Dagur


Dagur - 18.12.1987, Qupperneq 13

Dagur - 18.12.1987, Qupperneq 13
18. desember 1987 - DAGUR - 13 - Komdu hingað með koníakið! - Ætlarðu ekki að lesa fyrir mig sögu eins og mamma gerði? - Við skulum fara varlega, þetta getur verið gildra! - Hvergi er friður! - Afsakið er konan mín bráðum til- búin? hvoð er að gerost? Grafík í Glugganum Sýning á verkum íslenskra grafíklistamanna stendur nú sem hæst í Glugganum. Vel fer um verkin í sýningar- salnum og þar getur fólk séð úrval grafíkmynda, unnar með mismunandi hætti. Sýningunni lýkur á sunnu- daginn og er Glugginn Þorsteinsdóttir, Daði Guð- björnsson, Guðmundur Ármann, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, opinn frá kl. 14-20. Listamennirnir sem sýna verk sín eru: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Björg Sigrún Eldjárn, Valgerður Hauksdóttir, Þórður Hall og Örn Þorsteinsson. Á sýningunni eru yfir 30 verk og hefur hún vakið töluverða athygli. Rétt er að hvetja fólk til að kynna sér grafíklistina og grípa tæki- færið í Glugganum. Piltur og stúlka í Samkomuhúsinu Leikfélag Akureyrar frum- sýnir „Pilt og stúlku“ næst- komandi laugardag, 2. dag jóla, kl. 17. Forsala aðgöngumiða stendur nú sem hæst, en næstu sýningar verða 27., 29. og 30. desem- ber og eftir áramót hefjast sýningar að nýju fimmtu- daginn 7. janúar. Vert er að gæta að sýningartíma hverju sinni því hann er breytileg- ur. ■ Piltur og stúlka er sívin- sæll alþýðusöngleikur, gerð- ur eftir skáldsögú Jóns Thoroddsen. Leikgerð og tónlist er eftir Emil Thor- oddsen, leikstjóri er Borgar Garðarsson, leikmyndina T •• / Tvo ny frímerki Fyrstu frímerkin á árinu 1988 koma væntanlega út í febrúar. Verða það tvö frí- merki í flokknum „Merkir íslendingar", og sýna þau myndir af skáldunum Davíð Stefánssyni og Steini Stein- arr. Evrópufrímerki í tveimur verðgildum munu koma út í maí og verða þau að þessu sinni helguð nútíma flutn- inga- og samskiptatækni. Tvö blómafrímerki og tvö fuglafrímerki koma út á árinu. { tilefni Ólympíuleikanna í Seoul á hausti komanda verður gefið út frímerki með myndefni úr hand- knattleik. Pá hefur verið ákveðið að gefa út frímerki með tileink- un um „Heilbrigði, fyrir alla“ en það eru einkunnar- orð Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar 1988. Smáörk (blokk) kemur út á Degi frímerkisins. Jólafrímerki í tveimur verðgildum teiknar Kjartan Guðjónsson að þessu sinni. Auk þess er í undirbún- ingi að gefa út í hefti frí- merki með landvættunum, með breyttu verðgildi. Reykjavík, 25. nóvember 1987 Póst- og símamálast ofnunin. hannar Örn Ingi Gíslason, Jón Hlöðver Áskelsson er tónlistarstjóri og Ingvar Björnsson annast lýsingu. Fjölmargir leikarar taka þátt í sýningunni og fara nokkrir þeirra með fleiri en eitt hlutverk. Arnbjörg Valsdóttir og Páll Finnsson leika Sigríði og Indriða í æsku en síðan taka Arn- heiður Ingimundardóttir og Pétur Eggerz við hlutverk- unum. Sunna Borg leikur Ingveldi í Tungu, Kristjana N. Jónsdóttir leikur Ingi- björgu á Hóli, Pórey Aðal- steinsdóttir leikur Gróu á Leiti, Guðmundur Jónsson óperusöngvari leikur Jón Ludvigssen og þannig mætti lengi telja. Tónlist skipar veglegan sess í sýningunni og er