Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 14
C.A, 1 *' » . ' P * il i* 14 - DAGUR - 11. maí 198<\ _ í minninau: TStefáns Agústs Kristjánssonar Fæddur 14. maí 1897 - Dáinn 1. maí 1988 Knattspyrna: „Keppnin í sumar verður mjog jofn - segir Jóhannes Atlason þjálfari Þórs „Hve gott að sofna og sólar til að sjá, er vaknar líf af blund, og finna streyma styrk og yl frá stærri dýrð, við endurfund í móðurfaðm að falla hljótt, er fargi léttir dauðans nótt. “ Þannig orti Stefán Ágúst Krist- jánsson í orðastað ungs drengs sem misst hafði móður sína á sviplegan hátt. Nú er „fargi dauð- ans nætur“ létt af Stefáni Ágústi, löngu og farsælu lífsstarfi þessa framsýna og djarfa hugsjóna- manns er lokið. Tónlistarskólinn og Tónlistar- félagið á Akureyri eiga Stefáni Ágústi mikið að þakka, því hann var einn af frumkvöðlum að stofnun þeirra. Hann var formað- ur Tónlistarfélagsins frá stofnun þess árið 1943 og til ársins 1967, og á því tímabili gekkst félagið fyrir 90 tónleikum, bæði inn- lendra og erlendra tónlistar- manna. Stefán Ágúst hafði óbilandi trú á því göfuga hlutverki listarinnar að auðga og fegra mannlífið. Listin átti vísan virðingarsess í huga hans og sýndi hann með verkum sínum að slíkan sess ætti hún að skipa í samfélagi okkar. Hann var helsti hvatamaður Góðtemplarareglunnar að kaup- um og rekstri á Hótel Varðborg og Borgarbíói, sem hann veitti forstöðu um langt árabil. Hótelið varð annað heimili margra tón- listarmanna, þaðan var innan- gengt í bíóið og hægt að æfa sig á ýmsum tímum sólarhringsins. Þarna hafði Stefán Ágúst látið útbúa ágæta aðstöðu fyrir tón- leikahald. Petroff - konsertflyg- illinn góði og risavaxni stendur enn á sviðinu í Borgarbíói, prýð- is vitnisburður um framsýni Stef- áns Ágústs, en hann fékk því áorkað að Tónlistarfélagið og Góðtemplarareglan keyptu grip- inn, sem lengi vel var í tölu allra bestu tónleikaflygla landsins. Þannig mætti lengi telja, því Stefán stóð jafnan í fylkingar- brjósti, stórhuga og aðsópsmikill atorkumaður. Með hinstu kveðju frá Tónlist- arfélaginu og Tónlistarskólanum á Akureyri er borin fram sú ósk að kraftur og bjartsýni Stefáns megi ávallt fylgja þeim sem starfa í þágu tónlistarmála á Akureyri. Innilegar samúðarkveðjur til vina og vandamanna. F.h. Tónlistarskólans og Tónlistarfélagsins, Jón Hlöðver Áskelsson. í dag verður til moldar borinn Stefán Ágúst Kristjánsson, fyrr- um forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar, en hann lést á sjúkra- húsi í Reykjavík 1. þ.m. á 91. aldursári. Stefán Ágúst, eins og hann var jafnan nefndur, var Eyfirðingur að ætt og uppruna, fæddur 14. maí 1897 á stórbýlinu, Glæsibæ í Arnarneshreppi. Að honum stóðu merkar bændaættir við Eyjafjörð vestanverðan. Foreldr- ar hans voru hjónin, Guðrún Oddsdóttir frá Dagverðareyri og Kristján Jónsson, trésmiður og bóndi í Glæsibæ. Á æskuheimili sínu dvaldi Stefán Ágúst fram yfir tvítugsaldur og vann að búi foreldra sinna jafnframt því sem hann stundaði heimanám. Bar hann alla ævi mjög hlýjan hug til æskustöðva sinna. Leið Stefáns lá til bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, svo