Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 16
 Akureyri, þriðjudagur 29. nóvember 1988 Við gerum jóla- kortin fyrir þig cPeós6myndir~’ Hafnarstræti 98 • Sími 23520 Lottóvinningur á Blönduós og Akureyri: „Iiður eins og ríkisstjóm sem leyst hefur efnahagsvandami til frambúðar“ Þeir voru eflaust margir sem ætluðu sér að krækja í stóra vinninginn í Lottóinu á laugar- daginn þegar „litlar“ 14,2 milljónir voru í boði, sem jafn- framt er stærsti vinningurinn í Lottóinu til þessa. En þeir voru aðeins tveir hinir heppnu og báðir búsettir á Norður- landi. Annar miðinn var keypt- ur á Blönduósi en hinn á Akur- eyri og fékk hvor um sig í sinn hlut 7.140.103 krónur. Báðir vinningshafar hafa látið vita af sér. Hlynur vissi ekki af vinningnum fyrr en um hádegi í gær. Mynd: fh Sá heppni á Blönduósi heitir Hlynur Tryggvason, er húsasmið- ur og jarðbundinn maður að eig- in sögn. Aðspurður sagði hann tíðindin því ekki hafa sett sig verulega úr jafnvægi. Hann sagði hins vegar, að nú liði sér „eins og ríkisstjórn sem búin er að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar til frambúðar.“ Hlynur hefur ekki leikið mikið í Lottóinu og var ekki heima þegar vinningstölur voru birtar. Hann vissi ekki af því að hann hefði fengið vinning- inn fyrr en rétt fyrir hádegi í gær. - segir Hlynur Tryggvason á Blönduósi Eiginkona Hlyns er Sigurlaug Hermannsdóttir og starfar hún í Búnaðarbankanum á Blönduósi. Rétt fyrir kl. 20.00 á laugar- dagskvöld, var mikið að gera hjá Nætursölunni á Akureyri. f>á var sjálfvalsmiði vinningshafans á Akureyri keyptur. Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Islenskrar Getspár sagði í samtali við Dag, að vinningshafinn á Akureyri vildi hafa hljótt um sig. Haft hefur verið samband við Islenska Getspá fyrir hans hönd, en ekkert nafn var gefið upp. Útgerðarfélag Akureyringa: Framkvæmdastjóra- skipti verða 1. maí Gísli Konráösson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., mun láta af störfum 1. maí á næsta ári. Sama dag tek- ur Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöövarinnar lif., við starfi Gísla hjá Ú.A. Gísli Konráðsson sagði að Sölufélag Austur-Húnvetninga: Nánast engin kjötsala - er kjöt af heimaslátruðu farið að skipta máli á markaðinum? Hjá Sölufélagi Austur-Hún- vetninga á Blönduósi hefur K. Jónsson á Akureyri: Lokið við Sovét- samninga í næstu viku verður lokið við að uppfylla rúmlega 100 milljón króna samning sem Niður- suðuverksmiðja K. Jónssonar og Co. gerði við Sovétmenn um kaup á gaffalbitum og síld. Framtíðina kvað Kristján Jónsson hjá Niðursuðuvcrk- smiðjunni óvissa, en sífellt væri nýrra markaða leitað. „Pað eru ýmsar blikur á lofti,“ segir Kristján og vísaði til umræðna í Evrópu m.a. þar sem fyrirtæki hafa hótað að kaupa ekki íslenskar sjávarafurðir fyrr en hvalveiðum íslendinga verði hætt. „Það er betra að vera við öllu búinn. Maður veit aldrei hvenær fyrirtækjum dettur í hug að hlaupa frá gerðum samningum. Ef til þess kæmi verða menn ein- hvern veginn að halda haus,“ segir Kristján. Nóg af fólki er nú við vinnu hjá verksmiðjunni, en í haust vantaði tilfinnanlega mannskap til starfa. mþþ hreinlega ekki verið nein sala í kjöti frá Iokum sláturtíðar. SAH hefur að undanförnu ver- ið með svokallað útsölukjöt á boðstólum og meira að segja hefur sala í því veriö dræm. Að sögn Gísla Garðarssonar, sláturhússtjóra hefur jafnan verið lrtil sala á kjötvörum á þessum árstíma vegna þess að fólk birgir sig upp af kjötvörum í sláturtíð- inni. Hann kvaðst ekki hafa handbærar neinar samanburðar- tölur varðandi kjötsölu á milli ára en ljóst væri að hún hefði ekki fyrr verið jafn dauð og nú. Mikið hefur verið talað um að heimaslátrun hafi farið vaxandi á undanförnum árum þó að það sé órannsakað og ókannað mál. Margir telja þó að sú slátrun sé nú orðin það stórfelld að hún