Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 8
8S6f .istímoYÖn -- flUí'Aö — 9 29. nóvember 1988 - DAGUR - 7 Sigurganga KA heldur áfram Fei á fleygiferð í leiknum gegn HK, KA heldur áfram sigurgöngu sinni í blakinu og aö þessu sinni voru það HK-drengirnir úr Kópavogi sem urðu fyrir barðinu á hinu fríska KA-liði. Leikurinn var einn sá fjörug- asti sem hefur verið hér á Akureyri og unnu KA-menn örugglega 3:0. KA-menn höfðu sagt fyrir leik- inn að HK væri það lið sem þeir væru hvað hræddastir við og þessi hræðsla virtist sitja í þeim í fyrstu hrinunni. HK komst því í 4:0 og 8:4. En þá fór KA-vélin í gang og munaði þar mestu um stórlcik Stefáns Jóhannessonar. Hann skoraði fimm stig með stórkost- legum smössum sem glumdu í fjölum Glerárskóla. Petta gaf hinum leikmönnum liðsins tón- inn og eftir þetta átti HK ekki möguleika gegn hinu kraftmikla KA-liði. KA saxaði á forskot HK jafnt og þétt og áttu Kópavogspiltarnir ekkert svar við sterkum varnar- leik heimamanna. Hrinunni lauk því nteð öruggum sigri KA 15:10. Önnur hrinan var einstefna af hálfu KA-liðsins. Hávörnin var mjög góð hjá þeint og virtist þessi sterki varnarleikur koma HK-lið- inu í opna skjöldu. Einfaldar uppgjafir mistókust hjá þeim og uppspilið var ekki nógu gott. Hrinunni lauk því með sigri KA 15:7. Þriðja hrinan virtist ætla að verða enn auðveldari fyrir þá gul- klæddu. Þeir komust í 11:3 og stefndi allt í stórsigur liðsins. En gestirnir voru ekki á því að gefast upp og smá kæruleysi grcip um sig í KA-liðinu. HK náði því að saxa á forskot KA án þess þó að ógna því að einhverju ráði. KA innbyrti sigurinn með góðum smössum frá Fei og Gunnari Garðarssyni og þar með hafði KA unnið lcikinn 3:0. í liöi KA átti Stefán Jóhannes- son stórleik og voru smössin hjá honum sannkölluð augnayndi. í þessum leik voru Gunnar Garð- arsson, Haukur Valtýsson og þjálfarinn Fei einniggóðir, í ann- ars mjög jöfnu KA-liði. í lið KA vantaði Einar Ásgeirsson og munar um minna. Þeir Vignir Hlöðversson og Geir Hlöðversson áttu bestan leik HK að þessu sinni. Með þessum sigri er KA enn eitt á toppnum í 1. deildinni í blaki. Liðiö leikur næst við ÍS um aðra helgi hér á Akureyri og má þar búast við hörkuviðureign því ÍS er núverandi íslandsmeistari. Tap hjá stúlkunum Stúlkurnar í KA liðinu riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni um helgina. Á föstudaginn tapaði liðið fyrir hinu sterka liði Víkinga 3:0. Það gekk örlítið betur á laug- ardag er liðið lék gegn HK-stúlk- unum. Þá unnu KA-stelpurnar fyrstu hrinuna 15:12. Sú hrina var mjög jöfn og mátti sjá tölurnar 5:5, 8:8 og 10:10. Aö lokum tókst KA að innbyrða sigurinn 15:12. 1 annarri hrinunni gekk ekkert upp hjá Akureyrardömunum og á sama tíma gekk allt upp hjá HK. HK sigraði því auðveldlega 15:5. Þriðja hrinan var nokkuð spennandi en HK hafði frum- kvæðið allan tímann. KA-liðið barðist vel í leiknunt en hafði ckki erindi sem erfiði. HK sigraði því aftur 15:5. I seinustu hrinunni börðust KA stelpurnar ágætlega en HK liðið var hreinlega betra. Hrinan endaði því 15:9 og þar með vann HK leikinn 3:1. Á eftir meistaraflokksleiknum léku sömu lið í 2. flokki kvenna, en uppistaðan í báðum liðum voru sömu stúlkurnar. Skemmst er frá því að segja að HK sigraði örugglega 2:0. Að vanda voru Hrefna Brynjólfsdóttir og Karitas Jóns- dóttir sterkustu leikmenn meist- arflokksliðs KA. Þær áttu marga ágæta skelli í leiknum og spiluðu þær stöllur sínar í liðinu oft vel upp. Hins vegar vantar þær til- finnalega aðstoö frá hinum í lið- inu og ekki vinnur liðið leiki á tveimur manneskjum. Handknattleikur yngri flokkar: Þór sigraði í 1. deild - í 4. flokki - KA vann sig upp um deild Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í 1. deildinni í 4. flokki núna um helgina. Riðillinn var spilaður í Höllinni og var sigur Þórsstrákanna fyllilega verð- skuldaður. Þór gaf tóninn strax á föstu- dagskvöldið með því að leggja FH auðveldlega að velli 24:16. Sigurganga Þórsara hélt áfram á laugardaginn með góðum sigr- um á Haukunt, Stjörnunni og Víkingi. Á sunnudag var síðan mikil spenna í herbúðum Þórsara því þá mættu þeir bestu liðununt Fram og KR. En fyrst lögðu strákarnir Fram og síðan tryggðu þeir sér sigur í deildinni með því að gera jafntefli við KR. Úrslit í leikjum Þórs: Þór-FH 24:16 Þór-Haukar 23:17 Þór-Stjarnan 30:15 Þór-Víkingur 28:19 Þór-Fram 24:22 Þór-KR 21:21 Lokastaðan: 1. Þór 2. Fram 3. KR 4. Haukar 5. Víkingur 6. FH 7. Stjarnan Páll Pálsson skoraði fallcg mörk úr horninu fyrir Þór. Mynd: tlv KA vann sig upp í 2. deild KA-strákarnir í 4. flokki stóðu sig einnig vel um helgina. Þeir léku í 3. deild á Seltjarnarnesi og sigruðu örugglega í þeim riðli og færast því upp í 2. deild. Völsungarnir frá Húsavík léku í söniu deild en náðu ekki að vinna sig upp, eins og nágrannar þeirra frá Akureyri. Urslit í leikjum KA og Völsungs: KA-UMFN 21:5 KA-Grótta 22:7 KA-Völsungur 14:10 KA-UMFA 23:14 KA-Hveragerði 17:8 KA-ÍBK 21:13 Völsungur-UMFN 19:21 Völsungur-ÍBK 20:15 Völsungur-UMFA 15:16 Völsungur-Grótta 28:10 Völsungur-UFHÖ 27:16 Lokastaðan 13. dcild: 1. KA 2. UMFA 3. UMFN 4. Völsungur 5. Grótta 6. ÍBK 7. Hveragerði Vegna þrengsla í blaðinu munum við birta úrslit hjá öðrum yngri flokkum sem spiluðu um helgina síðar í vikunni. Guömundur Benediktsson var atkvæðamestur Þórsara um helgina. Hér sést hann skora í leik gegn Haukum sem Þór vann 23:17. Mynd: tlv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.