Dagur - 05.04.1988, Page 1

Dagur - 05.04.1988, Page 1
n Filman þm á skiliö þaö besta! Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 Pósthólf 196 Hraö- framköllun Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Öxnadalsheiði: Vitlaust veður - Bílum snúið frá í gær Frá því á miðvikudag fyrir páska og fram að miðjum degi í gær urðu 14 árekstrar á Akur- eyri að sögn lögreglunnar þar, allir minniháttar. Þá voru 3 ökumenn teknir um helgina grunaðir um ölvun við akstur og 4 gistu í fangageymslum. Mikið mæddi á lögreglunni við umferðarstjórn í Hlíðarfjalli enda gríðarlegur fjöldi bíla á svæðinu. Á Öxnadalsheiði skall á vit- laust veður í gær og var hún ófær sakir hálku og óveðurs en búið var að ryðja snjó af veginum. Að sögn varðstjóra hjá Akureyrar- lögreglunni var maður frá þeirn í gær á heiðinni við að snúa öllum bílum við, en þó munu einhverjir hafa brotist í gegn. Þá var Vatns- skarðið orðið illfært í gær. Hjá lögreglunni á Húsavík fengust þær upplýsingar að umferð hefði gengið ljómandi yfir páskana, engin óhöpp og rólegt á Húsavík og þar fyrir austan. Dansleikur var í bænum aðfaranótt mánudagsins og fór hann vel fram. Töluvert var um ferðamenn í Þingeyjarsýslum, t.a.m. í Mývatnssveit, en allt virðist hafa gengið klakklaust fyr- ir sig. SS Vörur Plastiðju Bjargs: Lagabreytingu þarf Eins og Dagur skýrði frá í síð- ustu viku hefur störfum á Plastiðjunni Bjargi á Akureyri fækkað um tæpan helming frá áramótum vegna tollabreyt- inga stjórnvalda. Fjármála- ráðuneytið synjaði beiðni um að 17,5% vörugjald sem lagt var á innflutning Bjargs á Tic- ino raftenglum og klóm yrði Aðstöðugjöld Álafoss: Lánuð til þriggja ára Bæjarstjórn Akureyrar hefur nú tekið afstöðu til erindis frá Álafossi hf. en vegna rekstrar- erfiðleika í ullariðnaði fór fyrirtækið fram á tímabundna niðurfellingu aðstöðugjalda til bæjarsjóðs. Bæjarráð Akureyrar lagði til, samkvæmt bókun sinni frá 24. mars, að Álafossi hf. verði lánað aðstöðugjald ársins 1988 á skuldabréfi til þriggja ára. Lánið verður verðtryggt samkvæmt lánskjaravísitölu en vaxtalaust. Lánsupphæðin greiðist í einu lagi að liðnum þremur árum, en skuldabréf af þessu tagi eru nefnd „kúlubréf'\ EHB fellt niður og samkvæmt upp- lýsingum frá ráðuneytinu virð- ist sem erfitt sé að fá undan- þágur frá þessum lögum. Sam- setningu á þessum vörum hef- ur því verið hætt hjá Plastiðj- unni. Pegar tollabreytingarnar gengu í gildi um síðustu áramót lagðist 17,5% vörugjald á allar raf- magnsvörur, bæði þær sem fram- leiddar eru hér innanlands og þær ■sem fluttar eru inn erlendis frá. Reglur um þessa skattlagningu eru mjög strangar og jafnframt er erfitt að fá heimildir fyrir undan- þágum. Að sögn Guðrúnar Ástu Sigurðardóttur fulltrúa í tolla- deild fjármálaráðuneytisins þarf að koma til lagabreyting til þess að hægt sé að fella niður þetta vörugjald og málið þyrfti að taka upp á Alþingi. Því virðist margt benda til að ekki verði hægt á næstunni að hefja að nýju sam- setningu á rafvörunum hjá Bjargi og þessar vörur verði eftirleiðis fluttar samsettar frá Ítalíu. Á sama tíma og störfum fækk- ar hjá Bjargi er verið að koma upp atvinnuleit fatlaðra á Akur- eyri þar sem gert er ráð fyrir að þeir einstaklingar sem á starfs- þjálfun þurfa að halda geti fengið hana á Bjargi. Ekki er því útséð um hvernig þessari þjálfun verð- ur sinnt þegar svo mjög fækkar störfum hjá Plastiðjunni. JÓH Já, aðsóknin í Hlíðarfjalli var góð um helgina. Fáir létu sig vanta í skíðalandið og jafnvel heimilishundarnir nutu