Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 11. maí 1988 11. maí 1988 - DAGUR - 9 Ráðstefna um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra: Fyrir stuttu var haldin á Sauðár- króki á vegum Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra, ráðstefna um atvinnumál fatlaðra. í deigl- unni er nú mikil uppbygging fyrir fatlaða í Norðurlandi vestra og var tilgangur ráðstefnunnar sá að kanna viðhorf sem flestra á svæð- inu til þessa málaflokks. Að sögn Sveins Alans Mortens framkvæmdastjóra svæðisstjórn- ar var fundurinn mjög gagnlegur. Fram komu hugmyndir og úrræði í þessum málum sem svæðis- stjórn mun ásamt fleiri aðilum vinna úr á næstu mánuðum. En þrátt fyrir gagnsemi fundarins þykir sýnt að þörf sé á nákvæmri úttekt á þessum málum í kjör- dæminu. Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi: „lími til koimnn að formið hætti að drepa hugsunina44 „Fötlun sem félagslegt vanda- mál, gerir naudsynlegt aö fatl- aðir fái starf eins ofarlega og mögulegt er í þeim metorða- stiga sem almenningsálitið hef- ur skapað. Auðvitað er það líka röng fjárfesting að fullnýta ekki getu fólks og í rauninni ekkert eðlilegra nú á tímum þenslu. Ég er sem sagt að segja að það sé ekki nógu metnaðar- fullt markmið að leysa atvinnu- mál fatlaðra með því að reisa t.d. verndaðan vinnustað þar sem eingöngu er um létta ófag- lærða vinnu að ræða. Menn verði að hugsa svolítið hærra. Fatlaðir geti líka ekki sætt sig við að vera eingöngu í botnlög- um sainfélagsins,“ sagði Frið- rik Sigurðsson þroskaþjálfi í erindi sínu á ráðstefnunni sem bar yfirskriftina; félags- og sið- ferðilegt hlutverk atvinnu og samtenging atvinnu og skóla. Friðrik vék í máli sínu að hlut- verki vinnunnar. Hún væri meira en það að afla fólki lífsviðurværis og svala félagslegri þörf. Því á landi eins og Islandi þar sem mik- ið er unnið og vinna er mikils metin, er algengt að staða fólks í þjóðfélaginu fari nánast eftir því starfi sem það gegnir. Má í því sambandi benda á að þegar fólk er spurt hvað það sé, svarar það yfirleitt með því að nefna starfs- heitið og segja hvað það hafi numið í skóla. Eins sé það þegar börn eru spurð, hvað þau ætli að verða þegar þau verði stór? Þá nefna þau eitthvert starfsheiti. Að auki má reikna með að hér á landi sé vinnan óhjákvæmilega stærri þáttur í lífsmunstri fólks en víða annars staðar, þar sem hér tekur vinnutíminn yfir stærri hluta af vökutfma fólks en í vel- flestum löndum. „Mikils metin vinna“ Friðrik telur ástand atvinnumála fatlaðra hér á landi, hjá þeim sem atvinnu hefðu, kannski gott mið- að við önnur lönd. En þeir sem eru án atvinnu hér séu illa staddir. Við stæðum frammi fyrir því að í dag er ekki og hefur ekki verið til nein löggjöf um fram- haldsmenntun, engin reglugerð um sérkennslu fólks á framhalds- skólastigi. Sem fyrir fatlaða þýðir yfirleitt ekki nema lögbundið skyldunám, svo framarlega sem þeirra fötlun sé ekki meiri en svo að þeir standi ófötluðum algjör- lega á sporði. Þó séu til hér ákveðnir skólar sem komi mjög til móts við sérþarfir fatlaðra. Standi þeir skólar straum af þeim kostnaði með því að taka af öðr- um fjárveitingum til skólans. Það er sem sagt ekkert í lög- gjöfinni sem gerir ráð fyrir sér- kennslu fyrir fatlaða í framhalds- skólum. Enda sýna allar kannan- ir sem gerðar hafa verið að menntun meðal fatlaðra er minni en almennt