Dagur - 16.05.1988, Page 4

Dagur - 16.05.1988, Page 4
4 - DAGUR - 16. maí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Upplagseftirlit tímarita og dagblaða Auglýsingamarkaðurinn á íslandi er um margt skond- inn og eitt skemmtilegasta fyrirbærið er sú leynd sem umlykur upplag tímarita og dagblaða. Einu dagblöðin hér á landi sem ekki meina auglýsendum aðgang að slíkum upplýsingum eru Dagur og Morgunblaðið, en lang flest tímarit og önnur dagblöð en þau sem nefnd hafa verið láta frá sér fara upplagstölur sem soðnar eru saman af starfsmönnum viðkomandi fjölmiðils. Upplagsleyndin er án efa séríslenskt fyrirbæri. Hvergi í hinum vestræna heimi er að finna dagblað eða tíma- rit, sem vill standa undir nafni, sem ekki tekur þátt í opinberu upplagseftirliti. Þá er það líka afar íslenskt að láta sig hafa það að auglýsa í fjölmiðli sem ekki vill opinbera upplagstölur sínar og leyfa óháðum aðila að meta þær. Þær gleðilegu fréttir bárust fyrir skömmu að yfir fimmtíu fyrirtæki hafi stofnað samtök sem hafa það að markmiði að koma á fót virku upplagseftirliti. Þessi samtök eru á vegum Verslunarráðs íslands. Fyrirtæk- in fimmtíu taka yfir 80% auglýsingamarkaðarins. Það jafngildir veltu upp á 2,4 milljarða króna árlega. Morgunblaðið, félagi Dags í upplagseftirliti, átti á dögunum viðtal við Sigurð Baldvin Sigurðsson, for- mann Samstarfs auglýsenda innan Verslunarráðs íslands, og sagði Sigurður m.a.: „Umræða um stofnun samtaka auglýsenda hefur farið mjög vaxandi í þjóð- félaginu á undanförnum árum. Fyrir því eru margvís- legar ástæður en meginástæðan er sú að auglýsendur hafa ekki til þessa haft aðgang að traustum upplýs- ingum um það hvernig fé þeirra til auglýsinga er best varið. Því er það meginverkefnið að koma hér á virku upplagseftirliti samfara endurteknum lesendakönn- unum. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir fyrirtækin til þess að ákveða markaðsstefnu sína og hvernig fé þeirra til auglýsinga er best varið. Við get- um ekki lengur sætt okkur við að fjölmargir útgefend- ur dagblaða og tímarita, ásamt öðrum fjölmiðlum meini okkur að afla þessara upplýsinga á þeirri for- sendu að við berum saman hráar upplagstölur...." Án efa munu útgefendur tímarita og dagblaða, sem enn hafa ekki séð ástæðu til að opna bókhald sitt hvað varðar upplag, fara að hugsa sitt ráð. Samtök þau sem Baldvin veitir forstöðu munu í krafti þess fjármagns sem fyrirtækin innan samtakanna verja í auglýsingar, eiga nokkuð auðvelt með að þjarma svo að útgefend- unum að áður en langt um líður liggi fyrir áreiðanlegar tölur hvað varðar raunverulegt upplag. Hitt er svo aft- ur annað mál að í kjölfar talnanna er allt eins víst að töluverð grisjun eigi sér stað í tímaritaflórunni. Einnig er næsta víst að upplag sumra dag- og vikublaðanna verður eitthvað minna að vöxtum en nú er látið í veðri vaka. Dagur fagnar stofnun þessara samtaka. Ef rétt er á málum haldið munu þau verða fyrirtækjum innan samtakanna traustur bakhjarl og auðvelda stjórnend- um þeirrá að vérja auglýsingafé fyrirtækjanna á þann hátt að það skili umtalverðum árangri. ÁÞ. „Mér fannst ómögulegt að hefja ferilinn svona.