Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 11. maí 1988 89. tölublað Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 • Sími 27422 • Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Leikfélag Akureyrar: Valgerður Bjarnadóttir formaður leikhúsráðs Valgerður Bjarnadóttir var kosin formaður leikhúsráðs Leikfélags Akureyrar á aðal- fundi félagsins. Theodór Júlíusson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og mælti hann með Valgerði í stöðuna. Theodór sagði að ástæðan fyrir því að hann gaf ekki kost á sér væri sú að hann vildi fá einhvern sem ekki væri í beinum tengslum við starfsemi leikfélagsins inn í stjórnina og víkka þannig sjóndeildarhring hennar. „Þessi uppástunga var sam- þykkt og allir voru ánægðir með hinn nýja formann. Við væntum mikils af starfi Valgerðar í fram- tíðinni,“ sagði Theodór, en aðrir fulltrúar í leikhúsráði voru endurkjörnir á aðalfundinum. Þrír fastráðnir leikarar hjá LA sögðu upp samningum sínum, þær Sunna Borg, Erla Ruth Harðardóttir og Arnheiður Ingi- mundardóttir. Ekki hafa verið ráðnir nýir leikarar í þeirra stað en Theodór sagði að Sunna myndi halda áfram að starfa með leikfélaginu þótt ekki væri hún fastráðin lengur. Aðspurður sagðist Theodór kveðja formannsembættið með töluverðu stolti. Þetta hefði verið átakatímabil, skuldahalinn 8 milljónir, en með þríhliða samn- ingi leikfélagsins, ríkisins og Akureyrarbæjar í fyrra hefði það mál verið leyst. „Þetta leikár hefur gengið mjög vel. Ég cy síöitur af þessum verkcfVium okkar og ég get því verið þokkalega ánægður þegar ég kveð formannsstarfið," sagði Theodór. SS Steinullarverksmiðjan: Mikil söluaukning fyrstu 3 mánuðina Sala á framleiðslu Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki 3 fyrstu mánuði þessa árs var um 30% meiri en á sama tíma í fyrra. Þar af 21% meiri á innanlandsmarkaðinum. Nokk- uð dró síðan úr í síðasta mán- uði vegna verkfalls verslun- armanna. Þrátt fyrir þessa ágætu sölu á fyrstu mánuðunum eru talsverðar blikur á lofti hjá fyrirtækinu, að sögn Þórðar Hilmarssonar fram- kvæmdastjóra. Það er hin ótrygga gengisstaða sem menn hafa áhyggjur af, því gengisfelling mundi hafa verulega slæm áhrif á rekstrarstöðu fyirtækisins þar sem skuldir þess eru að miklu leyti í erlendri mynt. -þá Baldvin Valdemarssun framkvæmdastjóri með Thule og Viking bjór en þær tegundir eru framleiddar á Akureyri. Mynd: GB íþróttahöllin Akureyri: Stærsta bílasýning - sem haldin hefur verið á Norðurlandi Um næstu helgi verður á Akureyri stærsta bflasýning sem haldin hefur verið á Norðurlandi. Sýningin verður í íþróttahöllinni á Akureyri og munu helstu bifreiðaumboð landsins sýna það nýjasta sem þau hafa fram að bjóða. Það er Knattspyrnufélag Akur- eyrar, sem stendur fyrir þessari glæsilegu sýningu og verður margt á boðstólum. Lúðrasveit Akureyrar og harmónikufélag- ið munu leika af fingrum fram fyrir sýningargesti og á laugar- daginn kl. 15.00 verður hluta- velta þar sem yfir 1000 vinningar eru í boði. Blöndukarlinn verður á staðnum fyrir börnin og kaffi- veitingar á boðstólum. Þá gefst gestum kostur á að berja augum nýtt tæki, sem er körfulyfta sú stærsta sem Akureyringar hafa eignast. Sýningin verður opin frá kl. 13.00-18.00 á laugardag og 10.00- 17.00 á sunnudag. Hér er kær- komið tækifæri til að sjá fulla íþróttahöll af nýjurn bílum, gengisfelling er yfirvofandi og hver fer að verða síðastur. VG Sterki bjórinn kemur: