Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 11
11. maí 1988 - DAGUR - 11 hér & þar Þannig verdur þú aðalnúmerið Hefur þig einhvern tíma dreymt um að vera aðalnúmerið í partý- um? Ef svo er skaltu lesa þessar ráðleggingar sem komnar eru frá Letitiu Baldridge, sérfræðingi í slíkum málum. Eftir þennan lest- ur þarftu ekki lengur að sitja úti í horni með hendur í skauti, það verður tekið eftir þér. Taktu ávallt frumkvæðið. Vertu fyrstur til að rétta út hönd- ina og óska mönnum til ham- ingju. Þegar þú ert kynntur fyrir einhverjum skaltu rétta út hönd- ina, brosa og segja: „Það gleður mig að kynnast yður.“ Ef þú ert einn á ferð í samkvæmi skaltu kynna þig, brosa oj> segja eitt- hvað á þessa leið: „Eg er nýkom- inn. Viltu vera svo væn(n) að rabba dálítið við mig.“ Þú verður að leggja hart að þér við að þróa traust handaband, það skiptir miklu máli í mannleg- um samskiptum hvernig þú heils- ar. Spurðu vini þína og ættingja hvernig þeim finnst handaband þitt. Tek ég slepjulega í höndina á fólki? Kreisti ég of fast? Þetta verður þú að hafa á hreinu. Einnig er mikilvægt að hefja samræður við þá sem þú hittir. Byrjaðu á því að tala um starf viðkomandi manns: „Ég hef heyrt mikið talað um veitinga- staðinn þinn.“ Eða: „Jón í Búð- arkoti sagði mér að þú værir besti endurskoðandinn í fyrirtækinu.“ Hrósaðu fötum viðkomandi og komdu líka inn á áhugamálin: „Mér skilst að þú sér hamhleypa til verka í garðinum." Forðastu áfengi og eiturlyf. Aðalnúmerið í partýum getur ekki verið útúrstónd eða pissfull- ur. Forðastu neikvæð umræðu- efni. Rausir þú um eymd og svartnætti verður þú fljótlega einn á báti. Fólk vill vera innan um menn sem ræða uppbyggileg málefni og um eitthvað sem er að gerast akkúrat um þessar Þú þarft ekki að klæða þig eins og trúður til að slá í gegn, fylgdu frekar ráðleggingunum í greininni. mundir. Spurðu fólk hvort það hafi lesið nýju metsölubókina eða séð myndina sem verið er að sýna í kvikmyndahúsinu. Þú verður að æfa þig á þessum atriðum í þínu daglega lífi. Æfðu þig í lyftunni, í strætisvagninum, hvar sem er. I versta falli snýr fólk baki við þér en þú gætir eign- ast nýja vini og varpað geislum inn í líf annarra. Já, ef þú tileink- ar þér þessi atriði verður þú geisl- andi af sjálfsöryggi, fádæma vinsæll, hrókur alls fagnaðar, aðalnúmerið. rl dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. maí 17.00 Fréttaágríp og táknmáls- fréttir. 17.10 Töfraglugginn. 18.00 Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Úrslit: Ajax frá Hollandi og Mechelen frá Belgíu keppa. Bein útsending frá Strasbourg. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Endurkoma Inkanna. Áströlsk heimildamynd þar sem rakin er saga hinnar fomu menningarþjóðar, og fylgst með tilraunum afkomenda þeirra til að tileinka sér gamlar hefðir for- feðra sinna. 21.35 Kúrekar í suðurálfu. (Robbery under arms.) - Annar þáttur. Nýr, ástralskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum, gerður eftir sögu eftir Rolf Boldrewood. Leikstjórar Ken Hannam og Don- ald Crombie. Ævintýri eðalbor- ins útlaga og félaga hans í Ástralíu á síðustu öld. Aðalhlutverk: Sam Neill. 22.10 Erró - Engum líkur. Sjónvarpið fylgist með uppsetn- ingu eins stærsta myndverks Errós í ráðhúsinu í Lille. Áður á dagskrá 21.12. 1987. 22.55 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 11. maí 16.45 Fjölskylduleyndarmál. (Family Secrets.) Þrjár konur, amma, mamma og dóttir, dvelja saman yfir helgi og upp á yfirborðið koma vandlega grafin leyndarmál og sannleikur úr fortíðinni. 18.20 Kóalabjörninn Snari. Teiknimynd. 18.45 Af bæ í borg. (Perfect Strangers.) 19.19 19:19. 20.30 Undirheimar Miami. (Miami Vice.) 21.20 Baka fólkið. (People of the Rain Forest.) Ný, fræðslumynd í 4 hlutum um Baka þjóðflokkinn sem býr í regnskógum Afríku. 2. hluti. 21.45 Hótel Höll. (Palace of Dreams.) 9. hluti af 10. 22.35 Sherlock hinn ungi.# (Young Sherlock Holmes.) Það eru ófá dularfullu málin sem Sherlock Holmes hefur ráðið fram úr með hjálp Watsons, vin- ar síns. Myndin i kvöld lýsir kynnum Sherlocks við Watson, æskuástina og fyrsta leynilög- reglumálið, sem dró dilk á eftir sér. 00.20 Óvænt endalok. (Tales of the Unexpected). 00.45 McCarthy tímabilið. (Tail Gunner Joe). Joseph McCarthy var múgæs- ingamaður og kleif metorðastig- ann í bandarískum stjórnmálum á sjötta áratugnum með því að beita fyrir sig kommagrýlunni. Forseti og fjölmiðlar snerust gegn honum sökum óheiðarleika hans. 03.05 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 11. april 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 10.05 Miðmorgunssyrpa. 12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar. 12.12 Á hádegi. Dagskrá Dægurmáladeildar og hlustendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir. 16.03 Dagskrá. Hugað að mannlífinu í landinu: Ekki ólíklegt að svarað verði spurningum frá hlustendum, kallaðir til óljúgfróðir og spak- vitrir menn um ólík málefni. Sólveig K. Jónsdóttir gagnrýnir kvikmyndir. Sigríður Haildórs- dóttir flytur pistil dagsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. 