Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 14
14 - DÁGUR - 29. nóvember 1988
Vinningstölur 26. nóvember 1988
Heildarvinningsupphæð kr. 24.301.636.-
5 tölur réttar kr. 14.280.206.-
Skiptist á milli 2ja vinningshafa kr. 7.140.103.-
Bónustala + 4 tölur réttar kr. 1.487.126.-
Skiptist á milli 18 vinningshafa kr. 82.507.- á mann.
4 réttar tölur kr. 2.561.832.-
Skiptist á milli 483ja vinningshafa kr. 5.304.- á mann.
3 tölur réttar kr. 5.974.472.-
Skiptist á milli 15.241 vinningshafa kr. 392.- á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Eiginmaður minn,
ÓLAFUR KJARTANSSON,
bóndi
Litla-Garði, Saurbæjarhreppi,
lést 23. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30.
nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Heiðbjört Kristinsdóttir.
Faðir okkar,
FRIÐRIK KJARTANSSON,
bifreiðastjóri,
Víðilundi 12 g, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag þriðjudaginn 29.
nóvember kl. 13.30.
Bryndís Friðriksdóttir,
Róbert Friðriksson,
Kjartan Friðriksson.
Minning:
BrynMdur Guðmundsdóttir
Fædd 20. ágúst 1933 - Dáin 19. nóvember 1988
„Það syrtir að er sumir kveðja“
D.St.
Allt of margir hafa kvatt. Ég hugsa
um alla þá sveitunga, sýslunga, vini
og kunningja sem ég hef orðið að sjá
á bak og hve margir hafa orðið að
lúta fyrir sama sjúkdómi. Nú hún
Brynhildur í Köldukinn. - Mig lang-
ar til að segja. - Nei, nei það getur
ekki verið.
í huga mínum býr mynd hennar
enn svo glögg. Hún sem ætíð var svo
ötul og dugleg, full bjartsýni og
starfsorku. Minningarnar þyrpast að.
Það fylgir gleði og ómur af söng og
tónlist flestum mínum minningum
um hana. Sé hana standa á palli og
syngja í kór eða svífa um gólfið í
létta dansinum eins og stúlku á tví-
tugsaldri. Draga fé í réttum, kapps-
fulla og rjóða í vöngum. Smyrja
brauð, skreyta tertur og framreiða
gómsæta rétti, dúka og bera á veislu-
borð.
Við vorum saman í kaffinefnd í
kvenfélaginu. Öll smávandamál sem
upp komu í því starfi urðu að engu,
því alltaf sá Brynhildur úrræði.
Hvert verk lék henni í höndum, hún
var bæði afkastamikil og velvirk.
Það var á góðri stundu „sauma-
klúbbsins", konurnar sátu með
handavinnu sína. „Af hverju flýtir þú
þér svona mikið?“ Sonur minn ungur
ávarpaði Brynhildi þessum orðum.
Hún brosti og kvaðst ekkert vera að
flýta sér. En aldrei hafði hann séð
prjóna ganga svona hratt.
Einu sinni kom ég inn í vinnuher-
bergi hennar. Það var rétt fyrir jólin.
Þar inni var sem barnafatabúð,
íþróttagallar, kjólar og „dress“ á
barnabörnin hengu þar uppi um alla
veggi.
Minnisstætt er mér þegar þau hjón
buðu til fagnaðar heima í Köldukinn
í tilefni af fimmtugsafmæli Kristófers.
Það var ógleymanleg stund og átti
um margt fáa sína líka. Þá bjuggu
fjórir ættliðir þar undir sama þaki og
nutu sín allir vel. Gamla konan
Guðrún, móðir Kristófers, sat
prúðbúin í peysuföjum í sínu önd-
vegi. Ég hafði orð a því við hana að
mér þætti hún eera vel að búast svo.
Hún svaraði: „Eg mátti til, ég er ekki
viss um að ég lifi marga svona gleði-
daga hér eftir.“
Hrefna dóttir þeirra hjóna bjó þá
enn heima og hennar maður Jakob
Svavarsson. Þau voru að byggja hús
sitt á Blönduósi. Erla litla dóttir
þeirra trítlaði um gólfin hjá afa og
ömmu í Köldukinn og gladdi augu
gestanna með návist sinni. Guðrún
Kristófersdóttir varð sautján ára
þennan dag sem haldið var upp á
fimmtugsafmæli pabba hennar.
