Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 29. nóvember 1988
Valur Arnþórsson:
Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á rekstri
Sambands íslenskra samvinnufélaga hafa
mjög verið í kastljósi fjölmiðla að undan-
förnu. Þá hafa margir þungar áhyggjur af
síversnandi stöðu verslunar í dreifbýlinu
og ekki síður langvarandi taprekstri undir-
stöðuatvinnuveganna. Valur Arnþórsson,
kaupfélagsstjóri og stjórnarformaður SÍS,
á sæti í nefnd, sem skipuð var til að fjalla
um skipulagsmál Sambandsins. í ræðu á
flokksþingi Framsóknarflokksins 20.
nóvember sl. fjallaði Valur sérstaklega um
vanda dreifbýlisverslunar og erfiða stöðu
útflutningsgreinanna og setti fram ákveðn-
ar hugmyndir til úrlausnar. Valur Arn-
þórsson ræðir þessi mál ítariega í viðtalinu
hér að neðan.
- Valur var fyrst inntur eftir því hvort verulegra skipu-
lagsbreytinga væri aö vænta á rekstri Sambands íslenskra
samvinnufélaga.
„Skipulagsmál Sambandsins hafa verið lengi til
umfjöllunar og ég legg áherslu á að þetta er ekki nýtt við-
fangsefni. Núverandi skipulagsumræða hófst með fram-
söguræðu sem ég hélt á aðalfundi Sambandsins á Akureyri
árið 1986. Þar ræddi ég um framtíð samvinnuhreyfingar á
íslandi og sagði að ástæða væri til að sérgeina hin margvís-
legu viðfangsefni Sambandsins en taldi að sú sérgreining
gæti farið fram innan eins sambands.
í kjölfarið var skipaður sérstakur hópur til að ræða um
skipulag samvinnuhreyfingarinnar í verslunarmálum. Hóp-
urinn var kallaður SESAM-hópurinn og starfaði hann und-
ir forystu Axels Gíslasonar, aðstoðarforstjóra Sambands-
ins. Ég hygg að sá hópur hafi unnið mjög gott starf og á
grundvelli tillagna hans voru samtök samvinnuverslana
stofnuð síðasta haust. Þau samtök munu koma til með að
starfa með verslunardeild Sambandsins, þjappa samvinnu-
versluninni saman í kringum hana sem sitt innkaupasam-
band og von er bundin við að gegnum þetta náist betri
árangur í samvinnuverslun í landinu, bæði hvað snertir
afkomu og samkeppnishæfara verð.
Ótrúlegur áróður
Skipulagsumræðan hefur einnig haldið áfram að öðru leyti
varðandi aðra þætti í starfsemi Sambandsins. Sambands-
stjórn skipaði á síðasta sumri sérstaka nefnd forystumanna
í hreyfingunni til þess að fjalla um skipulagsmál Sambands-
ins. í þeim hópi eru formaður og varaformaöur sambands-
stjórnar, forstjóri og aðstoðarforstjóri Sambandsins auk
stjórnarformanna KEA og KRON. Þá situr kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Héraðsbúa í nefndinni og Geir Geirsson,
endurskoðandi Sambandsins.
Nefndin hefur haft ýmsar hliðar á skipulagsmálunum til
athugunar og ég hygg að fæstir nefndarmenn hafi gert upp
huga sinn með tilliti til þess hvernig þeim málum verði best
fyrir komið. Mér finnst reyndar allt of mikið gert úr því á
þessu stigi að ágreiningur sé á milli manna. Hinum ótrúleg-
asta áróðri hefur mjög verið haldið á lofti og dreift varð-
andi þetta mál, t.d. að'til stæði að leggja Sambandið niður.
Aðrar áróðursfréttir herma að til standi að skipta Sam-
bandinu upp í mörg smá hlutafélög.
Sameignarfélög og samvinnusambönd
Eg ítreka að ég hygg að enginn nefndarmanna hafi endan-
lega gert upp hug sinn varðandi skipulagsmál Sambands-
ins. Til álita kemur að afurðasöluþættirnir, lanbúnaðar- og
sjávarafurðir, verði settir í sérstök samvinnusambönd eða
sameignarfélög þeirra hagsmunahópa sem standa á bak við
þær deildir. Þannig myndu sláturhús blönduðu kaupfélag-
anna standa á bak við búvörudeildina en frystihús í eigu
einstaklinga og kaupfélaga á bak við sjávarafurðadeildina.