Arsneyslan er talin sjö tií tíu milljónir lítra - bjórinn verður seldur í 6,12 eða 24 stykkja einingum „Við hjá Sanitas rekum stærstu ölgerð landsins og ætl- um að reyna að vera stærstir áfram. Það veltur þó á því í hvers konar samkeppnisað- stöðu við lendum gagnvart inn- flutningnum. Verksmiðjan verður væntanlega stækkuð og starfsfólki bætt við, auk þess sem öflugt vöruþróunarstarf fer nú í gang,“ sagði Baldvin Valdemarsson hjá Sana á Akureyri í tilefni af samþykkt bjórfrum varpsins. Baldvin sagði að út frá sann- girnissjónarmiði væri ekki van- þörf á t.d. eins til tveggja ára aðlögunartíma íslenskra ölgerða. „Við erum ekki að biðja um neina vernd gagnvart innflutn- ingi, slíkt er fjarri okkur. Við viljum sanngjarnt start, það er allt og sumt. Við höfum ráðið tæknimenntað starfsfólk, m.a. skoskan bruggmeistara, og mun- um gera það sem við getum til að vinna upp 200 ára forskot erlendra framleiðenda á þessum 11 mánuðum sem við höfum. Við þurfum að finna þá vöru sem Islendingum líkar vel og þjóna þannig þessum nýja markaði eins vel og við getum. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að ekki þyrfti að stækka útsölu „Ríkisins“ á Akur- eyri vegna bjórsölunnar. „Akur- eyrarverslunin hefur gott rými, og verulegur hluti af efri hæðinni var tekinn undir lager þegar versluninni var breytt fyrir 2 árum. Við reynum að komast hjá því að byggja við en vel getur verið að versluninni eða skipulagi hennar verði breytt.“ En í hvers konar einingum verður bjórinn seldur? „Ég get ekki sagt um það nema þá að skoðun mín er sú að ekki eigi að selja einn og einn bjór í einu, en hvort hann verður seldur í sex, tólf eða tuttugu og fjögurra dósa eða flösku pakkningum veit ég ekki,“ sagði Höskuldur. í samtalinu við forstjóra ÁTVR kom fram að reiknað er með að ÁTVR dreifi 7-10 millj- ónum lítra af bjór árlega, og því verði að fjölga starfsmönnum. Refsivert væri að afhenda eða selja fólki innan við 20 ára aldur áfengt öl. EHB Efri deild samþykkti 13:8 Bjórinn var samþykktur í efri deild Alþingis aðfaranótt þriðjudagsins. Þar með er bjórinn aftur orðinn löglegur hér á landi eftir 74 ára hlé. Að vísu má ekki byrja að selja hann fyrr en 1. mars á næsta ári en frumvarpið er nú orðið að lögum. Bjórfrumvarpið var sam- þykkt með 13 atkvæðum gegn 8. Tvær breytingartillögur voru fluttar við frumvarpið en þær voru báðar felldar. Áfengislög- in gera ráð fyrir því að dóms- málaráðherra setji reglugerð um sölu áfengis og þarf sj álfsagt að endurskoða þá reglugerð ineð tilliti til þessarar nýju sam- þykktar. Ákvæði til bráðabirgða um að ráðherra skuli skipa fimm manna nefnd til að gera tillögur er stuðlað gætu að minni neyslu áfengis var samþykkt. Þessi nefnd á m.a. að fjalla um verð- lagningu áfengis og leiðir til að vara við hættum sem fylgja neyslu þess. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu voru; Danfríður Skarphéðinsdóttir, Eiður Guðnason, Jón Magnús- son, Guðmundur Ágústsson, Guðmundur H. Garðarsson, Halldór Ásgrfmsson, Halldór Blöndal, Jóhann Einvarðsson, Júlíus Sólnes, Karvel Pálma- son, Salóme Þorkelsdóttir, Stef- án Guðmundsson og Valgerður Sverrisdóttir. Á móti greiddu atkvæði þeir Karl Steinar Guðnason, Egill Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason, Margrét Frí- mannsdóttir, Skúli Alexanders- son, Svavar Gestsson og Þor- valdur Garðar Kristjánsson. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.