Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 15
11. maí 1988 - DAGUR - 15 íþróttir i í háloftunum: Frömumm spáð titlinum - Leiftri og Völsungi falli Á allsérstæðum blaðamanna- fundi í háloftunum yfir íslandi kynntu Samvinnuferðir-Land- sýn og samtök 1. deildar leik- manna fyrirkomulag íslands- mótsins í knattspyrnu í sumar. Yiðstaddir voru fyrirliðar og forráðamenn allra 1. deildar liðanna og spáðu þeir um stöðuna í sumar. Flestir spáðu liði Fram íslandsmeistaratitlin- um en Yölsungi og Leiftri var spáð falli. Blaðamannafundurinn fór fram í Boeing 737 flugvél Arnar- flugs og var flogið yfir alla knatt- spyrnuvellina sem leikið verður á í 1. deildinni í sumar. Samvinnu- ferðir-Landsýn kynntu bónusfyr- irkomulag leikjanna í sumar en liðin geta unnið sér inn allt að 630 þúsund með því að vera dugleg að skora og svo að sjálfsögðu með því að vinna leikina. í leikhléi í sumar munu 6. flokkar viðkomandi félaga keppa í bráðabana og er keppt bæði heima og að heiman. Vegleg verðlaun verða veitt því liði sem stendur uppi sem sigurvegari að mótinu loknu. í háloftunum fékk hvert lið þrjá atkvæðaseðla og spáðu þjálf- arar, fyrirliðar og formenn deild- anna um sæti liðanna í sumar. Þannig var spá liðanna: Stig: 1. Fram 269 2. KR 250 3. Valur 221 4. ÍA 201 5. ÍBK 176 6. Þór 159 7. Víkingur 143 8. KA 99 9. Leiftur 69 10. Völsungur 53 í máli fyrirliðanna kom fram að fæst 1. deildar félögin munu spila sína fyrstu heimaleiki á grasi. Þó er möguleiki að leikur IBK og Völsungs á sunnudaginn fari fram á grasinu í Keflavík. Fyrirliðar norðanliðanna voru ekkert óhressir með þessa spá þótt engu þeirra hefði verið spáð góðu gengi. „Það hefur verið spáð illa fyrir okkur áður og það hefur ekki ræst. Þetta herðir okk- ur og stappar í okkur stálinu," sögðu fyrirliðarnir og voru hvergi bangnir. AP „Eg hefði ekki viljað fá annað lið í fyrsta leik“ - segiróskar Ingimundarson þjálfari Leifturs en liðið mætir ÍA í 1. deildinni á sunnudag Leiftur frá Ólafsfiröi vann sér sæti í 1. deild í ár en liðið varð í öðru sæti 2. deildar í fyrra. Fáir áttu von á því að Leiftur sem kom upp úr. 3. deild, mundi blanda sér ■ toppslaginn í 2. deild. En raunin varð önn- ur og liðið leikur nú í 1. deild í fyrsta sinn í sögu félagins. Þjálfari liðsins er Óskar Ingi- mundarson og hefur hann stjórnað liðinu síðustu tvö ár. „Undirbúningurinn hefur verið etfiður* - segir Guðjón Þórðarson þjálfari KA Guðjón Þórðarson þjálfar 1. deildar lið KA í knattspyrnu að þessu sinni. Hann tók við af Herði Helgasyni félaga sínum frá Akranesi, sem nú þjálfar íslandsmeistara Vals. Guðjón þjálfaði lið Skagamanna á síð- asta keppnistímabili með góð- um árangri og auk þess að á hann baki 212 1. deildar leiki með liðinu. Guðjón var fenginn í stutt spjall og fyrst spurður um það hvernig honum íitist á keppnis- tímabilið sem nú fer í hönd. „Mér líst þokkalega á sumarið. En ég er nú ekki mikill bjartsýn- ismaður og reyni að halda mér við jörðina.“ - ííyernig hefur undirbúning- urinn gengið i’ij'í vkkur? „Undirbúningurinn ntf*lr verið mjög erfiður, þar sem leikmenú liðsins hafa dvalið á tveimur stöð- um á landinu. Þetta er hlutur sem maður hefur ekki kynnst áður en það verður bara að spila úr því „Það er samkeppni um stöður í lið- inu og það er af hinu góða,“ segir Guðjón þjálfari KA. eins vel og maður getur og taka tillit til aðstæðna. Þetta gæti þó sett mark sitt á leikina hjá okkur og þá sérstaklega til að byrja með.“ - Hafið þið leikið marga æf- ingaleiki að undanförnu? „Við erum búnir að spila 11 eða 12 leiki og okkur hefur geng- ið svona þokkalega í þeim. Við höfum verið að vinna einn og einn ágætan sigur.“ - Verður mikil breyting á lið- inu frá því í fyrra? „Já mér sýnist að það verði einhver breyting á liðinu. Hópur- inn er nokkuð stór og það verður því meiri samkeppni um stöður í liðinu, sem er af hinu góða. En maður er ekki búinn að fá allan mannskapinn ennþá og því erfitt að segja nákvæmlega til um þetta. Það hafa komið nýir menn tií fdlaSsins °8 Þa eiia aðrir enn í meiðslum u£ t.d er Steingrímur Birgisson enn meidduf °8 Þa® er alveg á mörkunum að hann v£.rði tilbúinn í fyrsta leik.“ - Hvaða lið heldur þú að berj- ist á toppnum í sumar? „Ég hef séð til allra liðanna nema ÍBK og mér sýnist Fram, KR og Valur vera hvað sterkust og þá verður Akranes með sterkt lið líka. Ég veit ekki með hin liðin. Þó er ég ekki frá því að þetta verði mjög jafnt í sumar." - Hvaða markmið hafið þið KA-menn sett ykkur í sumar? „Ég held að eina raunhæfa markmiðið hjá okkur sé að standa sig í þeim leik sem við för- um í hverju sinni. Auðvitað er maður með væntingar en við reynum að standa okkur eins vel og kostur er. Ég vona bara að bæjarbúar standi við bakið á okk- ur og þá ekki bara KA-menn, heldur allir knattspyrnuáhuga- menn í bænum.