sem þá var títt um unga og efnilega bændasyni. En það átti ekki fyrir honum að liggja að verða bóndi og yrkja jörðina. Annað hlutskipti var honum ætlað. Að afloknu bú- fræðiprófi hélt hann til Akureyr- ar, og í hinum norðlenska höfuð- stað vann Stefán Ágúst sitt ævi- starf í hart nær hálfa öld, uns hann fluttist suður yfir heiðar árið 1970 og settist að í Reykja- vík. Á Akureyri var Stefán Ágúst einn af þeim, sem settu svip sinn á bæinn. Það gerði hann svo sannarlega. Um það getur undir- ritaður borið vitni eftir nær ára- tugs búsetu á Akureyri. Fyrstu árin á Akureyri fékkst Stefán við kennslu, verslunarstörf og skrif- stofustörf, en á árinu 1936 réðst hann til Sjúkrasamlags Akureyr- ar og veitti því forstöðu allt til ársins 1970 eða í 34 ár. Frá árinu 1946 var Stefán Ágúst jafnframt forstjóri Borgarbíós á Ákureyri, en á því ári keypti Góðtemplara- reglan á Akureyri fasteignir Hótel Norðurlands og kom þar á fót kvikmyndahúsi og hóteli. Var Stefán Ágúst einn aðal hvata- maður að þessum framkvæmdum Reglunnar á Akureyri. Hér að framan hef ég í stórum dráttum rakið meginstörf Stefáns Ágústs þau, sem veittu honum og fjölskyldu hans viðurværi, en þar með er ekki nema hálfsögð sagan, því að til viðbótar framangreind- um aðalstörfum komu félags- málastörf hans, sem unnin voru af brennandi áhuga án þess að spurt væri um daglaun að kveldi. Stefán Ágúst var 10 ára, þegar Ungmennafélag Akureyrar, fyrsta ungmennafélagið á land- inu, var stofnað, og á unglings- og mótunarárum hans fór alda ungmennafélagshreyfingarinnar um landið. Enginn vafi er á því, að Stefán Ágúst varð fyrir mikl- um áhrifum af þeirri hreyfingu og hugsjónir hennar hafa mótað mjög áhugamál hans og félags- málastörf. Stefán var að eðlisfari mjög listhneigður maður. Sér- staklega átti tónlistin hug hans allt til æviloka. Við komuna til Akureyrar gerðist hann einn af stofnendum karlakórsins Geysis, sem um árabil gerði garðinn frægan undir stjórn Ingimundar heitins Árnasonar. í Geysi starf- aði Stefán í tvo áratugi, og var um árabil í stjórn kórsins. Stefán var einn af frumkvöðlum þess, að Tónlistarfélag Akureyrar var stofnað árið 1943 og var stjórn- arformaður og framkvæmdastjóri þess allt frá stofnun til ársins 1967 eða í 24 ár samfleytt, en Tónlist- arfélagið endurvakti Lúðrasveit Akureyrar og hafði forgöngu um stofnun Tónlistarskóla Akureyr- ar og annaðist lengi rekstur hans ásamt öðrum. Tónlistarfélagið gekkst fyrir tónleikum á Akur- eyri með þátttöku bæði innlendra og erlendra tónlistarmanna. í þakklætisskyni fyrir hin rniklu störf á sviði tónlistarmála á Akureyri var Stefán Ágúst gerð- ur að heiðursfélaga Tónlistar- félags Akureyrar og sérstaklega heiðraður af bæjarstjórn Akur- eyrar. Stefán lék á píanó og samdi allmörg lög, og hafa sunt þeirra verið flutt opinberlega. Þá flutti hann fyrr á árum útvarpser- indi m.a. um tónlistarmenn og tónlistarmál. Stefán Ágúst var mjög virkur félagi í Oddfellowreglunni allt til hins síðasta. Hann var einn af stofnendum Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og um skeið formaður þess