Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 9
8-DAGUR-16. maí 1988 % 16. maí 1988 - DAGUR - 9 Vítin sökktu Völsungum! - Daníel Einarsson leikmaður IBK fékk rautt spjald ÍSLANDSMÓTIÐ Völsungar byrjuðu 1. deildina, eins og í fyrra, með tapi gegn Keflvíkingum. Það voru tvær vítaspyrnur í seinni hálfleik sem sökktu vonum Húsvíkinga um stig suður með sjó. „Það var einbeitingarleysi sem skipti sköpum í þessum leik fyrir okkur,“ sagði Jónas Hallgríms- I son hinn marksækni leikmaður Völsunga, sársvekktur eftir leik- inn. „Við erum með mun betra lið en í fyrra en okkur vantar leikæfingu. Þegar búið er að pússa leikmennina saman þá verðum við ekki auðsigraðir," I bætti hann við að lokum. Það voru víst orð að sönnu að einbeitingarleysi hefði orðið Völsungum að falli í þessum leik. Eftir að hafa haldið jöfnu fram að leikhléi og átt síðan góð marktækifæri í byrjun seinni hálf- leiks komu tvær vítaspyrnur sem Knattspyrna: Ársþing SKÍ: sökktu vonum þeirra græn- klæddu. Völsungar byrjuðu leikinn mun betur en Keflvíkingar og voru frískir fyrstu 15 mínútur leiksins. Þá komu Suðurnesja- piltarnir betur inn í leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Völsunga. Haraldur Har- aldsson, sem lék í stað Þorfinns Hjaltasonar sem lá veikur heima, var dálítið óöruggur í nokkrum úthlaupum en varði síðan vel á milli. Óli Þór Magnússon átti þrjú mjög góð marktækifæri í fyrri hálfleik en brást bogalistin tvisvar og einu sinni bjargaði stöngin Húsvíkingum. Lítið bar á sóknarmönnum Völsunga í fyrri hálfleik og var því jafnt ():() í hálf- leik. Völsungar komu grimmir til leiks og Snævar Hreinsson gaf tóninn strax á 2 mínútu með hörkuskoti sem fór rétt yfir höfuð Þorsteins Bjarnasonar markvarð- ar ÍBK, en því miður líka yfir markið. Nokkru síðar átti Guð- mundur Guðmundsson ágætt skot sem fór rétt framhjá. Á 10. mínútu áttu Völsungar besta marktækifæri leiksins fram að því. Kristján Olgeirsson átti góða sendingu á Jónas Hall- grímsson á kantinum sem braust vel inn úr horninu og sendi hann fyrir á Aðalstein Aðalsteinsson. Því miður negldi Aðalsteinn bolt- ann beint á Þorstein markvörð og þar með var komið að vendi- punkti í leiknum. ÍBK-leikmaðurinn Daníel Ein- arsson var rekinn út af fyrir að vera dónalegur við dómarann og hljóp mikið kapp í bæði leikmenn og áhorfendur við brottreksturinn. Ragnar Margeirsson komst einn inn fyrir vörn Völsunga en Har- aldur varði meistaralega frá honum. Nokkru síðar felldi Guð- mundur Guðmundsson Keflvík- inginn Óla Þór klaufalega innan vítateigs og var því vítaspyrna dæmd. Sigurður Björgvinsson skoraði örugglega úr henni. Nokkrum mínútum síðar var önnur vítaspyrna dæmd á Völs- unga og var það á hæpnum for- sendum. Óli Þór datt í átökum við varnarmenn Völsunga og Friðgeir dómari hljóp aftur að vítapunktinum. Sigurður skoraði síðan úr spyrnunni. Norðanmenn voru þó ekki á því að gefast upp og skoraði Snævar Hreinsson stórglæsilegt mark með þrumuskoti af um 25 Meiðsli hijá Þórsara Sigurður kjörinn foimaður Halldór Áskelsson hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en vcrður að öllum líkindum klár í slaginn um næstu helgi. Hér er Halldór að kljást við Erling Kristjánsson fyrirliða KA. Þessi föngulegi hópur skíðamanna 13 metra færi. En það var skamm- góður vermir því Ragnar Mar- geirsson slapp í gegnum sókn- djarfa miðherja Völsunga og skoraði örugglega hjá Haraldi markverði. Þar með voru úrslitin ráðin 3:1 fyrir ÍBK. Bestu menn Völsunga voru Theodór Júlíusson sem var traustur í vörninni og átti marga skallaboltana, Jónas Hallgríms- son sem barðist vel allan tímann og einnig átti Eiríkur Björgvins- son