Pá kæmi til greina að setja skiparekstur og skinnaiðnað
samvinnumanna í sérstök félög. Samband íslenskra sam-
vinnufélaga myndi halda áfram og hefði þá fyrst og fremst
verslunarstarfsemi með höndum. Það yrði áfram sama
fyrirtækið og nú heitir Samband íslenskra samvinnufélaga,
með sömu kaupfélög sem meðlimi. Þau myndu síðan kjósa
fulltrúa á aðalfund Sambandsins eins og verið hefur. Aðal-
fundur myndi kjósa stjórn Sambandsins eins og áður. Síð-
an eru menn að velta fyrir sér leiðum; hvernig Sambandið
og sérstök fyrirtæki, sem hefðu með höndum sjávarafurða-
sölu, búvörusölu, skiparekstur og skinnaiðnað, yrðu tengd
(Sambandinu, þannig að við yrðum áfram með eina heild-
stæða samvinnuhreyfingu eins og verið hefur.
Þá myndi áfram nýtast það félagslega afl sem er í samstæðri
samvinnuhreyfingu.
Ég vil ekki ræða skipulagsmálin frekar efnislega en hef
fyrir mitt leyti lagt áherslu á að sá hópur sem sambands-
stjórn hefur falið að ræða þessi mál fái næði til að fjalla
málefnalega um þau. Síðan þarf stjórn Sambandsins að
fjalla nánar um tillögur frá skipulagshópnum og hafa næði
til að gera það málefnalega. það er á valdi sambands-
stjórnar hvernig farið yrði með hugsanlegar tillögur og
hvort stjórnin teldi stöðuna vera þannig að eitthvað af
þessu þyrfti að afgreiða strax eða hvort hugsanlegum tillög-
um yrði vísað í heild til sérstaks fulltrúafundar sem kallað-
ur yrði saman. Þá væri hugsanlega hægt að vísa tillögunum
til næsta aðalfundar Sambandsins vorið 1989.“
Skipulagsmálin fái vandaöa umfjöllun
- Nú lætur þú af störfum sem stjórnarformaður Sambands-
ins áður en laqgt um líður. Er þér mikið í mun að ljúka
þessu máli áður?
„Skipulagsmálin eru mikilvægur málaflokkur og þau
verða að fá málefnalega umfjöllun. Þetta er ekki tíma-
bundið viðfangsefni heldur má segja að skipulagsmálin séu
viðfangsefni hvers tíma og verður að vinna að þeim í sam-
ræmi við það. Það breytir engu þótt ég láti af störfum í
sambandsstjórn áður en langt um líður, skipulagsmálin
verða áfram þýðingarmikið viðfangsefni sambandstjórnar
á hverjum tíma.
Mér er alls ekki sérstaklega í mun að ljúka þessu við-
fangsefni núna áður en ég læt af störfum en legg áherslu á
að þessi mikilvægi máiaflokkur verður að fá málefnalega
umfjöllun. Þegar þeirri umfjöllun lýkur eiga menn fyrst að
nálgast það að taka ákvörðun. Mig skiptir þá engu máli
hvort það verður gert fyrir áramót, hvort það verður gert á
sérstökum fulltrúafundi í vetur eða hvort það bíður aðal-
fundar Sambandsins vorið 1989. En aðalatriðið er að þessi
málaflokkur fái vandaða umfjöllun."
- Hverjar eru helstu ástæður þess að menn telja að
breyta þurfi skipulagi Sambandsins? Er það tapreksturinn,
sem mikið hefur verið í fréttum, eða liggur fleira að baki?