“ Mynd: tlv „Læt engan ganga yfir mig“ - segir Guðjón Þórðarson þjálfari KA í knattspyrnu í viðtali dagsins Knattspyrnuvertíðin nálgast og kominn er fiðringur í áhang- endur jafnt sem leikmenn. í fyrstu deild karla leika nú fjög- ur lið af Norðurlandi og má því segja að um sannkallaða veislu verði að ræða fyrir knatt- spyrnuáhugamenn á svæðinu. Eins og gengur og gerist, verða mannabreytingar hjá liðunum milli ára og er ætlunin hér að kynna einn nýliðann, Skaga- manninn Guðjón Þórðarson sem hefur tekið að sér það erf- iða hlutverk að þjálfa meistara- flokk KA í sumar. Það má segja að KA hafi róið aftur á sömu mið, því forveri hans í þessu starfi var sem kunnugt er, Hörður Helgason frá Akra- nesi. En hver er Guðjón Þórð- arson? „Ég er fæddur og uppalinn á Skaganum og hef hvergi annars staðar búið. Reyndar er ég hálfur Ólafsfirðingur því móðir mín, Marselía Guðjónsdóttir er þaðan. Það er gott að búa á Akranesi og bærinn á sér sínar góðu hliðar þó að aðrir tali mikið um rokið þar. Auðvitað er þar stundum svolítill næðingur og uppáhaldsáttin okkar er austan- átt þótt hún komi ekki nógu oft.“ - Hvenær byrjaðir þú að leika knattspyrnu? „Ég byrjaði að keppa með ÍA tíu ára gamall, þá í 5. flokki. Fyrsti leikurinn var á móti Fram á gamla malarvellinum undir Stýrimannaskólanum og við töpuðum 0:2 okkur til sárra von- brigða. Þetta er ógleymanlegt því mér fannst ómögulegt að hefja ferilinn svona. Á þessum tíma áttum við við þá erfiðleika að stríða á Akranesi að við horfðum yfirleitt í kviðinn á Reykjavíkur- liðunum því strákarnir þar voru svo miklu stærri en við. Ég held við séum nú að lengjast aftur, en svo held ég það hafi verið til- hneiging hjá Reykjavíkurliðunum að velja stærstu strákana í liðin. Þeir gátu hreinlega gengið yfir okkur. Á þessum tíma var yngri- flokkastarf frekar dapurt og má segja að árangur á þessum tíma hafi eingöngu skilað sér fyrir hörku og harðræði einstakling- anna. En sem betur fer hefur þetta breyst geysilega í dag og knattspyrnufélögin eru að stórum hluta farin að reka uppeldisstarf- semi á sínum vegum.“ - Segðu okkur aðeins frá þín- um knattspyrnuferli og helstu titlum í gegnum árin? „Ég byrjaði að spila með meistaraflokki 1972. Tveim árum áður urðu þeir meistarar en þarna voru nýir menn að koma inn svo ’72 og ’73 voru frekar mögur ár. Árið 1974 má segja að nýtt tímabil hafi byrjað í sögu knattspyrnu á Akranesi þegar fyrsti erlendi þjálfarinn var ráðinn, en það var Georg Kirby. Þá byrjaði tími hörku og harð- ræðis gagnvart æfingum og má segja að munurinn á honum og því sem áður var, sé álíka og munurinn á norðan- og sunnan- áttinni hjá ykkur. Það var allt sem breyttist, allur æfingamáti, áhuginn jókst, aginn var allur annar og menn járnuðust upp og voru tilbúnir til að leggja allt á sig. Árangurinn varð samkvæmt þessu því næstu tvö ár urðum við íslandsmeistarar og komumst bæði árin í úrslit í bikarnum. Kirby fór svo frá okkur ’76 en kom aftur ári seinna og þá unn- um við aftur íslandsmeistaratitil- inn. 1978 urðum við bikarmeist- arar með Kirby, unnum Val í úr- slitaleiknum 1:0 og lentum í öðru sæti í íslandsmótinu. Þetta var í sjöunda skipti sem við lentum í úrslitum í bikarnum en höfðum tapað þrjú ár í röð. Á þessum tíma má segja að um einokunar- tíma Vals og Akraness hafi verið að ræða en önnur lið virtust bara spila um fallsætin. Áfram spilaði ég með ÍA og næsti titill er bikarmeistarar ’82 en þá er Kirby aftur á staðnum. Hann þjálfaði okkur í 5 ár og á þeim tíma náðum við í 5 titla. Á eftir Kirby tók Hörður Helgason við, fyrsti íslendingurinn í 9 ár. Hann þjálfaði árin ’83, ’84 og ’85 og undir hans leiðsögn unnum við tvöfalt ’83 og ’84. