Dagur - 11.01.1988, Side 8

Dagur - 11.01.1988, Side 8
8 - DAGUR - 11. janúar 1988 fþróttir i Þórunn Siguröardóttir brýst inn af línunni og skorar fyrir Þór í leiknum gegn GrÓttU. Mynd: EHB Handbolti 2. deild kvenna: Mikilvægur sigur í toppbaráttunni Þór sigraði Gróttu 19:16 Þórsstelpurnar unnu mikilvæg- an sigur á Gróttu er liðin mætt- ust í 2. deildinni í handbolta í Skemmunni á laugardag. Grótta hafði aðeins tapað fyrir ÍBV fyrir leikinn á laugardag en liðið hefur nú tapað tveimur leikjum eins og Þór sem hefur leikið fjórum leikjum fleira. Þórsstelpurnar náðu yfirhönd- inni strax í upphafi og höfðu yfir nær allan fyrri hálfleikinn. Um miðjan hálfleikinn var staðan jöfn 3:3 en Þórsstelpurnar skor- uðu þá þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 6:3. í hálfleik hafði Þór þó aðeins eins marks fory'stu, 8:7. I síðari hálfleik var munurinn lengst af þetta 1 til 2 ntörk Þór í vil og það var ekki fyrr en á allra síðustu mínútunum að liðinu tókst að tryggja sér sigurinn, þrátt fyrir ágæt marktækifæri. En úrslitin urðu 19:16 Þór í vil og var þessi sigur liðsins mjög mikilvæg- ur í toppbaráttunni. Þórsstelp- urnar misnotuöu alls 5 vítaköst í leiknum sem er allt of mikið og hefði getað reynst þeim dýr- keypt. Þórsstelpurnar hafa oft leikiö betur en sigur liðsins var engu að síður mjög sanngjarn. Að venju voru þær Þórunn Sigurðardóttir, Inga Huld Pálsdóttir, Valdís Hallgrímsdóttir og Sólveig Birg- isdóttir atkvæðamestar. Þórunn skoraði 6 mörk, Inga Huld 5, Valdís 4, Sólveig 3 og Steinunn Geirsdóttir 1. Hjá Gróttu bar langmest á Þuríði Reynisdóttur en hún skor- aði 7 mörk. Ágústa Pétursdóttir skoraði 5 mörk, Elísabet Þor- geirsdóttir 2, Brynhildur Þor- geirsdóttir 1 og Sigríður Snorra- dóttir 1. Dómararnir komu frá Húsavík að þessu sinni en það voru gömlu kempurnar Arnar Guðlaugsson og Pálmi Páimason sem klæddust svörtu búningunum og stóðu þeir sig vel. Bikarkeppni KKÍ: IR-ingar löbbuðu yfir Þórsara unnu öruggan sigur 102:65 í gær Þórsarar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við ÍR í bikarkeppninni í körfubolta í Seljaskóla í gær. ÍR-ingar hreinlega löbbuðu yfir Þórslið- ið og sigruðu með 102 stigum gegn 65. Það var einungis í hluta af fyrri hálfleik sem Þórsarar höfðu roð við frísku ÍR-liðinu. Annars Eiríkur Sigurösson og félagar hans í Þór eru úr leik í bikarnum eftir tap gegn IR í gær. Blkarkeppni KKÍ: Góður leikur á Kióknum - þrátt fyrir 16 stiga sigur Hauka Úrvalsdeildarlið Hauka fékk verðuga mótspyrnu þegar það lék gegn Tindastól á Króknum í gær. En þrátt fyrir mikla bar- áttu og góðan leik lengst af náðu heimamenn ekki að bera gestina ofurliði og töpuðu með 16 stiga mun. Er það minni munur en almennt var búist við. Stólarnir byrjuðu af miklum krafti og er 5 mínútur voru liðnar höfðu þeir yfir 11:5. Það var síð- an mest fyrir forgöngu þeirra Websters og Pálmars sem Hauk- arnir réttu úr kútnum og náðu að jafna skömmu síðar 13:13, og komast síðan í beinu framhaldi í 20:13. Á þessunt tíma misstu heimamenn taktinn. Leikurinn var síðan í jafnvægi fram undir leikhlé, að Tindastólsmenn áttu annan siæman kafla. Má segja að hann hafi gert útslagið í leiknum og var staðan í leikhléi 49:34. Síðari hálfleikurinn var mun betri hjá Stólunum og náðu þeir annað slagið að klóra í bakkann, allt