Dagur


Dagur - 05.04.1988, Qupperneq 7

Dagur - 05.04.1988, Qupperneq 7
5. apríl 1988 - DAGUR - 7 Dagsmótið í kraftlyftingum: Dagsmótið í kraftlyftingum fór fram í Höllinni á Akureyri á laugardaginn. Það var Lyft- ingaráð Akureyrar sem sá um framkvæmd mótins en dag- blaðið Dagur gaf öll verðlaun- in og er þetta í 4. sinn sem mótið fer fram. Mótið tókst í alla staði vel, enda var árang- urinn mjög góður. Alls mættu 12 keppendur til leiks og komu þrír þeirra að sunnan en aðrir voru frá Akureyri. Gestirnir voru þeir Hjalti „Úrsus“ Arnason, Óskar Sigurpálsson metstilraunina en það gekk sem sé ekki upp. Óskar Sigurpálsson sem hefur verið í frerpstu röð íslenskra kraftlyftingamanna síðustu ára- tugi, var í miklu stuði á mótinu og setti 3 íslandsmet í flokki öldunga 40-50 ára. Óskar sigraði með glæsibrag í 100 kg flokki og setti Islandsmet í hnébeygju, lyfti 305 kg, í bekkpressu, lyfti 152,5 kg og í samanlögðu setti hann einnig nýtt met, lyfti 767,5 kg. Flosi Jónsson gullsmiðurinn sterki á Akureyri átti í harðri keppni við Ólaf Sveinsson í 90 kg Flosi Jónsson sigraði í 90 kg flokki og setti 3 Akureyrarmet. og Ólafur Sveinsson, allt kraft- lyftingamenn í fremstu röð. Torfi Ólafsson sem ný býr á Akureyri og keppir undir merki LRA, var maður mótsins og hlaut að launum Dagsbikarinn til varðvéiðslu í eitt ár. Hann sigraði með glæsibrag í plús 125 kg flokki og setti auk þess stórkost- legt íslandsmet í réttstöðulyftu, lyfti 370,5 kg en gamla metið sem var 370 kg átti hann sjálfur. Hjalti „Úrsus" sem einnig keppti í plús 125 kg flokki ætlaði að reyna að slá met Torfa í rétt- stöðulyftunni en það tókst ekki og því tók Torfi sjálfur á sig rögg og reif upp nýtt met. Hjalti lyfti 340 kg en honum mistókst við íslandsmetsíilraunina. Hjalti lyfti aðeins byrjunarþyngd í hné- beygju, eða 60 kg, því hann vildi spara krafta sína fyrir Islands- Mynd: GB flokki en hafði að lokum betur og setti 3 Akureyrarmet. Flosi tví- bætti Ak-metið í hnébeygju, lyfti 262 kg og síðan 267 kg og þá setti hann nýtt met í samanlögðu, lyfti 685 kg. í 110 kg flokki háðu þeir Kjart- an Helgason og Kristján Falsson harða keppni en þegar upp var staðið hafði Kjartan haft betur í annars skemmtilegu einvígi. Auk þess sem veitt voru verð- laun fyrir sigur í hverjum flokki, voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í eintakri grein. Þar varð Torfi Ólafsson einnig aðsópsmik- ill en hann hlaut verðlaun fyrir bæði bestan árangur í réttstöðu- lyftu og í samanlögðu. Óskar Sig- urpálsson hlaut verðlaunin fyrir bestan árangur í hnébeygju en í bekkpressu varð Hjalti Arnason hlutskarpastur. Kári Elíson keppti ekki á mót- inu að þessu sinni en sá þess í stað um stjórnum þess og fórst þaö mjög vel úr hendi. Annars varð árangur einstakra keppenda á mótinu þessi: (Fyrst kemur árangur í hnébeygju, þá bekk- pressu, síðan réttstöðulyftu og loks' í samanlögðu.) 67,5 kg flokkur: 1. Sigurður Magnússon 135-65-180-370 75 kg flokkur: 1. Rúnar Friðriksson 160-100-190-450 82,5 kg flokkur: 1. Gunnar Magnússon 187,5-105-190-482,5 Torfi Ölafsson með afraksturinn af Dagsmótinu, Dagsbikarinn og verölaun- in fyrir bcstan árangur í réttstöðulyftu og samanlögðuin árangri. Mynd: Kk - Hefurðu æft vel í vetur? „Nei, ég hef æft frekar lítið, þetta 2svar til 3svar í viku. Ég ákvað það í gær að taka þátt í þessu móti en var alveg á báðum áttum. Þá bæði vegna þess að ég hef lítið æft í vetur og eins vegna veikindanna í vikunni." - En er þetta ekki góð hvatn- ing til þess að fara að æfa meira og reyna að gera enn betur? „Jú þetta er mikil hvatning fyr- ir mig og ýtir manni sjálfsagt út í það að reyna að gera enn betur. Það er mjög erfitt að standa í þessu með mikilli vinnu en ég á örugglega eftir að reyna að bæta Þeir stóðu sig best í einstökum greinum. F.v. Hjalti „Úrsus“ Árnason, Torfi rnig enn í framtíðinni,” sagði Olafsson og gainla kempan Óskar Sigurpálsson. Mynd: KK Torfi Ólafsson. 90 kg flokkur: 1. Flosi Jónsson 267,5-147,5-270-685 2. Ólafur Sveinsson 255-160-250-665 100 kg flokkur: 1. Óskar Sigurpálsson 310-152,5-305-767,5 2. Pétur Broddason 200-150-230-580 110 kg flokkur: 1. Kjartan Helgason 250-135-255-640 2. Kristján Falsson 245-140-240-625 125 kg flokkur: 1. Víkingur Traustason 270-185-300-755 Plús 125 kg flokkur: 1. Torfi Ólafsson 325-205-360-890 2. Hjalti Árnason 60-215-340-615 „Það getur ýmis- legt skeð á góðum degi“ - sagði Torfi Ólafsson eftir að hafa sett glæsilegt íslandsmet í réttstöðulyftu á Dagsmótinu „Þetta er miklu betri árangur en ég átti von á. Ég var búinn að liggja með flensu í vikunni og átti jafnvel von á að geta ekki lyft byrjunarþyngdinni í réttstöðulyftunni,“ sagði Torfi Ólafsson kraftlyftingamaður eftir að hann hafði bætt eigið íslandsmet í réttstöðulyftu í plús 125 kg flokki á Dags-mót- inu á laugardag. Torfí lyfti 370,5 kg í aukatilraun og er þetta jafnframt mesta þyngd sem lyft hefur verið hér á landi. „Það má segja að ég hafi fund- ið fjölina í Höllinni. Ef maður hittir á góðan dag, getur ýmislegt skeð og það er alltaf ánægjulegt að bæta sig." Góður árangur á vel heppnuðu móti - Torfi Ólafsson tryggði sér Dagsbikarinn með glæsilegu íslandsmeti í réttstöðulyftu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.