gerist, og einnig að þessi menntunarskortur samfara fötluninni hefur mjög afgerandi áhrif á atvinnuþátttökuna. Bæði á möguleikann að fá atvinnu og ekki síður að fá vinnu sem er „mikils metin“, þar sem athafna- þrá, metnaður og hæfileikar hins fatlaða fá að njóta sín. í*ó það geti verið umdeilanlegt að tala um „mikils metna vinnu“, þá er það bara staðreynd að svona er þetta. „Misnotkun bóta“ „Hvað tryggingakerfið varðar, er örorkumatið í raun og veru bundið við atvinnumöguleika viðkomandi. Má taka sem dæmi að fatlaður maður sem er með fulla örorku, þ.e.a.s er 75% öryrki, fær sér vinnu. Vegna dugnaðar sem hann þarf að beita að fullu til að takast á við verk- efnið, á hann yfir höfði sér að vera metinn niður í 65%. Það þýðir að hann missir tekjutrygg- inguna sem er langstærsti hluti bótanna og aðeins er greidd á fulla örorku. Síðan gerist það að maðurinn missir vinnuna og hef- ur honum þá verið refsað fyrir sjálfsbjargarviðleitnina. Margir fatlaðir segjast ekki taka þessa áhættu, þeir hafi ekkert efni á því. Ég vil meina að þetta sé mis- notkun bóta. Ég held að væri nær að miða matið við heilsufar og fötlun fólks, frekar en dugnað þess og jafnvel heppni. Það er hinn fatlaði sem að mínu viti á að hagnast á heppninni en ekki Tryggingastofnunin eða það opinbera. Ef þetta breyttist held ég að ótti fatlaðra til að takast á við atvinnuna mundi hverfa að mestu. Þá er hægt að hugsa sér að þetta komi á móti yfirvinnu- fylleríinu hér á landi, þar sem fatlaðir hafa oft á tíðum ekki möguleika á að vinna meira en 8 tíma. Þá má einnig minna á ýms- an kostnað vegna fötlunarinnar sem bótaþegi verður að greiða. Röng sjónarmið Til eru ákvæði í reglugerð um vinnu öryrkja, um að Trygginga- stofnun geti tekið þátt í greiðslu launanna. Tryggingastofnunin greiðir þá bæturnar til atvinnu- rekenda og bótaþegi fær sín laun beint frá fyrirtækinu. Tilgangur- inn með reglugerðinni er sá að atvinnurekandinn geti valið á milli fatlaðs og ófatlaðs manns. Það mætti hugsa sér fyrirtæki sem vantaði vélritara. Pétur er ófatlaður og er góður vélritari með 250 slög á mínútu. Fyrirtæk- ið þarf að greiða honum 50 þús- und á mánuði í laun. Páll er fatl- aður og ekki eins góður vélritari og Pétur, skilar 150 slögum á mínútu. Við göngum út frá því að fyrirtækið verði líka að greiða Páli 50 þúsund í mánaðarlaun. En fyrsta árið fær fyrirtækið greitt frá Tryggingastofnun 75% upp í Iaunin hans, annað árið Friðrik Sigurðsson í ræðustól. 50% og þriðja árið 25%. Þá ætti Páll að vera orðinn enn betri vél- ritari og eins þarf vinnuveitand- inn að gera upp við sig hvort hann hefur þörf fyrir eins góðan vélritara og Pétur. Ég er orðinn leiður á þessari feimni atvinnurekenda við að viðurkenna að hvötin til þeirra framtakssemi er vonin um arð. Og þegar málefni fatlaðra bera á góma, er eins og þeir þurfi að hugsa um þessa hluti af einhverri góðmennsku. Og hins vegar er ég orðinn leiður á því hvað stjórn- málamenn hafa reglugerðir um þetta flóknar. Það er engu líkara en þeir séu svo hræddir um að atvinnurekendur græði svo ósköp á þessu. Þetta verður svo til þess að kostnaðurinn fyrir atvinnurek- andann að ná í arðinn hjá Trygg- ingastofnuninni verður jafnmikill og arðurinn sjálfur. Og svo líta fatlaðir sjálfir margir þannig á að bæturnar fái þeir fyrir að vinna ekki neitt, og þegar þeir færu svo að vinna, væri það sem