Dagur - 05.04.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 05.04.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 5. apríl 1988 Handbolti: Lokastaðan 1. deild Úrslit leikja í 18. og síðustu umferð 1. deildar á íslands- mótinu í handknattleik urðu þessi: KA-KR 24:30 Víkiiigur-Þór 30:27 UBK-IR 24:13 Fram-Stjarnan 23:32 Valur-FH 26:23 Lokastaðan varð þessi: Valur 18 14-4- 0 411:313 32 FH 18 14-3- 1 505:400 31 Víkingur 18 11-0- 7 457:418 22 UBK 18 10-1- 7 399:410 21 Stjarnan 18 8-2- 8 429:439 18 KR 18 8-1- 9 405:428 17 Fram 18 7-1-10 425:448 15 KA 18 54- 9 391:400 14 ÍR 18 4-2-12 382:426 10 Þór 18 0-0-18 363:481 0 Sigurður maikakóngur Sigurður Gunnarsson lands- liðsmaður úr Víkingi varð markakóngur 1. deildar íslandsmótsins í handknattleik sem lauk á miðvikudaginn var. Hann skoraði alls 115 ntörk og þar af 27 úr vítaköstum. í öðru sæti varð Stefán Kristjánsson úr KR en hann skoraði 112 mörk og þar af 38 úr vitaköst- um. Markahæstur norðanmanna varö Erlingur Kristjánsson stórskytta úr KA en hann skoraði 92 mörk og þar af 26 úr vítaköstum. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson hornamaður úr Þór varð næst markahæstur norðanmanna en hann skoraöi 80 mörk og þar af 37 úr víta- köstum. Annars varö röð efstu manna þessi: Siguröur Gunnarsson Víkingi 115/27 Stefán Kristjánsson KR 112/38 Valdimar Grímsson Val 103/10 Þorgils Óttar Mathiesen FH 102 Hans Guðmundsson UBK 99/25 Júlíus Jónasson Val 98/35 Hcðinn Gilsson FH 94 Konráð Olavson KR ■ 94/17 Erlingur Kristjánsson KA 92/26 Gylfi Birgisson Stjörn. 87/5 Óskar Ármannsson FH 87/31 Skúli Gunnsteinsson Stjörn. 82 Birgir Sigurðsson Fram 81 Guðjón Amason FH 81/17 Sigurpáll Aðalsteinsson Þór 80/37 Ólafur Gylfason ÍR 78/23 Jakoh Sigurðsson Val 73/1 Sigurður Pálsson Þór 73/16 Bjarki Sigurðsson Víkingi 70 Guðmundur Guðmundss. Víkingi 68 Pétur Bjarnason KA 68/6 Júlíus Gunnarsson Fram 62 Friðjón Jónsson KA 59/2 Sigurjón Guðmundsson Stjörn. 55/3 Sigurður Gunnarsson. fþróffir Handbolti 1. deild: Valur íslandsmeistari - sigraði FH í síðasta leiknum 26:23 Valsmenn urðu íslandsmeist- arar í 1. deild karla í handbolta árið 1988. Þeir sigruðu FH- inga í síðasta leik mótsins sem fram fór að Hlíðarenda á mið- vikudaginn var. Þessi tvö lið, Valur og FH hafi barist á toppi deildarinnar frá upphafi móts- ins og höfðu nokkra yfirburði yfír önnur lið. FH-ingar töpuðu aðeins einum leik í vetur, gegn Val á miðviku- daginn en Valsmenn komust í gegnum mótið án taps. Fyrir loka- umferðina voru FH-ingar í efsta sætinu með 31 stig en Valsmenn voru skammt undan með 30 stig. FH-ingum nægði því jafntefli í leiknum á miðvikudag en Vals- menn voru einfaldlega sterkari og sigruðu 26:23. Valur á góða möguleika á því að vinna tvöfalt í ár en liðið er einnig í úrslitum bikarkeppninn- ar og mætir þar liði Breiðabliks. Blikarnir leika í Evrópukeppni bikarhafa að ári, hvort sem þeir vinna eða tapa gegn Val. Valsmenn leika í Evrópukeppni meistaraliða að ári og FH-ingar verða fulltrúar okkar í Evrópu- keppni félagsliða. Þór og ÍR féllu beina leið í 2. deild aftur en þessi lið komu ein- mitt upp í fyrra. ÍR-ingar hlutu 10 stig en Þórsarar fengu ekkert stig. I