Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 11. maí 1988 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL PÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að þjóðinni forspurðri Það fór svo sem marga grunaði að bjórfrumvarpið svo- nefnda var samþykkt sem lög frá Alþingi í fyrrinótt. Áður höfðu verið gerðar a.m.k. fjórar tilraunir á rúmlega 50 árum til að koma bjórnum í gegnum þingið, án árangurs. Allt frá því fyrsta eiginlega bjórfrumvarpið leit dagsins ljós árið 1932, hefur verið hart deilt um þetta mál og ef- laust er leitun að lagafrumvarpi sem hefur hlotið jafn- mikla og langvarandi umræðu og þetta. Það er í sjálfu sér ofur eðlilegt - svo mikið er í húfi. Nú sem fyrr sögðu flutningsmenn tilganginn með frumvarpinu um að leyfa sölu og bruggun áfengs öls hér á landi fjórþættan: í fyrsta lagi að draga úr neyslu sterkra drykkja, í öðru lagi að breyta drykkjusiðum þjóðarinnar til batnaðar, í þriðja lagi að afla ríkissjóði tekna og efla inn- lendan öl- og gosdrykkjaiðnað, og síðast en ekki síst að „skapa samræmi í áfengislöggjöfinni", með því að gefa öllum landsmönnum kost á því að sitja við sama borð hvað varðar bjórneyslu. Andstæðingar bjórsins hafa frá upphafi haldið því fram að rökin sem mæla gegn frumvarpinu séu margfalt sterk- ari en rökin með. Þeir hafa bent á að rannsóknir Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar svo og reynsla annarra þjóða, sýni svo ekki verður um villst, að bjórneysla hefur aukist verulega í öllum heimshlutum hin síðari ár, og kemur alls staðar sem viðbót við aðra áfengisneyslu. Fyrsta rök- semd flutningsmanna frumvarpsins hljóti því að teljast haldlaus. Hvort bjórinn kemur til með að breyta drykkju- siðum þjóðarinnar til batnaðar, skal ósagt látið. Reynslan mun leiða það í ljós. En hafa skal í huga, að ef sú verður ekki raunin, er of seint að byrgja brunninn. Hvað þriðju röksemdina varðar, mun sala og bruggun áfengs öls hér á landi vafalaust verða til þess að efla innlendan öl- og gosdrykkjaiðnað. Hins vegar verður að telja fráleitt að bjórsala komi til með að afla ríkissjóði aukinna tekna; þ.e.a.s. ef heildarneysla áfengis kemur til með að standa í stað eða minnka, sem hlýtur að vera höfuðmarkmið þeirra þingmanna sem samþykktu frumvarpið. Þá er rétt að vekja athygli á því að enn hefur enginn treyst sér til þess að reikna út þann kostnað sem ríkið ber vegna áfengisneyslu landsmanna. Sá kostnaður gerir líklega meira en að éta upp tekjur ríkisins af áfengissölunni, þeg- ar allt er talið. Hvað varðar fjórðu og síðustu röksemdina með bjórnum, hefði allt eins mátt „skapa fullkomið sam- ræmi“ í áfengislöggjöfinni með því að banna með öllu innflutning og sölu áfengs öls hér á landi og láta alla landsmenn sitja við sama borð með þeim hætti. En bjórfrumvarpið hefur verið samþykkt sem lög frá Alþingi og því verður ekki breytt. Frá og með 1. mars á næsta ári verður áfengt öl því selt í útsölum ÁTVR og vín- veitingahúsum um land allt. Eftir stendur að þjóðin fékk ekki að segja álit sitt á þessu viðkvæma máli í þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem þó var tvímælalaust eina rétta aðferðin við afgreiðslu þessa máls. Áfengisneysla er nefnilega aldrei einkamál hvers og eins þegar öllu er á botninn hvolft. Hún snertir hvern einasta landsmann með einum eða öðrum hætti, fjölskyldur pg heimili, heil- brigðisþjónustuna, löggæsiuna, dómskerá$ ffg svo maetti lengi telja. Þar sem sá moguleiki er vissulega fyrir héhdi meirihlúta Álþingis að sú leið var ekki farin. BB. F Ægir situr Hcklu, góðhryssu Ragnars Inga Tómassonar. Árangur næst ekki í hrossarækt á meðan ótamdar hryssur em notaðar - segir Ægir Sigurgeirsson, formaður Hrossaræktarsambands A.-Hún. í viðtali dagsins Ægir Sigurgcirsson, bóndi í Stekkjardal, hefur um áraraðir stundað tamningar með bú- skapnum og er mikiil fjöldi hesta búinn að fara í gegnum hendur hans í gegnum árin. Hann er einnig hrossaræktar- maður og á síðasta aðalfundi Hrossaræktarsambands Aust- ur-HúnavatnssýsIu var Ægir kjörinn formaður þeirra sam- taka. Hann hefur sýnt fjölda góðhrossa á mótum, sérstak- lega hér heima fyrir en annir búskaparins hafa, að nokkru, hamlað því að hann hefði þau tækifæri sem hann vildi, til að stunda hestamót í fjariægum héruðum. Dagur heimsótti Ægi til að fá fréttir af hesta- mennskunni. - Hvað er langt síðan þú fórst að stunda tamningar? „Ég byrjaði á þessu eftir að ég var á Hvanneyri veturinn 1976- 1977. Hafði þó verið mikið á hestbaki frá því að ég var smá- polli. Ég tem mest yfir vetrar- mánuðina