Dagur - 05.04.1988, Síða 10
10 - DAGUR - 5. apríl 1988
AKUREYRARBÆR
Atvinnuleit
fyrir fatlaða
Sérstakur starfsmaður sem sinna mun atvinnu-
leit fyrir fatlaða tekur til starfa hjá Félagsmála-
stofnun Akureyrar þriðjudaginn 5. apríl 1988 að
Strandgötu 19b sími: 25880.
Félagsmálastjóri.
Einingarfélagar
Eyjafirði!
Almennir félagsfundir um nýgerðan kjarasamn-
ing og atkvæðagreiðsla um hann verða haldnir
sem hér segir:
Hrísey miðvikud. 6. apríl kl. 13.00
Ólafsfirði miðvikud. 6. apríl kl. 17.30
Dalvík miðvikud. 6. apríl kl. 20.30
Grenivík fimmtud. 7. apríl kl. 17.00
Akureyri fimmtud. 7. apríl kl. 20.30
Nánar auglýst á vinnustöðum.
Félagar ath. Samningurinn er til afhendingar á
skrifstofum félagsins.
Stjórnin.
Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem
skemmst hafa í umferðaróhöppum.
Fíat Uno 45 S ............. 1986
Mazda 626 2000 a/t ........ 1982
Citroen GSA Pallas ........ 1982
MMC Colt 1200 ............. 1982
Bifreiðarnar verða til sýnis í porti BSA verkstæðisins
við Laufásgötu frá kl. 10-16 fimmtudaginn 7. apríl.
Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 17 sama dag til Svan-
laugs á BSA.
VERNDGEGNVÁ
TRYGGING HF =
Garðyrkjuskóli ríkisins
Reykjum - Ölfusi
Innritun
fyrir námstímabilið 1988-1990 stendur nú yfir.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 1988. Umsóknir eru
afgreiddar eftir því sem þær berast.
Garðyrkjunámið er þriggja ára nám, bæði bóklegt og
verklegt.
Nýir nemendur eru teknir beint inn í II. bekk bók-
námsdeildar, annað hvert ár, næst nú 1988.
Inntökuskilyrði almennt eru að viðkomandi hafi lokið
a.m.k. einni önn í framhaldsskóla og tólf mánaða
verknámi.
Boðið er upp á eftirfarandi námsbrautir:
1. Ylræktun og útimatjurtaræktun.
2. Garðplönturæktun.
3. Skrúðgarðyrkju, sem er lögfest iðngrein.
4. Umhverfis- og náttúruvernd, sem er ný náms-
braut. Kennsla hefst 1988 ef næg þátttaka fæst.
Umsóknarfrestur um þessa námsbraut er til 20. maí
1988.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á
skrifstofu skólans, í síma 99-4340.
Skólastjóri.
íþróttir
Enska knattspyrnan:
Man. Utd. kom á óvart
- vann upp tveggja marka forskot á Liverpool á Anfield
Efstu lið 1. deildar, Liverpool
og Manchester Utd. mættust á
annan í páskum á Anfield
Road í Liverpool. Yfir 43.000
áhorfendur urðu vitni að frá-
bærum leik þessara stórliða
sem skiptu bróðurlega með sér
sex mörkum eftir miklar svipt-
ingar.
Manchester liðið kom Liver-
pool í opna skjöldu strax í upp-
hafi með stórsókn sem endaði
með marki eftir aðeins 2 mín.
Fyrirliðinn Bryan Robson
skoraði eftir sendingu frá Peter
Davenport. Smám saman náði
Liverpool þó tökum á leiknum og
Peter Beardsley jafnaði með
góðu marki eftir undirbúning
Ray Houghton. 5 mín. fyrir lok
fyrri hálfleiks náði Liverpool síð-
an forystunni er miðvörðurinn
Gary Gillespie skallaði inn eftir
þunga sókn liðsins. Aðeins mín.
leið af síðari hálfleiknum áður en
Liverpool komst í 3:1. Steve
McMahon sendi þá boltann með
Colin Gibson IMan. Utd. fékk orð í
eyra frá Alex Ferguson stjóra Utd.
er hann var rekinn útaf í leiknum
gegn Liverpool.
þrumuskoti í mark Utd. af 25
metra færi og leikurinn virtist
unninn fyrir Liverpool. Þegar
síðan Colin Gibson var rekinn af
leikvelli hjá Man. Utd. virtist
sem vonir liðsins væru endanlega
úr sögunni, en það undarlega
gerðist. Þeir 10 leikmenn liðsins
sem eftir voru, tvíefldust við
mótlætið og Bryan Robson lagaði
stöðuna með sínu öðru marki í
leiknum, skot hans af um 20
metrum fór í Alan Hansen,
breytti um stefnu og Bruce
Grobbelaar í marki Liverpool
hafði ekki möguleika á að verja.
Við markið jókst enn krafturinn í
leikmönnum Utd. og barátta
þeirra bar árangur, því Gordon
Strachan slapp í gegnum vörn
Liverpool, hljóp inn í sendingu
Davenport og skoraði jöfnunar-
mark liðsins framhjá Grobbel-
aar. Sanngjarnt jafntefli, en
Liverpool hefur nú tapað 4 stig-
um í tveim leikjum og hefur því
enn ekki tryggt sér Englands-
meistaratitilinn, en forskot liðs-
ins er þó það mikið að Iiðið verð-
ur ekki stöðvað úr þessu.