þeirra stað koma ÍBV sem sigraði í 2. deildinni og Grótta sem hafnaði í öðru sæti. Jakob Sigurðsson og félagar hans í Val tryggðu sér Islandsmeistaratitilinn með sigri á FH. Handbolti 1. deild: Ahugaleysi einkenndi leik KA og KR Axel Björnsson skoraði 4 mörk fyrir KA gegn KR. Það var greinilegt á leik KA og KR í 1. deildinni í handboita á miðvikudaginn að hann skipti litlu ináli fyrir liðin. Þau höfðu bæði tryggt sæti sitt í 1. deild næsta keppnistímabil og höfðu því að Iitlu að keppa í þessum síðasta leik sínum. Mikils Handbolti 1. deild: Þór féll án þess að hljóta stig - Liðið tapaði fyrir Víkingi í síðasta leiknum 27:30 Þórsarar féllu ■ 2. deildina í hand- bolta án þess að hljóta stig í þeirri 1. í vetur. Þeir töpuðu síðasta leik sín- um gegn Víkingi á miðvikudag 27:30, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi, 15:14. Þetta var í annað sinn sem Þórsarar leika í 1. deild. Þeir léku einnig á meðal þeirra bestu fyrir 14 árum en féllu þá einnig án þess að hljóta stig. Víkingar hafa sennilega ekki átt von á mikilli mótspyrnu og mættu frekar áhugalitlir til leiks, enda höfðu þeir ekki að neinu að keppa. Þórsarar mættu þó ákveðnir til leiks og gerðu örvæntingar- fulla tilraun til þess að hljóta sitt fyrsta stig í vetur. Þeir leiddu leikinn í fyrri hálfleik og náðu mest 5 marka forystu, 9:4. Þeir höfðu síðan 4 marka forystu skömmu fyrir hlé, 13:9 og 15:11 en Vík- ingar skoruðu þrjú síðustu mörkin í hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark, 14:15. Þórsarar héldu forystunni framan af síðari hálfleik en Víkingar komust yfir í fyrsta skipti um miðjan hálfleikinn, 21:20. Þórsarar náðu að jafna 26:26 en Víkingar voru sterkari í lokin, þeir skor- uðu 2 síðustu mörkin og sigruðu 30:27. Axel Stefánsson markvörður var best- ur í liði Þórs en einnig áttu þeir Erlendur Hermannsson, Jóhann Samúelsson og Sigurður Pálsson þokkalegan leik. Mörk Víkings: Sigurður Gunnarsson 7/1, Árni Friðleifsson 6, Karl Þráinsson 6, Guðmundur Guðmundsson 5, Bjarki Sigurðsson 3, Hilntar Sigurgíslason 2 og Einar Jóhannesson 1. Mörk Þórs: Erlendur 7, Jóhann 7, Sigurður 6, Atli Rúnarsson 2, Gunnar Gunnarsson 2, Sævar Sigurðsson 1, Sigurpáll Aðalsteinsson 1 og Þórir Áskelsson 1. Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Ol- sen dæmdu leikinn og voru frekar slakir. Axel Stefánsson átti góðan leik með Þór gegn Víkingi og hann hefur reyndar vcrið jafnbesti maður liðsins í vetur. áhugaleysis gætti hjá báðum liðum og leikurinn varð því lít- ið augnayndi fyrir vikið. Leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri en það voru KR-ing- ar sem fóru heim með bæði stigin í 30:24 sigri. KR-ingar tóku leikinn í sínar hendur strax í upphafi og héldu öruggri forystu til leiksloka. í leikhléi voru þeir komnir með 5 marka forystu, 15:10. í síðari hálfleik dró enn í sundur með lið- unum og um miðjan hálfleikinn var munurinn 9 mörk, 24:15. KA-menn náðu að laga stöðuna fyrir leikslok en þegar flautað var til leiksloka var munurinn 6 mörk 30:24. Þess má geta gamla kempan Þorleifur Ananíasson liðsstjóri KA kom inná þegar 3 mín. voru eftir, við mikinn fögnuð áhorf- enda. Þorleifur sýndi að hann hefur engu gleymt og skoraði síð- asta mark KA í leiknum. Hvort þetta var síðasti leikur Þorleifs með KA í 1. deild er ekki vitað og hver veit nema að hann mæti galvaskur til leiks með liðinu í haust. Erfitt er að hæla leikmönnum liðanna en hjá KA bar þó mest á Erlingi Kristjánssyni. