Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 29.11.1988, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 29. nóvember 1988 íþróttir Flugleiðadeildin í körfu: Tindastóll lá fyrir KR - í slökum leik 79:70 „Dómarahneyksli, dómara- hneyksli!“ hrópuðu áhorfendur að loknum leik Tindastóls og KR- inga í Flugleiðadeildinni í körfu sl. sunnudagskvöld í íþróttahúsi Sauðárkróks. Undir þau orð er hægt að taka að nokkru leyti, en leikmenn Tindastóls geta sjálfum sér um kennt að hafa tapað fyrir KR-ingum með 70 stigum gegn 79. Vesturbæingarnir reyndust sterkari að þessu sinni, en íeikur- inn var langt frá því að vera rism- ikill. í hálfleik var staðan 38:35, KR í vil. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu á skömmum tíma 7 stiga for- skoti, 11:4. Ekki létu leikmenn Tindastóls gestina fara lengra og náðu að minnka muninn. Þegar fyrri hálfieikur var Iiðlega hálfnaður var staðan jöfn, 19:19, og þegar 7 mínút- ur voru til leikhlés tókst heimamönn- um að komast yfir 23:21. En KR-ing- ar komust yfir á ný og þegar 2 mínút- ur voru til leikhlés höfðu þeir náð 5 stiga forskoti, 38:33. Tindastóll minnkaði muninn í 3 stig áður en blásið var til leikhlés og sem fyrr seg- ir var staðan þá 38:35 fyrir KR. Leikmenn Tindastóls byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og eftir eina mínútu voru þeir búnir að jafna, 40:40. Ekki tókst heimamönnum að fylgja þeim kafla eftir og á skömm- um tíma náðu KR-ingar 11 stiga for- skoti, 59:48, og þá voru 8 mínútur liðnar af hálfleiknum. Áfram héldu lukkudísirnar að snúast gegn heima- mönnum, boltinn vildi ekki ofan í körfuna, á meðan hann rataði rétta leið hjá þeim röndóttu. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 63:48, KR í vil, og tveim mínútum síðar var kominn 19 stiga munur, 69:50. Þá virtist fokið í flest skjól fyr- ir Tindastól, en með baráttu tókst liðinu að minnka muninn í 10 stig, og voru þá þrjár mínútur til leiksloka. En KR-ingar hleyptu heimamönnum ekki mikið nær. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir var 7 stiga munur, 77:70, en á lokasekúndunni áttu KR-ingar langskot sem gaf þeim tvö stig að lokum. Úrslitin því 79:70 fyrir Vesturbæingana. Undir lokin má segja að skapast hafi hálfgerð leikleysa og áttu þeir gráklæddu stóran hlut að máli. Jóhannes Kristbjörnsson KR-ingur komst upp með afar óíþróttamanns- lega framkomu, sem dómararnir áttu tvímælalaust að reka hann út úr hús- inu fyrir, en Jóhannes slapp alveg. í staðinn tók þjálfari KR-inga hann út af á stundinni og skammaði hann ærlega. Lið Tindastóls átti slakan dag að þessu sinni, einna skástir voru þeir bræður Eyjólfur og Sverrir Sverris- synir. Atkvæðamestur í liði KR var Matthías Einarsson og sem fyrr var ívar Webster drjúgur, þrátt fyrir að hafa ekki sýnt mikla takta. -bjb Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 23, Eyjólfur Sverrisson 21, Sverrir Sverrisson 11, Björn Sigtryggsson 9, Ágúst Kárason 4 og Kári Marísson 2. Stig KR: Matthías Einarsson 22, ívar Webster 20, Ólafur Guðmundsson 14, Jóhannes Kristbjörnsson 13, Lárus Árnason 6 og Gauti Gunnarsson 4. Dómarar vbru Kristinn Albertsson og Helgi Bragason og ekki er hægt að gefa þeim bestu einkunn fyrir þennan leik. Sjálfsagt hugsar Helgi sig tvisvar um áður en hann fæst til að dæma lleiri leiki í heimabæ sínum. Laugamótið: KA vann eftir hörkukeppni - HSÞ-a og Magna-liðin skammt undan Laugamótið í innanhússknatt- spyrnu fór fram um helgina. Það voru tuttugu lið sem mættu til leiks og þegar upp var staðið hafði lið Knattspyrnufélags Akureyrar sigrað. í öðru sæti var a-lið Magna frá Grenivík og í þriðja sæti var a- lið HSÞ. Það voru tuttugu lið sem tóku þátt í Laugamótinu að þessu sinni. Keppnin hófst á