Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 5
11. maí 1988 - DAGUR - 5 ) leiklist J Samband Kalla og Láru er dauðadæmt, enda er við fordóma, Ödipus og fjandsamlegt þjóðfélag að etja. Mynd: c,b P Kertalog: „Eg er ekki dýr“ Leikfélag MA: Kertalog Höfundur: Jökull Jakokssun Leikstjóri: Erla Ruth Harðardóttir Lýsing: Sigrún Kristjánsdóttir Leikmunir: Björg Bjömsdóttir, Þorgerð- ur Hrönn Þorvaldsdóttir, Dóra Jóhann- esdóttir, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Guðrún Marta Ásmundsdóttir Aðalhlutverk: Sigríður Ólafsdóttir, Þór- gnýr Jónsson Dýrfjörð Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýndi leikritið Kertalog eftir Jökul Jakobsson í Samkomuhúsinu síðastliðið mánudagskvöld. Áhorfendur kunnu vel að meta framlag nemenda til leiklistarinnar og er ánægjulegt að leikfélagið skuli hafa valið Kertalog til sýningar því verk Jökuls eiga ávallt erindi til okkar. Kertalog er afar „jökulskt“ verk. Samtöl persóna hljóma oft sem eintöl sem afhjúpa viðkom- andi persónu í stað þess að þróast í uppbyggilegar samræður um til- tekin málefni. Sálarflækjurnar eru til staðar og raunar ekkert duldar í þessu verki því sögusvið- ið er geðveikrahæli. Þjóðfélagið er fjandsamlegt, þeir sem eiga um sárt að binda eru útskúfaðir, niðurlægðir. Það eru peningarnir og völdin sem gilda. Aðalpersónurnar, Kalli og Lára, kynnast á geðveikrahæli. Bakgrunnur þeirra er ólíkur. Lára er af lág- eða millistéttar- fólki komin. Foreldrar hennar skildu þegar hún var kornung, mamma hennar giftist öðrum manni og þau eignuðust dóttur. Lífsbaráttan endurspeglast í því að Lára varð að passa systur sína meðan foreldrarnir voru að vinna og einn daginn missti hún litlu telpuna ofan í brunn. Stjúpi hennar fyrirgaf henni aldrei, þessi atburður varð til þess að hún „veiktist" og var send á hæli. Aðeins gömul frænka hennar skipti sér af henni með því að koma í heimsókn. Kalli kemur hins vegar úr há- stéttarfjölskyldu. Foreldrarnir eru ríkir, móðirin gjörspillt og lætur það berlega í ljós að maður hennar er aðeins fyrirvinna. Hún er heima með Kalla. Kalli á að verða arkitekt. Hann lendir í „veseni“ í skólanum. Stúlka sem hann var með segir honum upp þrátt fyrir að Kalli hafi hótað að fremja sjálfsmorð ef hún vogaði sér slíkt. Hann lendir á hæli. Þar kemur í ljós að sálarástand hans á sér dýpri rætur en ætla mætti í fyrstu og verður það best skýrt með ödipusarduld í þeirri mynd sem Freudistar telja rangtúlkun, þ.e. drengurinn sængaði hjá móður sinni. Vandamálaleikrit? Að vissu marki kannski en Jökull er ekki að velta sér upp úr sálarástandi aðalpersónanna heldur fyrst og fremst sambandi þeirra sem þjóðfélagið dæmir til dauða. Kalli og Lára verða ástfangin. Þau losna af hælinu og fara að búa saman. Sambúðin gengur ágætlega í fyrstu eða allt þar til móðir Kalla kemur í heimsókn. Hún segir þessa sambúð skammarlega og minnir á sam- band Kalla við hana sjálfa. Málin þróast á þann veg að Kalli kiknar undan ofurvaldi móðurinnar og fjármagnsins og samþykkir að fara í arkitektúr, enda fær hann veglegan styrk frá foreldrunum. Lára lendir aftur á hælinu og það er nöturleg stund þegar Kalli kemur í heimsókn til hennar. Hann er kominn úr tengslum við þá veröld sem hann kynntist sjálfur, firringin er yfirþyrmandi og þessi heimsókn er spegilmynd af yfirborðslegri heimsókn frænk- unnar fyrr í verkinu. Kertalog er uppfullt af táknum