Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 4
4 - ÖAGÚR - 2á; nóvember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavfk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, UÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. í tilefiii alnæmisviku Á miðvikudaginn hófst sérstök alnæmisvika hér á landi, en fyrsti alheimsdagurinn um alnæmi verður haldinn fimmtudaginn 1. desember n.k. Læknavísindin standa enn ráðþrota gagnvart þessum ógurlega sjúkdómi og það hefur sýnt sig að það eina sem dugar til að draga úr útbreiðslu hans er markviss fræðsla um smit- leiðir og smithættu. Tilefni fræðsluvikunnar og alheimsdagsins um alnæmi er sannarlega ærið. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hefur skráð 120 þúsund ein- staklinga með alnæmi á lokastigi í meira en 140 þjóðlöndum. Sjúkdómurinn þekkir engin landa- mæri og þessi fjöldi er því miður aðeins lítill hluti þeirra sem sýktir eru. Ekki er talið ólíklegt að fjöldi þeirra sé þegar á bilinu 5-10 milljónir einstaklinga. Alnæmi er því svo sannarlega alheimsvandamál, sem öllu mannkyni stendur alvarleg ógn af, eins og segir í upphafi ályktunar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vegna alheimsdagsins um þennan skæða sjúkdóm. Hér á landi hafa 45 íslendingar greinst með alnæmi og er talið víst að mun fleiri séu smitaðir án þess að vita af því. Af þessum 45 einstakling- um hafa 7 greinst með sjúkdóminn á lokastigi og eru fjórir þeirra látnir. Sú óskhyggja, að sjúk- dómurinn næði ekki að festa rætur hér á landi, hefur því miður ekki ræst. í ávarpi sínu, vegna fræðsluvikunnar, sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra m.a., að heilbrigðisyfirvöld hygðust herða baráttuna gegn alnæmi og leita samstarfs við sem flesta í þeirri baráttu. Síðan sagði heilbrigðisráðherra: „Áfram verður byggt á sama grunni: Að auka þekkingu og skilning almennings á eðli alnæm- is, til þess að einstaklingurinn sjálfur hafi for- sendur til að meta þá áhættu sem hann eða hún tekur og þekki aðferðir til að halda þeirri áhættu í lágmarki. Það er enn sem komið er eina vörnin í baráttunni við þennan ólæknandi sjúkdóm. “ Það er staðreynd að fáfræði almennings um eðli sjúkdómsins og smitleiðir er helsti fárvegur hans um allan heim. í spá Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar kemur fram að innan þriggja til fjögurra ára muni líklega greinast hér á landi 20- 30 alnæmistilfelli á lokastigi árlega. Það er í valdi okkar sjálfra að koma í veg fyrir að þessi ógnvænlega spá gangi eftir. Dagur skorar á landsmenn að kynna sér eðli og smitleiðir sjúk- dómsins vandlega og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda þessum ógnvaldi í skefjum. BB. Kristófer Árnason er fæddur og uppalinn á Kringlu í Torfa- lækjarhreppi en fluttist ungur til Skagastrandar. Hann réri á trillum frá Skagaströnd í mörg ár, fór suður með sjó á vertíð og sumrin 1941 og 1943 var hann á síldveiðum fyrir Norð- urlandi. Nú er Kristófer löngu hættur allri sjósókn, enda kominn af unglingsárunum. Hann er fluttur til Blönduóss og starfar sem matsmaður hjá rækjuvinnslunni Særún hf. á Blönduósi. Hann er kvæntur Jónínu Pálsdóttur frá Skaga- strönd. Blaðamaður Dags spjallaði við Kristófer til að fræðast um iífið á síldinni í gamla daga þegar engin kraftblökk var til. Karlarnir urðu að róa nótabátunum þegar kast- að var á torfurnar og siglingatæki í skipunum voru ekki önnur en kompás. „Eg fór fyrst á síld sumarið 1941 og var þá á Olav frá Akur- eyri. Pað var 75 tonna stálbátur með gufuvél. Alveg svínhlaðinn tók hann 730 mál af síld. Með því að keyra þennan bát á öllu útopnuðu gekk hann eitthvað um 7 mílur,“ sagði Kristófer. - Hvar voru þið á veiðum þetta sumar? „Skipstjórinn var með þá áráttu að vilja helst aldrei fara vestur fyrir Skaga. Það var Grímseyjarsundið sem við vorum á og svona austur undir Langa- nes, það voru hans slóðir. Þeir höfðu sínar venjur þessir karlar því þegar ég var svo á Síldinni frá Hafnarfirði sumarið 1943 þá vildi skipstjórinn þar helst ekki fara austur fyrir Skaga. Það voru þrír bátar þá sem var farið að upp- nefna og kalla þrílembingana. Pað var Síldin, Ríkharð frá ísa- firði, kom nýr þá um vorið, og Jökull frá Vestmannaeyjum. Þessir bátar fóru helst aldrei úr Húnaflóanum allt sumarið. Þá fengum við á tveimur mánuðum 19800 mál eftir einn túr fyrir aust- an Skaga en allt hitt hérna úr flóanum. Þetta gerði 8300 krónur í lilut og þótti þá mikill pening- ur.