sé farin að skipta verulegu máli fyrir afkomu sláturleyfishafa sem var þó ekki of góð fyrir. Ef rétt er að bændur séu farnir að slátra og selja dilkakjöt í stórum stíl fram hjá sínum eigin afurðasölufélög- um hljóta þeir að stefna sauðfjár- búskap og afkomu sauðfjár- bænda almennt í mikla hættu. Ekki er vitað un neinar kærur vegna meintrar heimaslátrunar sauðfjár í Húnaþingi og meðan sök ekki sannast verður enginn fundinn sekur. fh. hann hefði kosið að fylgja síðasta starfsári sínu hjá Ú.A úr hlaði með því að leggja fram reikninga fyrirtækisins á aðalfundi næsta vor. Samkomulag hefði orðið um að Gunnar Ragnars tæki við starfi sínu frá og með 1. maí 1989. „Minn hugur stóð alltaf til þess að skiptin yrðu um aðalfund. Það er samkomulag urn þetta, Gísli féllst á að vera lil þessa tíma og ég mun síðan taka við. Ég mun síðan ganga frá reikningum Slippstöðvarinnar hf. fyrir næsta aðalfund. Formlega hætti ég því eftir aðalfundinn sem verður væntanlega haldinn í apríl,“ sagði Gunnar Ragnars. EHB Nætursalan á Akureyri hefur ávallt verið með söluhæstu aðilum Lottósins. Um þessa helgi var hún þriðji söluhæsti staðurinn. Það voru 18 aðilar með bónus- vinning sem gaf hverjum um sig 85.507 krónur. Þar á meðal var hópur starfsfólks í Landsbankan- um á Akureyri sem spilaði sam- an. Með 4 rétta voru 483 sem fá 5.304 krónur í sinn hlut og þeir 15.241 sem voru með 3 rétta fá 392 krónur. fh/VG „Lottódráttur“ á Krossanesbryggju Sumir draga feitan fisk úr sjó en aðrir veija réttar tölur í lottói og fá litlar sjö milljónir í sinn hlut. Misjafnt er mannanna hlutskipti! Mynd: tlv Eru menn hættir að fylgjast með verðlaginu? Finnst eins og fólk sé að gefast upp segir Níels Halldórsson hjá Verðlagseftirlitinu á Akureyri Er verðgæsla almennings á undanhaldi nú þegar að stærstu innkaupahátið ársins líður? „Mér fínnst eins og fólk sé farið að gefast upp á að hringja inn til okkar,“ segir Níels Halldórsson hjá Verð- lagseftirlitinu á Akureyri. „Mér þykir sárt ef fólk hættir að hringja og benda okkur á verðhækkanir á þeirri for- sendu að við gerum ekki neitt. Vissulega gerum við eins og við getum og förum á þá staði sem okkur er bent á og könnum málið. Níels segir að frá því verð- stöðvun tók gildi í landinu hafi mikið verið hringt inn og hinn eini og hálfi starfsmaður sem eftirlitið á Akureyri hefur sé á þönum alla daga. Allir þeir vöruflokkar sem koma erlendis frá mega hækka í verði, erlendar verðhækkanir eru inni í myndinni og þær vörur sem ekki hafa verið fluttar inn lengi mega hækka þar sem verðlagsgrundvöllur þeirra sé gamall. Verslunum ber þó að skerða álagningarprósentu sína miðað við hækkunina, en þó þannig að þær haldi sinni krónu- tölu. „Þetta er mjög erfitt viður- eignar, en við reynum eftir mætti að fylgjast með,“ sagði Níels. Svæði það sem Verðlagseftir- litið á Akureyri fylgist með er æði stórt, það nær frá Ólafsfirði og allt austur á Þórshöfn með öllu því sem á milli er. „Ég er eins og sprellikarl, rýk af stað um leið og ábendingar berast eða þeir syðra vilja senda mig. Það þarf bara að kippa í spotta og þá er maður rokinn.“ Níels segir að nú síðustu daga fyrir jól séu kaupmenn heldur að lækka vöruverð hjá sér „og meira að segja kaupmaðurinn á horn- inu er að reyna að potast niður á við með verðið.“ Þó benti Níels á að álagning á flestum þeim vör- um sem beinlínis lúta að jólunum sé geysihá. Starfsmenn Verðlagseftirlits hafa verið að skrá niður vöruverð síðustu daga og segir Níels að í síð- ustu viku hafi komið fram ábend- ingar sem leiddu til þess að vöru- verð lækkaði. Þar var um að ræða rafmagnsvörur og sælgæti og lækkaði verðið á öðrum vöru- flokknum verulega. „Erum við ekki öll að leita sannleikans,“ spyr Níels og hvetur menn til að hringja inn ábendingar áfram því rétt skal rétt vera. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.