Nottingham For. nældi sér í
þrjú stig með því að sigra Ports-
mouth á útivelli. Eina mark
leiksins skoraði Terry Wilson á
67. mín. og er liðið nú komið upp
í þriðja sætið í deildinni.
Arsenal sigraði Norwich ör-
ugglega á heimavelli með mörk-
um Alan Smith og Perry Groves,
en hvorugt liðið hefur fyrir miklu
að berjast í deildinni.
Það var mikið í húfi í leik
Charlton og Watford, bæði liðin í
bullandi fallhættu. Staða Wat-
ford að verða vonlítil og allt útlit
fyrir að Elton John verði að gera
sér 2. deildar leiki að góðu næsta
vetur. Charlton sigraði í leiknum
með marki Robert Lee og virðist
sem liðið hafi nú alla burði til að
forðast fall í 2. deild.
Derby vann mjög mikilvægan
sigur á heimavelli sínum gegn
Newcastle þar sem Paul Gas-
coigne besti maður Newcastle
liðsins var rekinn af leikvelli.
Newcastle varð fyrri til að skora,
en Phil Gee jafnaði fyrir Derby
og Gary Micklewhite skoraði síð-
an sigurmark liðsins.
Oxford undir stjórn Mark
Lawrenson virðist hins vegar
vera að síga niður í 2. deild.
Markalaust jafntefli á heimavelli
gegn Southampton voru ekki góð
úrslit fyrir liðið sem þarf að ná
öllum stigunum úr leikjum sem
þessum til að hafa möguleika á
að hanga uppi.
Annað markalaust jafntefli
varð í leik West Ham gegn Ever-
ton, slæm úrslit fyrir West Ham
sem er nú á miklu hættusvæði í
deildinni.
Og Tottenham með alla sína
stjörnuleikmenn gerir ekkert af
viti þessa dagana. Tapaði í gær
fyrir nágrönnum sínum Q.P.R. á
gervigrasinu með tveim mörkum
gegn engu. David Kerslake skor-
aði bæði mörk heimamanna í
leiknum og greinilegt að Terry
Venables framkvæmdastjóri
Tottenham verður að gera rót-
tækar breytingar á Iiðinu fyrir
næsta keppnistímabil.
í 2. deild virðist Aston Villa
heillum horfið, tapaði á heima-
velli 1:2 gegn Oldham, en heldur
enn efsta sætinu, þar sem Black-
burn og Middlesbrough gerðu
aðeins jafntefli í sínum leikjum.
Blackburn komst í 2:0 heima
gegn Shrewsbury, en gestirnir
jöfnuðu í síðari hálfleiknum.
Middlesbrough gerði hins vegar
markalaust jafntefli á útivelli
gegn Hull City. Bradford og
Crystal Palace berjast um 5. sæt-
ið í 2. deild, Bradford stendur nú
betur að vígi eftir að hafa marið
sigur á útivelli gegn Sheffield
Utd., en á meðan varð Crystal
Palace að láta sér lynda jafntefli á
útivelli gegn Stoke City. Þ.L.A.
Staðan í 1. og 2. deild ensku
knattspyrnunnar er þessi:
1. deild:
Liverpool 33 23- 8- 2 73:20 77
Man.United 35 18-12- 5 58:35 66
Nottm.Forest 3218- 9- 6 58:29 63
Everton 34 17-10- 7 46:21 61
Q.P.R. 34 18- 7- 9 42:32 61
Arsenal 34 16-10- 8 49:29 58
Wimbledon 33 13-11- 9 50:38 50
Sheff.Wed. 34 14- 4-16 41:54 46
C'oventrv 33 11-10-12 40:48 43
Tottenham 37 11-10-16 35:45 43
Newcastle 33 10-12-11 43:46 42
Southampton 35 10-12-13 41:46 42
Norwich 35 12- 6-17 36:45 42
Luton 30 12- 5-13 44:43 41
Derby 35 9-11-15 32:41 38
WestHam 34 8-13-13 33:45 37
Chelsea 35 8-12-15 44:60 36
Charlton 35 8-11-16 33:49 35
Portsmouth 34 7-12-15 29:53 33
Oxford 34 6-11-17 39:63 30
Watford 34 5- 9-20 20:44 24
2. deild:
Aston Villa 40 20-10-10 65:40 70
Middlesbro 39 19-12- 8 54:28 69
Blackhurn 39 19-12- 8 61:47 69
Millwall 38 20- 7-1161:44 67
Brudford 38 19-10- 9 61:47 67
C.Palace 39 19- 8-12 78:56 65
Lecds 39 17-10-12 56:47 61
Man.City 39 17- 84 5 70:52 58
Stoke 40 16-10-14 47:49 58
lpswich 39 15- 9-15 49:45 54
Oldham 38 15- 9-14 59:58 54
Barnsley 38 15- 8-15 55:52 53
Plvmouth 36 15- 7-14 58:53 52
Hull 38 13-13-12 48:52 52
Swindon 37 15- 9-13 67:52 51
Leicester 38 12-10-16 52:55 46
W.B.A 39 12- 7-20 44:61 43
Birmingham 38 10-13-15 38:59 43
Shrewsbury 39 9-15-16 36:49 41
Bournem. 37 10- 9-18 48:60 39
Sheff.Utd. 39 11- 6-22 41:71 39
Reading 37 8- 9-20 39:63 33
Huddersf. 38 6- 9-23 37:85 27