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 8, Konráð Olavson 7, Guðmund- ur Pálmason 5, Guðmundur Al- bertsson 4, Jóhannes Stefánsson 3, Sigurður Sveinsson 2 og Bjarni Ólafsson 1. Mörk KA: Erlingur Kristjáns- son 7/3, Guðmundur Guðmunds- son 5, Axel Björnsson 4, Pétur Bjarnason 3. Friðjón Jónsson 2, Hafþór Heimisson 1, Ágúst Sig- urðsson 1 og Þorleifur Ananías- son 1. Leikinn dæmdu Egill Markús- son og Árni Sverrisson og voru þokkalegir. Handbolti: Islendingar unnu Japani íslenska handknattleikslands- liðið sigraði það japanska er liðin áttust við í Vestmanna- eyjum í gær, með 25 mörkum gegn 21. Þetta var fyrsti leikur liðanna af þremur en hinir tveir fara fram í Laugardals- höllinni í kvöld og annað kvöld. Japanir byrjuöu betur í leikn- um í gær og höfðu frumkvæðið fram yfir miðjan fyrri hálfleik. Þá náði íslenska liðið að jafna, kom- ast yfir og í hálfleik leiddu íslend- ingar 11:8. í síðari hálfleik juku íslendingar muninn og náðu á tímabili 7 marka forystu. Undir lok leiksins léku Japanir maður á mann frá miðju og þeim tókst að minnka muninn í 4 mörk áður en yfir lauk, 21:25. Marga snjalla leikmenn vant- aði í íslenska liðið, eða alla atvinnumenn okkar. Engu að síður náði íslenska liðið ágætis leik á köflum og vann öruggan sigur. Atkvæðamestir voru Júlíus Jónasson með 5 mörk og þeir Atli Hilmarsson og Sigurður Gunnarsson með 4 mörk hvor. Þetta var fimmta viðureign liö- anna frá upphafi og fyrir leikinn í gær höfðu liðin unnið sína tvo leikina hvort en nú hafa íslend- ingar sem sé tekið forystuna. Atli Hilmarsson skoraði 4 mörk gegn Japönum. 5. apríl 1988 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: Liverpool tapaði sínum öðmm leik - Forest misnotaði víti en sigraði þó - Liðin mætast aftur í FA-bikarnum um næstu helgi Flestra augu beindust að leik Nottingham For. og Liverpool á laugardaginn, en um næstu helgi mætast þessi liö í undan- úrslitum FA-bikarkeppninnar. Kenny Dalglish framkvæmda- stjóri Liverpool kom á óvart er hann stillti upp liði sínu. Peter Beardsley og Ray Houghton báðir varamenn, Jan Molby einn fímm miðvallarleikmanna og John Aldridge einn frammi. Þessi leikaðferð hans mistókst hrapallega, Forest náði strax betri tökum á leiknum og sótti stíft. Líklega hefur Dalglish ætlað að hvfla leikmennina fyr- ir átökin í bikarnum, hann varð þó að setja Beardsley inn á í leikhléi og Houghton kom inn á undir lok leiksins. Forest náði forystu á 24 mín., Neil Webb sendi fyrir markið, Alan Hansen fyrirliði Liverpool ætlaði að skalla í horn, en tókst ekki betur upp en svo að hann skallaði yfir Bruce Grobbelaar og í eigið mark. Forest fékk síðar tækifæri til að komast í 2:0 strax í upphafi síðari hálfleiks er Gary Crosby sem vörn Liverpool réði ekkert við í leiknum var felldur af Gary Gillespie, en Nigel Clough sem aldrei hefur skorað gegn Liverpool, lét Grobbelaar verja frá sér