og fram að sauðburði á vorin. Þó er ég oft lengur fram eftir vorinu með trippi sem eiga að fara á sýningar." - Finnst þér hrossin ekki hafa breyst til hins betra á þessum árum? „Notkun kynbótahesta er farin að skila sér í ræktuninni og svo eru menn farnir að koma með hrossin yngri í tamninguna en áður var, og algengara að þau komi bandvön. Þá eru þau auð- veldari, en það þarf að fara var- lega með trippi á fjórða vetri. Hrekkjahrossunum hefur fækkað og svo lærist kannski með reynsl- unni að komast hjá hrekkjun- um. - Veistu tölu þeirra hesta sem þú hefur tamið? „Það hef ég ekki hugmynd um, en ég hef oft verið með svona 25 trippi á ári. Nú á síðustu árum hef ég reynt að halda skrá yfir þau hross sem ég hef tamið. Þar kemur fram umsögn um þau í lok tamningar og eitthvað um ætt þeirra." Kynbótahesturinn Urauinur of lítið notaður - Þú hefur yerið talsvért með sýningarhross, meðal annars stóðhestinn Draum 926. „Draumur var sýndur með öðrum afkvæmum Hrafns frá Holtsmúla, á Vindheimamelum 1978, þá fjögurra vetra. Hann fékk þá einkunnina 7,74 sem ein- staklingur. Ég tók við honum eftir að Hrossaræktarsamband A.-Hún. keypti hann. Ég sýndi hestinn í Húnaveri 1980 og þá hækkaði hann í einkunn í 7,88. Búnaðarfélag íslands gefur út töflu yfir einkunnir sýndra stóð- hesta og þar var Draumur alltaf með þá einkunn sem hann hlaut á Vindheimamelum. Ég veit ekki hvernig á því stóð að hærri ein- kunnin hans kom aldrei fram. Ég hef tamið yfir 20 trippi und- an Draumi, að sjálfsögðu undan misjöfnum mæðrum. Þrátt fyrir það hafa þau komið þokkalega út. Ég held að það hefði átt að nota hestinn mun meira en gert var, áður en hann var seldur úr landi." Það er mikið til af góðum hryssum í héraðinu - Ert þú ekki sjálfur á kafi í hrossaræktinni? „Ég á orðið átta ættbókarfærð- ar hryssur. Tvær þeirra eru ótamdar og komust í ættbók út á afkvæmi og þrjár af hryssunum eru dætur Draums 926. Ég hef reynt að nota bestu stóðhestana sem hafa verið hér á boðstólum hverju sinni. Það eru flestar mínar merar að verða tamdar, það þýðir ekki að taka inn í ræktun hross sem ekki er vitað hvað býr í. Það er ekki regla að góður hestur og góð hryssa skili góðum afkvæmum. Yfirleitt hafa hross einhverja galla og það þarf að forðast að sami galli leynist í báðum foreldr- um hrossa sem nota á í ræktun- inni. Á komandi sumri reikna ég með því að sýna eina hryssu sem ég á með afkvæmum og þrjár til fjórar hryssur sem einstaklinga fyrir aðra.“ - Þú varst fyrir skömmu kjör- inn formaður Hrossaræktarsam- bands A.-Hún. Eru uppi ein- hverjar stórar hugmyndir í sam- bandi við það starf? „Þetta er svo nýkomið til að lítið hefur enn fæðst af nýjum hugmyndum. Það fyrsta verður auðvitað undirbúningur hinnar árlegu héraðssýningar á kynbóta- hrossum, sem haldin verður í júní. Ég hef vissan áhuga á að koma á fót haustsýningum fyrir kynbótahross. Margt af þeim unghryssum sem fara fyrir sýn- ingardóm á vorin eru það skammt komnar í tamningu að þær komast ekki í ættbók, þó að þær komist auðveldlega þar inn eftir áframhaldandi tamningu yfir sumarið. Eins er talsvert af hryss- um sem hafa einhvern tfma verið tamdar en ekki hlotið dóm fyrir hæfileika. Þær mætti slípa upp yfir sumarið, þegar þær eru geld- ar og fá þær dæmdar að hausti. Það þarf að temja mun meira af hryssum en gert hefur verið á undanförnum árum. Menn ná ekki árangri með því að leiða undir kynbótahestana ótamdar hryssur sem ekki er vit- að hvað býr í. Það er mikið til af góðum hryssum í héraðinu, sem þarf að temja og taka þær lakari út úr ræktuninni. Héraðssýningarnar sem liafa verið fastur liður í starfi hrossa- ræktarsambandsins, frá árinu 1980, hafa orðið mönnum hvatn- ing til að temja hryssurnar. Ég hef áhuga á því að hrossa- ræktarsambandið gefi út frétta- bréf, með greinargóðri lýsingu á kynbótahestum sem verða á boð- stólum hverju sinni, í hvaða hólf- um þeir verða og á hvaða tíma.“ - Hvaða kynbótahesta á hrossaræktarsambandið í dag? „Við keyptum kynbótahestinn Höð 954, að hálfu, á síðasta ári og þar að auki eigum við hlut í fjórum öðrum kynbótahestum. Við erum nú að leita eftir stórætt- uðu og efnilegu hestfolaldi, eða unghesti, sem mundi hafa veru- legt kynbótagildi. Það hefur sína kosti að eiga fleiri kynbótahesta, og þá með öðrum, það eykur fjölbreytnina. Það sem háir hrossarækjtinni í dag er fjármagnsskortur. Afkom- an hefur byggst á ræktunarfram- lögum frá ríkinu, sem mér skilst að Jón Baldvin sé nú að reyta af okkur,“ sagði Ægir að lokum. fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.