Dagur - 16.05.1988, Síða 16
Kodak ^
Express
Gæöaframköllun
Tryggðu
filmunni
þinni
það besta!
cPedí6myndir’
Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520.
Atvinnuástandið:
800 manns án
atvinnu í mars
I marsmánuði sl. voru skráðir
17.300 atvinnuleysisdagar á
landinu öllu sem er nánast
sami fjöldi og skráður var í
febrúar. Þetta jafngildir því að
800 manns hafi að meðaltali
verið á atvinnuleysiskrá allan
mánuðinn.
Þetta svarar til 0,7% af áætluð-
um mannafla á vinnumarkaði
samkvæmt spá Þjóðahagsstofn-
unar. í marsmánuði í fyrra voru
skráðir atvinnuleysisdagar 12.300
eða 5.000 færri en nú. SS
Austur-Húnavatnssýsla:
Sauðburður hefst
með seinna móti
Sauðburður virðist almennt
hefjast seinna í Húnaþingi á
þessu vori, en verið hefur á
undanförnum árum. Ástæða
þess er trúlega sú að síðan
búmark fór að sníða bændum
þrengri stakk varðandi fram-
leiðslu hafa þeir valið þann
kostinn að láta féð bera seinna
til að minnka kostnað við vor-
fóðrun, jafnvel þó að dilkar
kunni að verða léttari til frá-
lags að hausti vegna þess.
Vegna takmarkana á fram-
leiðslurétti hafa margir bændur
gemlingana gelda en það eru ein-
mitt þeir sem hafa verið látnir
bera fyrst.
Að sögn Sigurðar H. Péturs-
sonar, héraðsdýralæknis í A,-
Hún. hefur verið mikið að gera
hjá honum vegna sauðburðar
strax um mánaðamótin apríl-maí
á undanförnum árum. Það sem af
er þessu vori hefur aftur á móti
verið rólegt og komið var með
tvær fyrstu kindurnar í keisara-
skurð sl. mánudag. Almennt
mun sauðburður hefjast viku til
tíu dögum síðar nú, en venja hef-
ur verið. fh
Skipagata 13 á Akureyri:
Staðsetning hússins kæru-
mál hjá ríkissaksóknara
Húseignin Skipagata 13 á
Akureyri er gamalt þrætuepli.
Hjá skipulagsdeild bæjarins
fengust þær upplýsingar að á
lóðinni ættu að vera bflastæði
samkvæmt miðbæjarskipulag-
inu og því yrði að fjarlægja
húsið. Það stendur hins vegar
sem fastast og kemur í veg fyrir
að hægt sé að Ijúka við gerð
bflastæða á þessu svæði og
framfylgja skipulaginu. Akur-
eyrarbær lagði fram kæru á
eigendur hússins veturinn 1986
og nú er málið á borði ríkis-
saksóknara.
Málið var sent ríkissaksóknara
í júlí ’87 og átti hann að kveða
Þetta hús kemur í veg fyrir að hægt sé að Ijúka við gerð bílastæða á þessu svæði. Mynd: gb
Seiðaeldisstöðvar í Skagafirði:
Enn er eftir að selja meiri
hluta framleiðslu stöðvanna
„Það var svo sem alveg vitað
mál að þetta yrði svona.
Reynsla síðustu ára segir okk-
ur það. Það breytir því ekki að
við seltuvenjum seiðin núna
seinna í mánuðinum og síðan
er reiknað með að fyrri farm-
urinn fari út um 10. júní. Já!,
það verður búið að ganga frá
sölu þá,“ sagði Reynir Pálsson
hjá Miklalaxi í Fljótum. Enn
hafa seiðaeldisstöðvarnar 3 í
Skagafirði ekki gengið frá
sölusamningum, frekar en aðr-
ar stöðvar í landinu. Lætur
nærri að það séu allt að 700-
800 þúsund seiði sem Fljóta-
stöðvarnar og Hólalax treysta
á að selja út. Er Noregsmark-
aðurinn talinn vænlegastur.
Frá hvorri stöðinni, Miklalaxi
og Fljótalaxi fara um 350 þúsund
seiði á markað í vor. En Reynir í
Miklalaxi er ekkert hræddur við
erlenda markaðinn, ef stöðvarn-
ar geta útvegað flutning á seiðun-
um þegar kallið kemur. Það eru
þeir Miklalaxmenn með á hreinu,
Sauðárkrókur:
Einn á 143 km hraða
- Óvenjumikill hraðakstur
Óvenjumikið hefur verið um
hraðakstur á Sauðárkróki og í
nágrenni bæjarins undafarið.
Að sögn lögreglu hafa 10 öku-
menn verð teknir fyrir of hrað-
an akstur á tímabilinu frá mán-
aðamótum apríl-maí til síðasta
mánudagskvölds.