ágætan leik. Haraldur var dálítið taugaóstyrkur í byrjun leiksins en náði sér síðan á strik og verður ekki sakaður um mörk- in þrjú. Lítið bar á sóknarmönn- um Völsunga í þessum leik. Bestu menn Keflvíkinga voru þeir Sigurður Björgvinsson og Óli Þór Magnússon, þótt hann hefði gléymt skotskónum heima. Lið Völsunga: Haraldur Haraldsson. Skarphéðinn ívarsson, Theodór Júlíusson, Eiríkur Björgvinsson, Björn Olgeirsson. Helgi Hclgason. Snævar Hreinsson, Sigurður lllugason. Jónas Hallgrímsson, Kristján Olgeirsson ( Stef- án Viðarsson 35 mín), Aðalsteinn Aðal- steinsson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason. Jóhann Magnússon, Guðmundur Sighvatsson, Daníel Einarsson, Jóhann Júlíusson, Sigurður Björgvinsson, Peter Farrel, Gestur Gylfason, Óli Þór Magnússon, Ragnar Margeirsson. Grctar Einarsson. Gul spjöld: Stefán Viðarsson Völs. og Gestur Gylfason ÍBK. Rautt spjald: Daníel Einarsson ÍBK. Dómari: Friðgeir Hallgrímsson. Línuvcrðir: Magnús Jónatansson og Gunnar Guðmundsson. AP Snævar Hreinsson skoraði glæsilegt mark fyrir Völsung í Keflavík en það dugði ekki til. Trausti skoraði á fyrstu mínútu - er KR og Víkingur gerðu jafntefli Þriðja viðureignin í 1. umferð Sl-mótsins 1. deild í knatt- spyrnu sem fram fór í gær, var leikur KR og Víkings á gervi- grasvellinum í Laugardal. Leikurinn var nokkuð fjörugur á köflum en honum lauk með jafntefli, hvort lið skoraði 2 mörk. Trausti Ómarsson leikmaður Víkings, var ekki lengi að finna leiðina í KR-markið í gær en hann kom sínum mönnum yfir strax á fyrstu mín. leiksins. Björn Rafnsson jafnaði fyrir KR skömmu síðar og fyrir hlé bætti Sæbjörn Guðmundsson við öðru marki fyrir KR og þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik bætti Trausti síðan við sínu öðru marki og jafnaði fyrir Víking. Fleiri urðu mörkin ekki og þessi Reykjavík- urfélög tvö, sem flestir spá góðu gengi í sumar, fóru því á brott með sitt stigið hvort. Fjórði leikurinn í 1. umferð fer fram í kvöld en þá mætast íslandsmeistarar Vals og bikar- meistarar Fram á gervigrasinu í Laugardal og hefst leikur liðanna kl. 20. Uppskeruhátíð SRA: Nokkrir leikmanna Þórs í knattspyrnu eiga nú við meiðsli' að stríða og óvíst er hvort þeir verða klárir í slaginn á laugar- dag, er liðið fær Fram í heim- sókn í Sl-mótinu 1. deild. Halldór Áskelsson hefur verið meiddur í læri frá því í leiknum við A.-Þjóðverja fyrir skömmu en hann verður að öllum líkindum orðinn góður fyrir laugardag. Jónas Róbertsson á við hné- meiðsli að stríða og þarf að fara suður í sprautumeðferð. Ekki er vitað hversu lengi Jónas verður frá. Þá hefur Kristján Kristjánsson ekkert getað æft í þrjár vikur vegna meiðsla í hásin og óvíst er hvænær hann getur hafið æfingar á ný. Litlar líkur eru þó á því að hann verði orðinn leikhæfur um næstu helgi. Árni Þór Árnason fer í uppskurð í dag en hann er að öllum líkindum með rifinn lið- þófa í hné og óvíst er hversu lengi hann verður frá. Ölafur Þorbergsson er einnig meiddur um þessar mundir. Hann er með bólginn ökkla og verður frá æfingum einhverja daga eða vikur. Þá er Páll Gísla- son einnig meiddur og hefur ekk- ert getað æft að udanförnu. Blað- inu er þó ekki kunnugt um það hvers eðlis þau meiðsli eru, eða hversu alvarleg. Loks má geta þess að Bjarni Sveinbjörnsson hefur lítið getað æft að undanförnu vegna hné- meiðsla sinna. Bjarni sem hefur Tarið tvívegis undir hnífinn á undanförnum árum, virðist ætla að eiga enn lengur í sínum meiðslum, þrátt fyrir aðgerðirnar tvær og leikur varla með Þórslið- inu í sumar. frá Akureyri. Hlutverk okkar er jú að gera okkar fólk þannig úr garði að hægt sé að senda það í landslið. Árangur