blíðunnar. Myrni: tlv Hlíðarfjall: Aðsóknarmetin slegin - þúsundir gesta í skíðalandi Akureyringa um páskahátíðina Fjöldi fólks brá sér á skíöi í Hlíðarfjalli við Akureyri yfir hátíðarnar og á föstudaginn langa og laugardag var „super- aösókn" eins og ívar Sig- ntundsson forstöðumaður Skíðastaða orðaði það. Hvorn daginn voru um þrjú þúsund manns á skíðum í Hlíðarfjalli en á skírdag voru um 1000 gestir á skíðasvæðinu. Hins vegar versnaði veður á páska- dag og loka varð skíðasvæðinu þann daginn en í gær var veður skárra og komu þá um 500 gestir í brekkur Hlíðarfjalls. Með þessu var slegið aðsókn- armet í Hlíðarfjalli en um pásk- ana í fyrra voru þar á þriðja þús- und manns á einum degi þegar flest var. Að sögn ívars Sig- mundssonar var stór hluti gesta nú aðkomufólk, mikill hluti af suðvesturhorni landsins. „Ég held að þetta bendi til þess að skíði á Akureyri um páska er orðin venja í hugum íslendinga. Þaö sem Akureyringar þurfa að gerá núna er að útvíkka þessa venju og setja hér upp einhvers konar skíðavertíð á vorin. Ef Akureyringum dytti t.d. til hugar að setja upp bæjarprógramm sem samanstæði af föstum liðum í lík- ingu við Týrólakvöldin í Austur- ríki þá gæti það skipt miklu. Ég held að nú sé að verða grunnur fyrir eitthvað í líkingu við þetta, skíðamenn finna að hér eru aðstæður bestar og hingað vilja þeir koma,“ segir Ivar. JÓH Banaslys á Tröllaskaga Edduhótel: Víða pottur brotinn í brunavömum Að sögn Bergsteins Gizurar- sonar brunamáiastjóra, er ástand brunavarna á Eddu- hótelum víða slæmt. Hann seg- ir það kröfu Brunamálastofn- unar ríkisins að öll hótel hafi viðvörunarkerfi, en víða sé pottur brotinn í þessum efnum. Bergsteinn segir stofnunina gera þessa kröfu um alla þá staði sem fólk gistir utan heimila sinna. Með viðvörunarkerfi er átt við stjórnborð eða stýritöflu, er sýni hvar eldur er laus og geti stjórnað opnun útgönguleiða, eða lokað t.d. loftræstikerfum til að hindra útbreiðslu reyks. Skortur á þess konar viðvörun- arkerfum er töluverður á þeim Edduhótelum sem eru notuð sem heimavistir á vetrum, þar sem börn og unglingar eru læst inni eftir ákveðinn tíma á kvöldin. Þar vantar stýrikerfi sem geta opnað útgönguleiðir ef eldur brýst út. Brunamálastofnunin er nú að gera átak í þessum málum, reynt er nú að einbeita sér að umbótum í viðvörunarkerfum og útgöngu- leiðum. Allar nýjar byggingar á þessu sviði verða að fást sam- þykktar hjá stofnuninni, en eftir- lit með brunavörnum er í hönd- um slökkviliðsstjóra og sveitaryf- irvalda í hverju sveitarfélagi, samkvæmt lögum. Undanfarið hefur brunamálastofnunin aukið að taka út byggingar og senda slökkviliðsstjórum skýrslur. Markmiðið er að safna saman upplýsingum um allar þær bygg- ingar sem flokkast undir hótel, sjúkrahús og stofnanir sem fólk dvelur á. Þessum upplýsingum um ástand brunavarna á hverjum stað verður síðan komið á fram- færi til brunavarnayfirvalda á hverjum stað. KJ 4 föstudaginn langa varð banaslys á Tröllaskaga er vél- sleði fór fram af 150 metra háum hamravegg og valt niður bratta fjallshlíð. Ökumaður lést samstundis. ,Sex vélsleðamenn höfðu farið upp á Tröllaskaga úr Grjótárdal sem gengur til suðurs frá Hjalta- dal í Skagafirði. Ætlunin var að fara í stutta ferð en þessir menn voru allir vanir þessu svæði. Af einhverjum ástæðum beygði einn sleðinn frá hópnum með fyrr- greindum afleiðingum. Maðurinn sem fórst var 22 ára gamall og lætur eftir sig unnustu. Ekki er hægt að skýra frá nafni hans. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.