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensku liði tekst þetta og held ég að það sé einsdæmi. 1985 lentum við í öðru sæti og tel ég að meistara- þreyta hafi valdið því að við náð- um ekki fyrsta sæti.“ - Þú tekur sjálfur við þjálfun liðsins f fyrra, hafðir þú þjálfað eitthvað áður? „Ég var nokkrum sinnum búinn að sjá um undirbúnings- þjálfun liðsins, það er allt og sumt. Það er auðvitað erfitt hlut- skipti að stíga út úr hópnum eftir fimmtán ára dvöl og taka að sér þjálfun. Sumum fannst ég skrít- inn að þora þetta og sömuleiðis þeir sem réðu mig, en ég er ákveðinn og læt engan ganga yfir mig. Það hjálpaði mér líka heima, að þeir sem þekkja mig vita að ekki þýðir að vera með neitt múður. Ég lenti aldrei í neinum vandræðum hvorki með aga né annað enda er Akraneslið- ið þekkt fyrir að vera agað lið.“ - Hefur þú áður dvalið á Akureyri? „Nei, ég hef bara komið hingað í stuttar heimsóknir. Mér líst ágæt- lega á mig hér og sumarið leggst vel í mig. Aðstaðan hjá KA er mjög góð og mér sýnist starf KA bæði traust og sterkt. Það er greinilegt að þeir eiga mjög góða menn að. Þá virðist unglinga- starfið líka vera mjög gott hjá þeim.“ - Hvernig líst þér svo á hópinn? „KA er frekar ungt og óreynt lið. Það er aðeins hægt að tala um einn sem hefur verulega reynslu en það er Erlingur Kristjánsson. Ég vildi að ég hefði fleiri slíka. Þarna eru margir ungir og hörku góðir knattspyrnumenn. Þeirra hlutskipti í sumar er að sanna sig sem sterkir knattspyrnumenn og deildarspilarar. Mitt verkefni er að reyna að spila úr þessum hópi og ég mun gera það eins vel og mér er gefið. Helsti veikleiki KA er tví- mælalaust reynsluleysi liðsins. Það eru of fáir sem þekkja hinn harða slag 1. deildar og menn verða að vera hugarfarslega sterkir. Helsti kosturinn er sá hvað hópurinn virðist vera sam- stilltur og kemur út sem góð heild, en það er geysilega mikil- vægur punktur og jafnvel það sem getur gert gæfumuninn þegar á reynir." - Viltu spá einhverju um slag- inn í sumar? „Helst ekki. Ég stefni bara á næsta leik. Reykjavíkurliðin ásamt Akranesi verða mjög sterk og ég held að þessi lið verði í toppbaráttunni. Um botninn vil ég ekki spá. Það er slæmt hlut- skipti að verma botninn og ég vil engum það illt. Eitt er þó víst, að Leiftur er sýnd veiði en ekki gefin. Heimavöllurinn á eftir að hjálpa þeim og þarna eru strákar með hjartað á réttum stað.“ - Að lokum, ætlar þú að spila með sjálfur? „Ég er að vonast til þess að ég komist hjá því og reikna því ekki með að spila með. Annars er ég kominn í ágætis form og ætla að halda því til öryggis." Við þökkum Guðjóni fyrir spjallið og óskum þeim félögum í KÁ velgengni í sumar. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.