Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 10
29. nóvember 1988 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: Slæm helgi hjá toppliðunum - töpuðu öll stigum í leikjum sínum - heimasigrar í öllum leikjum í 2. deild John Aldridge Liverpool í baráttu við Terry I’hclan hjá Winibledon en liðin skildu jöfn um helgina. Mörg óvænt úrslit urðu í ensku knattspyrnunni um helgina. Oll toppliðin töpuðu stigum og kom þar helst á óvart tap Arsenal gegn Derby. Einnig tapaði Norwich óvænt stigum á heimavelli gegn Luton. Southampton og Millwall skildu jöfn í stórskemmtilegum leik í Southampton þar sem bæði lið léku sóknarleik. Millwall hafði undirtökin í fyrri hálfleik, en það var þó Southampton sem skoraði fyrst eftir mistök Brian Horne í marki Millwall á 10. mín. og Gra- ham Baker skoraði fyrsta mark leiksins. Á 32. mín. jafnaði Kev- in O’Callaghan eftir góða sókn Millwall, en hann hafði átt skot í stöng strax í upphafi leiks. Á 5. mín. síðari hálfleiks náði Mill- wall síðan forystu með góðu marki Teddy Sheringham, en eft- ir það lék Southampton mjög vel og jafnaði 12 mín. fyrir leikslok Úrslit í vikunni Endurteknir jafntcilisleikir úr 3. umferð deildabikarsins. Scunthorpe-Bradford 0:1 Southampton-Scarborough 1:0 Arsenal-Liverpool 1:2 (þriðji leikur iiðanna) 1. deild Man. Utd.-Sheffíeld Wed. 1:1 Tottenham-Coventry 1:1 2. deild Birmingham-Leeds Utd. 0:0 Blackburn-Shrewsbury 0:1 1. deild Charlton-Nottingham For. 0:1 Coventry-Aston Villa 2:1 Derby-Arsenal 2:1 Liverpool-Wimbledon 1:1 Middlesb.-Sheffield Wed. 0:1 Newcastle-Man. Utd. 0:0 Norwich-Luton 2:2 Southampton-Millwall 2:2 Tottenham-Q.P.R. 2:2 West Ham-Everton 0:1 2. deild Barnsley-Boumemouth 5:2 Birmingham-Ipswich 1:0 Blackburn-Portsmouth 3:1 Brighton-Sunderland 3:0 Chelsea-Shrewsbury 2:0 Leeds Utd. Stoke City 4:0 Leicester-Bradford 1:0 Man. City-Oxford 2:1 Plymouth-Oidham 3:0 Swindon-Walsall 1:0 Watford-Hull City 2:0 W.B.A.-Crystal Palace 5:3 3. deild Blackpool-Swansea 0:0 Bolton-Northampton 2:1 Bristol Rovers-Bury 1:3 Cardiff City-Brentford 1:0 Chester-Southend 2:4 Mansfield-Aldershot 1:1 Notts County-Gillingham 1:2 Port Vale-Fulham 3:0 Reading-Chestcrfield 0:0 Sheflleld Utd.-Bristol City 3:0 Wigan-Huddcrsfleld 0:2 Wolves-Preston 6:0 4. deild Cambridge-Leyton Orient 2:2 Carlisle-Grimsby 2:1 Colchester-Darlington 1:2 Crewe-Peterborough 1:1 Doncaster-Burnley 1:0 Hartlepool-Exeter 2:2 Hereford-Rotherham 1:1 Lincoln-Halifax 2:1 Rochdale-York City 2:0 Scarborongh-Wrexham 0:3 Scunthorpe-Torquay 1:0 Stockport-Tranmere 1:1 er Graham Baker skallaði í mark Millwall eftir frábæra sendingu Matthew Le Tissier og úrslitin sanngjörn. Efsta liðinu Norwich gengur ekki nógu vel á heimavelli sínum, en náði þó forystu strax í upphafi gegn Luton með sjálfsmarki Rob Johnson sem var aðþrengdur af Trevor Putney og sigur liðsins virtist borðleggjandi. En leik- menn Luton voru á öðru máli og vörn Norwich átti í basli með hinn sterka miðherja Luton Mick Harford og hinn eldfljóta útherja Roy Wegerle. Það var Wegerle sem kom Luton yfir með tveimur mörkum sitt hvorum megin við hlé, fyrst eftir að Harford skallaði boltann fyrir fætur hans og síðan eftir einleik í gegnuin vörn Norwich. Heimamenn náðu þó að jafna leikino er Robert Fleck átti frábæra sendingu á Dale Gordon sem lék inn í