Jónas Tryggvason spilaði á gamla
orgelið. Kristján og Jakob báru
„söngveigar" óspart til gestanna og
svo var sungið og sungið. Ég man
hvað mér þótti gaman að syngja
þetta kvöld. Svo fór Jónas að kvarta
yfir einni nótu að hún ýldi. „Vertu
ekki að kvarta yfir þessari einu nótu
spilaðu bara þess meira á hinar,"
sagði Kristófer. En nú fór í verra fóta-
fjölin slitnaði niður. - „Ekki förum
við að gera við núna, saumum það
upp áður en ég verð sextugur." Nú
I tóku gítar- og harmoníkuleikarar við
undirleiknum. Þar var Jón, bróðir
Kristófers, góður liðsmaður. Næst
þegar ég kom að Köldukinn var
komið nýtt hljóðfæri í stofuna.
Böm þeirra Brynhildar og Kristófers
eru þrjú. Elstur er Kristján fæddur 9.
júnt' 1955. Hans kona er Margrét
Hallbjörnsdóttir frá Blönduósi og
eiga þau tvær dætur og einn son.
Næst er Hrefna fædd 13. apríl 1957.
Hennar maður er Jakob Svavarsson
frá Síðu. Þau eiga tvær dætur. Yngst
er Guðrún fædd 16. febrúar 1962.
Hennar maður er Páll Ingþór Krist-
insson frá Blönduósi. Þau eiga tvo
syni. Öll börnin eru búsett á Blöndu-
ósi og eiga þar sín hús og heimili.
Mikill hamingjudagur í lífi fjöl-
skyldunnar var 20. ágúst 1983. Þá
hélt Brynhildur upp á fimmtugs-
afmæli sitt. Þá giftu Kristján og Mar-
grét sig og létu skíra elsta barn sitt
Ragnheiði.
Það segir sína sögu um heimilis-
hald Brynhildar að þar áttu foreldrar
Kristófers, Guðrún og Kristján
heimili sín síðustu ár. Ótalin eru öll
þau börn og unglingar sem þar áttu
sumarvöl. Jafnvel fyrir sjö ára mann
sló Brynhildur upp veislu sem mirnti
á stórafmæli.
Ætíð var hún veitandi. Veitandi af
rausn á heimili sínu. Veitandi af
hjálpsemi þegar þess þurfti við. Alltaf
veitandi sitt hlýlega og uppörvandi
viðmót hvar sem hún fór. Éfst í huga
er mér þakklæti fyrir gott nágrenni
og hjálpsemi alla.
Alltaf var brekkan fyrir ofan
Köldukinn að fríkka. Þar voru
gróðursett blóm og tré. Áfram munu
þau vaxa og minna á þær hendur sem
gróðursettu þau unga sprota. Áfram
mun afkomendahópur Brynhildar
vaxa og þroskast og bera góða eigin-
leika að erfðum inn í framtíðina.
Ég votta Kristófer og fjölskyldunni
allri innilegasta samhug frá fjölskyld-
unni á Kagaðarhóli.
Sigríður Höskuldsdóttir.
Hún Brynhildur er dáin.
Þannig hljómuðu orðin, sem bár-
ust um sveitina sunnudaginn 20.
nóvember síðastliðinn. Hversu
skammt er millum blíðu og éls, lífs
og dauða. Hafi nokkur manneskja
haft að leiðarljósi kraft lífsins, þá var
það hún Brynhildur í Köldukinn.
Þegar ég fluttist í Húnaþing fyrir
rúmum 20 árum, átti ég því láni að
fagna, að kynnast þeim hjónum Bryn-
hildi Guðmundsdóttur og Kristófer
Kristjánssyni. Þau höfðu þá byggt
nýbýli að Köldukinn II. Börnin þrjú,
Kristján, Hrefna og Guðrún, voru
komin á legg. Þau eru nú öll orðin
fjölskyldufólk, búsett á Blönduósi.
Áuk þess bjuggu hjá þeim aldraðir
Sl. mánudag þann 21. nóvember lést
frænka okkar, Guðný Sigvaldadóttir,
Sandhólum, á sjúkrahúsinu á Húsa-
vík.
