Dagur


Dagur - 16.05.1988, Qupperneq 15

Dagur - 16.05.1988, Qupperneq 15
16. maí 1988 - DAGUR - 15 Þessar duglegu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og söfnuðu 1583 krónum. Þær heita, f.v.: Arna Jórunn Óskarsdóttir, Ellen Sæmundsdóttir og Eydís Eyþórsdóttir. Kærar þakkir. Heildarvelta í smásöluverslun: Rúmlega helmingur veltunnar í Reykjavík! Upplýsingar um heildarveltu einstakra atvinnugreina árið 1987 liggja nú fyrir. Þær tölur sem hér um ræðir eru unnar mánaðarlega úr söluskatts- framtölum og sýna heildar- veltu í hverri grein, þ.e. bæði þann hluta sem er söluskatts- skyldur svo og þann hluta sem er undanþeginn söluskatti. Söluskatturinn og aðrir óbeinir skattar eru meðtaldir í heildar- veltunni. I byrjun október var settur 10% söluskattur á ýmsar vörur sem áður voru undan- þegnar söluskatti og gætir áhrifa frá þeirri breytingu í þessum tölum. Veruleg aukning í sölu á bflum Heildarvelta í smásöluverslun á árinu 1987 var rúmlega 54 millj- arðar króna og jókst um rúmlega 32% frá árinu 1986. í almennri heildverslun varð veltuaukningin nokkru meiri eða um 34%. Veru- leg aukning varð í sölu á bílum og bílavörum eða rúmlega 58% og nam heildarveltan rúmum 13 milljörðum króna. Verslun með byggingarvörur jókst um tæp 40% á síðasta ári eða úr rúmum 5,6 milljörðum í tæpa 7,9 millj- arða króna. í heild jókst veltan í verslunargreinum um rúmlega 36% og var á árinu 1987 um 107,2 milljarðar króna. Nokkru meiri veltuaukning varð í þjónustugreinum en í verslunargreinum. í þeim þjón- ustugreinum sem eru söluskatts- skyldar varð veltuaukningin rúm- lega 41%. Heildarvelta í vörugrein- um iðnaöar Tölur um veltubreytingar í vöru- greinum iðnaðar gefa ekki eins skýra heildarmynd og fyrir versl- unar- og þjónustugreinar, þar sem um helmingur veltunnar í iðnaði er undanþeginn söluskatti. Samkvæmt söluskattsskýrslum nam heildarveltan í vörugreinum iðnaðar 35,4 milljörðum króna og jókst um 34,4% frá árinu 1986. Til samanburðar við ofan- greindar veltutölur má nefna að vísitala vöru og þjónustu hækk- aði um 18,5% milli áranna 1986 og 1987 og má af því ráða að umsvif í verslun hefi aukist að raungildi á sama tíma um tæp 15% en í þjónustugreinum nokkru meira eða 19%, en hér er um grófar vísbendingar að ræða þar sem vægi einstakra liða í vísi- tölu vöru og þjónustu kann að vera annað en í veltutölunum. Smásöluverslun 51.3 Almenn heildverslun 86.1 Sala á bílum og bílavörum 89.7 Byggingarvöruverslun 48.4 Verslun alls 65.8 Rúmlega helmingur heildarveitunnar er í Reykjavík Ef litið er á hlutdeild einstakra landshluta í heildarveltu verslun- argreina kemur í Ijós að rúmlega helmingur heildarveltunnar í smásöluverslun er í Reykjavík, sem er töluvert hærra en hlutfall íbúa í höfuðborginni af heildinni. Á Reykjanesi er þessu hins vegar öfugt farið þar sem veltuhlutfall- ið í smásöluverslun er mun lægra en íbúahlutfallið. Annars staðar á landinu gætir meira samræmis milli þessara hlutfalla í smásölu- verslun. Almenn heildverslun og sala á bílum og bílavörum er að langmestu leyti skráð í Reykja- vík og á Reykjanesi, eða um 95% af heildarveltunni í báðum grein- um. Svipaða sögu er að segja um byggingarvöruverslun, þar sem tæplega 84% af heildarveltunni fer fram á suðvesturhorni landsins. Eins og sést af töflunni 52.8 14.6 15.4 34.1 31.8 84.7 8.0 9.6 5.9 5.7 88.1 4.9 7.4 5.3 4.5 51.8 35.2 31.7 16.4 16.5 66.6 13.0 13.9 21.2 19.5 hér að ofan breytast þessi hlutföll nokkuð milli áranna 1986 og 1987. Sérstaklega vex hlutur