22.07 Af fingrum fram. 23.00 Staldrað við. Að þessu sinni verður staldrað við á Sauðárkróki, rakin saga staðarins og leikin óskalög bæjarbúa. 00.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Veðurfregnir kl. 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. © RÁS 1 MIÐVIKUDAGUR 11. maí 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. 8.45 íslenskt mál. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Sagan af þverlynda Kalla" eftir Ingrid Sjöstrand. 9.30 Dagmál. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17 og 18 í síma 693000. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar • Tónlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynn- ingar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Fangar. 13.35 Miðdegissagan: „Sagan af Winnie Mandela" eftir Nancy Harríson. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Harmonikuþáttur. 14.35 Tónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Þingfróttir. 15.20 Landpósturinn - Frá Austur- landi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Ludwig van Beethoven. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Neytendamál. Tónlist ■ Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn - Menning í útlöndum. 20.00 Iannis Xenakis og tónlist hans. 20.40 Dægurlög milli stríða. 21.30 Sorgin gleymir engum. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgun- dagsins ■ Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sjónaukinn. Ferðalög íslendinga innanlands. M.a. er talað við Pétur Snæ- björnsson hótelstjóra á Húsavík. 23.10 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Hljóðbylgjan FM 101,8 MIÐVIKUDAGUR 11. maí 07.00 Morgunvaktarmaðurinn Pétur Guðjónsson vekur Norðlendinga af værum blundi með góðri morguntónlist. Afmæliskveðjur og óskalög. Upplýsingar um veður, færð og samaöngur. 12.00 Okynnt gullaldartónlist. 13.00 Pálmi Guðmundsson með tónlist úr öllum áttum, gamla og nýja í réttum hlutföll- um. Vísbendingagetraun um byggingar og staðhætti á Norðurlandi. 17.00 Snorri Sturluson með miðvikudagspoppið, skemmtilegur að vanda. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Okkar maður á kvöldvakt- inni Kjartan Pálmarsson leikur öll uppáhaldslögin ykkar. 22.00 B-hliðin. Sigríður Sigursveinsdóttir leikur lög sem lítið hafa fengið að heyr- ast, en eru þó engu að síður allr- ar athygli verð. 24.00 Dagskrárlok. RÍKlSLJIVARPfÐ, aakureyrií Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MIÐVIKUDAGUR 11. mai 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. - Gestur E. Jónasson. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. - Pálmi Matthíasson. FM 104 MIÐVIKUDAGUR 11. mai 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Lífleg og þægileg tónlist, færð, veður og hagnýtar upplýsingar auk frétta og viðtala um málefni líðandi stundar. Fréttir kl. 8. 09.00 Gunnlaugur Helgason. Seinni hluti morgunþáttar með Gunnlaugi og hana nú. Fréttir kl. 10 og 12. 12.00 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur i hádeginu og veltir upp fréttnæmu efni, innlendu jafnt sem erlendu, i takt við gæðatónlist. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgi leikur af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Stjömuslúðrið endurflutt. Fréttir kl. 14 og 16. 16.00 Mannlegi þátturinn. Árni Magnússon með blöndu af tónlist, spjalli, fréttum og mann- legum þáttum tilvemnnar. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög að hætti hússins. 19.00 Stjörnutíminn á FM 102.2 og 104. ÖIl uppáhaldslögin leikin i eina klukkustund. 20.00 Síðkvöld á Stjörnunni. Gæðatónlist leikin fram eftir kvöldi. 24.00-07.00 Stjömuvaktin. 989 BYL GJAN, MIÐVIKUDAGUR 11. maí 07.00 Stefán Jökulsson og morg- unbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með góðri morguntón- list. Gestir koma við og litið verður í morgunblöðin. Fréttir kl. 7, 8 og 9. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hressiiegt morgunpopp, gamalt og nýtt, getraunir, kveðjur og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10 og 11. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Hörður Arnarson. Létt tónlist, gömlu lögin og vin- sældalistapopp í réttum hlutföll- um. Saga dagsins rakin kl. 13.30. Fréttir kl. 13, 14 og 15. 16.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavik síðdegis. Hallgrímur litur á fréttir dagsins með fólkinu sem kemur við sögu. Fréttir kl. 16 og 17. 18.00 Kvöldfréttatími Bylgjunnar. 18.10 Bylgjukvöldid hafid með góðri tónlist. 21.00 Tónlist og spjall. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. - Bjami Ólafur Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.