Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 11. maí 1988 Frá Hrafnagilsskóla Sýning á teikningum, handavinnumunum og vinnu nemenda verður haldin í skólanum fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 14-18. Selt verður kaffi. Skólastjóri. Æskulýðskór frá Stavangri í Noregi heimsækir Akureyri 12. og 13. maí. TONLEIKAR fimmtudaginn 12. maí kl. 20.30 í sal Hjálpræðishers- ins að Hvannavöllum 10. Söng- og hljómleikasamkoma föstudaginn 13. maí kl. 20.30 á sama stað. Fjölbreytt dagskrá. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. AKUREYRAR&ÆR Félagsmálastofnun Akureyrar Garðaþjónusta fyrir aldraða hefst miðvikudaginn 11. maí. Aldraðir sem óska eftir hreinsun á garði og síðar slætti eru beðnir að hringja í síma 21281 frá kl. 10.30-12.00 alla virka daga. Greiðsla fyrir garðaþjónustu í sumar verður kr. 65 á mann á klst. en mest kr. 4.000 yfir sumarið. Félagsmálastofnun Akureyrar. r Útboð Siglufjarðarvegur um Gljúfurá, 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,4 km. Efnismagn 23.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 9. maí sl. Skila skal til- boðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 24. maí 1988. Vegamálastjóri. r----------------------------------------------\ Útboð Hvammstangavegur, Norður- landsvegur-Hvammstangi, 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 4,5 km. Efnismagn 63.000 m3. Verki skal lokið 15. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 9. maí sl. Skila skal til- boðunum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 24. maí 1988. Vegamálastjóri. V______________________________________________y VEGAGERDIN Við þvottavélarnar í Mjallhvíti. Frá vinstri: Einar Ólafsson, Baldvin Ásgeirsson fyrrverandi eigandi, og Björgvin Yngvason. Mynd: GB Þvottahúsið Mjallhvít: Eigendaskipti um mánaðamótin Um síðustu mánaðamót urðu eigendaskipti á Þvottahúsinu Mjallhvíti á Akureyri. Baldvin Asgeirsson, sem rekið hefur þvottahúsið frá því 1960, seldi Björgvin Yngvasyni og Einari Ólafssyni fyrirtækið og hafa þeir þegar tekið við rekstrin- um. Einar og Björgvin eru nokkuð kunnugir rekstri af þessu tagi því þeir eru einnig eigendur Fatalit- unarinnar Höfða á Akureyri. Bæði þessi fyrirtæki verða rekin með sama sniði áfram. „Við erum eiginlega að koma undir okkur fleiri fótum með þessu. Hins vegar getum við ekki sameinað þessi fyrirtæki vegna húsnæðisleysis en vonandi kemur að því að við getum byggt yfir þessi fyrirtæki og sameinað þau,“ segir Einar Ólafsson, annar nýju eigendanna. Einar og Björgvin segja að verkefni fyrir þvottahús séu næg í bænum, mest sé unnið fyrir veit- ingahús og hótel. Nú eru tvö þvottahús starfandi í bænum, Þvottahúsið Mjöll og Þvottahúsið Mjallhvít. Starfsmenn hjá Þvottahúsinu Mjallhvíti verða 4-6. „Því er ekki að neita að maður hefur blendnar tilfinningar við þessi tímamót,“ segir Baldvin Ásgeirsson fyrrverandi eigandi Mjallhvítar. „Ég vil þakka mfnu starfsfólki og mörgum viðskipta- vinum ánægjuleg samskipti á liðnum árúm og jafnframt er það ósk mín að hinir nýju eigendur Mjallhvítar megi njóta viðskipta þeirra hér eftir sem hingað til. JÓH Hótel Blönduós: Ungmenni í starfs- fræðslu ía greidd laun í síðustu viku voru nemendur 8. bekkjar grunnskólans á Blönduósi í starfsfræðslu hjá ýmsum fyrirtækjum í bænum. Krakkarnir í bekknum eru ekki nema 18 að tölu en þar af voru 7 á hótelinu. Blaðamaður Dags kom þar við og hafði tal af krökkunum og Bessa Þor- steinssyni hótelstjóra. Krakkarnir sögðust hafa unnið þarna alla vikuna á þrískiptum fimm tíma vöktum. Þau sögðust hafa unnið flest þau störf sem til féllu á hóteli og það hefði verið mikið að gera. Fjölmennir fundir hefðu verið, bæði á mánudaginn og miðvikudaginn, fyrir utan smærri fundi aðra daga. Talsvert hefði verið af gestum bæði í mat og gistingu. Þau sögðu að engin meirihátt- ar slys hefðu orðið vegna veru þeirra á hótelinu og leirtauið hefði ekki ódrýgst neitt að ráði af þeirra völdum. Öll voru þau sammála um að það hefði verið gaman að vinna þarna og þau gætu vel hugsað sér þetta sem framtíðarstarf. Að sögn krakkanna, mun þó staða hótelstjóra vera vinsælasta starfið, að öðrum störfum ólöstuðum. Bessi Þorsteinsson, hótelstjóri, sagði að krökkunum hefðu verið sýnd öll fyrirtæki SAH og KH. Hótelið hefði á undanförnum árum verið vinsæll vettvangur í starfsfræðslu hjá krökkunum, og hópurinn sem væri á hótelinu að þessu sinni væri álíka fjölmenn- ur, og hann hefði verið á síðasta ári. Hann sagði að krakkarnir hefðu staðið sig alveg frábærlega vel. Þau væru komin þarna til að vinna og það hefðu þau gert án þess að draga af sér. Það hefði verið gaman að vinna með krökkunum. Þau væru svo viljug að vinná 2ð Það Þyrfti ekki nema rétt að lyfta fingri' íil að þau væru komin á fulla ferð. Hjá þeiií?væri ekkert til sem héti að röfla yfir því sem þau væru beðin að gera. Bessi sagði að krökkunum yrði greidd einhver þóknun fyrir þann tíma sem þau hefðu starfað á hótelinu og það ættu þau sannar- lega skilið. „Unglingar eru ekki vandamál. Við eigum dugmikla æsku sem á mikla framtíð fyrir sér,“ sagði Bessi Þorsteinsson, hótelstjóri á Hótel Blönduósi. fh Krakkamir ásamt Bessa hótelstjóra. Frá vinstri: Sólveig, María, Hildur, Hilmar, Sigurjón, Þórður, Ragnar og Bessi. Mynd: fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.