vítaspyrnuna. Liðið náði þó tveggja marka forystu á 14. mín. með góðu skoti frá Webb eftir undirbúning Crosby og Clough. John Aldridge minnkaði síðan muninn fyrir Liverpool á 17. mín. úr víta- spyrnu sem deemd var á Webb fyrir brot á John Barnes, sem lít- ið sýndi í leiknum og þótti vítaspyrnudómurinn harður. Liverpool sótti nokkuð í lokin, en sigur Forest var sanngjarn og sjálfstraust leikmanna liðsins hef- ur örugglega aukist fyrir bikar- leikinn um næstu helgi. Man. Utd. vann góðan sigur á Derby þar sem Brian McClair skoraði þrjú mörk. Utd. hafði 2:0 yfir í leikhléi, fyrra markið gerði McClair með skoti sem fór í varnarmann og yfir Peter Shilton í marki Derby. Síðara markið gerði hann með fallegu skoti eftir undirbúning Bryan Robson og Gordon Strachan. Derby hóf leikinn vel, en gafst upp við mót- lætið. í síðari hálfleiknum bættu Colin Gibson og McClair við mörkum fyrir Utd. áður en Steve Cross lagaði aðeins stöðuna fyrir Derby. Chelsea virðist vera að missa sjálfstraustið og getur engan veg- inn sigrað í leikjum, sem liðið á þó meira í. Kerry Dixon hefði getað tryggt liðinu sigur gegn Arsenal, en virðist hafa týnt skot- skónum. Miðvörður Chelsea Joe McLaughlin varð fyrir því að skora sjálfsmark, en 10 mín. fyrir leikslok náði Mike Hazard að jafna leikinn fyrir Chelsea og þar við sat. Tottenham tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli gegn Portsmouth sem er í alvarlegri fallhættu. Barry Horne skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik er hann slapp í gegnum rang- stöðugildru Tottenham. Bobby Mimms varði þó frá honum, en Horne fékk boltann aftur og náði að renna honum í markið. Tott- enham lék illa í leiknum og það var ekki fyrr en í lokin að leik- menn liðsins fóru að sækja, en þá var það of seint. Norwich sigraði Charlton með tveim mörkum í síðari hálfleik. Ruel Fox og Kevin Drinkell skor- uðu, en þeir fóru báðir illa meö góð færi í fyrri hálfleik. Charlton átti þó sín færi í leiknum, sem ekki tókst að nýta, Steve Mack- enzie átti stórleik hjá Charlton, en David Williams var bestur hjá Norwich. David Speedie og Brian Kilc- line hefðu getað gert út um leik- inn fyrir Coventry gegn Oxford strax í byrjun, en markvörður Oxford, Peter Hucker varði frá- bærlega í bæði skiptin og Oxford átti ekki minna í leiknum eftir það. Martin Foyle fékk gott færi, en á síðustu mín. leiksins gerði Cyrille Regis vonir Oxford um stig að engu er hann skoraði eftir sendingu David Phillips. Luton leikur í undanúrslitum FA-bikarsins gegn Wimbledon um næstu helgi, en liðið virðist vera í lægð um þessar mundir og steinlá fyrir Newcastle á útivelli á laug- ardaginn. Michael O’Neill skor- aði þrívegis fyir Newcástle og Paul Goddard bætti fjórða mark- inu við án þess að Luton gæti svarað fyrir sig. Á meðan náði Wimbledon jafntefli á útivelli gegn Southampton. Wimbledon hafði yfir í leikhléi með marki Úrslit Úrslií leikja í 1. og 2. deild cnsku knatCspyrnunnar unt hátíðárnar urðu þessi: Laugardagur: 1. deild: Chelsea-Arsenal 1:1 Coventry-Oxford 1:0 Man.United-Derby 4:1 Newcastle-Luton 4:0 Norwich-Charlton 2:0 Nott.Forest-LiverpooI 2:1 ShefT.Wed.