vítateig Luton og skoraði. Síðasta vika var ekki góð fyrir Arsenal sem var slegið út úr deildabikarnum af Liverpool og varð síðan að sætta sig við tap á útivelli gegn Derby. Fyrri hálf- leikurinn er best gleymdur, gróf- ur og leiðinlegur. Dean Saunders tókst ekki að skora fyrir Derby í leiknum, en hann hafði skorað fyrir liðið í hverjum leik eftir að hann var keyptur frá Oxford. Hann átti þó þátt í báðum mörk- um Derby eftir að Arsenal hafði komist yfir á 14. mín. síðari hálf- leiks með marki Michael Thomas eftir sendingu David Rocastle. Derby setti allt í sóknina eftir markið, Saunders sendi fyrir, Phil Gee skallaði að marki og boltinn lenti í hendi Lee Dixon bakvarðar Arsenal. John Lukic varði vítaspyrnu Ted McMinn, en boltinn barst til Nigel Callag- han sem sendi hann í netið. Síð- an er 14 mín. voru til loka leiks sendi Callaghan fyrir mark Arsenal og Phil Gee skoraði með viðstöðulausu skoti sigurmark' Derby. Gee komst í lið Derby vegna þess að Paul Goddard var meiddur. Englandsmeistarar Liverpool mættu FA-bikarmeisturum Wimbledon á Anfield í leik sem flestir bjuggust við að yrði heima- mönnum léttur. Kenny Dalglish stjóri Liverpool sagði eftir sigur liðsins gegn Arsenal í vikunni að lið sitt myndi ekki leika jafn vel í vetur og það gerðu þeir svo sann- arlega ekki á laugardag. Wimble- don gerði Liverpool erfitt fyrir með hörku og dugnaði og meist- ararnir komust aldrei í gang. Á 63. mín. náði Ray Houghton þó forystu fyrir liðið eftir undirbún- ing Ronnie Whelan og það virtist Tony Cottee tókst ekki aö skora sitt 100. deildamark gegn West Ham. ætla að duga til sigurs, en þremur mín. fyrir leikslok skoraði Steve Nicol klaufalegt sjálfsmark við lítinn fögnuð hinna 36.000 áhorf- enda og Wimbledon hlaut óvænt stig. Tony Cottee hjá Everton hafði vonast til að skora sitt 100. deilda- mark er lið hans mætti West Ham þaðan sem hann var keyptur í sumar. Af því varð þó ekki því félagar hans fyrrverandi þekktu kauða og héldu honum í skefjum og áhorfendur bauluðu óspart á hann. Hann átti þó sendinguna sem gaf eina mark leiksins á 52. mín. til Trevor Steven sem sá um að koma boltanum í netið. Leikurinn skemmtilegur, en Everton hafði þó undirtökin og West Ham er nú í fallbaráttu, lið- ið vildi fá vítaspyrnu í síðari hálf- leiknum en fékk ekki. Q.P.R. hafði tvö mörk yfir á útivelli gegn Tottenham í hálf- leik, gamli Tottenham leikmað- urinn Mark Falco og Trevor Francis skoruðu fyrir liðið. Tott- enham náði að jafna í síðari hálf- leik með miklu harðfylgi, Paul Gascoigne og Chris Waddle Newcastle og Manchester Utd. léku fyrir framan sjónvarps- myndavélarnar á sunnudag, markalaust jafntefli varð í leikn- um og koma þau úrslit sér illa fyr- ir bæði liðin. Newcastle sótti nokkuð í fyrri hálfleik og nýi leikmaðurinn Rob McDonald var tvívegis nærri að skora auk þess sem Brian Tinnion átti skot í stöng, en Dave Beasant mark- vörður þeirra varði einnig frá- bærlega frá Brian McClair. Utd. tryggöu liðinu stig. Bakvörðurinn Stuart Pearce tryggði Nottingham For. sigur á útivelli gegn Charlton er hann skoraði í upphafi leiks. Pað sama gerði bakvörður Sheffield Wed. Mel Sterland á útivelli gegn Middlesbrough er hann skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í óvæntum sigri Sheffield. Lélegt gengi Aston Villa að undanförnu