föstudagskvöldið og var spilað fram á sunnudag. Að sögn forráðamanna fór mótið vel fram og voru þeir ánægðir með þátttökuna. Úrslit leikja 1. riöill: Efling-HSÞ b 7: 6 Reynir b-UMFP 5: 4 HSÞ b-Reynir b 2: 5 Efling-UMFP 3: 7 HSÞ b-UMFP 6:15 Efling-Reynir b 3: 7 í úrslit fóru Reynir b og (Laugar) UMFP 2. riðill: UMFS-KA 2: 6 SMÖ-Magni a 0:14 UMFS-Völsungur 2: 2 KA-SMÖ 9: 4 Magni a-Völsungur 7: 3 UMFS-SMÖ 8: 6 KA-Magni a 6: 5 SMÖ-Völsungur 5: 9 UMFS-Magni a 2: 9 KA-Völsungur 5: 4 I úrslit fóru KA og Magni a 3. riðill: ÍMA-Hvöt 6: 7 UMSE-UMFÞ 5: 4 Reynir a-IMA 5: 8 Hvöt-UMSE 6: 2 UMFÞ-Reynir a 2:14 ÍMA-UMSE 3: 4 Hvöt-UMFÞ 12: 2 Reynir a-UMSE 7: 4 ÍMA-UMFÞ 17: 1 Hvöt-Reynir a 6: 7 í úrslit fóru Hvöt og Reynir a 4. riðill: HSÞ a-Neisti 8: 1 Augnablik-Magni b 10: 3 Kormákur-HSÞ a 4: 8 Neisti-Augnablik 3:10 Kormákur-Magni b 3: 3 HSÞ a-Augnablik 6: 4 Neisti-Magni b 1: 7 Kormákur-Augnablik 5: 7 HSÞ a-Magni b 3: 3 Neisti-Kormákur 5: 6 í úrslit fóru HSÞ a og Magni b. Undanúrslitakeppni: Reynir b-Magni a 6:7 UMFP-KA 3:4 Hvöt-Magni b 2:6 Reynir a-HSÞ a 8:8 Magni a-Hvöt 4:3 KA-Reynir a 6:5 Reynir b-Magni b 6:7 UMFP-HSÞ a 1:5 Magni a-Magni b 5:4 KA-HSÞ a 4:4 Reynir b-Hvöt 5:5 UMFP-Reynir a 7:6 Úrslit: Magni a-HSÞ a 9:8 KA-Magni b 4:3 3.-4. sæti HSÞ a-Magni b 11:5 1.-2. sæti KA-Magni a 7:3 Röð efstu liða: 1. KA 2. Magni a 3. HSÞ a 4. Magni b Ur leik Magna-b og Neista frá Hofsósi. Magni sigraði 7:1 og komst í úrslit á mótinu. Eyjólfur Sverrisson og félagar hans töpuðu fyrir KR í slökum lcik. Ársþing KDSÍ: KDSI er nú hagsmunafélag Arsþing Knattspyrnudómara- sambands íslands var haldið í Keflavík um helgina. Sú sam- þykkt dómaranna að þeim skuli greidd laun fyrir stÖrf sín mun sjálfsagt vekja mesta eftirtekt af þessu þingi. Einnig var tekið inn í lög félagsins að það skuli standa vörð um réttindamál knattspyrnu- dómara og að KDSÍ sé samn- ingsaðili fyrir knattspyrnudóm- ara gagnvart KSÍ og öðrum aðil- um. í nýrri grein við lög KDSÍ stend- ur að dómurum skuli greidd laun fyrir störf sín, samkvæmt sam- komuiagi KDSÍ og KSÍ. Ársþing KSÍ sem haldið verður á Selfossi um næstu helgi mun sjálfsagt fjalla um þessa tillögu dómaranna og má örugglega búast við fjörugum umræðum um þessi mál. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að fulltrúar KDSÍ á KSÍ-þing- inu leggi fram tillögu þess lútandi að KDSÍ verði greitt gjald að öllum leikjum í 1., 2., 3., og4. deild karla og bikarkeppni KSl. Ekki kemur fram hvert gjaldið á að vera né hver laun dómara eigi að vera. Samkvæmt þessum nýju lögum KDSÍ verður það hagsmunafélag dómara, Iíkt og verkalýðsfélag, en sér einnig um fræðslumál. KSÍ mun hins vegar áfram sjá um boðanir á dómurum á alla leiki meistara- flokks. Til nokkurra ýfinga kom milli stjórnar KSÍ og stjórnar KDSÍ á þessu ári vegna neitunar KSÍ á að samþykkja fulltrúa KDSÍ í dómara- nefnd KSÍ. Þingið lýsti yfir fullum stuðningi við stjórn KDSÍ í þessu máli og harmaði það stífni KSÍ í þessu máli. Þingið samþykkti tillögu þar sem farið er fram á skýringar og sund- urliðun KSÍ varðandi greiðslu til KDSÍ fyrir árin 1987 og 1988. Guðmundur Sigurðsson dómari úr Fylki fékk afreksbikar KDSÍ og aflienti Guðmundur Haraldsson, fráfarandi afrekshafi, honum bikar- inn á þinginu. Þá voru tveir fráfar- andi 1. deildardómarar, þeir Bald- ur Scheving og Eysteinn Guð- mundsson, sæmdir gullmerki KDSÍ, æðsta heiðursmerki sam- bandsins, fyrir vel unnin störf á liðnum árum. Stjórn KDSÍ var kosin til tveggja ára í fyrra og situr hún því áfram. Hana skipa, Heimir Bergmann for- maður, Guðmundur Sigurðsson og Karl Ottesen. Á þessu þingi komu síðan Magnús Gíslason og Magnús Daðason inn í stjórnina. Mynd: AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.