Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. nóvember 1988 Ráðherra ræðst gegn sauðfjárbændum: Rödd úr fflabeinstumi skrifstofumennskimnar Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands: Áform uppi um að sam- tökin fái starfsmann ólakirkju verður endurvígð á sunnudaginn kemur, en gagngerar endurbæt ' hafa verið gerðar á kirkjunni. með þátttöku Byggðastofnunar Aðalfundur Ferðamálasam- taka Norðurlands var haldinn á Hótel Mælifelli á Sauðár- króki sl. fimmtudagskvöld. Þrátt fyrir dræma mætingu fóru fram miklar umræður um málefni ferðamála á Norður- landi og fluttar voru margar ræður. Það sem helst brann á vörum fundarmanna var starfs- svið samtakanna og markmið, auk bæklinga- og auglýsinga- mála. Þá eru uppi áform um að starfsmaður verði ráðinn í hlutastarf hjá samtökunum, með þátttöku Byggðastofnun- ar. Fundurinn hófst með borð- haldi í boði Sauðárkróksbæjar og Ferðamálasamtakanna. Að því loknu fluttu framsögu Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri Sauðárkróks, Valtýr Sigurbjarnar- son forstöðumaður Byggða- stofnunar á Akureyri og Reynir Adolfsson ferðamálafulltrúi. Er þeir höfðu lokið máli sínu fóru fram aðalfundarstörf, skýrsla for- manns og fluttir ársreikningar. í ræðu formanns, Guðmundar Sig- urðssonar frá Akureyri, kom fram að helsta verkefni samtak- anna, sem þau hefðu tekið þátt í sl. ár, var stofnun upplýsinga- miðstöðva fyrir ferðamenn á Akureyri og í Reykjavík. En áform eru uppi um að koma upp 7-8 slíkum upplýsingamiðstöðv- um um land allt, og yrðu þá 3 á Norðurlandi. Á fundinum var mikið rætt um hvernig fjármagna ætti rekstur slíkra miðstöðva og hvar ferðamálasamtök á landinu ættu að koma þar inn í. Ný stjórn var kosin og við for- mennsku samtakanna af Guð- mundi tók Jón Pétur Líndal úr Mývatnssveit. Varaformaður var kjörinn Jón Gauti Jónsson Sauð- árkróki og Þorleifur P. Jónsson Akureyri verður áfram gjaldkeri. Nánar verður sagt frá fundinum í máli og myndum síðar í blaðinu. -bjb - segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson vegna ummæla Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra „Eg held að það hljóti að vera einsdæmi að ráðherra í ríkis- stjórn ráðist með slíkum hætti á eina stétt manna, þ.e. bændastéttina,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Önguls- stöðum, en Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lét þau ummæli falla í síðustu viku að neytendur þyrftu lík- lega að grípa til þess ráðs að hætta að kaupa dilkakjöt. Þannig væri hægt áð neyða bændur til að minnka ofbeit. Jóhannes Geir sagði að þetta væri þeim mun alvarlegra þar sem hann efaðist um að nokkur stétt á landinu hefði gert eins mikið til að aðlaga sig breytt- um aðstæðum eins og bændur, sérstaklega sauðfjárbændur, þar sem kindakjötsframleiðslan hef- ur verið minnkuð um þriðjung á einum áratug. „Bændur hafa lát- ið þetta ganga yfir sig möglunar- lítið og ails staðar orðið við ábendingum um að minnka beit þar sem á það hefur verið bent að beitarþol væri lélegt. Ég tel að ummæli ráðherrans um sauðfjár- ræktina komi frá manni sem hef- ur setið í fílabeinsturni skrifstofu- mennskunnar. Almennt tel ég að fólk geri sér grein fyrir því átaki sem sauðfjár- bændur hafa gert. Ef fleiri þjóð- félagshópar hefðu tekið eins vel á sínum málum og bændur væri margt öðruvísi en það er í dag. Ég vil beina því til Jóns Sigurðs- sonar hvort honum væri ekki nær að líta til fjármagnsmarkaðarins og athuga hvort ekki væri um „ofbeit“ að ræða þar. Hann ætti að líta sér nær ef hann vil hreinsa Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Hátíðarmessa Sunnudaginn 4. desember nk. verður mikið um að vera að Hólum í Hjaltadal. Þá verður haldin hátíðarmessa í kirkj- unni að Hólum, í tilefni af því að gagngerum endurbótum á þessari elstu kirkju landsins er nú