hljómsveitin skipuð þeim Beryl Farr, Felecity Elsom- Cook, Pórdísi Skúladóttur, Lilju Hjaltadóttur og Aðal- heiði Þorsteinsdóttur. Þá var stofnaður sérstakur leik- húskór sem syngur undir stjórn Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Líkan af Akureyrarkirkju Sóknamefnd Akureyrar- kirkju hefur látið steypa líkön af kirkjunni sem ætl- unin er að selja til styrktar kirkjunni og hinu nýja safn- aðarheimili. Margir bera hlýjan hug til Akureyrar- kirkju og hafa lýst áhuga á að eiga slíkan grip, auk þess sem ferðamenn spyrja iðu- lega eftir minjagripum þeg- ar þeir koma í kirkjuna. Líkön þessi, sem eru nýkomin til landsins, voru gerð á Ítalíu og eru með tvenns konar áferð, silfur- og koparlitaðri. Þau kosta 1.200 kr. og verða til sölu í blómabúðunum Akri og Laufási en einnig í Hljóm- veri og Skóverslun M.H.i Lyngdal. Ennfremur munu sóknarprestarnir hafa þau til sölu. Heimilisfriður f skugga frjáls vais Þórhallur Ásmunds- son skrifar Jæja, þá er Stöö 2 komin hing- að vesturfyrirTröllaskagann og friöurinn þar með úti. Ég er enn ekki búinn aö fá mér myndlykil, hef enn staðið af mér alla vinda frá yngra fólkinu á heimilinu, sem að sjálfsögðu er alveg ólmt að horfa á stöðina. Það segir sem von er að myndlykill sé kominn hjá þessum og þessum bekkjarfélaga sínum og að við verðum að fá okkur hann líka. En ég er ekkert spenntur fyrir kaupum á myndlykli þó svo að mig blóðlangi til að horfa á íþróttaþætti' Stöðvar 2 sem ég veit að eru mun betri en hjá Sjónvarpinu. Það er nefnilega öruggt mál að fjölskyldan er ekki sammála um hvora stöðina á að horfa á og hefur þess þeg- ar orðið vart á ólæstum tlmum. Hjá kunningja mínum, sem býr svo vel að eiga lítið auka- tæki, var það þannig fyrsta kvöldið sem Stöð 2 sást hér á Sauðárkróki, að hann horfði afskiptur á Sjónvarpið meðan aðrir fjölskyldumeðlimir með nýjabrumið í augunum horfðu hugfangnir á Stöð 2. Kunning- inn er alveg handviss um að þegar fram líða stundir verði skermur á hvern fjölskyldu- meðlim og svo sitji hver í sínu horni. Að sjálfsögðu muni þetta leiða af sér ekkert allt of mikil samskipti innan fjölskyldunnar. Ég er ekki frá því að eitthvað sé til í þessu og ekki veiti af að vera á varðbergi allmiklu. Þegar íslenska sjónvarpið kom á sín- um tíma var talað um að það drægi úr samgangi milli fólks og orsakaði þannig minni sam- skipti milli fjölskyldna. Og nú þegar völ er á fleiri sjónvarps- rásum er hætt við að það leiði til minni samskipta innan fjöl- skyldunnar sjálfrar. Hvað útvarpinu viðkemur, er ég einn af þeim sem er ekkert allt of ánægöur meö þær breyt- ingar sem urðu á Rásinni með vetrardagskránni. Mér finnst hafa verið skotið dálítið yfir markið með Dægurmáladeild- inni og Stefán Jón Hafstein sem eitt sinn var minn uppáhalds fréttamaður er nú orðinn sem gömul slitin grammófónplata. Kjaftæðið á Rásinni er allt of mikið og að auki finnst mér lagavalið ekki eins fjölbreytt og það var framan af þessu ári. En ekki er ólíklegt að þeir rásar- menn taki sér tak og gerður verði einhver uppskurður á dagskránni. Þá trúlega á grund- velli hlustendakannana sem alltaf eru framkvæmdar annað slagið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.