Reykjavíkur í smásölu- og bygg- ingarvöruverslun. í smásöluversl- un á kostnað landsbyggðarinnar en í byggingarvöruverslun verður vöxturinn á kostnað Reykjaness. Heildarvelta skv. söluskatts- framtölum (m.kr.) 1986 1987 Veltu- breyting Smásöluverslun 40.822 54.033 32.4 Almenn heildverslun 23.967 32.082 33.9 Sala á bílum og bílavörum 8.333 13.194 58.3 Byggingarvöruverslun 5.637 7.886 39.9 Ýmsar þjónustugreinar 12.446 17.562 41.1 Vörugreinar iðnaðar 26.331 35.393 34.4 Hlutdeild einstakra landshluta í heildarveltu verslunargreina í prósentum. Reykjavík Reykjanes Aðrir landshlutar 1986 1987 1986 1987 1986 1987 íbúahlutfall 1.12.1987 37.8 23.9 38.3 Kaupþing Norðurlands hf. hefur sölu á skammtímabréfum Kaupþing Noröurlands hf. hef- ur í samvinnu viö Kaupþing hf. hafið sölu á skuldabréfum úr nýjum verðbréfasjóði sem fengið hefur nafnið Peninga- markaðssjóðurinn. Sjóðurinn gefur út skammtímabréf á pen- ingamarkaði. Markmið sjóðs- ins er að gefa sparifjáreigend- um kost á að ávaxta fé til skamms tíma á verðbréfa- og peningamarkaði. Peningamarkaðssjóðurinn bindur fé sitt með kaupum á ríkisvíxlum, skammtímabréfum banka og sparisjóða og spari- skírteinum sem koma til inn- lausnar innan árs. Kaupendur skammtímabréfa bera engan kostnað við kaup eða sölu bréfanna. Því geta sparifjár- eigendur sem hafa fé til ráð- stöfunar í skamman tíma - frá 2 vikum upp í sex mánuði - ávaxt- að skammtímafé sitt með mun betri hætti en hingað til hefur verið hægt. Kaupendur taka þátt í áhættudreifðum peningamark- aðssjóði, þar sem áhersla er lögð á hámarksöryggi jafnframt því sem leitað verður að hagstæðustu vöxtum á skammtímapeninga- markaði hverju sinni. Með hliðsjón af núverandi markaðsvöxtum má reikna með að ávöxtun skammtímabréfa verði á bilinu 7-8% umfram verð- tryggingu. Skammtímabréf eru seld í 10, 100 og 500 þúsund króna einingum. Tónlistarskólinn á Akureyri: Síöustu vortónleik- amir á miðvikudag Áttundu og síðustu vortónleik- ar á skólaárinu verða í Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 18. maí, og hefjast þeir á óvenju- legum tíma eða kl. 18.30. Þar verður flutt orgel- og gítartón- list. Að sjálfsögðu er allt áhugafólk velkomið á vortónleikana sér að kostnaðarlausu. Stórsveit (Big-Band) skólans er að undirbúa tónleikaferð á vinabæjamót til Randers í Dan- mörku, og sem þáttur í fjáröflun fyrir þá ferð heldur sveitin opin- bera tónleika sem auglýstir verða síðar. Tónlistarskólanum verður síð- an slitið í Akureyrarkirkju föstu- daginn 20. maí kl. 17 og era nemendur, foreldrar og annað áhugafólk hvatt til að mæta. Söhunaður Við leitum að sölumanni til starfa hjá rót- grónu vaxandi heildsölufyrirtæki. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455. Rafveita Siglufjarðar Vélstjórar - Vélstjórar Vélstjóra vantar aö Skeiðsfossvirkjun í 15 mánuði frá 1. júní nk. Starfið verður veitt frá 1. júní nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi S.M.S. og bæjarstjórnar Siglufjarðar. Allar nánari upplýsingar gefa Sverrir Sveinsson veitustjóri, símar 96-71700 og 96-71414 og Heiðar Albertsson stöðvarstjóri, símar 96-73222 og 96-73203. Dalb r heimili aldraðra Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra á Dalbæ, Dalvík, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf um miðjan júlí. Einnig vantar hjúkrunarfræðing í fullt starf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður og hjúkrun- arforstjóri í símum 96-61379 eða 61378.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.