“ Óskar hefur einnig leikið með liðinu og undir hans stjórn hef- ur liðið unnið sig beina leið úr 3. deild upp í 1. deild. Dagur hafði samband við Ósk- ar og spurði hann fyrst hvernig honum litist á keppnistímabilið sem framundan er. „Það er bæði vottur af spennu og kvíða hjá mér. Ég er viss um að þetta verður mjög erfitt sumar fyrir okkur og ég held að það sé ljóst að við verðum í baráttu í neðri hluta deildarinnar.“ - Hvernig hefur undirbúning- urinn gengið? „Hann hefur gengið bærilega. Við höfum verið vel flestir fyrir sunnan í vetur og æft grimmt frá því um áramót. Þannig að ég héld að við komum vel undirbún- ir til leiks. Við erum búnir að spila 15 æfingaleiki og það hefur gengið svona upp og ofan, eins og gerist og gengur í þessum vor- leikjum.“ - Hvaða markmið hafið þið Leiftursmenn sett ykkur? „Það er fyrst og fremst að halda sæti okkar í 1. deild. Við þurfum að þreifa fyrir okkur svona til að byrja með en eftir fyrstu umferðirnar,. sjáum við betur hvar við stöndum.ý - Verður mikil breyting á lið- inu frá því í fyrra? „Já það er orðin mikil breyting á liðinu og hópurinn er orðinn töluvert mikið stærri. Ég er með 18 leikmenn sem eru tilbúnir í slaginn og það er mikil breyting frá því sem verið hefur. Við bíð- um enn eftir Þorsteini Geirssyni fyrrum Breiðabliksmanni en hann er við nám erlendis og kem- ur heim um næstu mánaðamót.“ - Hvaða lið heldur þú að berj- ist á toppnum í 1. deiídinni? „Reykjavíkurfélögin verða örugglega öll sterk í sumar og einnig Skaginn, ef maður tekur mið af þessum vorleikjum." - Þið fáið Skagamenn í heim- sókn á sunnudaginn, hefðir þú frekar viljað fá eitthvert annað lið í fyrsta leik? „Nei ég hefði ekki viljað fá annað lið, mér líst mjög vel á að mæta ÍA í fyrsta leik. Bæjarbúar eru orðnir mjög spenntir að bíða eftir því að deildin hefjist og við eigum von á miklum fjölda áhorf- enda á leikinn á sunnudag.“ „Við verðum í botnbaráttunni,“ segir Óskar þjálfari Leifturs. JJ Eg er hæfilega bjartsýnn á sumarið“ - segir Sigurður Halldórsson þjálfari Völsungs og hef vonandi „Mér líst nokkuð vel á keppn- istímabilið sem nú fer í hönd. En vegna þess hversu leik- menn liðsins hafa verið dreifð- ir um landið I vetur, hefur undirbúningurinn ekki verið sem skyldi,“ sagði Sigurður Halldórsson þjálfari 1. deOdar liðs yðlsungs í knattspyrnu. Sigurður er eíiíí! ókunnugur í herbúðum Völsungs, pí? hann þjálfaði liðið í 2. deildinni árið 1985. í mUlitíðinni þjálfaði hann Selfyssinga en í fyrra var hann á Akranesi og lék nokkra leiki með sínum gömlu félög- um í ÍA. Hann tekur við af Guðmundi Ólafssyni er þjálf- aði liðið síðustu tvö keppnis- tímabil. „Vallaraðstæður hafa einnig verið erfiðar hér á Húsavík en það er um mánuður síðan við gátum farið að nota malarvöll- inn. En ég er engu að síður hóf- lega bjartsýnn á sumarið. Þetta var frekar dapurt hjá okkur fram- an af en mér finnst hafa verið stígandi í liðinu. Ég brenndi mig á því árið 1985 að vera of bjart- sýnn fyrir mót lært af því.“ - Hvaða markmið hafið þið sett ykkur? „Ókkar markmið í dag er að vinna fyrsta leikinn og taka síðan einn leik fyrir í einu. Nú og við munum leggja okkur fram um það að spila skemmtilegan sókn- „Við höfum spilað of fáa æfinga- leiki,“ segir Sigurður þjálfari Völs- arbolta." - Hafið þið spilað marga æf- ingaleiki í vor? „Við höfum spilað sáralítið og reyndar allt of lítið. Það hefur verið erfitt að stilla upp liðinu á hverjum tíma, þar sem ekki hafa allir getað komið í þessa leiki, af ýmsum ástæðum. Við höfum ver- ið að spila á litlum völlum og því veit ég ekki hvar við stöndum t.d. gagnvart góðum liðum á stórum velli.“ - Ert þú með stóran hóp leik- manna? „Nei og það er nú eitt af því sem han Chkur h'ka °g.eins e8 sagði áðan er tiöpú'.r'nn ut °8 suður. Ég næ hópnum ekki enu- anlega saman fyrr en um næstu mánaðamót." - Hvaða lið heldur þú að berj- ist á toppnum? „Ég held að það verði svipuð röð á efstu fjórum liðunum og í fyrra, nema hvað ég held að Fram sé líklegast til þess að vinna mótið. Skaginn gæti einnig blandað sér í þann slag en ég held að það verði nokkuð svipuð röð á þessu og í fyrra.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.