Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 5
^npysmber 19g|3 - DAGWP r § kvikmyndarýni Jón Hjaltason KrókódíUiim ljúfur sem lamb Borgarbíó sýnir: Krókódíla Dundee II. Leikstjóri: John Cornell. Aðalhlutverk: Paul Hogan og Linda Kozlowski. Paramount Picturcs 1988. Hvernig á að varast vondar myndir? Pessi spurning kemur sjálfsagt oft upp í huga bíófara. Eitt ráðið er að forðast sem heit- an eldinn allar þær myndir sem hafa tvo í enda heitis. Það má heita regla að sé gert framhald af vel lukkaðri bíómynd þá verður sú viðbót heldur þunnur þrett- ándi. En engin regla er án undan- tekningar. Ein þeirra er Krókó- díla Dundee II. Það er næsta víst að hafi bíógestum fallið fyrri myndin í geð þá veldur sú síðari (eða næsta ætti ég kannski að segja) þeim engum vonbrigðum. Ef eitthvað er þá er hún betri en sú fyrri. Dundee býr nú í New York og heillar þar alla með falsleysi sínu og góðglettni. En hann lendir á bólakaf í vondu máli og unnustu hans er rænt af eiturlyfjasmyglur- um. Upphefst þá mikil barátta við að endurheimta hana úr klóm mannræningjanna og síðan að vernda hana fyrir frekari ágangi af þeirra hálfu. En þá vilja þeir reyndar ekki aðeins hafa hendur í hári hennar heldur einnig kló- festa Dundee sjálfan sem Ieikið hefur sjálfsálit þeirra illa. Þannig vill til að fyrir hlé fylgj- umst við með krókódílamannin- um í New York en eftir hlé er hann kominn til Ástralíu. En það er ekki aðeins að myndin skiptist þannig á milli heimsálfa heldur verða einnig í henni ákveðin kaflaskipti við þessa heimshorna- flutninga er lúta að skemmtileg- heitum. En Krókódíla Dundee II er ekkert annað en blanda af skemmtilegheitum, þægilegheit- um og spennu og á því að metast með hliðsjón af því. En sem sagt, New York-kaflinn er frábær. Þar tekst að hrista blönduna saman í öllum réttu hlutföllunum en þeg- ar kemur til Ástralíu slær heldur í bakseglin hjá John Cornell. Þar er hann nokkuð fjarri því að ná að nýta alla kosti sem persóna Dundees býður upp á, einkum vegna þess að allur tíminn fer í einn heljarmikinn eltingarleik einhvers staðar úti í óbyggðum. En myndin verður þó hvergi leiðinleg og þá er tilganginum víst náð. Það er annars athyglisvert hvað Krókódíla-Dundee hefur náð miklúm vinsældum í heiminum. Ég hugsa að þeir hafi ekki verið margir sem fyrirfram spáðu hon- um velgengni á hvíta tjaldinu. En í meðförum Paul Hogans verður Dundee ein geðugasta persónan sem varpað hefur verið á hvíta tjaldið. Hann lítur á lífið sem leik og Iifir í samræmi við það. Hon- um er ekkert ofvaxið, hann er náttúrubarnið sem allt leikur í höndunum á, menn jafnt sem stórar sveðjur. Samkeppni við náungann er fjarri Dundee, hann lifir fyrir líðandi stund. Að vísu virðist hann vera búinn að tryggja sig í ellinni með földum gullnámum er hann tók í arf eftir frænda sinn. En honum dettur ekki í hug að arðræna náttúruna á meðan hann hefur til hnífs og skeiðar. Gullið fær að liggja kyrrt. Og er þetta ekki einnritt besta lýsingin á lífsspeki krókó- dílamannsins? Eða hver annar en hann gæti staðist freistingar hins gula eðalmálms? Aðventu- tónleikar Passíukórsins verða haldnir í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30. Efnisskrá: Messe de minuit eftir M.A. Charpentier. Meine Seele erhebt den Herrn eftir C.P. Telemann. Flytjendur: Margrét Bóasdóttir sópran, Liza Lillicrap sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Michael Jón Clarke tenór, Kristinn Sigmundsson bassi. Björn Steinar Sólbergsson, orgel, félagar úr Kammersveit Akureyrar og Passíukórinn, Passíukórinn. AJJar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags. Nýjung frá Esso- nesti við Leiruveg Bensín og díseleldsneyti afgreitt á kvöldin frá sælgætissölu. Sjá Ifsa fgreiðsla Esso-nesti við Leiruveg. v Ný þjónusta á Norðurlandi Latex heilsudýnur í öllum stærðum. Svefnsófar, svampdýnur. Athugið! Aðeins úrvals 35 kg svampur, stífur og mjúkur. V/SA 10-75% afsláttur Vl'rsliö viö fagmann. Svampur og bólstrun Austursíöu 2, sími 96-25137. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 1. desember 1988 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Heim- ir Ingimarsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Laufabrauð * Laufabrauð Erum farin að taka niður pantanir í okkar vinsæla laufabrauð. Athugið að panta tímanlega, það er allra hagur. •<^^v Brauðgerð KEA Sími 21400. ■ III framsóknarmenn llll 8111 AKUREYRI Aðalfundur Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Akureyri verður haldinn þriðjudaginn 29. nóvember 1988 að Hafnarstræti 90, kl. 20.30. Dagskrá: 1. yenjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. *■ Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.