Dagur - 16.05.1988, Side 2

Dagur - 16.05.1988, Side 2
2 - DAGUR - 16. maí 1988 Ferðamálaráð fslands: 300 þúsund erlendir ferðamenn árið 1993? í ársskýrslu Ferðamálaráðs Islands kemur fram að á árinu 1987 heimsóttu 129.315 ferða- menn Island og nemur aukn- ingin 13,9% miðað við árið 1986. Þeim hefur fjölgað um 44.025 frá árinu 1984 eða uin 51,6% og með sama áfram- haldi munu 196.000 útlending- ar heimsækja landið árið 1990 og tæplega 300.000 árið 1993. Hvernig getum við tekið á móti öllu þessu fólki? í skýrslunni er bent á að hér sé aðeins um vangaveltur að ræða, raunveruleikinn gæti orðið allt annar, og það er skoðun Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra að erlendum ferðamönnum muni Davíðshús: íbúð fyrir lista- og fræðimenn Menningarmálanefnd Akur- eyrar hefur um nokkurt skeið velt vöngum yfir því hvernig nota mætti nýlega standsetta íbúð í kjallara Davíðshús. Nefndin hefur nú ákveðið að íbúðin verði nýtt á svipaðan hátt og sumarhús starfsmanna- félaga. íbúðin í Davíðshúsi mun standa lista- og fræðimönnum til boða í 1-6 mánuði og verður sú dvöl ókeypis. Umsóknir skulu sendar Ingólfi Ármannssyni, skóia- og menningarfulltrúa, en menningarmálanefnd ráðstafar íbúðinni hverju sinni. SS Skólanefnd VMA: Mælt með Garðarí Lárussyni í stöðu áfangastjóra Skólanefnd Verkmenntaskól- ans á Akureyri hefur tekið fyr- ir umsóknir um stöður sem auglýstar voru við skólann. í framhaldi af því mælir nefndin með Garðari Lárussyni í stöðu áfangastjóra frá 1. júní nk. til eins árs. Þá mælir skólanefndin með Hauki Harðarsyni í stöðu kennslustjóra á viðskiptasviði frá 1. ágúst nk. til eins árs. Nefndin samþykkir að endurráða Nönnu Þórsdóttur kennslustjóra á upp- eldissviði til eins árs og Hálfdán Örnólfsson umsjónarmann öld- ungadeilda til eins árs. SS fjölga minna á þessu ári en verið hefur. 1 „Nokkur óvissa ríkir nú um afkomu ferðaþjónustunnar á árinu 1988. Hvorutveggja er að mikil aukning erlendra ferða- manna á undanförnum árum vek- ur spurningar um hvort sú aukn- ing haldi áfram, og verðhækkanir á Islandsferðum erlendis, í kjölfar fastgengisstefnu og verðbólgu, gerir markaðssetningu og sölu erfiðari nú en oft áður, í harðri samkeppni við orlofsferðir til annarra landa þar sem verðlag er stöðugt," segir Birgir í skýrsl- unni. Gjaldeyristekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn á árinu 1987 voru 5.379.000 kr. og er aukningin frá árinu 1986 26,8%. Sé ekki tekið tillit til meðalvið- skiptagengis er aukningin milli ára 30,5% og við tölur ársins 1987 má síðan bæta svonefndum duldum tekjum sem lauslega SS sem áætlað nema 600.000 kr. Hvar er drottning drauma minna, dýrlegasta veran á jörðinni? Er hún horfin mér að eilífu? O nei, ó neil Mývatnssveit: Reyna að stýra umferð ferða- manna um viðkvæmar náttúruminjar - vinnuhópur á vegum Ferðamálafélagsins og Náttúruverndarráðs að störfum „Gífurlegt álag er á stöðum eins og Dimmuborgum og Höfða ásamt nokkrum öðrum svæðum í Mývatnssveit. í Dimmuborgum reynum við að halda fólki á vissum göngustíg- um til þess að landið troðist ekki niður að óþörfu, og merk- ingar ásamt köðlum forða því að fólk lendi í ranghölum. Þá verður komið fyrir upplýsinga- töflu við hliðið til að sýna gönguieiðir í Dimmuborgum,“ sagði Þóroddur Þóroddsson hjá Náttúruverndarráði. Áhugamenn um ferðamál í Mývatnssveit stofnuðu á sínum tíma Ferðamálafélag Mývatns- sveitar, og er tilgangur félagsins m.a. að efla ferðamannaþjónustu á svæðinu en stuðla jafnframt að náttúruvernd, og hefur mikið og náið samstarf því verið við Nátt- úruverndarráð. Þóroddur sagði að ætlunin væri að bjóða upp á þrjár merktar gönguleiðir í Dimmuborgum, og gefa jafnframt út leiðbeininga- bækling. Þess væru ýmis dæmi að ferðamenn villtust í Dimmuborg- um, og því væri nauðsynlegt að hafa leiðbeiningar sem greinileg- astar. Eitt af því, sem gert hefur verið, er að sett voru upp skilti Áburðarsala við Glerárósa Áburðarsala er hafin í áburð- arskemmunni við Glerárósa á Akureyri, sama stað og undan- gengin ár. Salan er opin frá kl. 8 til kl. 5 alla virka daga en sr1 hádeginu. Til