umfram bótaupphæðina er fyrir vinnuna. Þetta eru auðvitað allt röng sjónarmið sem þarf að breyta. En menn mega ekki taka orð mín þannig að bannað sé að taka ábyrgð á náunga sínum. Ég tel í raun og veru að að því leyti eig- um við íslendingar nokkuð ein- stakan vinnumarkað. Því hér er þó nokkuð mikið um að atvinnu- rekendur telji að þeim beri að halda uppi ákveðnu atvinnustigi. Er vinna unglinga og annað sam- bærilegt glöggt dæmi. Og auðvit- að á lítil þjóð að halda í kunning- skap manna á meðal en ekki fara út í stofnanamennsku stórþjóð- anna. Atvinna og fötlun ríma illa Aðalatriðið er að borin sé virðing fyrir vinnuframlagi fatlaðra og þeir fái tækifæri til að vinna. í því sambandi er mikilsvert að við sigrumst á almenningsálitinu og fáum það með. Eða eins og Þor- steinn Valdimarsson sagði: Ég aðhefst það eitt sem ég vil og því aðeins að mig langi til en langi þig til að mig langi til þá langar mig til svo ég vil. Friðrik sagði í lokin að eflaust hafi menn fundið marga veika punkta á sínum málflutningi. En fólk verði bara að átta sig á því að það sé ekki til nein allsherjar lausn á atvinnumálum fatlaðra. Vegna þess að atvinna og fötlun eru orð sem ríma mjög illa. Það að vera fatlaður hefur í raun allt- af þýtt að viðkomandi eigi í erfið- leikum með að vinna. Og elsta orð yfir greindarskort, þýðir hinn embættislausi, og í raun sá atvinnulausi á þeim tíma. „En þegar ekki rímaði tóku skáldin upp á því að semja atóm. Ég tel tíma til þess kominn í atvinnumálum fatlaðra að ein- hver fari að reyna að láta ekki formið endilega drepa hugsun- ina. Reyna jafnvel að semja atóm þar líka. Ef það gæti orðið til að hrinda góðum málum í framkvæmd.“ -þá Frá ráðstefnunni. Jóhann Pétur Sveinsson: Ferlimalin eru undirstaða þessa alls Meðal dagskrárliða á ráðstefn- unni var erindi Jóhanns Péturs Sveinssonar varðandi lög og reglugerðir um atvinnumál fatlaðra. Ekki var annað að heyra á máli hans en þarna væru miklir og flóknir laga- bálkar á ferð, alltént er víst að skýringar Jóhanns Péturs fóru inn um annað og út um hitt eyra undirritaðs. Það lá því beinast við að spyrja Jóhann Pétur, hvað hann gæti sagt varðandi lög og reglugerðir um atvinnumál fatlaðra og virkni þeirra. „Þetta er náttúrlega yfirgrips- mikil spurning. í fljótu bragði er löggjöfin sem slík kannski ekki þröskuldurinn í veginum fyrir framgangi þessara mála heldur frekar skortur á fjármagni til vinnumiðlunar fyrir fatlaða. Þó er það auðvitað töluvert misjafnt eftir því hvar á landinu er. Atvinnuleitin og sá hluti sem Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma: Þetta fólk á heima á almennum vinnuinarkaði Þó að mörg fyrirtæki hafi fatl- að fólk í vinnu, er það sem hef- ur verið að gerast hjá fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtæk- inu Þormóði ramma á Siglu- firði síðustu árin, sjálfsagt nokkuð sérstakt í þróun atvinnumála fatlaðra hér á landi. Þar hafa um 5 þroska- heftir einstaklingar unnið síð- ustu 2-3 árin og er ekki ólíklegt að þessi þróun í fyrirtækinu geti orðið frekari atvinnuþátt- töku fatlaðra hér á landi tals- vert til framdráttar í framtíð- inni. Róbert Guðfinnsson er fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma. Sótti hann ráðstefnuna á Sauðár- króki, skýrði frá gangi þessara mála í sínu fyrirtæki og tók þátt í starfi umræðuhópa. Þar náði Dagur tali af honum: „Við