Dagur - 17.03.1988, Síða 7

Dagur - 17.03.1988, Síða 7
17. mars 1988 - DAGUR - 7 „Vottar Jehóva eru hvergi álitnir kristnir innan kirkjunnar“ - segir sr. Birgir Snæbjörnsson „Ég gleðst ákaflega mikið yfír því að þetta rit komi nú fram til að vara fólk við kenningum votta Jehóva, því mér líst ekk- ert á þær kenningar og það yrði vá fyrir þjóðina ef þetta færi að breiðast verulega út,“ sagði sr. Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur á Akureyri, vegna bækiings sem Reynir Yaldimarsson, læknir, hefur látið prenta og mun dreifa í hús á Akureyri. Sr. Birgir sagði, eftir að hafa kynnt sér bækling Reynis, að Reynir noti mikið eigin orð vott- anna, og sýni með því fram á hversu fáránlegar kenningar þeirra eru. Reynir gerir grein fyr- ir því að kenningar vottanna standist engan veginn, að sögn sr. Birgis. „Ég man eftir því þegar ég var í guðfræðideild Háskól- ans, að þá kom roskinn maður upp á Garð til okkar. Hann hafðu alveg sannfærst af kenn- ingu vottanna um að heimsendir væri alveg að koma, og fullyrti við okkur að hann myndi lifa af þessi straumhvörf. Þessi maður átti bjargfasta trú, sefjaður af vottunum. Nú hlýtur hann að vera búinn að liggja í áratugi undir grænni torfu, en það eru liðin rúm 35 ár frá því að þetta gerðist. Ef sannleikur vottanna er líkur þessu þá býð ég ekki mikið í hann. Ef benda ætti á eitthvert ákveðið dæmi í kenningum vott- anna, sem stangast á við kenn- ingu jrjóðkirkjunnar, er slíkt auðvelt því þar er um auðugan garð að gresja. T.d. segir Kristur við ræningjann á krossinum að hann muni vera með honum í Paradís, ekki einhvern tímann í framtíðinni heldur þá strax. Hann segir: „Sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís." Vottarnir neita að trúa þessu, en mér finnst þetta atriði mikils virði í sambandi við fram- tíðarheill okkar og trú á að Krist- ur taki á móti okkur þegar ævi okkar er öll. Ég vil ekki dæma um það hvort vottarnir stofni sáluhjálp sinni í hættu vegna þess að Kristur segir að Guði sé ekkert ómáttugt. Það er fyrst og fremst Guð sem stjórnar því. Við verðum öll að koma fram fyrir okkar dómara og það er hans að dæma en ekki okkar mannanna. Ég vil því ekki segja að einn fyrirfarist en annar sé hólpinn, en þetta gera vottarn- ir alveg hiklaust. Þeir segja að ekki nema 144 þúsund manns komist í Guðsríki. Ég tek mér ekki slíkt dómsvald. Vottar Jehóva telja kenningu okkar prestanna hreina villu- kenningu, en þeir eru hvergi nokkurs staðar í heiminum álit- inn kristinn trúflokkur af neinni viðurkenndri kristinni kirkju. Þeir miða allt sitt við Gamla testamentið og leggja frekar upp úr því en hinu nýja. Gamla te&ta- mentið er að sönnu trúbók gyð- inga en aðalatriðið er að vottarn- ir eru ekki kristnir. Vottarnir vilja ekki hafa mikið með Krist að gera og alls ekki í þeirri mynd sem kristnir menn trúa á hann, sem frelsara sinn sem týndi lífi sínu svo við mættum lifa. Ég vil ráðleggja fólki, sem er að velta því fyrir sér að ganga í söfnuð vottanna, að hafa sam- band við okkur prestana og ræða við okkur um þessi mál, eða aðra kristna menn. Fólk má ekki láta sefja sig, en því miður virðist vera auðvelt að sefja margt fólk og af mannkynssögunni þekkjum við hvernig einræðisherrar hafa sefjað heilar þjóðir og hafa getað talið þeim trú um nánast hvað sem er. Þessi miðstöð vottanna, sem gefur út kenningar þeirra, Sr. Birgir Snæbjörnsson. virðist hafa mjög sterk tök á þeim. Moons í Bandaríkjunum er hliðstæður við þetta, hann hef- ur sefjað fólk í stórum