-West Ham 2:1 Southainpton-Wiinbledon 2:2 Tottenham-Portsmouth 0:1 Watford-Q.P.R. 0:1 2. deild: Birmingham-Hull 1:1 Bradford-Bamsley 1:1 C.Palace-Bouraemoutli 3:0 Huddersfield-Man.City 1:0 Middlesbro-Sheff.United 6:0 Millwall-Aston Villa 2:1 Oldham-Blackburn 4:2 Reading-Ipswich 1:1 Shrewsbury-Leeds 1:0 Swindon-Leicester 3:2 W.B.A.-Stoke 2:0 Getraunaröðin er þessi: xll-lll-x21-m Annar í páskuin: 1. deild: Arsenal-Norwich 2:0 Q.P.R.-Tottenham 2:0 Everton-West Ham 0:0 Charlton-Watford 1:0 Derby-Newcastle 2:1 Liverpool-Man.United 3:3 Oxford-Southampton 0:0 Portsmouth-Nott.Forest 0:1 2. deild: Aston Villa-Oldliam 1:2 Barnslcy-Huddersfield 1:0 Blackburn-Shrewsbury 2:2 Hull-Middlesbro 0:0 Ipswich-W.B.A. 1:1 Man.City-Reading 2:0 Plyinouth-Swindon 1:0 Sheff.Utd.-Bradford 1:2 Stoke-C.Palace 1:1 Laurie Cunningham, en Graham Baker jafnaði fljótlega í síðari hálfleik. Undir lokin bættu síðan liðin við sitt hvoru markinu. Sheffield Wed. hefur verið í miklum ham að undanförnu og lagði West Ham að velli á laugar- dag. David Hirst og Mark Chamberlain skoruðu mörk liðsins, en Leroy Rosenoir svar- aði með sínu þriðja marki í jafn mörgum leikjum fyrir West Ham. Á föstudagskvöldið tapaði Watford heima fyrir Q.P.R. og ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að liðið falli í 2. deild. Alan McDonald skoraði eina mark leiksins fyrir Q.P.R. Enn eykst spennan í 2. deild, Aston Villa og Blackburn, sem virtust örugg með tvö efstu sætin eru nú komin í mikla hættu. Blackburn tapaði á föstudag gegn Oldham 2:4 og á laugardag tap- aði Aston Villa á útivelli gegn Millwall. Bakvörðurinn Denis Salan náði forystu fyrir Millwall, en Garry Thompson jafnaði fyrir Villa rétt fyrir hlé. Teddy Sherr- ingham skoraði síðan sigurmark Millwall á 5. mín. síðari hálf- leiks, en Villa var þó óheppið að tapa leiknum. Middlesbrough komst upp að hlið Blackburn í annað sætið eftir stórsigur gegn Sheff. Utd. Stuart Ripley skoraði þrjú mörk, Trev- or Senior tvö og Bernie Slaven það sjötta. Bradford náði aðeins jafntefli gegn Barnsley á heima- velli sínum. John Hendrie náði forystu fyrir Bradford í fyrri hálf- leik, en Gwyn Thomas jafnaði fyrir Barnsley í þeim síðari. Crystal Palace sigraði Bourne- mouth heima þrátt fyrir að lan Wright væri rekinn af leikvelli í fyrri hálfleik. Neil Redfern skor- aði tvívegis úr vítaspyrnum fyrir Palace. Möguleikar Leeds Utd. að komast upp í 1. deild eru nú hverfandi eftir að liðið tapaði á útivelli gegn Shrewsbury á laug- ardaginn. Þ.L.A. 25 ára afmælissýning Sjallans wwm Frumsýning 8. apríl Söngvarar: Ema Gunnarsdóttir, Ingvar Grétarsson, Júlíus Guðmundsson, Karl Örvarsson, Ólöf Sigríður Valsd., Ragnar Gunnarsson, Sólveig Birgisdóttir, Þorsteinn Eggertsson ásamt 15 manna flokki dansara og hljóðfæraleikara í einni safaríkustu rokk- og poppsýningu sem sett hefur verið upp hér á landi til þessa. Handrit, leikstjórn og kynningar: Þorsteinn Eggertsson. Dansahönnuður: Sigvaldi Þorgilsson. Ljós: Ingólfur Magnússon. Hljóð: Atli Örvarsson. Miða- og borðapantanir daglega í símum 22770 og 27970. Verð aðgöngumiða, með glæsilegum þriggja rétta kvöldverði, kr. 3.200.- S'Ultöteut

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.