höfum verið með þroska- hefta í hlutastarfi í almennri fisk- vinnu í 2-3 ár, svona um 5 og allt upp í 7 einstaklinga. Það má segja að þetta hafi þróast hvað af öðru hjá okkur en nú erum við að Róbert Guðflnnsson. tala um að endurskipuleggja hlutina. Það er verið að spá í að koma upp svokölluðu „vernduðu vinnuhorni". Það byggist á því að fólkið vinni sjálfstætt innan fyrirtækis- ins, en undir sérstakri stjórn. Vinnuhornið verður svolítið sér en samt inni í vinnslurás fyrir- tækisins. Fólkið þarna verður samt í miklum tengslum við ann- að starfsfólk og ekki neitt ein- angrað. Þetta er það sem er á döfinni hjá okkur í dag og mein- ingin er að gera þetta í samráði og samstarfi við svæðisstjórn fatl- aðra.“ - Hver er reynsla ykkar af því að vera með þessa þroskaheftu einstaklinga í vinnu? „Reynslan hefur sýnt okkur að þetta fólk á alveg heima á vinnu- markaðinum, með sína takmörk- uðu getu. Og taka verði fullt tillit til þess og reyndar hvers einstakl- ings fyrir sig. Við teljum samt nauðsynlegt áður en lengra er haldið að skipuleggja þessa hluti. Því ef þessum tilteknu einstakl- ingum fjölgar mikið enn hjá okk- ur fer það að bitna nokkuð á almennri verkstjórn í fyrirtæk- inu.“ - Hafa fleiri fyrirtæki á Siglu- firði tekið fatlaða eða þroska- hefta einstaklinga í vinnu eða eruð þið frumkvöðlar á þessu sviði? „Já þau hafa gert það, og þeir sem áttu frumkvæðið í þessu var vélaverkstæði Jóns og Erlings. Þar hafa verið a.m.k. 2 fatlaðir einstaklingar í vinnu í nokkur ár. Þeir Jón og Erling gáfu öðrum gott fordæmi.“ - Hvernig hefur þetta svo gengið? „Alveg þokkalega. Reyndar hefur þetta mætt mest á forstöðu- manni þjónustumiðstöðvar fatl- aðra Guðrúnu Árnadóttur og síðan verkstjórunum í frystihús- inu. Samstarf Guðrúnar og verkstjóranna hefur verið mjög gott og án þess hefði þetta ekki tekist. Þetta fólk hefur sýnt mikið umburðarlyndi og á það þakkir skilið fyrir hvernig hlutirnir hafa gengið.“ - Hvernig er svo starfsgeta þeirra þroskaheftu miðað við aðra starfsmenn? „Það er ljóst að afköst þroska- heftra einstaklinga eru mjög misjöfn. Allt frá því að vera eins og hjá hverjum einum og niður í einn fjórða." - En áttu kannski von á því að þessi þróun hjá ykkur á Siglufirði skjóti frekari stoðum undir aukna atvinnuþátttöku fatlaðra? „Það er mjög erfitt um það að segja, vegna þess að það er eins með fatlaða og þá ófötluðu, því allt er þetta fólk heilbrigt bara misjafnlega. Þetta spinnst allt kringum framboð og eftirspurn á vinnuafli. Undanfarið hefur verið skortur á vinnuafli og því hefur þetta fólk komist hraðar inn en áður. En ég vona að þetta sé komið til að vera og menn fari að taka á málefnum þessa fólks og virki starfskrafta þess. Annars er þekking mín á málefnum fatlaðra mjög lítil. Það sem snýr að mínu fyrirtæki varðandi þessi mál, er þróun sem átt hefur sér stað og það er vonandi að okkur takist að stuðla að því að hún dafni á sem bestan hátt áfrarn," sagði Róbert Guðfinnsson að endingu. -þá beinist að því að aðstoða fatlaða við að fá atvinnu er í hvað bestu horfi hér á suðvesturhorninu. í Norðurlandi vestra er þetta því miður ekki nægjanlega gott laust.