Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 7
11. maí 1988 - DAGUR - 7 tónlist Frá tónleikunum á sunnudag. Tónlistarskólinn á Akureyri: Vortónleikar á uppstigningardag Aðrir og þriðju vortónleikar verða haldnir á uppstigningar- dag, fimmtudaginn 12. maí. Þeir fyrri verða í Akureyrarkirkju kl. 17, en á þeim leika þrjár strengjahljómsveitir skipaðar eldri og yngri nemendum fjöl- breytta efnisskrá undir stjórn Mögnu Guðmundsdóttur, Mich- ael J. Clarke og Nigel W. Lilli- crap. Stærsta verkefni strengja- sveitar eldri nemenda á þeim tón- leikum er Brandenborgarkonsert nr. 5 eftir J. S. Bach. Einleikarar í því verki verða þær: Ásta Ósk- arsdóttir á fiðlu, Margrét Stef- ánsdóttir á flautu og Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó. Alls koma 80 nemendur fram á tón- leikunum. Um kvöldið flytja söngnem- endur innlend og erlend ein- söngslög og dúetta í sal Tónlistar- skólans og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Píanóleik annast Guðrún A. Kristinsdóttir. Þórarinn Stefánsson skrifar: Qperutónleikar í Iþróttaskemmunni Kammerhljómsveit Akureyrar og Tónlistarfélagið luku starfsári sínu að þessu sinni með sameig- inlegum óperutónleikum sem fram fóru í íþróttaskemmunni sl. sunnudag. Á tónleikunum voru fluttar óperuaríur úr nokkrum þekktum óperum, s.s. Carmen, La Traviata og Rigoletto. Auk þess voru tluttir forleikir eftir Verdi og Suppe að ógleymdum Sverðdansi Khachaturians. Flytj- endur voru, auk kammersveitar- innar, Elín Sigurvinsdóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, mezzósópran, Páll Jóhannesson, tenór og Michael J. Clarke, barítón. Konsertmeistari var Joseph Williams og stjórnandi Roar Kvam. Hljómsveitin opnaði tónleik- ana með forleik að óperettunni Létta riddaraliðið eftir Franz von Suppe sem sennilega er hans þekktasta verk. Þarna mæðir svo- lítið á blásurum og skiluðu þeir hlutverki sínu ágætlega eins og reyndar hljómsveitin öll, þar sent Roar Kvam hafði fulla stjórn á öllu. Pað má kannski segja að strax í upphafi tónleikanna hafi komið fram sú hlið stjórnanda sem hvað mest einkenndi Roar á þes$um tónleikum, þ.e.a.s. rith- misk stjórnun þar sem reynt var að passa að allir væru samtaka og í takt, og veitti stundum svo sannarlega ekki af. Pað fór minna fyrir fínlegum blæbrigð- um í leik sveitarinnar og þess saknaði ég svolítið. Þó vil ég nefna Sverðdansinn sem mér fannst takast einstaklega vel, þó að sumir hljómsveitarmeðlima hefðu átt í svolitlum erfiðleikum með að fylgja slaginu. Einsöngvararnir stóðu sig yfir- leitt vel og söng Elín sérlega smekklega og af miklu öryggi. Þuríður náði þó ekki alveg nógu góðum tökum á hlutverki sínu sem Carmen, enda held ég að Elín Sigurvinsdóttir, einsöngvari. Myndir: TLV það þurfi alveg sérstaka skapgerð til að koma þessu hlutverki vel til skila. Af einhverjum ástæðum virkaði túlkun hennar ekki sann- færandi. Páll átti stundum í nokkrum erfiðleikum með að fylgja hljómsveitinni en með styrkri stjórn Roars komst hann yfirleitt klakklaust í gegn. Michael átti þokkalegan dag en hann hefur minni raddstyrk en hinir söngvararnir. Þetta háði honum sérstaklega í kvartettin- um úr Rigoletto eftir Verdi. Þar kom greinilega í ljós að þau eru ekki vön samsöng og var jafnvægi á milli radda og stundum hljóm- sveitar ekki gott, hvort sem um er að kenna hljómburði hússins eða einhverju öðru. Þessir tónleikar voru haidnir í samvinnu Kammersveitar Akur- eyrar og Tónlistarfélagsins og eins og kom fram í efnisskrá: „Fer einkar vel á því að þessir aðilar vinni saman.“ Þess væri óskandi að sú samvinna héldi áfram. ÞStef. Kórinn, sem heimsækir Akureyri 12. og 13. maí. Akureyri: Norskur æskulýðskór heldur tónleika Norskur æskulýðskór skipaður 36 börnum, unglingum og undir- leikurum heimsækir Akureyri 12. og 13. maí. Fyrra kvöldið verða tónleikar kl. 20.30 í sal Hjálpræðishersins að Hvannavöllum 10 og síðara kvöldið söng- og hljómleikasam- koma kl. 20.30 á sama stað. Á dagskrá eru: Einsöngur, tvísöngur, kvartett, barnakór og unglingakór. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Hjálpræðisherinn. Drögum úr hraða <£> -ökum af skynsemi! n. 11 Breyttur skilafrestur Auglýsendur takið eftir! Frá og með 1. maí þurfa allar smáauglýsingar, 2ja dálka auglýsingar og tilkynningar að berast auglýsingadeild fyrir kl. 11.00 daginn fyrir útgáfudag, en ekki kl. 12.00 eins og verið hefur. Einnig skal vakin athygli á að skila stórum auglýsingum, þ.e. 3ja dálka eða stærri fyrir kl. 16.00, tveimur dögum fyrir útgáfudag. Augrlýsincradeild. DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.