félags. í ýmsum öðrum félögum var liann góður liðsmaður og lét raunar alls staðar að sér kveða í þeim félögum og þeirri starfsemi, sem hann tók þátt í, en ekki síst mun nafn Stefáns Ágústs verða tengt samtökum bindindismanna á Akureyri, en Stefán var alla tíð einlægur og eldheitur bindindis- maður. í þeim málum sem öðrum var hann heill og óskiptur og dró ekki af sér. Slíkum manni sem Stefán Ágústi hlutu að verða fal- in ábyrgðarstörf og forysta á veg- um Reglunnar, enda varð það svo. Hér verður fátt eitt af þeim talið, en þess ntá geta, að Stefán Ágúst var um árabil í fram- kvæmdanefnd IOGT og umboðs- maður Hátemplars. Fyrir sín miklu og margþættu störf að menningar- og félagsmál- um var Stefán Ágúst sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu á árinu 1972. Stefán Ágúst var kvæntur Sig- ríði Friðriksdóttur bónda á Arnarnesi við Eyjafjörð Guð- mundssonar. Sigríður var glæsi- leg kona, rösk og með afbrigðum myndarleg húsmóðir, sem bjó fjölskyldu sinni fagurt og gott heimili. Þau Stefán áttu tvö mannvænleg börn: Annellu, sem gift er Magnúsi Ólafssyni, lækni og Friðrik, viðskiptafræðing og forstjóra Stangveiðifélags Reykjavíkur og giftur er Ólavíu Sveinsdóttur. Sigríður lést árið 1970 og varð fráfall hennar Stefáni mikið áfall. Svo sem fyrr segir, fluttu þau Stefán Ágúst og Sigríður til Reykjavíkur árið 1970. Voru það að sjálfsögðu mikil umskipti fyrir þau bæði. En Stefán Ágúst var ekki þeirrar gerðar, þótt kominn væri á áttræðisaldur, að leggja árar í bát og leggjast í kör. Hann hélt sér andlega og líkamlega vel allt fram á síðastliðið ár er hann fór að kenna veikinda, og á níræðisafmæli sínu í fyrravor hélt hann mikla afmælisveislu og flutti þar þrumandi ræðu, sem við- stöddum verður eftirminnileg. Stefán Ágúst naut vel sinna efri ára. Þá gafst honum tóm til að sinna hugðarefnum sínum, yrkja ljóð, semja lög, leika á hljóðfæri og stunda útivist. Á áttræðis- afmæli sínu, 1977, gaf hann út ljóðabók „Hörpukliður blárra fjalla“, en mörg ljóðin í þeirri bók hafði hann ort, eftir að hann kom til Reykjavíkur, en aðra ljóðabók hafði hann gefið út árið 1963.1 ljóðum hans kemurglöggt fram ættjarðarást hans og hugur hans til æskustöðvanna í Eyja- firði og hversu mikill náttúruunn- andi hann var. Stefán Ágúst var alla ævi trúr æskuhugsjónum sínum. Hann var maður hollra lífshátta, eld- hugi, alltaf bjartsýnn og jákvæð- ur til hins síðasta og honunt fylgdi jafnan hressandi blær. Að leiðarlokum minnist ég vin- ar míns, Stefáns Ágústs og vináttu hans í þrjá áratugi. Hann verður mér ávallt minnisstæður persónuleiki. Við hjónin flytjum börnunt Stefáns og öðru vensla- fólki hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús E. Guðjónsson. „Mér líst ágætlega á keppnis- tímabilið sem nú fer í hönd. Ég er með nánast sama mannskap og í fyrra. En maður stendur betur að vígi í dag, því maður veit meira um mannskapinn,“ sagði Jóhannes Atlason þjálf- ari Þórs í knattspyrnu, aðspurður um keppnistímabil- ið sem nú er að hefjast. Jóhannes er að hefja sitt þriðja keppnistímabil með Þórsliðið en hann þjálfaði liðið í fyrra og