Dagur - 18.12.1987, Page 22
22 - DAGUR - 18. desember 1987
Orðsending til jólasveina
og barna
Karíus og Baktus
fara ekki í jólafrí.
Tannvemdarráð
HAGKAUP
Akureyri
Það getur valdiö
slímhúðar-
bólgum að
taka í nefið
eða vörina.
LANOLÆKNIR
Amerísku
snjósleðagallamir
komnir.
Stærðir S-M-L-XL-XXL.
★ Pantanir óskast sóttar. ★
Verð aðeins kr. 8.600.-
10% jólaafsláttur
EYFJORÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
VISA
E
ISBflRHBGBvBI
WSB
3.- kci.
gbÉHÉpg
uaötio
: ' - - ", .“ ■
M IWIIIl lfllKII
IfeÆIBIiiiBteiiirffi?".-
mnmm
ímm
mmMwm
-
§*ÉÉ
Kaldaljós
Bókaforlagið Svart á hvítu sendir
nú frá sér bókina „Kaldaljós“
fyrstu skáldsögu Vigdísar Gríms-
dóttur. Vigdís er að góðu kunn
sem höfundur smásagnasafnanna
„Tíu myndir úr lífi þínu“ og
„Eldur og regn“. í skáldsögunni
„Kaldaljós“ sækir hún efnivið
sinn öðrum þræði til sannsögu-
legra atburða - m.a. ógæfu er eitt
sinn reið yfir íslenskt sjávarpláss.
Við íslenskan fjörð rís fjallið
Tindur yfir svörtum kofum erfið-
ismanna. Á skuggsælu kvöldi sit-
ur draumlyndur drengur við
glugga þegar norn á priki ríður
hjá og þau horfast í augu andar-
tak.
Hann heitir Grímur Her-
mundsson. Barn í föðurhúsum
teiknar hann máttugar myndir,
uppkominn heldur hann til
höfuðborgarinnar og nemur
myndlist. í veröld hans virðist
flest lúta illskýranlegum lögmál-
um, í sömu mund er fæst sem
sýnist. Jafnvel fjallið sem gnæfir
yfir heimi bernskunnar er ekki allt
þar sem það er séð.
Hestar og menn
Einn þeysti á skellinöðru upp á
Kjalarnes með hnakkinn sinn á
bakinu, annar lærði hesta-
mennsku af rollukörlum suður í
Hvassahrauni en sá þriðji var
með hesta í litlum skúr niður við
Eiliðavog. Og hverjir eru þessir
menn? I dag eru þetta afreks-
knaparnir okkar, íþrótta-
mennirnir sem gerðu garðinn
frægan á heimsmeistarmótinu í
Austurríki og glöddu augu áhorf-
enda á stórum og smáum mótum
hérna heima.
í þessari nýstárlegu hestabók
er rakinn ferill þessara manna og
margra fleiri, hér eru þau öll,
Reynir Aðalsteinsson, Sigur-
björn Bárðarson, Sigurður Sæm-
undsson, Hafliði Halldórson,
Eiríkur Guðmundsson, Peter
Schröder, Bernd Vith og Els van
der Tas. Hér er einnig sagt frá
helstu mótum á liðnu ári, bæði
hér á landi og erlendis.
í bókinni er fjöldi ljósmynda
og teikninga. Petta er bók sem
enginn hestamaður getur látið
fram hjá sér fara. Hestar og
menn er sannkölluð árbók hesta-
manna 1987.
Konur og völd
- Reykjavíkursaga
í þessari bók er á hispurslausan
hátt fjallað um kerfið, sem allir
vita af, en enginn þekkir til
hlítar, og eigi síður um stjórn-
máiamenninga og þá rómuðu
athafnamenn, sem stjórna á bak
við tjöldin, þó að aðferðir þeirra
séu ekki alltaf í góðu samræmi
við það lýðræði, sem börnum er
kennt í skólunum. Og ástalíf-
ið, sem hér greinir frá, er heldur
ekki í miklu samræmi við fram-
tíðardrauma saklausra stúlkna.
Sannarlega tímabær nútíma-
saga.
„Ástvaldur mætti klukkutíma
of seint svo stjórnarmenirnir,
sem vissu sig ekki til annars
kjörna en að segja já og amen við
tillögum Ástvalds, höfðu losað
stíflu úr flöskuhálsi þótt venjan
væri að gera það ekki fyrr en á
fundinn leið og mönnum reið líf-
ið á hressingunni ætti böðulslegur
yfirgangur formannsins ekki að
klára þá. Og því var komið vor í
huga stjórnarinnar í stað vetrar-
kvíðans sára, sem stjórnin var
einlægt altekin í byrjun
funda . . . allir brostu þeir utan
einn, sá var áhrifamaður hjá því
opinbera og þótti ekki vogandi
að teyga þetta djöfulsglundur
með því hann var nýkominn úr
afvötnun á Kleppi.“
„Jónatan viðurkenndi aldrei
nema eina reglu í hverju máli,
einfaldlega þá reglu, sem þjónaði
hagsmunum hans betur en hinar
reglurnar."
Útgefandi er Skjaldborg.
(.isii rtissoiv
Sambúð manns
og sjávar
Nýverið sendi bókaforlagið Svart
á hvítu frá sér bókina „Sambúð
manns og sjávar“ eftir Gísla
Pálsson. Höfundur er lektor í
mannfræði við Háskóla íslands
og vinnur hér brautryðjendastarf
með því að fjalla á skýran og
greinargóðan hátt um sjávarbú-
skap íslendinga frá öðru sjónar-
horni en menn hafa vanist hingað
til.
Efni þessarar bókar varðar
okkur öll af þeirri einföldu ástæðu
að fáar þjóðir eru eins háðar fisk-
veiðum og íslendingar. í bókinni
er m.a. fjallað um landskunna
aflaskipstjóra eins og Binna í
Gröf, Eggert Gíslason o.fl. og
leitað skýringa á frægð þeirra.
Peirri kenningu er varpað fram
að aflasæld ráðist ekki af hæfi-
leikum einstakra skipstjóra en sú
staðhæfing hefur vakið miklar
deilur. Einnig er leitað svara við
spurningum svo sem hvaða aug-
um líta sjómenn starf sitt? Fjöl-
skylduna? Hvernig er framleiðsl-
unni í landi og verkaskiptingu
kynjanna háttað? Verður kvóta-
kerfið þess valdandi að aflakóng-
urinn skipar ekki lengur þann
sess sem hann hafði í vitund
þjóðarinnar?
STAÐAR NEM!
Öll hjól eiga að stöðvast