Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 3
11. maí 1988 - DAGUR - 3 „Fundurinn beinir því til stjórnvalda að þegar verði hafnar aðgerðir til þess að snúa þessari öfugþróun við. Margháttaðra aðgerða er þörf á sviði fram- leiðslu, þjónustu og stjórnsýslu. Brýnasta aðgerðin er efling grundvallar atvinnuveganna, sem eru kjarninn í atvinnulífi lands- byggðarinnar og í efnahagslífi landsins alls. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja rekstursgrundvöll þessara atvinnugreina. Jafnframt verði hafist handa um víðtækar langtímaaðgerðir til eflingar byggðar í öllum landshlutum með sterkum byggðakjörnum, sem stuðlað geti að byggðafestu, m.a. með víðtækri þjónustu á sviði stjórnsýslu og efnahags- og menningarmála. Fundurinn leggur jafnframt áherslu á að íbúar dreifbýlisins sjálfir sýni öflugt framtak og sam- stöðu í viðhaldi og eflingu byggð- ar og geri sér og þjóðinni allri sem ljósasta grein fyrir miklum og margvíslegum kostum þess að búa í dreifbýli.“ Ályktun á aðalfundi KEA: Skorað á stjómvöld að efla grundvallar atvinnuvegina -Núverandi byggðaþróun hefur félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð í för með sér „Fundurinn varar mjög ein- dregið við þeirri byggðaþróun, sem átt hefur sér stað á síðustu árum með sívaxandi hlutfalls- legri fjölgun fólks á suðvestur- horni landsins og samsvarandi fækkun í öðrum landshlutum. Slík þróun hefur óhjákvæmi- lega í för með sér margháttað- an félagslegan og efnahagsleg- an ójöfnuð, sem ekki verður unað við. Eignir falla í verði í dreifbýlinu en hækka að sama skapi í ofþenslu á höfuð- borgarsvæðinu, sem með öðru stuðlar að misvægi í efnahags- kerfinu öllu,“ segir í upphafi ályktunar sem samþykkt var á aðalfundi KEA. Gjaldtaka búfjárhalds og jarðaleiga Umhverfisnefnd Akureyrar- bæjar hefur lagt fram tillögu um gjaldtöku vegna búfjár- halds og jarðaleigu fyrir yfir- standandi ár. Fundaherferð fulltrúa Fjórðungssambands Norðlendinga: Leikfélag Akureyrar: Böðvar semur jólaleikrit Á aðalfundi Leikfélags Akur- eyrar var næsta jólaverkefni félagsins gert opinbert. Þar er um að ræða leikgerð Böðvars Guðmundssonar eftir tveimur sögum Tryggva Emilssonar, „Fátækt fólk“ og „Baráttan um brauðið", en leikfélagið réði Böðvar til þessa verks á síðasta leikári. Böðvar skilaði fyrsta handriti leikgerðarinnar af sér í byrjun þessa mánaðar en verkalýðsfé- lögin Eining og Dagsbrún hafa stutt þetta verkefni fjárhagslega og er það eflaust nýmæli að atvinnuleikhús skuli leita eftir samvinnu við verkalýðsfélög. Leikgerð Böðvars verður frumsýnd í desember og verður spennandi að sjá útkomuna. Leikfélag Akureyrar hefur góða reynslu af starfi Böðvars Guð- mundssonar og er skemmst að minnast einþáttunga hans sem Práinn Karlsson flutti undir yfir- skriftinni „Er það einleikið-' í upphafi þessa leikárs. SS Iðnþróunarfélagið: Leiðrétting í blaðinu í gær sagði í frétt á bak- síðu að aðalfundur Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar hf., sem hald- inn er í dag, yrði á Hótel KEA. Hið rétta er að fundurinn verður haldinn í veitingahúsnæði Svart- fugls sf. að Skipagötu 14. Hlutað- eigendur eru beðnir velvirðingar. Rækjuskipið Hersir frá Hafnarfirði tók niðri snemma í gærmorgun þegar það var að leggjast að Torfunefsbryggju. Að sögn hafnarvarða sigldi báturinn heldur norðarlega að bryggjunni og settist fastur á sandbotni. Dráttarbátur- inn Mjölnir ýtti Hersi af strandstað. Báturinn er óskemmdur. Mynd: áþ Skiptar skoðanir um framtíðar- skipulag sambandsins - áhugi á Norðvesturlandi fyrir stofnun kjördæmasambanda Leyfisgjald fyrir hest hefur hækkað um 25% frá síðasta ári eða í 250 kr. Gjald fyrir kind hef- ur sömuleiðis hækkað um 25% eða í 25 kr. Handsömunargjald fyrir hest verður í ár kr. 600 sem er 20% hækkun frá því í fyrra en handsömunargjald fyrir kind er í ár kr. 250, hefur hækkað um 25% frá þvf í fyrra. Leiga fyrir ræktað land verður í ár kr. 1600 á hektara, hækkar um 28%. Fyrir óræktað