Dagur - 05.04.1988, Síða 15

Dagur - 05.04.1988, Síða 15
5. apríl 1988 - DAGUR - 15 Heyverkunaraðferðir á íslandi: Dugar þurrheysverkunín eín Menskum bændum? - rætt við Jóhannes Sigvaldason tilraunastjóra við Tilraunastöðina á Möðruvöllum Þrátt fyrir að framfarir hafi orðið í heyhirðingu hérlendis á síðari árum þá hefur gæðum heyja hjá bændum hrakað nokkuð. Þetta á vissulega ekki við um alla bændur en þegar litið er á heildina kemur í Ijós að gæðin minnka stöðugt. En hver er skýring á þessu? Menn mættu gjarnan spyrja sig þess- arar spurningar í Ijósi framan- greindrar staðreyndar og finna út hvað betur megi fara og hvort yfirleitt skýringa sé að leita í áburðardreifingu, hirð- ingu eða einhverjum öðrum þáttum. Jú, veðurguðirnir spila stórt hlutverk hjá íslenskum bændum enda kannast allir við skúraveðurfar hérlendis sem gerir bændum lífið leitt. Til að ræða þessi mál frekar leituðum við til Jóhannesar Sigvaldason- ar tilraunastjóra við Tilrauna- stöðina á Möðruvöllum og spurðum hann fyrst hverjar skýringar hann kunni á minnk- andi gæðum heys hjá íslensk- um bændum. Tiltölulega lítil nýrækt „Það eru einkum þrjú atriði sem ráða gæðum heys,“ segir Jóhann- es. „Þessi atriði eru grastegundir sem í túnum vaxa, sláttutíminn og heyverkunin. Hvað varðar grastegundirnar þá hefur sáðgresi reynst hafa að öðru jöfnu meiri meltanleika en innlend grös. Sáð- gresi hverfur úr túnum smám sam- an og í tuttugu ára túnum er minna en helmingur eftir af upp- runalegu sáðgresi, stundum mun minna. Nýrækt hefur nú síðast- liðin 10-15 ár verið tiltölulega lítil og mun minni en á árunum sem á undan voru gengin. Nú er tún- stærð u.þ.b. 135 þúsund hektarar en var orðin 105 þúsund hektarar fyrir tuttugu árum. Það er því ljóst að sáðgresi hefur hrað- minnkað í túnum á síðustu árum og það eitt er nægilegt til þess að erfiðar hefur gengið að fá góð hey þar sem slá þarf fyrr og við minni sprettu þar sem innlend grös vaxa.“ Á bilinu 80-90% af heyfeng íslenskra bænda eru þurrhey sem Jóhannes Sig- valdason telur óhagstætt miðað við gróður í túnum og veðurfar hér á landi. um votheysverkun og gildi henn- ar ekki síst eftir þau sumur sem veður hafa verið óhagstæð og bændur hafa þurft að horfa á töðu sína rigna niður í túnunum. Því miður hefur þessi umræða ekki leitt til þess að votheysverk- un hafi verið tekin upp sem alvöruheyverkun nema á tiltölu- lega litlum afmörkuðum svæðum og þá fyrst og fremst þar sem sauðfjárbúskapur er allsráðandi. Vothey handa kúm er hreint smáræði í landinu. Á allra síð- ustu árum hafa þó nokkrir bænd- ur farið út í að byggja stóra turna fyrir hey sín. í þessa turna er hey látið örlítið forþurrkað og verður því ekki eins og hið eina sanna vothey en þessi aðferö veitir þó mun meira öryggi við heyskap en hin hefðbundna þurrheysverkun gerir.“ Leysa rúllu- baggar vandann? „Vandi þeirra bænda sem komnir eru með hlöður og allan búnað til þurrheysverkunar er sá aö það kostar alinokkra fjárfestingu ef breyta á um heyskaparhátt. Hér til gæti komið sú lausn að heyja í rúllubagga þá daga sem tíð er lakari og töf verður á þurrhey- skap. í héruðum þar sem óþurrk- ar eru meiri og verri dugar vart annað en fara í votheysverkun eða eitthvað álíka ef þaö öryggi á að vera í heyskap sem nauðsyn- legt er til þess að fá þokkaleg hey." - Getur þú séð fyrir þér hvern- ig betra hey kæmi til með að skila sér til bænda? „Kýrin er dýr skepna í uppeldi, viðhaldi og allri umhirðu. Því er nauðsyn að nýta afurðagetu hennar svo sem skynsamlegt er. Það verður hins vegar ekki gert nema að hafa gott hey. Til þess að fá sem mest af mjólk á heyi og til þess að fá frambærilega nýt- ingu á fóðurbæti þarf heyið að vera gott, ungann af mjaltaskeiði kýrinnar ekki lakara en 1,7 kg/ FE og nokkuð betra fyrst eftir burð. Geldneyti og fé á viðhaldi geta hins vegar komist af með lakara hey og því er mikið atriði fyrir bændur að vita um gæði heyja sinna, þekkja sín hey og geta mismunað skepnum eftir því.“ JÓH bændur að vísu nægar dráttarvél- ar og alls kyns heyvinnuvélar og geta þess vegna heyjað tún sín á mjög skömmum tíma. Súgþurrk- un er aftur á móti oftar en hitt ábótavant eða alls engin. Þá erum við komnir að stóra þættin- um sem er veðurfarið sem raunar gerir ómögulegt meira og minna um allt land að heyja í þurrhey með nægilegu öryggi. Þetta leiðir hugann sterklega að því hvort þurrheysverkun ein út af fyrir sig dugi okkur og hvort ekki verði að finna einhverja aðra leið.“ Verulegu máli skiptir að hey handa mjólkurkúm sé gott til þess að sem bestar afurðir fáist og sem best nýting náist út úr kjarnfóðurgjöf. Votheysverkunin öruggari aðferö - Er aukin votheysverkun raun- hæfur möguleiki til að bæta gæði heyja? „Um langan aldur eða allt síð- an á síðustu öld hafa menn rætt Jóhannes Sigvaldason tilraunastjóri í fjósinu á Tilraunastöðinni á Möðruvöllum. Hundrað ára gömul tún - En hvað með endurvinnslu túna. Hafa menn þá í vaxandi mæli endurunnið tún sín og með því móti aukið nýræktargras í túnum sínum? „Nei, endurvinnsla túna er hverfandi lítil miðað við það að hér á landi eru yfir 130 þúsund hektarar af ræktuðu landi eins og ég nefndi áðan. Af þessu ræktaða landi eru kannski 1-2% endur- unnin árlega þannig að tún verða orðin a.m.k. 100 ára gömul þegar þau verða endurræktuð." - Nú er alkunna að gæði heyja geta verið mismunandi eftir verk- unaraðferðum. Hvert er þitt álit á heyverkunaraðferðum íslenskra bænda? „Ráðandi heyverkunaraðferð hér á landi hefur verið þurrheys- verkun. Milli 80-90% af heyfeng íslenskra bænda eru þurrhey sem að mínu mati er ekki nógu hag- stætt miðað við þann gróður sem í túnunum er og þann stutta tíma sem a.m.k. kúabændur hafa til heyskapar. Segja má að þessir bændur hafi ekki nema eina til tvær vikur til að heyja stóran hluta af sínum heyskap og ekki er aldeilis hægt að velja þessar vikur. Til þurrheysverkunar eiga

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.