lokið. Hátíðarmessan hefst kl. 13.30 og mun biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédika. Séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup á Hólum, þjónar fyrir altari. Að lokinni messu verður sérstök dagskrá í kirkj- unni og mun Porsteinn Gunnars- son, arkitekt og leikari, flytja aðalræðuna. Þá mun kirkjumála- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, flytja ávarp. Áð lokinni dagskrá er boðið í veislukaffi í skólahúsinu. Norð- lendingar eru hvattir til að mæta og sýna þannig þessari sögufrægu kirkju virðingu í verki. BB. til í þjóðfélaginu. Petta svokall- aða frelsi á fjármagnsmarkaðinum hefur höggvið að rótum atvinnu- veganna og ekki síður heimilanna. Umfjöllun um landbúnað og sauðfjárrækt hefur þróast í þá veru að verða jákvæðari undan- farin ár og því er rödd ráðherra ennþá meira hjáróma en ella. Þá við ég benda á tvískinnung sem hefur ítrekað komið fram hjá krötum: Þeir hafa hvað eftir ann- að ýtt á eyðingu gróðurlendis á hálendinu vegna virkjanafram- kvæmda en þá hefur aldrei heyrst hósti né stuna í „landverndar- mönnum“ í Alþýðuflokknum. Þeir eru því ekki sjálfum sér sam- kvæmir í þessum málum,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson. EHB Það getur ýmislegt rekið á fjörur manns. Þetta rússneska hlustunardufl rak á fjörurnar á Þingeyrasandi. Svipuð dufl hafa fundist í Kelduhverfi. Mynd: fh Landhelgisgæslan / Síöastliðinn miðvikudag kom þyrla frá varnarliöinu á Kefla- víkurvelli á flugvöllinn á Blönduósi og hafði meðferðis hlustunardufl sem rekið hafði á fjöru á Þingeyrasand. Duflið ya.r .skilið eftir á flug: vellinum en tekið þaðan að á Þingeyrasandi og í Kelduhverfi kvöldi sama’dags. Þetta er ekki í fyrstá skipti sem dufl hefur rekið á Þingeyrasandinn. Þáð mun hafa verið 1979 sem dufl rak þát síðast á land. Það var rannsakað á staðnum af starfsmönnum Land- helgisgæslunnar en síðan skilið eftir á stáðnum'. Það er nú áð Bjór er líka áfengi Umferðarráð hefur skorað á stjórnvöld að á bjórumbúðum verði viðvörun sem segi að eft- ir neyslu áfengs öls sé akstur bannaður. I ályktun frá fundi ráðsins segir að í tilefni af því að 1. mars 1989 verði leyft að selja áfengt öl hér á landi þá sé nauðsynlegt að gera almenn- ingi grein fyrir því að eftir neyslu áfengs öls skerðist hæfni manna til að stjórna vél- knúnum ökutækjum. „Ráðið óttast að ef áfengt öl veður þess valdandi að neysla vínanda aukist muni, þegar til lengri tíma er litið, útgjöld ríkis- ins á ýmsum öðrum sviðum auk- ast verulega. Með tilliti til þessa skorar Umferðarráð á stjórnvöld að merkja umbúðir áfengs öls með viðvörun þess efnis að eftir neyslu þess sé akstur varhuga- verður og bannaður," segir í ályktun Umferðarráðs. Ályktun Umferðarráðs hefur verið send ráðherrum dómsmála, fjármála og heilbrigðis- og trygg- ingamála svo og til nefndar um átak í áfengismálum. JÓH méstu horfið þar í sand. Að Sögn Gylfa Geirssohar, spréngjusérfræðings Landhelgis- gæslunnar var tilkynnt um þetta dufl til gæslunnar fyrir einum sex vikum. Hann sagði að þetta væri eitt af þessum rússnesku hlustun- arduflom sem oft væru að reka hér á land og væru með öllu hættulaus. Gylfi sagði að menn frá gæslunni hefðu farið á mið- vikudaginn í hreinsunarferð og tekið þetta dufl og annað sams konar sem rekið hafði á land í Kelduhverfi. Þeir hefðu tekið duflið sem skilið var eftir við flugvöllinn á Blönduósi með sér suður þegar þeir komu úr Keldu- hverfinu á miðvikudagskvöldið. Við verkefni sem þessi er sam- vinna á milli varnarliðsins og Landhelgisgæslunnar og þyrlur varnarliðsins þá gjarnan notaðar vegna meiri flutningsgetu og eins það að þyrla Landhelgisgæslunn- ar- er fyrst og fremst ætluð til leit- ar og björgunarstarfa og því ekki æskilegt að binda hana yfir öðr- um verkefnum. fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.