“ - Hvernig var farið að því að kasta nótinni úr nótabátunum? „Það voru tveir nótabátar sem voru bundnir saman og það var reynt að kasta á móti síldartorf- unni. Þegar stutt var orðið eftir argaði karlinn: „Sundur með þá.“ Bátarnir voru þá leystir í sundur og ræðararnir sem voru við innra borðið fóru þá að róa líka. Bátarnir mættust svo fyrir aftan torfuna og þá var búið að loka hana af og þá fóru menn að snurpa á höndum eins og hægt var. Svo var handspilið sett á þetta þangað til að hringarnir komu upp. Þegar þeir voru komnir var veifað til þeirra sem voru um borð í skipinu. Þá var skipinu lagt að nótabátunum og menn hjálpuðust að við að festa nótina við skipið. Svo var bara þrengt að og síldin háfuð um borð. Þegar ég var á Olav urðum við að landa allri síldinni á höndum. Það var gert þannig að henni var mokað með göfflum upp í mál og úr þeim var henni sturtað í vagna sem keyrðir voru upp í þrærnar. Það voru komnir löndunar- kranar 1943, stór krani og annar minni og þá var oft kappstím í land til að ná stóra krananum á Djúpuvík. Það sumar áttum við að landa á Djúpuvík eða á Dagverðareyri en við komum bara einu sinni inn I á Dagverðareyri en lönduðum í I öll hin skiptin á Djúpuvík. Aftur var það þannig þegar ég var á Olav, 1941 þá áttum við að landa á Siglufirði eða á Raufar- höfn en lönduðum þá dálitlu magni í salt inni á Akureyri og eitthvað fór líka í salt á Siglu- firði. “ - Hvað voru margir menn á þessum skipum? „Það voru sjö í hverjum nóta- bát, sex sem réru og svo stýri- maðurinn og um borð í skipunum voru ýmist þrír eða fjórir menn. Þegar við fengum þessi 19800 mál sumarið sem ég var á Síldinni þá var alltaf frekar rólegt að gera, við fengum þennan afla jafnt og þétt allt sumarið og það var svo samtaka mannskapur um borð og sérlega góðir yfirmenn. Þetta var eins og samstæð fjölskylda. Tæk- in góð eftir því sem þá gerðist þannig að við búmmuðum eigin- lega aldrei. Fram undir þetta átti ég bók sem ég hafði skrifað í allar landanir en ég hef tapað henni. Við fengum svo mikið af við- ráðanlegum köstum hér í flóan- um, svona 400 mál, og þá tók ekki langa stund að afgreiða þau um borð. Þessar nætur voru ekki nema 33 faðma djúpar og 180 faðmar á lengd. Lengdin þá hefur verið svipuð og dýptin er á þeim nú. Skipstjórinn á Síldinni hét Krist- ens Sigurðsson og var kallaður Dúlli. Það var eins og honum brygðist aldrei að finna síld. Við fórum einu sinni út undir Gríms- ey vegna þess að það hafði engin síld þá komið hér upp í flóanum í tvo daga. Hann færði sig aldrei fyrir einn dag. Þá var haugasjór við Grímseyna og bátunum sem þar voru gekk illa. Við köstuðum tvisvar og feng- um lítið og þá sagði kallinn, hér verð ég ekki lengur. Hann setti á fulla ferð inn á Skagafjörð en þar var þá svartur sjór af síld og við fyllum í tveimur köstum og það var ekkert skip nálægt.“ - Var ekki vont að hemja nóta- bátana í kviku? „Það var með okkur gamall maður sem var kallaður Steini í Brandsbæ. Hann var alveg snill- ingur, einn með alskemmtileg- ustu mönnum. Mér fannst fyrst þegar ég sá hann að þar væri kominn einn af ljótustu mönnum sem ég hefði séð en það var fljótt að fara af. Mér fannst hann fal- legur eftir stuttan tíma því hann var svo skemmtilegur. Hann sagði mér að í þeim veðrum sem við værum að í dag eftir dag hefði verið farið í var fyrst þegar hann var að byrja í þessu. Það var mjög eftirsótt að kom- ast á síld á þessum árum og við sem vorum frá plássum þar sem ekki voru gerð skip út á síld kom- umst ekki í pláss nema fyrir heppni, kunningsskap eða ein- hverja klíku.“ - Voru ekki tundurdufl um allan sjó á stríðsárunum? „Jú það var mikið af þeim en ég held að menn hafi vanist þeim og ekki verið neitt sérlega hrædd- ir við þau. Ég man að það var færeyskur dallur inni á Skaga- strönd eitt sinn þegar tilkynnt var um tundurdufl á siglingarleið fyr- ir Horn. „Ef það er bara eitt dufl þar núna þá er það óvenju lítið," sagði færeyski skipstjórinn þegar hann heyrði tilkynninguna. Menn voru orðnir samdauna þessu.“ fh Spjallað við Kristófer Árnason, fyrrum sjómann á Skagaströnd: A sfldinni 1941 og 1943 - ef aðeins eitt tundurdufl er nú á siglingarleið fyrir Horn þá er það óvenju lítið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.