Þar af voru þrír ökumenn
sviptir ökuleyfinu á staðnum.
Einn var tekinn á 143 á Sauðár-
króksbraut og tveir í bænum á
hundraði og þar yfir. Til að vinna
bug á þessari tilhneigingu öku-
manna hefur lögreglan því gripið
til þess ráðs að beita radarmæl-
ingum í auknum mæli. -þá
tóku fyrir nokkru skip á leigu til
að annast flutninga.
Miklilax stílar eingöngu á sölu
erlendis, en að sögn Teits Arn-
laugssonar eru þeir í Fljótalaxi
þegar búnir að selja 100 þúsund
seiði til innlendra seiðaeldisfyrir-
tækja. Og er reiknað með að um
helmingur framleiðslu Fljótalax
verði seldur innanlands svo fremi
sem eðlilegt magn fari til sjóeldis
í ár. Tvö sl. ár hefur fyrirtækið
selt mikið magn seiða til írlands
en sá markaður lokaðist í ár.
Teitur reiknar ekki með að farið
verði að seltuvenja seiðin fyrr en
að 4-6 vikum liðnum.
Úr Hólalaxi fara 200 þúsund
seiði í vor. Jón Stefánsson fram-
kvæmdastjóri segir að veiðifélög-
in kaupi alltaf ákveðinn hluta af
framleiðslunni, en meirihluti
framleiðslunnar færi til sölu er-
lendis. Engir samningar hafa ver-
ið gerðir og ekkert annað að gera
en bíða og sjá. Ekkert liggur því
á að seltuvengja seiðin fyrr en
séð verður hvernig salan verður
og hvernig hún skiptist. En það
sem fer á heimamarkað seltu-
venja kaupendur sjálfir. -þá
upp úrskurð sinn enda um opin-
bert mál að ræða en að sögn
Hreins Pálssonar bæjarlögmanns
hefur það gengið hægt fyrir sig
þrátt fyrir ítrekanir. Hann bjóst
þó við að málið yrði afgreitt hjá
saksóknara á næstunni.
„Ég get því ekkert sagt til um
það ennþá hvaða stefnu málið
tekur og hvort ákært verði vegna
óleyfilegrar stöðu hússins, eins
og vísað var til í kærunni, brott-
nám ólöglegs ástands, eins og
það heitir í lögunum. Það fellur
undir lög um meðferð opinberra
mála og ef ríkissaksóknari ákærir
þá verður málið rekið af hálfu
ríkisins, bærinn kemur ekki beint
þar inn í þótt hann sé kærandi,"
sagði Hreinn.
Hlutafélagið Skipagata 13 er
eigandi hússins og er Jón Stein-
dórsson þar í forsvari. Hreinn
Pálsson sagði að eigendurnir
hefðu fengið bráðabirgðaleyfi
fyrir staðsetningu hússins árið
1957 og gilti það til 10 ára. Síðan
hefði ekkert verið gert í málinu
fyrr en byrjað var á miðbæjar-
skipulaginu. „Húsið átti að fara
1978, þannig að þetta mál á eigin-
lega 10 ára afmæli núna,“ sagði
Hreinn.
Dagblaðið Vísir og Verslunin
Skemman eru til húsa að Skipa-
götu 13 og óvíst er hve lengi DV
og Skemman fá að vera á þessum
stað, en svo lengi sem málið velt-
ist um í „kerfinu" verður ekki
hróflað við húsinu. SS
Eyjafjöröur:
Öm á
sveimi
Örninn, konungur fuglanna, er
sjaldgæfur hér á landi og sjálf-
sagt eru áratugir síðan hann
hefur komið í konunglega
heimsókn til Eyjafjaröar.
Steinberg Friðfinnsson, Spóns-
gerði í Arnarneshreppi, sá þó
öm á flugi yfir Eyjafirði fyrir
skömmu og vakti hann mikla
athygli þar á bæ.
„Það hlaut að vera eitthvað
óvenjulegt á seyði því fuglarnir
görguðu og það var heilmikið
fjaðrafok. Eg leit upp og kom þá
auga á örninn sem hnitaði hringi í
loftinu. Gæsir, endur og veiði-
bjöllur forðuðu sér með látum en
hrafninn virtist ekki eins hræddur
og hann vildi greinilega skoða
þennan gest nánar. Við náðum í
kíki og fylgdust með erninum
í einar 10 mínútur,“ sagði Stein-
berg.
Hann sagðist ekki geta áttað
sig á því hvað örninn gæti verið
gamall. Hann hefði hins vegar
verið stór og tígulegur, vænghaf-
ið mikið. Hann var dökkur og
dálítið úfinn. Örninn hélt síðan
flugi sínu áfram inn fjörðinn og
úr sjónmáli. „Ég veit ekki til þess
að örn hafi sést á þessum slóðum
í áratugi,“ sagði Steinberg. SS