Þjóöfélagsbreytingar
„í þessu sambandi vil ég upplýsa að eftir mjög ítarlega
umræðu samþykkti stjórn Kaupfélags Eyfirðinga ályktun í
september í þá veru að stjórn KEA telji ríka ástæðu vera
til að breyta skipulagi Sambandsins þannig að hvert við-
fangsefni sé í sérstöku fyrirtæki. Þegar stjórn KEA ályktar
á þann veg er það vegna þeirra miklu breytinga sem orðið
hafa í þjóðfélaginu, sérstaklega með hliðsjón af útþenslu á
höfuðborgarsvæðinu en fækkun í dreifbýli. Stjórn KEA
taldi að í ljósi þessarar þróunar væri eðlilegast að þeir sein
hafa búvörusölu með höndum hefðu forsjá þeirrar starf-
semi á öllum stigum. Á sama hátt hefðu þeir sem hafa versl-
un með höndum forræði þeirrar starfsemi. Þá er augljóst
að höfuðborgarsvæðið mun eflast að áhrifum á sviði sem er
fullkomlega eðlilegt vegna þess liversu mikið fólki hefur
fjölgað þar. Á sama hátt væri óeðlilegt að höfuðborgar-
svæðið efldist á sama hátt í sölu á búvörum eða sjávar-
afurðum, sem eru sérstök viðfangsefni blönduðu kaup-
félaganna á landsbyggðinni.
Þegar stjórn KEA komst að þessari niðurstöðu og álykt-
aði í þessa veru var það út frá hreinu skipulagssjónarmiði
með hliðsjón af þjóðfélagsþróuninni, óháð afkomu Sam-
bandsins. Þegar stjórn Sambandsins ákvað að sétja á fót
skipulagshóp leggur hún skipulagssjónarmið að sjálfsögðu
til grundvallar og tekur mið af þjóðfélagsþróuninni. Ég
býst við að sambandsstjórn taki þó mið af þeim erfiða
rekstri sem nú er hjá Sambandinu. Tilgangur stjórnarinnar
með umfjöllun um skipulagsmál er að sjálfsögðu sá að leita
leiða til að styrkja stöðu samvinnustarfsins. Þetta er einn
meginþátturinn í athugunum skipulagshópsins, að leita
leiða til að skila öllum þáttum starfsins fram á veginn með
styrkari efnahag og betri rekstrarskilyrðum en eru í dag.“
Vandi dreifbýlisverslunar
- Dreifbýlisverslunin stendur mjög höllum fæti og sífellt
virðist síga á ógæfuhliðina. Þú fjallaðir m.a. um þetta mál
í ræðu á flokksþingi framsóknarmanna fyrir skömmu. Er
hægt að rétta hlut dreifbýlisverslunarinnar með einhverjum
ráðum, að þínu mati?
„Eins og kemur reyndar fram í spurningunni þá hefur
dreifbýlisverslun mjög átt undir högg að sækja og ástandið
er sífellt að versna. Staðan hefur sumpart versnað vegna
áðurnefndra þjóðfélagsbreytinga; fjölgunar í þéttbýli og
fækkunar í dreifbýli, en einnig vegna þess að stórbættar
samgöngur hafa gert landið allt að einum markaði þannig
að fólk í dreifbýli sækir verslun jafnframt til stærstu þétt-
býlisstaða. Inn í þessa öfugþróun fyrir dreifbýlisverslun
kemur einnig sú staðreynd að vaxtakostnaður er miklu
meiri en áður.
Dreifbýlisverslunin þoldi birgðahald sæmilega meðan
vextir voru lágir og jafnvel neikvæðir í þjóðfélaginu. Eftir
að vextir urðu svo háir, sem raun ber vitni, þolir dreifbýl-
isverslun ekki birðahaldið, en öllum er að sjálfsögðu
kunnugt um að veltuhraði birgða er þar miklu lægri en í
verslunum á þéttbýlisstöðum.
Vegna hægari veltu og minna umfangs verður allur
reksturskostnaður hlutfallslega hærri, ekki bara vaxta-
kostnaður heldur einnig þýðingarmiklir kostnaðarliðir eins
og laun. Þá kemur það mjög inn í laka stöðu dreif-
býlisverslunar að stór hluti af sölu hennar er dagvörur og
þar skipa landbúnaðarvörur háan sess. Það hagar svo til
vegna opinberra verðlagsákvæða að sölulaunin fyrir þýð-
ingarmikla flokka landbúnaðarvara eru afskaplega lág og
miklu lægri en sem nemur kostnaðinum við að selja þessar
vörur. Það eitt út af fyrir sig myndi bæta hag dreifbýlis-
verslunar stórlega ef sölulaun fyrir landbúnaðarafurðir
yrðu hækkuð þannig að þau stæðu undir raunverulegum
kostnaði við sölu á þessum vörum. Þetta hefur ekki fengist
fram enda þótt rætt hafi verið um það árum saman.