Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 30. desember 1987 249. tölublað Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opiöá laugardögum frákl. 9-12. Norðurland: Leiðinda- veðri spáð um áramótin Ekki er útlitið gott fyrir unn- endur flugelda á gamlárskvöld á Norðurlandi því veðurútlitið er frekar slæmt. Á Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að bæði sunnan og norðaustan við landið væru lægðir svo á gamlársdag er gert ráð fyrir hvassri norðaustan átt með snjó eða slydduéljum. Á nýársdag mun veðrið enn versná, hvassara og kaldara verð- ur í veðri auk éljagangsins. Hiti verður á bilinu 0 til mínus 3 gráður; Talið er að á Akureyri verði veðrið e.t.v. skaplegra til að byrja með svo hver veit nema Akureyringar verði þess aðnjót- andi að sjá eitthvað af þeim flug- eldum sem þeir koma til með að skjóta upp. Vegna þess að hvessa mun á nýarsdag úr norðaustri nær veðrið þá sennilega að angra Akureyringa þann dag. VG Aramóta- brenna Hlíðar- hverfis Annað kvöld geta Akureyring- ar kvatt gamla árið við ára- mótabrennu Hlíðarhverfis. Sem kunnugt er hefur brennan verið flutt um set og er nú ofan við Hlíðarbraut, norðan við Gúmmívinnsluna. Öllum Akureyringum er boðið að brennunni en kveikt verður upp í bálkestinum kl. 20.00. Ekki sakar að fólk taki með sér flug- elda, blys og þess háttar. Hlíða- brennan er stærsta áramóta- brennan í bænum að þessu sinni og vonandi að bæjarbúar fjöl- menni á svæðið. Aðstandendur brennunnar kalla sig brennu- varga en unnið hefur verið af full- um krafti við undirbúning í haust. Fólki er bent á að næg bíla- stæði eru fyrir hendi. JÓH Petta er ungt og leikur sér . Mynd: KÞ Flugeldasala: Hver fjölskylda kaupir fyrir 2-3 þúsund krónur að meðaltali „Salan hefur farið vel af stað og ég vona að fólk geri inn- kaupin nú fyrr en venjulega," sagði Örn Arnarson hjá Hjálp- arsveit skáta á Akureyri, en þeir eru nú komnir á fullan skrið í hinni árlegu flugelda- sölu sinni. Við forvitnuðumst um það hjá Emi hvert verðið er á flugeldum þetta árið. Hann sagði að nú væru fjórar stærðir á fjölskyldu- pökkum. „Ódýrasti pakkinn, sá blái eins og við segjum kostar 990 krónur. Næsta stærð, gult kostar 1490, rauður kostar 2700 og sá stærsti, grænn kostar 4900 krónur." Örn sagði aðspurður að sér hefði komið á óvart hvað fólk keypti fyrir mikið í ár. „Rauði pakkinn hefur selst best og einnig sá guli, næsta stærð fyrir neðan. Það er því ekki óvanalegt að fólk kaupi fyrir um 2000-3000 krónur. Flugeldar hafa jú aðeins hækkað um 12% frá því í fyrra." Nú mun hafa færst í aukana að fólk kaupi svokallaðar Tívolí- bombur, og Örn sagði að hægt væri að fá sett með hólk og 5 kúl- um í kassa á 790 krónur. Hver kúla sem skotið er upp úr honum er mun fallegri en flugeldur sem kostar 430 krónur. Tívolíbomb- urnar fara lægra, dreifa meira úr I Örn vildi hvetja fólk til að vera sér svo fólk er tryggt fyrir að sjá tímanlega í innkaupum því síð- hverju það er að skjóta upp. | ustu dagana er mikið að gera og erfitt að skoða og velta fyrir sér hvað skemmtilegast er að kaupa. VG Akureyri: Ogætnir vélsleðamenn Mörgum til óblandinnar gleði snjóaði á Norðurlandi rétt fyrir jól og ósk margra um jólasnjó rættist. En það voru fleiri sem glöddust, því um leið og snjór- inn var orðinn sæmilega mikill, þustu vélsleðaeigendur út á farartækjum sínum en -því miður, virðast allt of margir brjóta þær reglur sem um þau gilda. Ingimar Skjóldal varðstjóri hjá lögrcglunni á Akureyri sagði í samtali við Dag, að um vélsleð- ana giltu þær reglur, að á þá þarf að hafa skellinöðru- eða dráttar- vélapróf. Auk þess þurfa tækin að vera tryggð og skráð. Að öðru leyti ber að fara að almennum umferðarlögum varðandi akstur á akbrautum og hámarkshraða þarf að virða. Aðspurður sagði hann að stærsta vandamálið varðandi vélsleðana væri, að ökumenn þeirra aka þeim oft annars staðar en á akbrautum. „Það má.alls ekki aka vélsleðum á einkalóð- um, inn á opin svæði eða í skógarreiti sem ekki eru ætluð til aksturs. Þetta hefur valdið mikl- um spjöllum auk þess sem hætta skapast þar sem börn eru að leik." Það vekur furðu að ekki skuli gilda sömu reglur um fjórhjól og vélsleða en fjórhjólum má ekki aka innan bæjarmarka nema beint á ákvörðunarstað. Ingimar sagðist persónulega ekki telja hafa verið ástæðu til að setja regl- urnar um fjórhjólin auk þess sem hún væri að mörgu leyti gölluð. „Úr því að þessi ökutæki eru á annað borð leyfð sé ég ekki að um þau þurfi sérreglur. Ef þessu er ekið eins og á að aka ökutækj- um þurfa ekki að stafa af þeim vandræði," sagði Ingimar að lokum. VG Lögreglan: Lysir eftir manni Lögreglan í Reykjavík hefur beðið fólk á Skagaströnd, Blönduósi og nágrenni að svip- ast um í húsum sínum og görð- um eftir 37 ára gömlum manni sem ekkert hefur spurst til síð- an í byrjun nóvember. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi hefur ekkert komið fram sem getur gefið vísbendingu um ferðir mannsins en hann mun hafa komið til Skagastrandar en að öðru leyti er ekkert um ferðir hans vitað. Maðurinn heitir Ingi Jóhann Hafsteinsson. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.