stíl. Ef hægt er að ná einum og einum út úr hópnum og sýna fólki fram á hvað það hefur verið að gera þá skilur það ekkert í því og hvers vegna það hefur lagt lag sitt við vottana. Það er augljóst að sá, sem er vel að sér í Heilagri ritningu, fell- ur síður fyrir kenningum þeirra en fólk sem lítið hefur kynnt sér Guðs orð. Boðorðin tíu eru í sínu fulla gildi og einnig margt í Gamla testamentinu en það virð- ist vera að hægt sé að leggja þetta út á furðulegustu vegu. Túlkun þeirra samrýmist ekki kenningu neinnar kristinnar kirkju í heim- inum og það hlýtur því að vera einkennileg túlkun." Sr. Birgir sagði að lokurn, að hann ráðleggði fólki að geyma bækling Reynis og jafnvel nota liann ef votta bæri að garði. „En að gefnu tilefni vil ég segja að fólki ber engin skyída til að hleypa vottum inn á heimili sín, því heimilin eru friðhelg." Nissan Sunny 4x4 Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdi- marssonar á Akureyri hefur undanfarið haldið nokkrar bíla- sýningar á Nissan og Subaru bifreiðum. Nissan bifreiðir hafa sótt töluvert á hér á landi, að sögn umboðsmanna, enda er verð þeirra hagstætt. Á sýningu fyrir skömmu á vegum Sigurðar Valdimarssonar og Ingvars Helgasonar hf. á Akur- eyri var sýndur Nissan Sunny fólksbíll með fjórhjóladrifi, en þennan bíl er einnig hægt að fá í „Sedan“ útgáfu. Fólksbíllinn kallast Sedan 1,6 SLX en skut- bíllinn er auðkenndur sem Wagon 1,5 SLX í kynningarbæklingi. Nissan Sunny er aðlaðandi bfll, og fyrir þá sem hugsa um erfiðar akstursaðstæður er fjórhjóladrif- ið mikill kostur. í kynningar- bæklingi stendur, að Nissan Sunny sé bíll allra aðstæðna án þess að fórna þægindum eða sparneytni. Fyrsta flokks innrétt- ingar í fyrsta flokks bíl. Innréttingar eru smekklegar í Nissan Sunny, og mælaborð er einfalt og þægilegt aflestrar. Sterkt áklæði er á sætum, gólf er teppalagt og gott rými er fyrir ökumann og fjóra farþega. Vélarnar í Nissan Sunny nefn- ast E15S (fólksbíllinn) og E16S (skutbíll). Vélin í fólksbílnum er 1597 cc og gefur 94 hö./5600 sn. Vél skutbílsins er aðeins minni eða 1487 cc og afl hennar er 84 hö./5600 sn. Þjöppunarhlutfall vélanna er 9:1, en þær eru af hefðbundinni gerð; fjögurra strokka vatnskældar línuvélar með yfirliggjandi knastás. Blönd- ungur er tveggja hólfa, elds- neytistankur tekur 50 lítra. Hægt er að velja um beinskipt- an fimm gíra kassa eða þriggja þrepa sjálfskiptingu í þessa bíla. Snúningsradíus bílanna er 10,2 metrar, lengd milli hjóla er 2430 mm, þyngd (Sedan) 1120 kg (hlassþyngd 455 kg), Wagon 1140 kg (hlassþyngd 435 kg). Nissan Sunny er stílhreinn og rennilegur bíli. Mynd: EHB Félagar munið aðalfundinn í Skátaheimilinu Hvammi föstudagskvöldið 18. mars kl. 20.30. Stjórnin. Eldridansaklúbburinn Dansleikur í Lóni Hrísalundi, laugardaginn 19. mars kl. 22-03. Hljómsveit Bigga Mar og Dolli sjá um fjörið. ★ Allir velkomnir ★ Stjórnin. Veiðimenn - Veiðimenn ísborir og dorgir í úrvali Veiðileyfi í Þverbrekkuvatni Húnvetningar — Húnvetnlngar Almennur fundur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verður haldinn að Hótel Blönduós fimmtudaginn 24. mars nk. kl. 20.30. Frummælendur: Guðni Ágústsson alþingsimaður og Valgarður Hilm- arsson oddviti. Allt áhugafólk um framtíð landsbyggðarinnar er kvatt til að mæta. í dag fimmtudag frá kl. 2-6 Mjólkursamlag KEA kynnir MYSUOST OG TREFJAJÓGÚRT Kynnist nyrri framleiöslu Opið föstudaga til kl. 18 og laugardaga 10-16 Kjörbúð KEA Sunnuhtíð

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.