einstakra keppenda hefur verið góður í vetur. Ef við tökum skíðagöngu þá höfum við menn eins og t.d. Hauk Eiríks- son, hann hefur alveg staðið við það sem við bjuggumst við og gert betur því hann hefur mynd- að góðan kjarna af göngumönn- um sem virðast ætla að spjara sig. í alpagreinum erum við búin að vera með forystulið kvenna undaníarin 10-12 ár, og þær stelpur sem hafa verið í vetur eru þær albestu sem við höfum haft í mörg ár, og þær hafa líka staðið sig vel á erlendum vettvangi. Strákarnir eru líka að sækj i á í karlaflokki og ég á von á að svo verði áfram. Hvað aldursflokkinn 13-15 ára varðar þá erum við í samkeppni við staði eins og ísafjörð og Húsavík, það er alltaf keppni þar á milli. Rekstur SRA á síðasta ári var upp á rúntar 3 milljónir króna, og það er nokkuð mikið miðað við 4 mánaða rekstur á ári. Okkur hef- ur gengið þokkalega að afla pen- inga og ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem hafa stutt okkur,“ sagði Þröstur að lokum. EHB í gær var haldin uppskeruhátíö Skíðaráðs Akureyrar að Skíða- stöðum í Hlíðarfjalli. Afhent voru verðlaun í öllum flokkum innanhéraðsmóta SRA, gerð var grein fyrir starfseminni á vetrinum og rætt um helstu málefni, svo sem æfingar í sumar, fyrirhugaðar æfinga- ferðir í Kerlingarfjöll og til Austurríkis, þjálfaramál, skíða- landsliðið o.s.frv. A fjórða hundrað manns mættu á upp- skeruhátíðina. Þröstur Guðjónsson, formaður SRA, sagði að sér fyndist starfið hafa gengið nokkuð vel í vetur og aðsókn í æfingar SRA hefði aldrei verið meiri. SRA hefur aldrei haft jafnmarga starfsmenn á sínum snærum og í vetur, en þá störfuðu 12 þjálfarar hjá ráðinu. „Árangurinn var eins og búast mátti við, og fólk frá SRA er í fremstu víglínu í skíðaíþróttinni í dag, t.d. er stór hluti landsliðsins ára og yngri mætti á uppskeruhátíð SRA á Skíðastöðum í gær. Mynd: tlv Norðurlandamót kvenna í blaki: íslenska liðið í neðsta sæti Sigurður Einarsson úr Reykja- vik var kjörinn formaður Skíða- sambands íslands á ársþingi þess sem frám fór um heigina. Hann var kjörinn í stað Hregg- viðs Jónssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Þá var Walter Hjartarson kjörinn nýr í stjórn SKÍ í stað Trausta Ríkharðssonar sem gaf heldur ekki kost á sér en að öðru leyti er stjórnin óbreytt. Á þinginu kom fram að stefnt er að því að halda þrjú alþjóðleg FlS-mót hér á landi næsta vetur, á Akureyri, ísafirði og í Reykjavík og ætlar SKÍ að tryggja að lágmarksfjöldi erlendra keppenda mæti á þau mót. Þá varð töluverð umræða um Lottóið á þinginu en SKÍ fær nú minni sneið af þeirri köku en áður og eru ekki allir á eitt sáttir um réttmæti þeirrar ákvörðunar. Kvennalandslið íslands í blaki hafnaði í neðsta sæti á Norður- landamótinu sem fram fór í Noregi um helgina og tapaði liðið öllum sínum leikjum í mótinu. Finnar urðu Norðurlanda- meistarar en Norðmenn urðu í öðru sæti. Svíar höfnuðu í þriðja sæti, Danir í því fjórða en íslend- ingar ráku lestina. Karlalið íslands í blaki keppti í Luxemborg um og fyrir helgina í keppni smáþjóða og hafnaði þar í þriðja sæti. Liðið lagði lið San Marinó að velli 3:2 í keppninni um þriðja sætið. Heimamenn sigruðu á mótinu en þeir unnu Kýpurbúa í úrslitaleik, 3:2. Alls tóku 9 þjóðir þátt í þessari keppni og var leikið í tveimur riðlum. Góður árangur og mikill áhugi síðasta vetur Enska knattspyrnan: Liverpool lagt á Wembley - Óheppnin - dómarinn og Beasant sáu um það Já, það urðu svo sannarlegai óvænt úrslit í bikarúrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn. Wim- bledon sem hóf að leika í deilda- keppninni fyrir aðeins 11 árum sigraði Englandsmeistara Liver- pool með einu