Þegar horft er til baka og minning-
arnar hrannast upp þá kemur upp í
huga manns hver sé tilgangurinn með
lífinu og til hvers hefur einstaklingur-
inn lifað. Er það veraldleg auðlegð,
titlar og orður sem skipta máli? Það
er ekki hægt að segja að auðlegð,
völd eða framagirni hafi sett sitt
mark á Guðnýju frænku. Reyndar
var hún mikil félagsvera, sem m.a.
beitti sér fyrir stofnun kvenfélags í
sínu sveitarfélagi og var valin þar til
trúnaðarstarfa. í hugum okkar er
minningin um konu sem gott var að
vera nálægt. Hugsun hennar var
bundin við hvað hún gæti gert fyrir
aðra, eq ekki hvað aðrir gætu gert
foreldrar Kristófers, hjónin Guðrún
Jónsdóttir og Kristján Kristófersson.
Það duldist engum, sem kom heim í
Köldukinn, hversu einstök kona
Brynhildur var. Eðlislæg hlýja,
hreinskiptni og einstakur dugnaður
einkenndu alla athöfn hennar. Til
þess var tekið í sveitinni, hversu sam-
skipti hennar við aldraða tengdafor-
eldra voru sérlega góð. Oft axlaði
hún ein skyldur og störf búsins þegar
Kristófer sinnti félagslegum verkefn-
um sem honum voru falin.
Það var eins og Brynhildi yrði ekk-
ert um megn, krafturinn virtist
óþrjótandi og myndarskapurinn ein-
stakur.
Um áraraðir starfaði Brynhildur í
kvenfélagi okkar sveitar. Það var
gott að leita til hennar, allt var ævin-
lega sjálfsagt, hvort sem um köku-
bakstur var að ræða, taka heim
fundi, eða veita aðstoð við annað,
sem að félagi okkar stóð. Var orðtak
hennar gjarnan: „Ég held það sé ekki
mikið mál.“
Brynhildur veiktist síðsumars. Öll
vonuðum við og báðum, að hennar
einstaki lífsvilji og kraftur hefðu bet-
ur við illvígan sjúkdóm. Þann 18.
þ.m. átti ég stutta stund við sjúkra-
beð hennar. Það var af henni dregið,
en engan uppgjafartón að finna. Bað
hún fyrir góðar kveðjur til kvenfé-
lagssystra sinna. í upphafi kvenfé-
lagsfundar, sem haldinn var daginn
eftir minntumst við tveggja látinna
félagskvenna, þeirra Ástríðar
Jóhannesdóttur tengdamóður
minnar, og Guðrúnar Jónsdóttur
tengdamóður Brynhildar, sem báðar
létust sl. vor. í lok fundar meðtókum
við kvenfélagskonur kveðjur Bryn-
hildar. Að kveldi sama dags var hún
öll.
Okkur konum í Húnaþingi finnst
að okkur vegið. Brynhildur fyllir tug
kvenna, sem látist hafa sl. átta mán-
uði í þessu héraði. Flestar hafa þess-
ar konur verið á aldrinum fimmtíu til
sjötíu ára, og margar látist úr
krabbameini.
Það er sárt að missa vini sína, og
stórt skarð er höggvið í starfsemi
ýmissa félaga, sem margar þessara
kvenna léðu krafta sína. En mestur
og sárastur er þó missir og söknuður
maka, barna og barnabarna.
Kvenfélagið Vonin í Torfalækjar-
hreppi, þakkar Brynhildi fyrir öll
hennar óeigingjörnu störf, sem hún
vann í þágu okkar litla félags. Við
kvenfélagskonur sendum þér Kristófer,
börnum ykkar, tengdabörnum og
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ég og fjölskylda mín, vottum ykk-
ur djúpa samúð.
Blessuð sé minning Brynhildar.
Elín S. Sigurðardóttir.
fyrir hana. Hún hafði þá hlýju til að
bera, sem fékk okkur til að líða vel í
nálægð hennar.
Við minnumst þess þegar við sem
börn dvöldum í sveit á Sandhólum
hjá Guðnýju og Bjartmari og sú
minning verður okkur ávallt kær.
Það var eins og að koma heim að
koma til Sandhóla og heilsa upp á
heimafólk þar og þá sérstaklega
Guðnýju.
Heimurinn væri betri í dag ef fólk
almennt hefði þá eiginleika sem ein-
kenndu Guðnýju, en það var að
hugsa alltaf vel til allra samfylgdar-
manna sinna og trúa aðeins því besta
um þá.
Við vottum börnum, tengdabörn-
um og afkomendum þeirra okkar
innilegustu samúð.
Lísa og Gilli