Dagur - 30.06.1988, Qupperneq 3
30. júní 1988 - DAGUR - 3
Nýkomin sending af fallegum
sumar- og heilsársfatnaði
frá 'BtomdteK*
Ifticific Club
BRANDO
CRÉATION ÉLEGANie OE 8B
t*c Sjón er sögu ríkari l ★
SlMI
(96)21400
Lögreglan ásökuð um seinagang:
„Ég harma þessi ummæli“
- segir Ólafur Ásgeirsson um ásakanir í garð lögreglu
vegna leitarinnar að fólkinu á Sprengisandi
Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn á Akureyri,
hafði samband vegna fréttar
af fólkinu sem týndist á Nýja-
bæjarafrétt á Sprengisandi.
Ólafur sagði að aðstandendur
þeirra týndu hefðu stórlega
hallað réttu máli með því að
segja að lögreglan hefði ekki
brugðist nógu skjótt við til
aðgerða og leitar.
Ólafur sagði að lögreglunni
hefði verið tilkynnt um að fólks-
ins væri saknað kl. 15.30 á mánu-
dag. Eftir það og allt þar til fólkið
fannst aðfaranótt þriðjudags
hefði það verið aðalstarf varð-
stj óra, aðstoðaryfirlögregluþj óns
og fjölda annarra aðila að sinna
þessu máli með fyrirspurnum og
beiðnum um aðstoð.
Að sögn Ólafs var aðalvanda-
málið það að ekkert var vitað
hvert fólkið hefði farið fyrr en kl.
23.00 á mánudagskvöld en þá
hefði maður haft samband við
lögregluna og gefið upplýsingar á
þá leið að kunningi sinn segðist
hafa hitt Magnús Vilmundarson
að morgni sunnudags og hefði
Magnús þá sagst ætla að líta upp
á Sprengisand úr Bárðardal.
Petta varð til þess að fólkið
fannst skömmu síðar.
Lögreglan var allan tímann í
stöðugu og góðu sambandi við
aðstandendur hinna týndu en
enginn ættingi vissi hvert fólkið
hafði farið. Voru ýmsir staðir
nefndir s.s. Bárðardalur,
Fjörður, Hornafjörður o.fl. Aug-
lýst var eftir bílnum í útvarpi og
sjónvarpi en engar upplýsingar
bárust þrátt fyrir það. Á mánu-
dagskvöld voru leitarstjórar
Flugbjörgunarsveitar og Hjálpar-
sveitar skáta kallaðir á lögreglu-
stöðina, haft var samband við
nærliggjandi lögreglustöðvar,
hringt á þá bæi í Bárðardal sem
samband náðist við, einnig í
hótel og bensínafgreiðslur.
Samband var haft við flugturn
og brást Sigurður Aðalsteinsson
hjá Flugfélagi Norðurlands skjótt
við og snemma var flugvél tilbúin
til að fara til leitar þegar ein-
hverjar vísbendingar bærust um
ferðir fólksins.
Ólafur Ásgeirsson sagði að
lokum að hann harmaði að fram
hefði komið það álit aðstandenda
hinna týndu að lögreglan hefði
ekki staðið sig eins og skyldi. Þá
bæri að taka sérstaklega fram að
Flugbjörgunarsveitin, Hjálpar-
sveit skáta, lögreglan á Akureyri,
Húsavík o.v. og Sigurður Aðal-
steinsson hjá FN hefðu brugðist
svo vel við að til fyrirmyndar
væri.
Hilmar Guðmundssson, bróðir
konunnar sem týndist, hafði
einnig samband og taldi að lög-
reglan hefði gert allt sem í henn-
ar valdi stóð til að bregðast rétt
og eðlilega við og að ummæli um
vanhæfni lögreglu væru ekki frá
sér eða konu sinni komin. EHB
Fylgst náið með...?
Raufarhöfn:
Gömul verbúð rifin
Nýverið var gömul verbúð í
eigu SR á Raufarhöfn rifin.
Húsið hefur lengi staðið autt
og verið smátt og smátt að
grotna niður. Það var lengst af
notað sem íbúðarbraggi og
mötuneyti fyrir starfsfólk Síld-
arverksmiðju ríkisins á síldar-
árunum.
Árni Sörensson verksmiðju-
stjóri SR segir að lítil eftirsjá hafi
verið í húsinu og að hreppurinn
og heilbrigðiseftirlit hafi lengi
krafist þess að yrði rifið.
„Það hefur lengi verið geymt í
því gamalt drasl og ekki hefur
gefist tími til að rífa það fyrr en
nú. Ég er nú ekki svo gamall í
hettunni að ég þekki sögu
hússins, en ég er ekki áhugamað-
ur um gamalt drasl og hef aldrei
heyrt neinn minnast á að eftirsjá
væri í húsinu. Húsið var væntan-
lega byggt milli 1930-40, og þá
fyrir Norðmenn þegar þeir voru
með verksmiðjuna hér áður fyrr.
Þetta þótti vera orðið staðnum til
mikillar óprýði, ryðgað og ljótt
og krakkar farnir að tína rúðurn-
ar úr því,“ sagði Árni Sörensson.
kjó
Kartöfluverksmiðjan Kjörland:
„Erum með mun betri vöru“
- segir Guðmundur Ingólfsson framkvæmdastjóri
Rekstur kartöfluverksmiöj-
unnar Kjörlands á Svalbarðs-
strönd hefur farið batnandi að
undanförnu og að sögn Guð-
mundar Ingólfssonar fram-
kvæmdastjóra virðist nokkuð
bjart framundan hjá fyrirtæk-
inu. Kjörland selur franskar
kartöflur undir heitinu Frans-
man og þá hefur fyrirtækið
einnig hafið sölu á forsoðnum
kartöflum.
„Við erum með mun betri vöru
í dag og henni hefur verið tekið
mjög vei. Við kaupum ennþá
kartöflur af sömu framleiðend-
um og áður en hráefnið er betra í
dag. Kartöflurnar eru heldur
mjölmeiri en voru á rigningarár-
unum og þá var vinnslunni breytt
upp úr áramótum. Salan hefur
verið heldur að aukast að undan-
förnu og nú erum við komnir
með Fransman kartöflur í allar
helstu verslanirnar á Reykjavík-
ursvæðinu en með því hefur verið
stigið stórt skref,“ sagði Guð-
mundur ennfremur.
Sala á frönskum kartöflum er
nokkuð jöfn yfir árið en þó dett-
ur hún talsvert niður á haustin,
þegar nýjar kartöflur koma á
markaðinn. Hjá Kjörlandi vinna
13 manns en framundan er
sumarfrí flestra starfsmanna og á
meðan framleiðsla liggur niðri,
verður tækjabúnaður fyrirtækis-
ins yfirfarinn. -KK
Unnið að niðurrifí hússins.
KONUR
í Golfklúbbi Akureyrar
Áríðandi fundur í kvöld
kl. 20 að Jaðri.
Stjórnin.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Skrifstofa skólans veröur lokuð frá og meö 1
júlí til 8. ágúst.
Skólameistari.