sölu er gaTÍ*f ^ur^ur_ auk þess mosaeyðir, þörung^" mjöl, áburðarkalk og fleira. Áburðarsalan við Glerárósa verður væntanlega opin til mán- aðamóta en eftir að henni verður lokað verður hægt að fá afgreiddan áburð í fóðurvörudeild KEA á Akureyri. JÓH með örvum í girðinguna umhverfis Dimmuborgir, þar sem ferðamenn sjá rétta átt að hliðinu. „Við sjáum að nauðsynlegt er að taka á málum á vissum stöðum eins og í Dimmuborgum og Höfða. Það hafa t.d. myndast óskemmtilegir göngustígar í Arn- arbæli og í Hverfjalli, en áhugi fólks á að ganga á Hverfjall hefur stóraukist. í Námaskarði hefur verið reynt að halda ferðamönn- um á slóð sem liggur suður á fjall- ið að útsýnisskífunni, og reynt er að koma í veg fyrir akstur utan vega, en menn hafa sporað brekkurnar heldur leiðinlega á mótorhjólum og fleiri farartækj- um,“ sagði Þóroddur. Vinnuhópur á vegum Náttúru- verndarráðs og Ferðamálafélags Mývatnssveitar vinnur nú að ferða- og umhverfismálum í Mývatnssveit, en Jón Illugason í Eldá veitir Ferðamálafélaginu forstöðu. EHB Tiyggingar dráttarvéla: Mikil hækkun iðgjalda Lengi hefur bændum þótt, að eitt það ódýrasta sem þeir keyptu, vegna búrekstursins, væru ábyrgðartryggingar drátt- arvéla en nú hafa orðið þar nokkur umskipti. Ekki svo að skilja að þarna er verið að greiða iðgjöld af tryggingum sem standa fyrir verulegum fjárhæðum ef vélarnar valda tjóni. En hverjar skyldu þær Ijárhæðir vera? Algengt iðgjald af ábyrgðar- tryggungu dráttarvéla mun nú vera á bilinu á milli fimm og sjö þúsúnd krónur. Sem dæmi má nefna að af stórri dráttarvél af gerðinni IMT voru tryggingagjöld á sl. ári kr. 2195 en iðgjald tryggingar af sömu vél á þessu ári er kr. 7055. Þarna er því um hækkun að ræða langt fram yfir allar eðlilegar verðhækkanir og bændur óhressir yfir þessu. Dráttarvélar eru ekki hrað- skreið farartæki og þó að oft sé tengt við þær nokkuð af hættu- legum tækjum geta þær þó varla með öllum þeim búnaði valdið fjöldaaftökum fyrir vangá öku- manns. Þrátt fyrir það er innifalin í ábyrgðartryggingunni, trygging vegna slysatjóns að upphæð 250 milljónir, vegna munatjóna 50 'iilljónir og slysatrygging öku- nianns 10 -niillÍóni.r- Sfamtals ,er þarna keypt tryg^ ^rj}óm upp á allt að 310 milljórii;. n hvernig í ósköpunum á ein drátt- arvél að geta valdið slíku tjóni? Til þess þyrfti hún að sökkva togara með allri áhöfn. Það verð- ur að teljast vafasamt að slík undur geti gerst. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni Brunabótafélags íslands er þessi mikla hækkun, fyrst og fremst, vegna hækkunar á tryggingu ökumanns. Fyrir þá tryggingu voru greiddar á síðasta ári 120 krónur en nú í 3200 krónur. Að öðru leyti munu hækkanir á öðrum þáttum iðgjaldsins vera orðnar eðlilegar. En hvað býr þá að baki þessar- ar miklu hækkunar á tryggingu ökumannsins? Þetta mun stafa af ákvæðum í nýjum umferðarlögum, þar sem kveðið er á um að sértrygging á ökumönnum á dráttarvélum sé skylda, en það mun ekki hafa verið þar til nýju umferðarlögin tóku gildi. fh Vatnsósa jarðvegur: Akið ekki utan vega - Náttúruverndarráð sendir áskorun til ökumanna Nú fer í hönd sá tími sem frost er að fara úr jörðu og jarðveg- ur er hvað viðkvæmastur fyrir rofí. Náttúruverndarráð hefur sent frá sér áskorun til fjór- hjólaeigenda að sýna ýtrustu varfærni og aka alls ekki utan vega nema í algjörri neyð. Akstur utan vega, sérstaklega á grónu landi sem er vatnsósa, hefur á hverju vori valdið land- spjöllum auk þess sem slóðir af slíkum akstri eru til mikilla lýta. Vegagerð ríkisins hefur lokað helstu hálendisvegum fyrir allri umferð fyrst um sinn, svo þeir verði ekki fyrir skemmdum af völdum umferðar. Margir veg- slóðar á láglendi eru ekki heldur í ástandi til þess að taka við umverð á þessum árstíma og er eindregnum tilmælum beint til ökumanna að hafa það í huga. Náttúruvemdarráð skorar á alla ökumenn landsins, að halda akstri um viðkvæmt landið í algjöru lágmarki og gera ekki til- raunir til ferðalaga inn á hálend- ið, fyrr en vegirnir eru tilbúnir að taka við umferð. AP

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.