Dagur


Dagur - 16.05.1988, Qupperneq 7

Dagur - 16.05.1988, Qupperneq 7
16: maí 1988 - DAGUR - 7 Leiftursmenn komust á blað í sínum fyrsta leik - gerðu markalaust jafntefli við Skagamenn í Ólafsfirði í gær Það ríkti sannkölluö hátíðar- stemmning í Ólafsfirði í gær er Leiftur og ÍA mættust í 1. umferð SL-mótsins 1. deild í knattspyrnu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og því komust nýliðar Leifturs á blað strax í sínum fyrsta leik en liðið leikur nú í 1. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fjölmarg- ir áhorfendur víðs vegar af Norðurlandi fylgdust með leiknum. Leikurinn var ekkert sérlega vel leikinn en þó fengu bæði liðin ágæt marktækifæri sem ekki nýttust. Skagamenn byrjuðu leikinn og þeir höfðu undirtökin fyrstu 10 mín., án þess þó að skapa sér nein marktækifæri. Heimamenn voru heldur seinni í gang en þeg- ar mesti taugaspenningurinn var farinn af leikmönnum liðsins tóku þeir völdin á vellinum. Strax á 10. mín.varð Sigursteinn Gísla- son að yfirgefa Ieikvöllinn vegna meiðsla, eftir að hafa lent í sam- stuði við einn leikmanna Leifturs og kom Hafliði Guðjónsson inn á í hans stað. Leiftursmenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og þeir fengu tvö góð marktækifæri. Það fyrra á 22. mín. er Steinar Ingimundarson fékk góða sendingu inn fyrir vörn í A en gott skot hans frá vítateig fór rétt yfir. Skömmu síðar komst Hörður Benónýsson inn fyrir vörn ÍA en gott skot hans fór undir Ólaf Gottskálksson markvörð ÍA og í hliðarnetið. Síðustu mín. fyrri hálfleiks, jafn- Hörður Benónýsson var nærri því að skora fyrir Leiftur gegn í A í gær en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Mynd: TLV Sigurður Lárusson þjálfari og leikmaður ÍA: „Á að banna möl í 1. deild“ Óskar Ingimundarson: Nokkuð sáttur við úrslitin aðist leikurinn á ný en í hálfleik hafði hvorugu liðinu tekist að skora en þó voru heimamenn mun nær því en gestirnir. Strax í upphafi síðari hálfleiks komst Steinar upp að endamörk- um Skagamanna, gaf síðan góð- an bolta fyrir markið en Haf- steinn Jakobsson hitti ekki bolt- ann í ákjósanlegu færi. Hættuleg- asta marktækifæri Skagamanna fékk Aðalsteinn Víglundsson á 58. mín. Hann skaut góðu skoti frá vítateig sem Þorvaldur Jóns- son varði mjög vel en hann hélt ekki boltanum og Árni Stefáns- son náði boltanum á undan Har- aldi Ingólfssyni og bjargaði í horn. Upp við mark Skagamanna reyndi Steinar hjólhestaspyrnu eftir ágæta fyrirgjöf Lúðvíks Bergvjnssonar en án árangurs, Síðasta marktækifæri leiksins fengu Skagamenn síðan skömmu fyrir leikslok. Karl Þórðarsön fékk þoltann í vítateig en ágætt skot hans hafnaði í Guðmundi Garðarssyni varnann.an.ni Leift- urs. ' ■ ■ Léikmönnufn liðanna 'tókst ’ ekki aö koma boltanum í markiö • og úrslitin því.():(). sein yerða áð teljast nokkuö sanngjörn úrslit, Leiftiirsrúenn þörðust áf krafti og ' sýndu það’ög sönntiðu' 'að-þeir eiga eftir að gera.-góða hluti í sumar. Leikmenn liðsins áttu flestir ágætan dag en að öðrurri ólöstúðum, var Þorvaldúr márk- vörður bestur. Skagámenn léku án Ólafs Þórðarsonar sem lagðist í. rúmið með flensu á laugardag og mun- aði um minria fyrir liðið. Ólafur Gottskálksson markvörður, var besti maður liðsins en einnig átti Sigurður Már Harðarson sem kom inn á sem varamaður, ágæta spretti. Til gamans má geta þess að þeir Ólafur og Sigurður léku sem kunnugt er með KA á síð- asta keppnistímabili. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn og fórst honum það vel úr hendi. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Gúst- av Ómarsson, Árni Stefánsson, Sigur- björn Jakobsson, Guðmundur Garðars- son. Friðgeir Sigurðsson, Hafsteinn Jakobsson, Halldór Guðmundsson, Lúð- vík Bcrgvinsson (Róbert Gunnarsson vm. á 80. mín), Steinar Ingimundarson, Hörður Benónýsson (Óskar lngimundar- son vm. á 80. mín). Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir Guðmundsson, Mark Duffield, Sigurður Lárusson (Sigurður Már Harðarson vm. á 55. mín.), Sigurður Jónsson, Guðbjörn Tryggvason, Karl Þórðarson, Haraldur Ingólfsson, Haraldur Hinriksson, Aðal- steinn Víglundsson, Sigursteinn Gíslason (Hafliði Guðjónsson vm. á 10. mín.). „Þaö er svo sem lítið hægt að segja um þennan leik. Eg hef aldrei á mínum ferli séð góðan fótbolta leikinn á malarvelli,“ sagði Sigurður Lárusson þjálf- ari og leikmaður í A eftir leik- inn við Leiftur í gær. „Þetta var þóf og kýlingar um allan völl og lítið um fótbolta. Leiftursmenn verjast ágætlega en þeir þruma boltanum sem lengst fram og það er árangursríkt. Ég átti von á erfiðum leik eins og raunin varð á. Annars er mín skoðun sú, að það eigi að banna malarvöll í 1. deild. Það á að byrja keppnina seinna, þegar grasvellirnir eru tilbúnir og liðin í 1. deild skikkuð til þess að leika á grasi.“ - Ertu feginn því að bera búinn að leika hér í Ólafsfirði? „Já það er gott að vera búinn hér en annars tekur svo sem ekk- ert betra við. Við eigum að leika á Húsavík á laugardag og það verður örugglega erfitt líka,“ sagði Sigurður einnig. „Við fengum færi til þess að skora mörk en í heildina er ég nokkuð sáttur við þessi úrslit,“ sagði Oskar Ingimundarson þjálfari og leikmaður Leifturs eftir leikinn í gær. „Þetta var mikill baráttuleik- ur og kannski frekar lítið um fótbolta. Ég átti von á erfiðum leik og við bjuggum okkur und- ir það. Strákarnir voru mjög taugaspenntir fyrir leikinn en þetta á eftir að lagast í næstu leikjum og ég held að memiháfi séð hér í dag að þetta er hægt. En við vituin eiginlega ekki á hverju við eigum von í sumar, þar seni við þekkjum líitid til binna liðanria.“ - - Þorvaldur Jónsson: „Ég er að mörgu leyti ánægður með þessi úrslit. Það er mjög móralskt iýrir okkur að hafa náð í stig í dag og það hvetur okkur til enn frekari dáða,“ sagði Þorvaldur Jónsson fyrir- liði Leifturs. „Við eigum eftir að laga ýmsa hluti en að fá stig í dag er vissu- lega örvandi. Við fenguin ekki síður færi en þeir og hefðuin alveg eins getað unnið leikinn.“ - Hvernig líst þér á leikinn við Val á fimmtudaginn? „Það verður örugglega erfið- ur lcikur en við munuin leggja okkur alla fram í þeim lcik.“ Árni Stefánsson: „Ég er nokkuð ánægður með . úrslit leiksins en hefði þó viljað sigur,“ sagði Árni Stefánsson varnarmaður Leifturs. „Þessi úrslit sýna strákunum að við stöndum öðrum liðuin jafnfætis og ég er sannfærður um það að við eigum eftir að gera góða hluti i sumar. Ég er því mjög bjartsýnn á framhald- ið.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.