Dagur - 18.12.1987, Page 17
18. desember 1987 - DAGUR - 17
Fuglahandbókin
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út þriðju bókina í rit-
röðinni íslensk náttúra, Fugla-
handbókina - Greiningarbók um
íslenska fugla - eftir Þorstein
Einarsson fyrrum íþróttafull-
trúa. Þetta er fyrsta íslenska
greiningarbókin með litmyndum
af öllum íslenskum varpfuglum,
far- og vetrargestum og algeng-
ustu flækingsfuglum. Helstu
einkenni hverrar tegundar eru
dregin fram á einfaldan hátt í
máli og myndum.
Kristinn Haukur Skarphéðins-
son líffræðingur las yfir handrit
og veitti fræðilega ráðgjöf um
texta, myndir og teikningar og
fuglaáhugamaðurinn Jóhann Óli
Hilmarsson var höfundi til að-
stoðar við alla þætti verksins.
Fjallað er um 110 tegundir
fugla í bókinni og eru litmyndir
af fuglunum er sýna m.a. fjaðra-
búning eftir kynferði, aldri og
árstíðum. Við gerð bókarinnar
var tekið mið af bestu fuglahand-
bókum með ljósmyndum sem
gefnar hafa verið út erlendis. Á
sérstökum greiningarmyndum,
smækkuðum myndum af lit-
myndinni, er vísað á helstu ein-
kenni hverrar tegundar með tölu-
settum örvum. Undir skýring-
armyndunum eru svo einkennin
skýrð í hnitmiðuðum texta. Þetta
form er nýjung í gerð slíkra
bóka.
í meginmálstexta er auk sjálfra
fuglalýsinganna lýst búsvæði fugl-
anna, varpi, rödd og sérstæðum
lifnaðarháttum. Á teikningum eru
auk þess sýnd einkenni fugla,
sem dulist geta á ljósmyndum,
t.d. mynstur í væng og stéli.
Ýmsan annan fróðleik er að
finna í bókinni sem gagnast jafnt
lærðum sem leikum. Má þar
nefna fuglanöfn á tungum ná-
grannaþjóðanna, yfirlitskort af
helstu fuglabjörgum landsins
ásamt tegundasamsetningu
þeirra, umfjöllun um fuglafriðun
og margt fleira.
Alls eiga 35 aðilar ljósmyndir í
bókinni. Flestar á Grétar Eiríks-
son, eða 35. Sigurgeir Jónasson á
23 myndir í bókinni, Jóhann Óli
Hilmarsson 18, Magnús Magnús-
son og Hans van Bradwijk 9
hvor, Kristján Lilliendahl 7,
Kristinn Haukur Skarphéðinsson
6 og Arnþór Garðarsson 5. Eru
þá ótaldir allir þeir sem eiga þrjár
myndir eða færri.
í átta tilvikum var brugðið á
það ráð að fá hinn kunna lista-
mann, Brian Pilkington, til þess
að mála myndir af viðkomandi
fuglum, þar eð ekki var unnt að
fá nógu góðar ljósmyndir til birt-
ingar.
í bókinni eru hátt í tvö hundruð
skýringarteikningar til þess að
draga betur fram einkenni fugla.
Þær teiknaði Sigurður Valur Sig-
urðsson sem á sínum tíma teikn-
aði skýringarmyndir í Plöntu-
handbókina.
Hönnun bókarinnar og umsjón
með allri gerð hennar annaðist
Sigurþór Jakobsson myndlistar-
maður sem einnig hannaði
Plöntuhandbókina.
Ævintýríð
um Gosa
Fjölvaútgáfan hefur gefið út nýja
þýðingu á hinu heimsfræga ævin-
týri Gosa, eftir Carlo Collodi. Á
frummálinu, ftölsku, heitir sagan
Pinocchio og kom fyrst út í Flór-
ens sem framhaldssaga í barna-
blaði fyrir rúmum 100 árum og
fór brátt sigurför um heiminn.