eins árið 1985. Jóhannes hefur náð mjög góð- um árangri með liðið og betri árangri en nokkur annar þjálf- ari. Þó hefur liðinu ekki tekist að vinna neinn stóran titil og einnig hefur vantað herslu- muninn á að vinna sæti í Evrópukeppninni. - Hvaða markmið hafið þið Þórsarar sett ykkur í ár? „Ég held að það sé út í hött að vera með eitthvert markmið ann- að en það að vinna hvern leik fyr- ir sig. Ég held að það sé lang skynsamlegast að taka þetta stig af stigi.“ - Er ekki kominn tími til þess að Þórsarar kræki sér í verðlaun? „Jú og til þess eru menn í þessu. En menn hafa oft verið með yfirlýsingar sem ekki er hægt að standa undir og það gerir bara illt verra. En vonandi er það mik- ill metnaður í Þórsurum að þeir sætti sig ekki við að verða kallað- ir börn og verði aldrei annað en börn.“ - Hvernig hefur undirbún- ingnum verið háttað? „Það hafa verið fastir liðir eins og venjulega. Ég held að við höf- um náð svipuðum fjölda æfinga- leikja og undanfarin ár og þá - Hvöt vann Þórsarar hefndu fyrir tapið gegn KS á Akureyri fyrir skömmu er þeir sóttu liðið heim til Siglufjarðar á föstu- daginn. Þórsarar sigruðu 2:0 með mörkum þeirra Siguróla Kristjánssonar og Hlyns Birg- issonar. Hrafn Valgardsson skoraði fyrir Hvöt gegn Þór og Korniáki. hefur ferðin til Hollands verið til góðs. Það er alveg gífurlegur aðstöðumunur á milli liðanna fyr- ir norðan og sunnan en engu að síður eru gerðar sömu kröfur til liðanna. Þegar við erum að leika okkar fyrstu æfingaleiki á vorin, hafa sunnanliðin leikið þetta 5 til 10 leiki. Þannig að þau fá mun lengri tíma en við til þess að stilla sína strengi.“ - Hvaða lið heidur þú að verði í toppbaráttunni í sumar? „Ég held að keppnin í sumar verði mjög jöfn og liðin eigi eftir að taka stig hvert af öðru. Kefl- víkingar hafa bætt við sig og KR- ingar líka og Skaginn er alltaf Skaginn. Nú Víkingar virðast vera að koma upp með nokkuð frískt lið og það verður heldur enginn dans á rósum að sækja Leiftursmenn heim í Ólafsfjörð. Þannig að ég held að það eigi eft- ir að ganga á ýmsu í mótinu." „Það á eftir að ganga á ýmsu í sumar,“ segir Jóhannes þjálfari Þórs. Kormák 5:0 Á laugardaginn léku Þórsarar síðan gegn Tindastóli og Hvöt á Akureyri og unnu báða leikina. Þórsarar unnu Tindastól 3:1 og skoruðu þeir Valdimar Pálsson, Einar Arason og Hlynur Birgis- son mörkin. Eyjólfur Sverrisson minnkaði muninn fyrir Tindastól með marki beint úr hornspyrnu. Þór vann Hvöt 2:1 og skoruðu þeir Sveinn Pálsson og Siguróli Kristjánsson mörk Þórs en Hrafn Valgarðsson skoraði mark Hvatar. Á sunnudaginn léku Magni og B-lið Þórs og lauk leiknum með sigri Magna, 3:2. Fyrsta mark Magna var sjálfsmark Þórsara en þeir Sverrir Heimisson og Þor- steinn Jónsson bættu við tveimur mörkum. Mörk Þórs skoruðu þeir Valdimar Pálsson og Sveinn Pálsson. Hvöt lék síðan gegn Kormáki á Blönduósi á sunnudaginn og vann öruggan 5:0 sigur. Axel Rúnar Guðmundsson og Ásgeir Valgarðsson skoruðu tvö mörk hvor en fimmta markið skoraði Hrafn Valgarðsson. Knattspyrna: Þór hefndi fyrir tapið gegn KS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.