Dagur - 13.12.1988, Side 1

Dagur - 13.12.1988, Side 1
Skemmdarverk unnin á Akureyri: Stungið af frá tveimur ákeyrslum - rannsóknarlögreglan auglýsir eftir vitnum Ekið var á tvo kyrrstæða bíla á Akureyri á föstudag og laugar- dag. I báðum tilvikum fóru tjónvaldarnir af staðnum án þess að gefa sig fram. Þá voru unnin skemmdarverk á kyrr- Kaupfélag Eyfirðinga: Magnús Gauti kaupfélags- stjóri Magnús Gauti Gautason var ráðinn kaupfélagsstjóri Kaup- félags Eyfirðinga á Akureyri á stjórnarfundi í gær. „Mér líst ágætlega á nýja starfið,“ sagði Magnús Gauti. Viðræður við hann hafa staðið yfir frá því í ágúst síðastliðnum, er Valur Arnþórsson var ráðinn bankastjóri Landsbankans. Enn er óljóst hvenær hann tekur við starfinu, en stjórn Kaupfélagsins hefur farið fram á að Valur sinni starfinu fram að næsta aðalfundi. Jóhannes Sigvaldason stjórn- arformaður KEA sagði að engar dagsetningar hefðu verið ákveðn- ar varðandi kaupfélagsstjóra skiptin. Magnús Gauti, sem er rekstrar- hagfræðingur hefur verið aðstoð- arkaupfélagsstjóri frá því í sept- ember, en þar á undan gengdi hann starfi fjármálastjóra Kaup- félagsins. mþþ stæðum bifreiðum víðar um bæinn. Á föstudag var ekið á kyrr- stæða Mözdu 929, rauða að lit, milli kl. 13.30 og 14.50, til móts við Ránargötu 18. Skráningar- númer bílsins er A 7866. Vinstri hlið Mözdunnar skemmdist talsvert. Á laugardagskvöld milli kl. 23.00 og miðnættis gerðist það við Smárahlíð 9 að ekið var á bifreiðina A 9642, drappaðan Subaru. Hægra afturhorn bílsins skemmdist. Talið er að ökumað- urinn sem þarna var að verki hafi verið á Skoda bifreið. Aðfaranótt sunnudags voru unnar skemmdir á fjórum kyrr- stæðum bifreiðu sem stóðu í Munkaþverárstræti og auk þess einni bifreið sem stóð fyrir fram- an smurstöð Esso og Þórshamars hf. við Tryggvabraut. Spellvirkj- arnir skemmdu bílana í Munka- þverárstræti með því að brjóta á þeim spegla, snúa upp á rúðu- þurrkur o.s.frv. Fyrir utan þetta var farið inn í fleiri kyrrstæða bíla, opnaðar á þeim dyr og ljós kveikt án þess að bílarnir væru beinlínis skemmdir. Tekið skal fram að bílarnir voru ólæstir. Að því búnu lá leiðin niður á Eyri. Átt var við bíla sem stóðu á bílasölu Höldurs og rúða brotin í bifreið sem lagt var við smurstöð Esso og hún einnig skemmd að innan. Rannsóknarlögreglan á Akureyri biður þá sem geta gefið upplýsingar um einhver þessara atvika að gefa sig fram hið fyrsta eða gefa lögreglunni upplýsingar á annan hátt. EHB Jólatré baðað ljósum Fjöldi fólks kom saman í IVIiðbæ Akureyrar á laugardaginn, en þá voru Ijós tendruð á jólatré því sem bærinn fékk að gjöf frá Randes, vinabæ sínum í Damnörku. Við athöfnina flutti Sigfús Jónsson ávarp og sagði m.a. að jólatréð væri orðið eitt af friðartáknum hins kristna heims. Ingimar Eydal flutti og ávarp fyrir hönd Norræna félagsins og Valur Arnþórsson ræðismaður Dana á Akureyri afhenti bæjarbúum tréð formlega. Það var svo fimin ára gamall Akureyringur, Ásta Eybjörg Þorsteinsdóttir scm kveikti Ijósin á trénu og ■ Ijósadýrðinni hljómaði söngur Passíu- kórsins og leikur Hornailokks Tónlistarskólans. Að lokum var gegnið í kringum jólatréð. Á innfelldu myndinni er Ásta Eybjörg í fangi Vals Arnþórssonar. inþþ Mynd: TLV Hofsóshreppur sviptur ljárræði - fær greiðslustöðvun í þrjá mánuði Félagsmálaráðuneytið svipti sveitarstjórn Hofsóshrepps fjárræði í gær