marki gegn engu og kom þannig í veg fyrir að Liver- pool tækist að verða fyrst enskra liða til að sigra tvívegis í deild og bikar á sama keppnistímabili. En það var ekki burðug knattspyrna sem 100.000 áhorfendum á Wem- bley var boðið upp á. Hafi úrslita- leikur Arsenal og Luton í deilda- bikarnum verið sigur fyrir knatt- spyrnuna, þá var þessi leikur hið gagnstæða og óhætt að segja að knattspyrnan hafl borið lægri hlut í þessum leik sem jafnan er há- punktur knattspyrnutímabilsins á Englandi. Liðin fóru rólega af stað í leikn- um, en leikmenn Wimbledon þó ákveðnari og greinilegt að þeir töldu sig hafa sama rétt á bikarnum og hin- ir frægu mótherjar þeirra. Stórkarla- leg knattspyrna þeirra, háar og lang- ar sendingar virtust fara í taugarnar á liði Liverpool sem er þekkt fyrir nettan og fallegan samleik. En smám saman náði Liverpool betri tökum á leiknum og minnstu munaði að liðið næði forystu á 27. mínútu. Peter Beardsley tók þá góða spyrnu, stakk síðan boltanum inn til Ray Houghton sem gaf fyrir á John Aldridge, David Beasant markvörður Wimbledon hálfvarði, en John Barnes sem fylgdi inn var kominn úr jafnvægi og hitti ekki boltann fyrir opnu marki. Skömmu síðar gerði dómari leiksins, Brian Hill afdrifarík mistök. Beards- ley braust þá í gegn, lenti í samstuði við Andy Thorn en komst þó áfram og skoraði gott mark, en dómarinn flautaði of snemma á brotið og mark- ið var því dæmt af. Á 36. mínútu kom síðan sigurmarkið í leiknum, bakvörðurinn Terry Phelan braust upp vinstri kantinn, en var hindraður af Steve Nicol. Dennis Wise sendi aukaspyrnuna fyrir mark Liverpool og Lawrie Sanchez skallaði í mark, óverjandi fyrir Bruce Grobbelaar markvörð Liverpool. Alan Hansen fyrirliði Liverpool var nærri að jafna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en Beas- ant sá við honum. Síðari hálfleikurinn var alger ein- stefna að marki Wimbledon, leik- menn liðsins lögðust í vörn og börð- ust með kjafti og klóm. Gífurleg bar- átta í leikmönnum liðsins sem hugs- uðu um það eitt að halda marki sínu hreinu. Flestar spyrnur þeirra lentu upp í áhorfendastúkunni og leik- menn liðsins spörkuðu í allt sem hreyfðist. Liverpool fékk þó gullið tækifæri til að jafna leikinn snemma í síðari hálfleiknum er John Aldridge komst í gegn, en var felltur af Clive Goodyear og vítaspyrna dæmd. Aldridge tók spyrnuna sjálfur, en Beasant gerði sér lítið fyrir og varði glæsilega. Þar fór besta tækifæri Liverpool í súginn og þrátt fyrir þunga sókn liðsins til loka leiksins tókst leikmönnum liðsins ekki að jafna og óvæntur sigur Wimbledon í höfn. Lið Liverpool náði sér aldrei á strik í leiknum ef frá er talinn síðari hluti fyrri hálfleiks. Beardsley lék vel í fyrri hálfleik, en gekk lítið í þeim síðari. John Aldridge sást ekki í leiknum og var skipt út af fyrir Craig Johnston. Jan Molby kom einnig inn á fyrir Nigel Spackman, en tókst ekki að breyta neinu. Ray Houghton og Steve McMa- hon hafa oft leikið betur, en mestu munaði um að John Barnes var aðeins skugginn af sjálfum sér. Lítið sást til hans, þrátt fyrir að hann léki gegn Goodyear, þungum og seinum bakverði sem hann hefði leikið sér að á góðum degi. Leikmenn liðsins virtust óttast hina harðskeyttu leik- menn Wimbledon, spiluðu of flatt og gerðu lítið af því að reyna að ein- leika inn í teiginn. En lið Wimbledon er ekkert lamb að leika við og margir leikmenn liðs- ins óyndislegir mótherjar. Það sýndu þeir í leiknum og tókst að sigra þrátt fyrir að Liverpool ætti 90% af leikn- um. Fyrirliðinn og markvörður liðs- ins Beasant átti frábæran leik. Mjög stór og öruggur í teignum þar sem hann ríkti eins og kóngur í ríki