“ - I verkahring hvers eru ferli- málin? „Það er m.a. hlutverk svæðis- stjórna að fylgjast með aðgengi Jóhann Pétur Sveinsson. ennþá. Það sem skiptir líka miklu máli eru ferlimálin á þessum stöðum. Það er því miður allt of mikið um að t.d. við fyrirtæki og vinnustaði sé aðgengið þannig að ómögulegt er fyrir fatlaða að komast þar inn og út. Við getum bara tekið sem dæmi þegar verið var að leita að húsnæði fyrir þessa ráðstefnu. Hótel Mælifell var eina húsnæðið í bænum sem til greina kom, þar sem fatlaðir geta komist sæmilega inn í húsið, þó svo að salernisaðstaðan henti þeim ekki.“ - Nú hefur þú verið nokkuð á ferðinni hér síðustu misserin. Er ferlimálunum betur háttað í Reykjavík en hér á Sauðárkróki? „Já, ég held ég verði nú að segja það. Þó að þetta sé ekki of gott í Reykjavík víðast hvar, þá finnast þar staðir sem vel eru aðgengilegir. En það er varla að finnist slíkur staður fyrir norðan, sem ekki þarf að meira eða minna leyti breytinga við, svo maður komist þar um hjálpar- að vinnustöðum og fjalla um byggingu nýrra vinnustaða. Það er auðvitað hlutur sem ber að leggja töluvert mikla áherslu á. Þá eiga einnig ferlinefndir fatl- aðra víðs vegar um landið að fylgjast með þessum málum, en því miður eru þær misjafnlega virkar. Við höfum einnig lagt áherslu á að annað hvort hags- munasamtök fatlaðra, Sjálfs- björg, eða önnur samtök fatlaðra fái fulltrúa í bygginganefndir, eða það séu a.m.k. á einhvern hátt tengsl á milli svæðisstjórna og bygginganefnda. En auðvitað verður þetta aldrei gott fyrr en allur almenningur er farinn að gera sér grein fyrir hvernig hlut- irnir þurfa að vera. Því að þó svo að löggjöfin um þessi mál sé í svona sæmilegu lagi, er að vísu hægt að komast framhjá henni þó svo að ekkert allt of slæmur vilji fylgi máli. Því þrátt fyrir að andi laganna segi manni eitt þá er ekki svo erfitt að brjóta það ef menn hugsa ekki nákvæmlega í þeim anda. Þess vegna verða þessi mál meira útundan en annars. - Svo fjallaðir þú einnig í dag um sjálfstæðan atvinnurekstur fatlaðra. „Það sem ég talaði fyrst og fremst um þar, var möguleikinn í lögum um málefni fatlaðra að þeir geti fengið styrk til að koma á fót sjálfstæðri atvinnustarfsemi eða heimavinnu. Það eru í gildi ákvæði um að þeir sem uppfylli þau skilyrði geti sótt um styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Þessi mál hafa svæðisstjórnirnar með höndum og eiga þær að meta hvort grundvöllur er fyrir hverri fyrirætlan. Það er svolítið misjafnt hvernig þessum erindum hefur reitt af. Þó að svæðisstjórn hafi mælt með þeim hafa þær ekki endilega fengið þá af- greiðslu hjá þeim sem greiða fjár- magnið. Og stundum hafa fjár- veitingar til einstakra aðila verið skornar svo niður að þær hafa komið að takmörkuðum notum. Það er spurning um hvort þetta ákvæði í lögunum er nógu virkt." - Hefur verið talsvert um að fatlaðir hafi komið sjálfstæðri atvinnustarfsemi á fót? „Nei ég held að ekki sé hægt að segja að það séu nein veruleg brögð af því. En þó alltaf eitt- hvað.“ - Eitthvað að síðustu Jóhann Pétur? „Það var kominn tími til að taka á þessum málum hér í Norðurlandi vestra. Ég er ánægð- ur með þetta frumkvæði svæðis- stjórnarinnar og vonast til að þetta verði þess valdandi að rofi til í þessum málum. A.m.k. er öll umræða um þessi mál af hinu góða. Sérstaklega ef maður lítur á ferlimálin sem ég var að tala um áðan, sem eru undirstaðan fyrir þessu öllu saman. Þeim mun fleiri sem gera sér grein fyrir hversu mikilvæg þau eru, þeim mun betra.“ -þá Mikfl uppbygging áæthið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.