Dagur - 11.01.1988, Page 2

Dagur - 11.01.1988, Page 2
2 -mDAGJJR ’r.l t. janúar 1988 Umframkartöflurnar til Noregs? Norðmenn vilja frekari viðræður - um kaup á 10 þúsund tonnum af kartöflum Viðbrögð við reynsiusendingu á íslenskum kartöflum sem fóru á markað í Noregi fyrir jólin eru nú að berast og er lík- legt að nú á næstu dögum muni koma fuiltrúar frá Noregi til Islands til að ræða um kaup á öllu umframmagni af kartöfl- um sem til eru í landinu. Mark- aðssvið Búnaðarbanka íslands kannaði í haust fyrir samtök kartöflubænda hvort mögu- leikar kynnu að vera á útflutn- ingi umframbirgða af íslensk- um kartöflum og í framhaldi af því var samið við Norðmenn um 12-15 tonna reynslusend- ingu. Að sögn Heimis Hannessonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Búnaðarbankans er um að ræða 10 þúsund tonna umframbirgðir hér á landi. Framleiðsla Norð- Strætisvagnar Akureyrar: Nýtt leiða- kerfi manna brást á síðasta sumri og eru kartöflur þeirra senn á þrotum. Viðræðuaðili íslendinga í Noregi, Gartnerhallen, er til- búinn til að kaupa allar umframbirgðir héðan þ.e.a.s. ef um semst og markaðsviðbrögð ytra verða jákvæð. „Óskir Norðmanna um við- ræður við okkur eru ekki endan- lega staðfestar en það byggist á að niðurstöður eru ekki komnar úr öllum héruðum í Noregi þar sem kartöflurnar fóru á markað. Það er hins vegar ljóst að Norð- menn þurfa að fara að flytja inn kartöflur mjög fljótlega þar sem heimabirgðir eru á þrotum," seg- ir Heimir. Reynslusendingin var seld víða í Noregi og þau viðbröð sem bor- ist hafa eru í flestum tilfellum jákvæð. Heimir sagði að ljóst væri hvað norskir bændur fengju greitt fyrir kartöflur en Norð- menn vilji fá viðbrögð við kart- öflunum áður en til samninga verði gengið. „Við vitum nokk- urn veginn á hvaða verðbili þetta liggur en best er að láta það iiggja milli hluta í bili,“ sagði Heimir Hannesson. JÓH Utibússtjórar banka á Akureyri telja lausafjárstöðuna vel viðunandi og í jafnvægi um áramót. Mynd: TLV Akureyri: Nýskrán- ing bíla - jókst um 63% Bifreiðum fjölgaði mjög á Akureyri á nýliðnu ári og að sögn Sigurðar Indriðasonar hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins á Akureyri voru í kringum 1.800 bifreiðar nýskráðar á árinu. Þetta er um 63% aukning frá árinu áður en þá voru nýskrán- ingar um 1.100. Sigurður sagði að A-númerin væru nú komin upp í 12700 og því ekki langt í það að bifreið með númerinu A-13000 aki um vegi Eyjafjarðar. Þótt nýskrán- ingar hafi verið 1.800 í fyrra fjölgaði bílunum meira, en ávallt er nokkuð um að bílar á A-núm- erum séu skráðir í Reykjavík. Tölur um fjórhjól, vélhjól og vélsleða eru ekki fyrirliggjandi en sem kunnugt er hófst skráning fjórhjóla síðastliðið vor og hafa þau streymt til bæjarins í umtals- verðu magni. Sigurður sagði hins vegar að það teldist til undan- tekninga ef komið væri með skellinöðrur til skráningar hjá eftirlitinu. Svo virðist sem þessi áður vinsælu farartæki eigi ekki upp á pallborðið hjá unglingum lengur og má kannski kenna um hve dýrar skellinöðrur eru orðnar. Þá hafa fjórhjólin að ein- hverju leyti leyst þær af hólmi. SS Lokið hefur verið gerð nýs leiðakerfis Strætisvagna Akur- eyrar. Stærsta breyting frá núgildandi kerfl er sú að enda- stöð og aðstaða vagnstjóra verður flutt á Syðri-Brekku úr Miðbæ og fer tímajöfnun þar fram. Ekki er enn Ijóst hvenær kerfið kemst í gagnið þar sem húsnæði fyrir vagnstjóra og endastöð er ófundið enn. Megin breyting í nýja kerfinu er sú að ekinn er nokkurs konar hálfhringur á Brekkunni, síðan í gegnum Miðbæinn og út í Glerár- hverfi þar sem nánast sömu leiðir verða eknar og áður. Sama leið er síðan ekin til baka þannig að með þessu fæst betri tenging mili Oddeyrar og Brekku annars veg- ar og Glerárhverfis og Brekku hins vegar. Yfir vetrartímann mun tíðni ferða aukast á Brekkunni en