sínu. Miðvörðurinn Eric Young átti einnig mjög góðan leik og steig ekki rangt niður fæti allan leikinn. í framlín- unni var John Fashanu mjög sterkur og vann nánast alla skallabolta sem hann fór í. Þessir þrír risar í liðinu báru öðrum fremur uppi liðið, en hinn smávaxni Dennis Wise var einnig mjög góður. Liðið notaði báða varamenn sína í leiknum eins og Liverpool, Laurew Cunningham og John Scales komu inn á fyrir þá Allan Cork og Terry Gibson. En maður leiksins var án efa mark- vörður Wimbledon, David Beasant sem kórónaði daginn með því að handsama FA-bikarinn öruggum höndum frá Díönu prinsessu við mikinn fögnuð sinna manna í leiks- lok. Glæsilegur árangur hjá fram- kvæmdastjóranum Bobby Gould sem tók við liðinu í haust og þjálfar- anum Don Howe. Úrslitin eru þó mjög ósanngjörn, en óvænt úrslit sem þessi gera knatt- spyrnuna eins skemmtilega og raun ber vitni þó að fylgismenn Liverpool eigi örugglega erfitt með að skilja það þessa dagana. ÞLA Úrslitakeppnin: Chelsea byrjar vel - sigraði Blackburn af öryggi 2:0 - Bradford sigraði heima í gær hófst úrslitakeppnin um laus sæti í 1., 2. og 3. deild. Fyrri leikir liðanna í undanúrslitum, en síðari leikirnir verða á miðvikudaginn. Mesta athygli vakti í gær viður- eign Blackburn á heimavelli gegn 1. deildarliði Chelsea sem hefur átt mjög erfltt uppdráttar í vetur. Fyrir þennan leik hafði Chelsea aðeins sigrað einu sinni í síðustu 25 deildarleikjum sínurn. Það var ekki sjálfsöruggt lið er mætti til leiks gegn Blacburn og ekki bætti úr skák að tveir af leikmönnunr liðsins meidd- ust, þeir Tony Dorrigo og John Gordon Durie hefur verið iðinn við að skora fyrir Chelsea að undanförnu og skoraði niikilvægt niark gegn Blackburn í gær. Bumstead. En þrátt fyrir það sýndi liðið ágætan leik og sigraði verð- skuldað með tveim mörkum gegn engu og liðið hefur því góða mögu- leika á að halda sæti sínu í 1. deild. Blackburn hóf leikinn ágætlega og fékk tvö góð marktækifæri í fyrri Úrslitin Úrslit leikja um og fyrir helgina í ensku knattspyrnunni urðu þessi: FA-bikarinn úrslit: Liverpool-Wimbledon 0:1 1. dcild í vikunni: Liverpool-Luton 1:1 Man.United-Vimbledon 2:1 Luton-Nott.Forest 1:1 Nott .Forest-Luton 1:1 Úrslitakeppnin: Um sæti í 1. deild: Blackburn-Chelsea 0:2 Bradford-Middlesbro 2:1 Um sæti í 2. deild: Notts County-Walsall 1:3 Um sæti í 3. deild: Swanesa-Roterhain 1:0 Torquay-Scunthorpe 2:1 hálfleik. Chris Price og Howard Gayle skölluðu báðir framhjá úr góðum færum. Þá vildi liðið fá víta- spyrnu er Simon Garner var felldur af Colin Pates í vítateig, en dómar- inn vildi ekkert sjá. Það var síðan á 2. mínútu síðari hálfleiks að Chelsea náði forystu í leiknum, Kevin Wilson sendi þá góða sendingu fyrir markið og Gordon Durie skoraði með hörkuskoti, óverjandi fyrir Terry Gennoe í marki Blackburn. Chelsea bætti síðara marki sínu við á 70. mín- útu, David Mail mistókst þá sending sem lenti hjá Pat Nevin útherja Chelsea, hann var ekki að tvínóna við hlutina, heldur sendi knöttinn með þrumuskoti af 25 metra færi í bláhornið uppi á marki Blackburn. Það verður því erfitt fyrir Black- burn að vinna upp þetta forskot Chelsea í síðari leiknum á miðviku- dag. Bradford náði að knýja frant sigur á heimavelli gegn Middles- brough með tveim mörkum gegn einu, en leikmenn Middlesbrough eiga síðari leikinn á heimavelli og ættu því að geta afgreitt Bradford. Walsall kom mjög á óvart með 3:1 sigri á útivelli gegn Notts County í keppni um sæti í 2.deild, en baráttan um sætið í 3. deild er hörð, Swansea og Torquay sigruðu bæði með eins marks mun á heimavelli sínum. ÞLA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.