heldur áfram þrátt fyrir að Alan Mclnally skoraði sitt 13. mark á tímabilinu í leik liðsins gegn Coventry. Áður höfðu þeir Cyrille Regis og Keith Houchen skorað tvö mörk fyrir heimaliðið. Steve Sedgley leikmaður Coventry náði þeim merka áfanga að verða bókaður eftir aðeins 16 sek. 2. deild • Blackburn og Watford eru nú efst og jöfn í 2. deild, Blackburn sigraði Portsmouth 3:1, með mörkum Howard Gayle sem gerði tvö og Colin Hendry. • David Currie skoraði 4 mörk tók leikinn í st'nar hendur í síðari hálfleik, drifnir áfram af Bryan Robson og Mark Hughes og hefði átt að sigra, en McClair misnotaði opið tækifæri fyrir liðið. Bæði lið skiptu varamönn- um inn á undir lokin, en voru ekki tilbúin að taka áhættu og lögðu mesta áherslu á að halda marki sínu hreinu. Það virðist greinilegt að hvorugt þessara liða verður tilnefnt til neinna verð- launa í vor. Þ.L.A. Enn jafntefli hjá Man. Utd. fyrir Barnsley í 5:2 burstinu gegn Bournemouth, Luther Blissett skoraði annað mark Bourne- mouth í sínum fyrsta leik með liðinu. • Tony Dorigo og Kerry Dixon skoruðu mörk Chelsea gegn Shrewsbury. • Watford sigraði Hull City með mörkum Tim Sherwood og Paul Wilkinson. • Man. City er nú komið í 3. sætið eftir 2:1 sigur gegn Oxford, Trevor Morley og Steve Red- mond skoruðu fyrir liðið eftir að Richard Hill hafði náð forystu fyrir Oxford í leiknum. • Leeds Utd. fór létt með Stoke City á Elland Road, Ian Baird og Bobby Davison skoruðu fyrir lið- ið í fyrri hálfleik. í þeim síðari bætti John Sheridan við marki úr vítaspyrnu og Baird átti síðasta orðið með sínu öðru marki í leiknum. • Tommy Tynan skoraði að sjálfsögðu fyrir Plymouth í sigri liðsins gegn Oldham og hefur nú skorað 16 mörk í deildinni í vetur. • W.B.A. sigraði Crystal Palace í miklum markaleik, 8 mörk skoruð og af þeim gerði Don Goodman 3 fyrir W.B.A. • Jimmy Quinn skoraði mark Leicester gegn Bradford. • í 3. deild er Wolves efst með 39 stig og Sheffield Utd. 34 stig, en í 4. deild eru Rotherham, Scarborough og Crewe efst og jöfn með 30 stig. Þ.L.A. Staðan 1. deild Norwich Arsenal IMillwall Southamplon Liverpool Coventry Derby Nott.Forest. Everton Sheff.Wed. Middlesbro Man.Utd. Aston Villa OPR Charlton Luton Tottenham Wimbledon West Ham Newcastle Watford Blackburn Man.City Portsmouth W.B.A. Chelsea Stoke Barnsley Ipswich Leicester C.Palace Plymouth Sunderland Leeds Utd. Bradford Swindon Bournem. Hull Oldham Oxford Walsall Shrewsbury Brighton Birmingham 14 8-5-1 16:15 29 13 8-2-3 31:16 26 13 6-6-1 27:17 24 14 6-5-3 24:20 23 14 6-5-3 19:10 23 14 6-5-3 17:11 23 13 64-3 17:10 22 14 4-8-2 17:17 20 13 54-4 17:14 19 13 54-4 13:14 19 14 6-0-8 17:24 18 14 3-9-2 16:13 18 14 3-6-5 19:21 15 14 4-3-7 14:14 15 14 3-5-6 17:24 14 14 3-5-6 15:17 14 14 3-6-5 24:27 13 13 2-4-7 12:23 10 14 2-3-9 12:29 9 14 2-3-9 9:27 9 deild 18 10-3-5 30:18 33 18 10-3-5 32:23 33 18 9-5-4 24:17 32 18 8-6-4 29:21 30 18 8-6-4 29:21 30 18 8-6-4 30:20 30 18 7-6-5 21:22 27 18 7-6-5 25:24 27 18 8-2-8 25:22 26 18 6-7-5 22:25 25 17 6-6-5 28:25 24 16 7-3-6 23:23 24 18 5-9-4 23:21 24 18 5-8-5 19:19 23 18 5-7-6 18:19 22 18 5-7-6 23:27 22 17 6-3-8 15:20 21 18 5-6-7 19:24 21 18 5-6-7 29:29 21 19 5-5-9 28:30 20 18 2-8-8 19:24 14 18 3-8-7 13:23 17 17 5-2-10 22:37 17 18 3-4-11 13:35 13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.