ekki er gert ráð fyrir að aksturstími strætisvagnanna muni breytast frá því sem nú er. JÓH Bankar og sparisjóðir á Akureyri: Talsverð raunaukning innlána á síðasta ári Heildarinnlán banka og spari- sjóða á Akureyri, jukust á síð- asta ári um 34,4% að meðal- tali. Um er að ræða talsverða raunaukningu, því sé til að mynda borið saman við hækk- un lánskjaravísitölu á árinu þá var hún um 22,2%. Almenn útlán jukust heldur meira hjá stofnununum eða um 36,2%. Munar þar mest um þrjá stærstu bankana sem allir juku útlán sín meira en innián. Flestir bankarnir náðu að standa við bindiskyldu sína hjá Seðlabankanum en hún er um 13% innlána, og lausafjárbind- ingu sem er um 8%. Yfirleitt sögðu útibússtjórar að lausafjár- staðan væri vel viðunandi og í jafnvægi um áramótin. Landsbanki Islands sker sig talsvert úr því bankinn var á sfð- asta ári með um helming innlána á Akureyri eða um 1.732,9 millj- ónir og aukningu upp á 34,4%. Útlán bankans voru hvorki meira né minna en 3.153,7 milljónir og jukust um 51,9%. Bankinn þurfti því að taka talsvert fé að láni frá Seðlabanka íslands og erlendum bönkum. Séu aðeins tekin almenn útlán og landbúnaðarlán en gengistryggðum afurðalánum sleppt þá voru útlánin 1.854,3 milljónir og jukust um 42,4% frá fyrra ári. Búnaðarbankinn er í öðru sæti með innlán en þau voru á síðasta ári 817 milljónir og jukust um 37% en útlánin voru 703 milljón- ir og jukust um 39%. Iðnaðar- Akureyri: Iðnverkafólk fær viðurkenningar bankinn er í þriðja sæti, þar voru innlánin 417,7 milljónir og aukn- ingin 30,14% og útlán 408,2 milljónir, aukningin 38,6%. Hjá öðrum bönkum og spari- sjóðum á Akureyri voru innlán og útlán sem hér segir. Á eftir upphæðum í milljónum er hækk- unin frá fyrra ári sýnd í prósent- um. Útvegsbankinn: Innlán 195 m. 28%, útlán 125 m. 25%. Alþýðu- bankinn: 156,6 m. 29,9%, útlán 118,6 m. 29,8%. Sparisjóður Akureyrar: Innlán 121,7 m. 48,7%, útlán 93 m. 48%. Spari- sjóður Glæsibæjarhrepps: 81,5 m. 33%, 73,8 m. 30,6%. í innlánum var aukningin alls staðar mest í svokölluðum sér- kjarareikningum en í útlánunum var mesta aukningu að finna í verðtryggðum skuldabréfum. námskeiðinu. afliendir viðurkenningu fyrir þátttöku í starfsmenntunar- Mynd: TLV A þriðjudaginn voru eitt hundrað sextíu og fímm starfs- mönnum í ullariðnaði á Akur- eyri afhent námsskírteini við athöfn í Félagsborg, starfs- mannasal verksmiðja Álafoss hf. og Iðnaðardeildar SÍS á Akureyri. Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss hf., afhenti skírteinin og flutti ávarp til starfsfólksins. Námskeið þessi brjóta blað í starfsmenntun fólks í fata- og vefjariðnaði á íslandi. Iðja, félag iðnverkafólks á Akureyri, stóð fyrir námskeiðunum í samvinnu við forráðamenn Iðnaðardeildar, sem þá var, og Vinnumálasam- band samvinnufélaga. Þátttaka í námskeiðunun var mjög góð en þeir sem luku öllum þáttum þessa fá launahækkun og viðurkenn- ingu innan sinnar atvinnugreinar fyrir að hafa stundað nám tengt vinnunni. Ráðgjafarfyrirtækið Ari hf. á Akureyri skipulagði stærsta hluta námskeiðahaldsins, sem stóð yfir í um þrjá mánuði. Iðnverkafólk- ið, sem sótti námskeiðin, var ánægt með þau enda var efni námskeiðanna hagnýtt og hafði mikið upplýsingagildi fyrir starfsmenn. Vonir standa til þess að með þessum námskeiðum sé stigið fyrsta skrefið á þeirri braut að koma á réttindanámi innan fata- og vefjariðnaðar og skapa grundvöll fyrir áframhaldandi nám verksmiðjufólks. EHB ET Hofsós: Fjölgun íbúa Að sögn Ófeigs Gestssonar sveitarstjóra á Hofsósi er útlit fyrir að þorpsbúum hafl fjölg- að um 5% á síðasta ári. Bráðabirgðatölur frá 1. des. segja fjölgunina minni. En Ófeig- ur segir að hið rétta komi í ljós þegar leiðréttingar verða gerðar. Kærufrestur á manntali vegna aðsetursskipta er enn ekki útrunninn. -þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.