niður í 7 stig. En sigur Hauk- anna var aldrei í hættu og urðu lokatölur 91:75. Pálmar Sigurðs- son var potturinn og pannan í leik þeirra, en einnig áttu þeir Henning Henningsson og Ivar Ásgrímsson góðan leik. Þá var Webster drjúgur þrátt fyrir að hann skorði aðeins 7 stig. Pálmar skoraði 25 stig, mest 3ja stiga körfur. Henning 24 og ívar Á. 14. Tindastólsliðið lék eins og áður segir vel lengst af. Eyjólfur Sverrisson og Björn Sigtryggsson voru atkvæðamestir að þessu sinni. Skoraði Eyjólfur 24 stig og Björn 23. Haraldur Leifsson átti góðan sprett þegar hann kom inná í seinni hálfleiknum og skor- aði þá 10 stig. Kári Marísson og Sverrir Sverrisson voru drjúgir að vanda. Kári skoraði 8 og Sverrir 6. Þá komst Ágúst Kárason, sem skoraði 4 stig, vel frá leiknum. Sigurður Valur Halldórsson og Bergur Steingrímsson dæmdu vel. -þá byrjaði leikurinn ekki vel fyrir norðanmenn. ÍR-liðið notaði pressuvörn og kom það Þórsur- um dálítið í opna skjöldu. Þeir glopruðu boltanum niður hvað eftir annað og ÍR-ingar skoruðu auðveldar körfur. Brátt var því staðan orðin 30:17. Þórsliðið hresstist nú eilítið við og náði að skora nokkur stig og það lifnaði þá yfir þeim fáu áhorfendum sem studdu þá rauð- klæddu. Annars er það styrkur ÍR hve aðdáendur þeirra taka vel þátt í leiknunt. Hávaðinn er oft yfirþyrmandi og það kemur auð- vitað niður á spili gestanna. í seinni hálfleik byrjaði hins vegar slátrunin fyrir alvöru. ÍR- ingar hreinlega löbbuðu í gegn- um Þórsvörnina og norðanmenn voru afar slakir í fráköstunum við báðar körfurnar. Það greip um sig hálfgert vonleysi hjá þeirn rauðklæddu og menn fóru að reyna að skora þriggja stiga körfur- úr vonlausum færunt. Staðan breyttist úr 42:30 í hálfleik, í 90:53 seint í seinni hálfleik. Síð- ustu mínúturnar voru bara spurn- ing hvort ÍR-liðinu tækist að rjúfa 100 stiga múrinn. Þeim tókst það og leikurinn endaði því eins og áður sagði 102:65. Þórsliðið var slakt í þessum leik, eins og leikmennirnir vita best sjálfir. Það vantaði alla grimmd í varnarleikinn og hittnin var í lágmarki í sókninni. Eini maðurinn sem lék af fullri getu var Guðmundur Björnsson, en það dugir ekki gegn heilu liði. Helsti styrkleiki ÍR er liðs- heildin. Allir leikmenn liðsins, utan eins, skoruðu körfur í leikn- um og engin liðsmanna liðsins virðist ómissandi. í þessum leik voru þeir Björn Steffensen og Vignir M. Hilmarsson einna best- ir og hittni þeirra, sérstaklega í seinni hálfleik, var með ólíkind- Stig Þórs: Guðmundur Björns- son 20, Jóhann Sigurðsson 12, Björn Sveinsson 10, Bjarni Öss- urarson 10, Eiríkur Sigurðsson 9, Einar Karlsson 4. Stig ÍR: Vignir M. Hilmarsson 22, Björn Steffensen 20, Karl Guðlaugsson 18, Jón Örn Guð- mundsson 16, Jóhann Sveinsson 8, Bragi Reynisson 8, Halldór Hreinsson 8, Björn Leósson 2. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Gunnar Valgeirsson og dæmdu þeir leikinn ágætlega, enda var hann auðdæmdur. AP Kvennalið KA í blaki tapaði fyrir UBK á laugardag. Mynd: EHB ■ ■ Blak 1. de Orugc UBKgc UBK var ekki í vandræðum með KA er liðin léku í 1. deild kvenna í blaki í íþróttahúsi Glerárskóla á laugardag. Þrátt fyrir að þrjár af bestu leik- mönnum UBK léku ekki með, var sigur liðsins mjög öruggur. Meðal þeirra sem ekki mættu í

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.