti því ekki mikið að ýta við mér til að ég færi af stað í guðfræðinám. En þetta var allt miklu erfiðara en ég bjóst við og á ég þar við tungumálið. Ég áleit mig vera nokkuð góðan í málinu, en komst fljótlega að því að það er svolítið annað að tala fótbolta- mál en lesa Biblíuna. Þetta var alveg óskaplega erfitt fyrir mig, en ég minnist þess að séra Sigurð- ur Einarsson dósent flutti einn fyrirlestur á ensku sérstaklega fyrir mig. Síðan fór ég í íslensku- tíma og þá fór þetta að smá koma hjá mér og maður fór að skilja svona annað hvert orð. Annars á ég góðar minningar frá þessum árum t.d. var ég sveinn biskups á vísitasíuferð hans um Austurland sumarið 1940, reyndar vorum við tveir sveinarnir, ég og svo sonur Sigurgeirs biskups, Pétur sem í dag er biskupinn yfir íslandi.“ Kallaður í herinn - En varst þú ekki kallaður í her- inn á sínum tíma? „Þannig var að ég var á Akra- nesi um það leyti sem Bretar her- námu ísland og fljótlega eftir hernámið var ég boðaður í her- inn. Var kallaður fyrir kaptein nokkurn sem hafði skrifstofu niðri í bæ. Við vorum að mig minnir sex breskir þegnar sem var raðað upp og við spurðir einn af öðrum hvort við værum reiðu- búnir að berjast fyrir konung okkar og föðurland. Eitthvað voru undirtektirnar dræmar því ég var sá eini af okkur sex sem þarna vorum sem gaf mig fram af frjálsum vilja. Ég held að þessir fimm menn sem voru teknir fyrir ásamt mér liafi verið fluttir til Englands og settir þar í fangelsi. Það var hart. tekið á því ef menn neituðu að gegna herþjónustu á þessum árum. En sem sagt það næsta sem gerðist hjá mér var að kapteinninn spurði mig hvað ég hefði haft fyrir stafni. Ég svaraði sem satt var að ég væri við guð- - Að lokum Róbert séröu nokk- uð eftir því í dag að hafa stokkið urn borð í Gullfoss forðum daga í Leith? „Þaö er nú einu sinni þannig með mig að ég hefi eiginlega aldrei þurft aö sjá eftir neinu af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þegar ég lít yfir farinn veg þá sér maður að allt hefur gengið mjög vel. Það er afskap- lega þægileg tilfinning að vita það að maður hefur verið vinsæll meðal sinna sóknarbarna. Ég er þannig gerður að ég trúi því að ef maður biður Guð að leiða sig þá gerir hann það á sinn hátt. Kring- umstæður ráða miklu um það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, en hönd Guðs er alla tíð nálæg til að styðja okkur og leiðbeina, það er ég alveg handviss um." - Að lokum séra Róbert hefur þér líkað vel að eiga heima á ís- landi? „Mjög vel, á íslandi er gott að vera. Ég hef komið til allra heiinsálfa, séð margt og hitt fólk af ólíku þjóðerni og uppruna. En hvergi niundi ég vilja búa annars staðar en á íslandi. Hér býr heil- brigt, duglegt og óspillt fólk sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Já, ég held að ég geti sagt í fyllstu einlægni að ísland er mér allt.“ Og með þessum orðum hins hugljúfa og skemmtilega manns sem séra Róbert Jack hefur að geyma, ljúkum við þessu viðtali. pbv fræðinám í Háskóla íslands og jafnframt að ég kysi helst að sinna skyldu minni hér á landi. Enda var ég um þetta leyti búinn að gera það upp við mig að setj- ast að á íslandi, svo að það var helsta ósk mín að fá að vera áfram hér. Þetta fór síðan allt á besta veg fyrir mig, því ég fékk að sinna skyldu minni hjá hinu breska K.F.U.M. í stórum bragga niðri við höfn. í bragga þessum var lítil kapella þar sem ég var með bænastundir og ræddi við menn um ýmis vandamál sem upp komu. Það var meira en nóg að gera á þessum árum, ég kenndi ensku og var svo í skólan- um eins og ég gat, en varð svo jafnframt að sinna skyldum mín- um gagnvart föðurlandinu. Hvernig ég komst yfir þetta allt saman veit ég ekki en allt bless- aðist þetta með góðra manna hjálp og tillitsemi." Lank guðfræðinni 1944 - Hvenær laukst þú svo guð- fræðináminu og tókst vígslu? „Ég lauk prófum úr guðfræði- deildinni vorið 1944 og þá um leið ræddi biskup við mig og sagðist skyldi reyna að finna lög sem heimiluöu setningu og þá um leið vígslu útlendings til prests- starfa á íslandi. Biskup fann eftir nokkra leit lög sem þá voru dönsk, sem heimiluðu vígslu mína og innsetningu til prests- starfa hér á íslandi. En sem sagt biskup bauð mér vígslu og hana þáði ég 18. júní 1944 í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Þennan dag vorum við átta sem tókum vígslu og er það víst stærsti hópur í lút- erskum sið scm hefur tekið vígslu í einu. Prestur var ég svo fyrst að Heydölum í Breiðdal, var þar í ein þrjú ár. Úr Breiðdalnum fór ég norður í Grímsey og þar var ég í ein sjö ár. Ég kunni ágætlega við mig í Grímsey, það var helst að einangrunin sem þá var tæki svolítið á taugarnar, t.d. kom póstbáturinn bara einu sinni í mánuði til eyjarinnar.“ - Hvenær komstu hingað að Tjörn á Vatnsnesi? „Ég kom hingað að Tjörn ásamt konu minni Guðmundu Vigdísi Sigurðardóttur eftir að við höfðum veriö í Kanada um tveggja ára skeið. Ég sótti um prestakallið hér á Tjörn frá Kan- ada og sagði við konu mína um leið og ég setti bréfið í póst, að ef ég fengi lögmæta kosningu þá færi ég heim ef ekki þá yrði ég áfram í Kanada. Lögmæta kosn- ingu fékk ég síðan haustið 1955, kom heim og settist að hér á Tjörn og hef verið hér síðan. Aðkoman hérna var ekki mjög upplífgandi, kirkjan að grotna niður og ekkert til af öðrum húsum. Við urðum að byggja öll hús upp frá grunni um annað var ekki að ræða. Á meðan verið var að byggja upp á Tjörn héldum við til á næsta bæ fyrra árið en það seinna vorum við á Hvamms- tanga eða þangað til svo langt var komið með byggingu íbúðarhúss- ins að Tjörn að við gátum flutt. Það var í nóvember 1957 sem við fluttum inn í íbúðarhúsið sem þá var nokkuð vel á veg komið. Það var oft mikiö basl á þessum árum en með þrautseigju hafðist þetta allt saman að lokum. Nú og hér erum við búin að búa í rúm þrjá- tíu ár og hér hefur okkur liðið vel.“ Island er mér allt „Aðkoman a Tjom var ekki mjög upplífgandi . .

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.