og hefur ráðu- neytið farið fram á greiðslu- stöðvun til þriggja mánaða. Skipuð hefur verið þriggja manna fjárhagsStjórn til að hafa yfirumsjón með fjárráð- um hreppsins á meðan verið er að laga stöðuna. Á þeim tíma getur sveitarstjórnin ekki stað- ið í neinum fjárútlátum án þess að hafa samráð við fjárhags- stjórnina. Er þetta í fyrsta sinn sem þeirri klásúlu nýju sveit- arstjórnarlaganna, er veitir félagsmálaráðuneytinu heimild til að svipta sveitarstjórn fjár- ræði, er beitt. Það var fyrir nokkru sem sveit- arstjórn Hofsóshrepps lagði inn beiðni hjá ráðuneytinu um aðstoð vegna fjárhagserfiðleik- anna. Skuldir hreppsins nema nú Þetta var algjört neyðarúrræði segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra „Þetta er mjög slæmt dæmi og aðgerðir ráðuneytisins voru algört neyðarúrræði. Það var engin önnur útgönguleið úr þessu dæmi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra í samtali við Dag í gær- kvöldi. Félagsmálaráðherra sagðist ekki geta sagt fyrir um hvort þriggja mánaða greiðslustöðvun myndi nægja til þess að koma fjárhag sveitarfélagsins á réttan kjöl. „Ég vil keppa að því að fjár- haldsstjórn sitji eins skamman tíma og mögulegt er. Ég vil byrja með fjárhaldsstjórn til þriggja mánaða en það gæti svo farið að hún óskaði eftir lengri fresti og samkvæmt lögunum getur hún setið í allt að eitt ár. En ég vil byrja með þrjá mánuði og sjá hvort það muni duga. Ég get raunverulega ekkert sagt um hvort slíkur tími dugar en þrír mánuðir til að byrja með sýna að mér er mikil alvara í því að þetta taki sem skemmstan tíma,“ sagði Jóhanna. Hún mun skipa í þessa þriggja manna nefnd í dag. Fé- lagsmálaráðuneytið tiinefnir tvo í nefndina en einn er tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Fjárhaldsstjórn mun taka yfir alla stjórn fjármála Hofsós- hrepps. Engar greiðslur má inna af hendi úr sveitarsjóði nema með samþykki hennar. Aðspurð um ástæður fyrir þeim vanda sem Hofsóshreppur stendur nú frammi fyrir sagði Jóhanna að það væri ljóst að sveitarfélagið hafi fjárfest langt umfram greiðslugetu þess. Það sannaðist best í því að nú væru skuldir sveitarfélagsins um þrisv- ar sinnum árstekjur þess. Jó- hanna sagði ennfremur að hún vildi leyfa sér að efast um að fleiri sveitarfélög væru jafn illa sett fjárhagslega um þessar mundir. Það væri þó ljóst að mörg smærri sveitarfélaga berðust nú mjög í bökkum. óþh rúmurn 50 milljónum, en áætlað- ar tekjur þessa árs eru á bilinu 15-20 milljónir. Ástæðan fyrir þessum erfiðleikum eru offjár- festingar á undanförnum árum, sem hafa verið umfram greiðslu- getu sveitarfélagsins. „Það versta yrði ef álögur á íbúa hreppsins hækkuðu. Það gengur ekki upp. í nýju sveitarstjórnar- lögunum er heimild til að hækka álögur allt að 25%, en vonandi verður ekki farið út í það. Ef það yrði gert myndi fólk hreinlega flytja burtu, útlitið er ekki það bjart,“ sagði Einar Jóhannssson í samtali við Dag, en hann á sæti í sveitarstjórn Hofsóshrepps. Það sem talið er geta bjargað hreppnum út úr fjárhagsörðug- leikunum er sameining hrepp- anna í kring. Hofsóshreppur fór fram á viðræður við forsvars- menn þeirra með sameiningu í huga, og hafa fengist jákvæð við- brögð frá sumum þeirra. Hrepp- arnir sem hér um ræðir eru Fljóta-, Fells-, Hofs-, Hóla- og Akrahreppur. -bjb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.