Dagur - 05.04.1988, Síða 6

Dagur - 05.04.1988, Síða 6
6 - DAGUR - 5. apríl 1988 Langamýri í Skagafirði: Organistar og kirkjukórar þjálfaðir Nokkra undanfarna vetur hef- ur söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar Haukur Guðlaugsson komið norður á Löngumýri til að þjálfa organista og kirkju- kóra í Skagafirði og nágrenni. Var slík vika á Löngumýri dag- ana 9. til 13. mars sl. í þetta skipti var megináhersla iögð á þjálfun kirkjukóranna og mætti kirkjukórafólk til Löngumýrar á hverju kvöldi til æfinga. Flestir fyrsta kvöldið 57 manns, en nokkuð færra hin kvöldin. Kom þarna saman fólk úr 8 kórum í héraðinu og einnig kirkjukór Siglufjarðar á laugar- daginn. Siglfirðingarnir sáu sér hins vegar ekki fært að vera með á sunnudaginn, en þá var loka- punktur vikunnar með messu í Sauðárkrókskirkju. Par sungu ,kórarnir saman, organistar FARARHEILL TIL FRAMTÍÐAR Ef þú hefur enn ekki fengið bæklinginn heim til þín, sendu þá nafn þitt og heimilisfang til: Nafn Ég óska eftir að fá bæklinginn sendan: ERTU BÚINN AÐ LÆRA HEIMA? w*að hefur alltaf margborgað sig að læra vel heima. Þannig stendur maður vel að vígi þegar að prófi kemur! 8æklingurinn um nýju umferðar- lögin er nú kominn inn á öll heimili á landinu. LESTU HANN STRAX OG FRESTAÐU ÞVÍ EKKI. HANN Á ERINDI VIÐ ALLA! Efþú þekkir nýju lögin ertu vel settur þegar á reynir, í sjálfri umferðinni. UMFERÐARRÁÐS, UNDARGÖTU 46, 101 REYKJAVlK. Heimilisfang _ Póstnr. / Staður margra kóranna léku bæði forspil og eftirspil í kirkjunni og kirkju- kór Hofsóss flutti stólvers. Þá lék einnig blásarasveit Tónlistarskóla Sauðárkróks. Að messu lokinni þáði kórfólk- ið kaffiveitingar í Bifröst í boði Sauðárkrókssafnaðar. Þar kvaddi Eyþór Stefánsson tónskáld og fyrrverandi organisti Sauðárkrókskirkju sér hljóðs og bryddaði upp á þeirri hugmynd að kirkjukórasamband Skaga- fjarðar yrði endurvakið. Það voru einmitt Eyþór og Sigurður heitinn Birkis fyrsti söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar sem endur fyrir löngu beittu sér fyrir stofnun sambandsins, en starfsemi þess hefur nú legið niðri um nokkurt skeið. Við þetta tækifæri sagði Eyþór að eftir nokkra lægð hefði starf kirkjukóranna f héraðinu verið að eflast nú á síðustu árum, einkum vegna þess að organist- um á svæðinu hefði fjölgað, og m.a.s. þar komið ungt og kraft- mikið fólk til starfa. Því væri nú lag að hleypa meira fjöri í þetta og endurvakning kórasambands- ins gæti eflaust leitt til enn blóm- legri kórstarfsemi í héraðinu. Sagðist Eyþór vera viss um að kæmist þessi hugmynd sín í framkvæmd, ætti samband kór- anna góða menn að sem myndu styðja starfsemi þess eins og þeir mögulega gætu, og nefndi þar til söngmálastjórann Hauk Guð- laugsson, prófastinn séra Hjálm- ar Jónsson og vígslubiskupinn á Hólum séra Sigurð Guðmunds- son. -þá Blásarasveit Tónlistarskóla Sauðárkróks lék. Eyþór Stefánsson bryddar upp á þeirri hugmynd að kirkjukórasamband Skagafjarðar verði endurvakið. í 15*%^ i 1 * Kvennalistinn á Akureyri: Lýsir stuðningi við kjarabaráttu kvenna Fundur Kvennalistans haldinn á Akureyri 20. mars lýsir yfir eindregnum stuöningi við kjarabaráttu kvenna og fagnar því að konur skuli vera farnar að huga meira að samninga- málum sínum og séu að athuga hvort þær ættu að semja einar og sér, fyrir sig. Vonandi verður ekki langt að !bíða þess að konur verði líka í hópi vinnuveitenda við samninga bæði á vegum ríkis, bæja og ein- ^staklinga. Þar munu þær vissu- ilega geta látið gott af sér leiða með því að auka hagsýni og sparnað í atvinnulífinu og opin- berum rekstri þannig að það |Verði hægt að borga öllum mannsæmandi laun.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.