land þarf að greiða 450 kr. pr. ha. Leiga fyrir óræktað land hefur hækkað um 28,6% milli ára. Lágmarks- gjald fyrir hektara lands verður 625 kr. Bætur fyrir landupptöku verða f ár 6,50 kr. fyrir fermetra. Hækk- un frá síðasta ári er samkvæmt hækkun jarðræktarvísitölu, 23,6%. JÓH I lok apríl tók útgeröarfyrir- tækið Höfði hf. á Húsavík nýtt skrifstofuhúsnæði í notkun. Fyrir nokkrum vikum flutti netagerð fyrirtækisins í neðri hæð nýbyggingar sem stendur á uppfyllingu sunnan við Suðurgarðinn en skrifstofurnar eru á efri hæð hússins. Vígsluhátíð var haldin þegar húsnæðið var tekið í notkun, starfsfólki Höfða og þeim sem unnu við byggingu hússins var boðið ásamt fleirum. Skrifstofu- húsnæðið er hið vistlegasta og sérlega skemmtilegt útsýni úr skrifstofugluggunum yfir Húsa- víkurhöfn. Aðalverktaki við byggingu hússins var Húsiðn hf. og hófust Formaður stjórnar Fjórðungs- sambands Norðlendinga, fram- kvæmdastjóri sambandsins og starfsmaður hafa fyrir stuttu lokið fundaferð um Norður- land þar sem m.a. var rætt um skipulag og framtíð sambands- ins á fundum með sveitar- stjórnarmönnum. Boðað var til fundar á 6 stöðum á framkvæmdir í fyrravor. Húsið er reist úr steyptum einingum. Framkvæmdastjóri Höfða hf. Norðurlandi og mættu til fund- ar 99 fulltrúar frá 54 af 64 sveitarfélögum sem boðuð voru til fundar. „Ég held að flestum þyki gott að svona fundaferð sé farin. Stjórn sambandsins gefst færi á að kynna hvað verið er að gera á vettvangi sambandsins og líka heyra hljóðið í sveitarstjórnar- I er Kristján Ásgeirsson en auk hans vinna þrír starfsmenn í nýja I skrifstofuhúsnæðinu. IM mönnum,“ segir Valtýr Sigur- bjarnarson formaður stjórnar Fjórðungssambands Norðlend- inga. Á fundunum komu fram skipt- ar skoðanir um hvort reka eigi Fjórðungssamband Norðlend- inga í heild eða hvort eigi að skipta því upp í tvö kjördæma- sambönd. Fjórðungssambandið hefur sætt nokkurri gagnrýni frá aðilum á Norðvesturlandi sem telja hagsmunum sínum betur borgið í kjördæmissambandi fyrir Norðvesturland. „Jú, vissulega komu fram ákveðnar skoðanir sumra sveitarstjórnarmanna á vestanverðu Norðurlandi í þessa veru. Ég tel alveg víst að þessi mál verði rædd á fjórðungsþingi í haust og tel einnig skynsamlegt að skipuð verði nefnd á slíku þingi sem hafi það hlutverk að skoða þessi mál ofan í kjölinn,“ segir Valtýr. Valtýr benti á að nauðsynlegt sé að menn velti hlutunum vel fyrir sér áður en þeir segja sig úr samstarfi sem Fjórðungssambandi Norðlendinga. „Slíkt getur ekki verið sveitarfélögum almennt til góða. Meginniðurstaða þessara funda er sú að rétt væri að athuga málin og kanna hvort og hvernig best væri að breyta samstarfi sveitarfélaga hér á Norðurlandi en ekki að segja sig úr þeint sam- tökum sem nú cru fyrr en að slíkri athugun lokinni. Mér finnst skynsamlegast og líklegast ef menn ætla út í aðgerðir að þeir búi sér til 2-3 ára áætlun. Svona breytingar eru ekki gerðar í neinum flýti,“ segir Valtýr Sigurbjarnarson. JOH Unglingavinnan: Ingibjörg Jóhannesdóttir - ráðin verkstjóri Á fundi Umhverfismálanefndar Akureyrar 3. maí var gengið frá ráðningu verkstjóra og Ijórtán flokksstjóra unglinga- vinnunnar. Ingibjörg Jóhannes- dóttir var ráðin verkstjóri í sumar, en sex umsóknir bárust um starfið. Átján umsóknir bárust um störf flokksstjóra, en þeir fjórtán sem voru ráðnir heita: Ármann S. Gylfason, Arnar Þorsteinsson, Ágústa Björnsdóttir, Ólöf Inga Andrésdóttir, Kristín Lind Birg- isdóttir, Sveinn Jónsson, Björg Eiríksdóttir, Sóley Einarsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Sólveig Hrafnsdóttir, Þráinn Karlsson, Hilma Sveinsdóttir, Sigurður Magnason og Helgi Þórsson. Unglingavinnan hefst mánu- daginn 6. júní, en formlegur umsóknarfrestur um störf í ungl- ingavinnu rennur út föstudaginn 13. maí. EHB Kristján situr, en starfsfólk skrifstofunnar stcndur bak við hann. Húsavík" Höfði hf. flytur í nýtt húsnæði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.