og skírskotunum. Það má nefna heimsókn Kalla og Láru á Sædýrasafnið þar sem dýrin eru í búrum og fólk kemur til að glápa á þau. Sjúklingarnir á hælinu búa við svipaðar aðstæður. „Ég er ekki dýr. Ég er manneskja eins og þið,“ hrópar Lára í örvænt- ingu sinni. Fordómarnir eru sterkir, t.d. má Kalli alls ekki hringja til pabba síns á skrifstof- una og raunar má það alls ekki fréttast að hann hafi lent á hæli. Það er svo afskaplega niðurlægj- andi fyrir fólk í jjessari stöðu. Uppfærsla Leikfélags Mennta- skólans á Akureyri er að mörgu leyti sterk og Erla Ruth Harðar- dóttir hefur gert marga góða hluti í sínu fyrsta hlutverki sem leik- stjóri. Kertalog verður í þessari uppfærslu hæfileg blanda af gamni og alvöru. Maðurinn, kon- an og þriðji maðurinn setja skemmtilegan svip á lífið á hæl- inu og bláklæddu sjúklingarnir vekja oft hlátur vegna kostulegra tilburða. Sumum finnst það kannski ekki besta leiðin til að losna við fordóma að gera grín að geðsjúklingum en stundum er skopið, eða háðið, sterkasta vopnið í baráttunni við fordóma. Erla Ruth hefur gert ýmsar breytingar á verkinu, sennilega í því skyni að færa það í nútíma- horf. Éflaust má margt að upp- færslunni finna en það eru smá- munir því sýningin var góð. Ádeilubroddurinn komst til skila en ég hafði jafnvel óttast að Kertalog myndi leysast upp í ærslaleik þegar ég sá einn geð- sjúklinginn á hjólbörum í einum keng. Sem betur fer tók sýningin ekki þá stefnu og útkoman sýnir berlega að áhugaleikhópar eiga ekki síður að taka fyrir alvarlegri verk, verk sem snerta okkur og Kertalog á fullt erindi í þjóðfélag þar sem fordómar og firring eru á hverju strái. Sigríður Ólafsdóttir var einlæg í hlutverki Láru, lék með hjart- anu og var því trúverðug. Ein- staka hnökra mátti greina á fram- sögn hennar, s.s. þegar hún segir „bonsi“ (bangsi). Þá gekk hún full langt í að andvarpa út úr sér orðunum. Það kom vel út í fyrstu en var orðið dálítið einhæft þegar leið á sýninguna. Þórgnýr Dýrfjörð stóð sig einnig nokkuð vel í hlutverki Kalla, sérstaklega í átakamiklum atriðum en í tilfinningasenum skorti hann næmleika og virkaði stundum kærulaus. Samleikur hans og Sigríðar var oft hinn ágætasti. Af öðrum leikendum má nefna Sævar Sigurgeirsson sem var kostulegur í hlutverki mannsins, Sigurður Jóhannesson var sann- færandi kapítalisti í hlutverki pabbans en Guðfinna Kristófers- dóttir hefði mátt vera ákveðnari í hlutverki móðurinnar. Hún náði sér þó á strik undir lokin. Þorgeir Tryggvason túlkaði uppburðarlít- inn lækni á trúverðugan hátt en það hlutverk var ekki nógu mark- visst og það sama gildir reyndar um mörg önnur þótt ekki hafi það leitt til stórtjóns. Þá var Drífa Þuríður Arnþórsdóttir örugg í hlutverki frænkunnar. Svört tjöldin og leikmunir féllu vel að sýningunni, en af hverju var kókið alltaf drukkið úr Pepsi- glösum? Lýsingin var einföld en þokkalega útfærð. Niðurstaða mín er sú að Kertalog er verk sem á fullt erindi til okkar allra og eflaust verður þessi sýning Leikfélagi MA frekar til fram- dráttar en hitt. Stefán Sæmundsson Herrabúðin auglýsir Erum að taka upp föt, staka jakka og buxur í miklu úrvali. Fyrir nýstúdentana. Föt í soft sniði (vítt snið) frá Falbe og Van Gils frá kr. 10.800.-. Smokingar, smokingskyrtur, slaufur, lindar og margt fleira í miklu úrvali. Málsaumur. Verslið hjá fagmanni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.