Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 13
Akureyri: Aðventutónleikar Passíukórsins □ HULD 598811307 w/v H.v. Jóhannes Jóhannesson fyrrum bóndi á Neðri-Vindheimum nú til heimilis að Hlíðargötu 7, Akureyri verður 80 ára í dag 29. nóvember. Hann og kona hans taka á móti gest- um að Hótel KEA frá kl. 14.00. Aðventutónleikar Passíukórsins verða haldnir fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30 í Akureyrar- kirkju. Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru: Messe de minuit (Miðnæturmessa) eftir M.A. Charpentier og Meine Seele erhebt den Herrn (önd mín lofar Drottin) eftir G.P. Tele- mann. Miðnæturmessan er byggð á gömlum frönskum jólalögum sem mörg eru sungin enn þann dag í dag í Frakklandi. Textinn er hefðbundinn messutexti. Meine Seele erhebt den Herrn er Magnificat eða lofsöngur og er textinn Lofsöngur Maríu úr Lúk- asarguðspjalli er hefst á orðunum Önd mín lofar Drottin. Passíukórinn fær marga hæfa tónlistarmenn til liðs við sig á tónleikunum. Fimm einsöngvar- ar taka þátt í flutningnum, en þeir eru: Margrét Bóasdóttir sópran, Liza Lillicrap sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Micha- el Jón Clarke tenór, og Kristinn Sigmundsson bassi. Björn Stein- ar Sólbergsson leikur á nýja org- elið í Akureyrarkirkju, og aðrir hljóðfæraleikarar eru félagar úr Kammersveitinni á Akureyri. Stjórnandi er Roar Kvant. Aðstandendur tónleikanna vænta þess að Akureyringar komi og njóti fallegrar tónlistar í kirkjunni nú í upphafi aðvent- unnar. Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81. Sýningarsalurinn er lokaður í des- ember. Opnað fyrir hópa eftir samkomu- lagi í síma 22983 eða 27395. Minningarspjöld minningarsjóðs Jakobs Jakobssonar fást í Bókabúð Jónasar og í Bókvali. Borgarbíó Alltaf nýjar myndir Símsvari 23500 Skautasvellið á Akureyri: Sértímar fyrir 16 ára og eldri Nú hefur vélfrysta svæðið við Krókeyri verið starfrækt í rúmar tvær vikur. Aðsókn skautafólks hefur verið mjög góð, enda veður verið frekar hagstætt þennan tíma, þó að hitastig hafi einstöku sinnum farið upp í allt að 10-12 gráður. Sem betur fer virðist nú búið að komast fyrir flest þau vandkvæði varðandi frystibúnað- inn sem trufluðu starfsemina seinni part sl. vetrar. Það er að vísu ljóst, og var raunar vitað, að opið svæði er og verður alltaf háð veðri, þannig að ef t.d. er mikill vindur í hlýindum, þá hefur fryst- ingin ekki undan. Einnig verður ísinn alltaf viðkvæmur fyrir mikilli sólbráð. En engu að síður virðist okkur það þegar augljóst, að þessi búnaður gerir það mögu- legt að viðhalda skautasvelli nokkuð óslitið mánuðina frá okt- óber-nóvember og fram í mars. Stjórn skautafélagsins leggur megin áherslu á að reyna að halda uppi á svæðinu góðum ís fyrir almenning í bænum og hefur því verið reynt að hafa opið fyrir almenning á bestu tímunum á hverjum degi. Skautaferðir hafa ætíð verið ein af vinsælli almenn- ingsíþróttum hér í bæ og verður vélfrysta svæðið vonandi til að Atvinnurekendur ath. Óska eftir framtíðarstarfi á Akureyri. Er menntaður véla- og iðnrekstrarfræðingur. Hef margþætta reynslu af málmiðnaði og er vanur að vinna sjálfstætt. Upplýsingar í síma 91-13119. Sjúkrahúsið í Húsavík Velkomin í heimsókn Sjúkrahúsið í Húsavík óskar eftir deiidarstjóra á almenna sjúkradeild frá 1. febrúar 1989. Hvernig væri að skreppa í heimsókn og kanna aðstæður? Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96- 41333. viðhalda þeirri hefð. En þar sem nú er verið að þreifa sig áfram með heppilegasta fyrirkomulagið á rekstri svæðisins, þá eru allar ábendingar þar að lútandi vel þegnar. Við gerum okkur grein fyrir að búningsaðstaða o.fl. er takmörkuð og verður það enn um sinn, því að skautafélagið þarf að einbeita sér að ná niður skuldum vegna vélfrystingarinn- ar, áður en hægt er að fara út í viðbótar fjárfestingar, til að bæta aðstöðuna. Þó verður lögð áhersla á að græða upp umhverf- ið eins hratt og unnt er. Það er ljóst að börn og ungl- ingar hafa verið iðnastir við að nýta sér aðstöðuna nú á haust- dögum og verður lögð áhersla á að sinna þeim. En ýmsir fullorðn- ir hafa spurst fyrir um hvort ekki verði boðið upp á sérstaka tíma, sem eingöngu yrðu ætlaðir full- orðnum, þar sem margir af eldri kynslóðunum treysti sér tæpast á svellið innan um barnafjöldann á fullri ferð. Nú hefur verið ákveð- ið að gera tilraun með slíka sér- tíma fyrir 16 ára og eldri og verð- ur það í fyrsta skipti fimmtudag- inn 1. desember á tímabilinu 20.15-22.15. Verður þá einnig reynt að hafa tónlist við hæfi! Við vonum að „skautastjörnurnar“ af Pollinum hér á árum áður hreinsi þá ryðið af skautunum sínum og reyni þá á vélfrysta svæðinu. Ef ryðið er orðið mjög fast er einnig hægt áð fá leigða skauta á svæð- inu! Rétt er að minna á, að daglega verður lesið inn á símsvara í 27740 hver dagskráin verður þann daginn á svellinu. Þar kem- ur þá einnig fram ef veðrið setur strik í reikninginn. -4) a veginn! Blindhœð íramundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! UUMFEROAR RÁD 2á/nóvember 1988- DAGUR - 13 Ferðamannabærinn Akureyri Atvinnumálanefnd Akureyrar gengst fyrir opnum fundi um framtíðarhorfur í ferða- málum á Akureyri og nágrenni. Hefur þú skoðun á því hvert hlutverk bæjarfélags á að vera í: ★ Gistihúsarekstri ★ Ferðamannaverslun ★ Uppbyggingu tjaldstæða ★ Rekstri safna ★ Skipulagi samgangna ★ Öðrum þáttum í ferðaþjónustu Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA kl. 14.00 laugardaginn 3. desember. Allir áhugaaðilar um ferðamál hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á mótun ferða- málastefnu Akureyrarbæjar. NYJAR BÆKUR Fást í bóka- búðum og blaðsölum um allt land SNORRAHÚS Strandgötu 31 • Akureyri Sími 96-24222 Indíánaprinsessan Líkið stjórnar leiknum Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Gránufélagsgötu 35, Akureyri, þingl. eigandi Ingimar Harðarson o.fl., föstudaginn 2. des. ’88 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Trygginga- stofnun ríkisins. Grundargötu 9, Dalvík, þingl. eig- andi Sveinbjörn Sveinbjörnsson, föstudaginn 2. des. '88 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Björn Ólafur Hailgrfmsson hdl. Hafnargötu 17, Grímsey, þingl. eig- andi Gunnar Hjelm, föstudaginn 2. des. kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Kambsmýri 8, Akureyri, þingl. eig- andi Magnús Stefánsson, föstudag- inn 2. des. ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru innheimtu- maður ríkissjóðs og Bæjarsjóður Akureyrar. Strandgötu 51, Akureyri, þingl. eig- andi Blikkvirki sf. föstudag 2. des. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Tjarnarlundi 3e, Akureyri, þingl. eig- andi Agnes Sverrisdóttir, föstudag- inn 2. des. ’88 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Öldugötu 1, Árskógssandi, þingl. eigandi Anton Harðarson, föstudag- inn 2. des. kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Trygginga- stofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.