Þorsteinn Thorarensen hefur
þýtt Gosa úr frummálinu og er
þetta jafnframt fyrsta óstytta
heildarþýðingin á sögunni á
íslensku. Eldri útgáfa sem birtist
fyrir meira en hálfri öld var þýdd
úr ensku og verulega stytt.
Nýja Gosabókin er fögur
útlits, skreytt 80 litmyndum eftir
ítalska listmálarann Giorgio
Scarato. Sagan skiptist í 36 kapít-
ula, æði spennandi á köflum og
eru fræg ýmis atvik, svo sem þeg-
ar nefið fór að vaxa á Gosa, eða
þegar hann breyttist í asna.
Bókin er í stóru broti, um 120
bls. og gefur Fjölvi hana út í sam-
starfi við Mondadori-útgáfuna á
Ítalíu.
Á veiðislóðum
Á veiðislóðum nefnist bók eftir
Guðmund Guðjónsson blaða-
mann sem Frjálst framtak hf.
hefur gefið út. Undirtitill bókar-
innar er: Viðtöl og veiðisögur.
Eins og nafn bókarinnar gefur til
kynna er í henni fjallað um veiði-
skap og þá einkum laxveiðar og
silungsveiðar.
I bókinni eru fjölmargar veiði-
sögur úr ýmsum áttum. Þar segir
frá hrakförum í veiðiskap, bar-
áttu við stórlaxa, snautlegri veiði-
ferð á sumardaginn fyrsta, og
rómantískri veiðiferð í Langá.
Katli í bókinni fjallar um „Klak-
menn fslands" - hóp manna sem
fer í Laxá í Aðaldal haust hvert
og veiðir þar laxa sem settir eru í
klak. Slóst höfundur í för með
„klakmönnunum" sl. haust og
segir frá þeirri för í lifandi og
skemmtilegri frásögn.
í bókinni eru einnig viðtöl við
fjóra kunna laxveiðimenn: Stefán
Á. Magnússon, Hörð Óskarsson,
Guðmund Árnason og Magnús
Jónasson. Viðhorf og reynsla
þessara manna er í senn lík og
ólík. Þeir hafa allir séð og reynt
margt á sportveiðiferli sínum.
Bókin Á veiðislóðum er 160
blaðsíður og prýða hana margar
ljósmyndir, margar í lit.
Stelpna-
fræðarinn
Iðunn hefur gefið út nýja bók
sem nefnist Stelpnafræðarinn og
er eftir Miriam Stoppard.
Með Stelpnafræðaranum er
komin fram bók sem gefur skýr
og hreinskilin svör við ýmsum
þeim spurningum sem óhjá-
kvæmilega vakna á ákveðnu
tímabili í lífi hverrar unglings-
stúlku, þegar ekki einungis líkam-
legur þroski á sér stað - heldur
einnig ýmsar tilfinningalegar og
félagslegar breytingar.
Hér er að finna ráðleggingar
um líkamsrækt, hollt mataræði
og útlit, - leiðbeiningar um
hvernig unnt er að ná góðu sam-
bandi við félagana, vinkonur og
stráka, og ekki síst bættu sam-
komulagi við fjölskylduna. Hér
er einnig fjallað um nám og
skólastarf og ýmis vandamál sem
því tengjast. í bókinni eru líka
kaflar um kynlíif og getnaðar-
varnir og jafnframt umfjöilun um
þann félagslega þrýsting sem oft
á sér stað varðandi reykingar,
drykkju og fíkniefni og hvernig
sporna megi gegn honum.
Anna Ölafsdóttir Björnsson
þýddi bókina.
■ Miriam Stoppard
STELPNA
FRÆDARINN
Sirákar • útlit • vinir - þmski
foreldrar • skóli • og allt hiit...
••• Mjólkursamlaa KEA
®Akureyri Simi96-21400