Dagur - 13.12.1988, Page 7

Dagur - 13.12.1988, Page 7
T3. deaember 1938 - OAQUR - 7 KA vairn í hörkuleik - en ÍS hefur kært leikinn KA sigraöi ÍS 3:2 í hörku- spennandi leik í íþróttahöllinni á Akureyri á iaugardaginn. Sérstaklega var fjórða hrinan spennandi en þá héldu ÍS- menn að þeir hefðu sigrað í leiknum er KA smassaði út af þegar staðan var 14:10. En Björgúlfur Jóhannsson dómari dæmdi snertingu á ÍS og KA náði að merja sigur. IS hefur hins vegar kært leikinn og telja þeir að dómarinn hafi flautað leikinn af þegar KA smassaði út af vellinum. Á margan hátt má segja að KA-liðið hafi verið heppið að sigra í þessum leik. Leikmenn liðsins virkuðu fremur þungir og seinir og er þetta tvímælalaust slakasti leikur KA-manna á þessu keppnistímabili. Hins vegar má ekki líta fram hjá því að ÍS-liðið er sterkt og hefur verið að sækja sig eftir frekar slaka byrjun. Eins og oft áður í vetur byrjaði KA-liðið ekkert allt of vel og var greinilegt á öllu að Stúdentarnir ætluðu sér að sigra í leiknum. Fei skoraði að vísu fyrsta stigið með fallegu smassi en næstu uppgjafir fóru fyrir lítið. Varnarleikurinn var frekar slakur hjá báðum liðum í fyrstu hrinunni, en aftur sáust mörg fal- leg tilþrif í sóknarleiknum. Þetta dugði KA-liðinu til að sigla fram úr og sigra í fyrstu hrinunni 15:8. Mikil barátta var í ÍS-liðinu í næstu hrinu og að sama skapi ríkti andleysi í herbúðum KÁ- manna. Sérstaklega var hávörnin góð hjá gestunum og smössuðu heimamenn hvað eftir annað í lúkurnar á KA-mönnum. Þetta gat ekki endað öðruvísi en að ÍS ynni auðveldan sigur 15:6. Það fór um áhorfendur í byrj- un þriðju hrinunnar. Allt sem mistekist gat mistókst hjá KA- mönnum. Uppgjafir fóru í netið, uppspilið mistókst og smössin fóru rétt út af. Áður en varði var ÍS komið með sjö stiga forskot 8:1. Þá tóku KA-menn langt hlé og komu mun frískari til leiks. Þeir söxuðu á forskot ÍS og þegar staðan var 9:6 og 13:10 skiptust liðin á að vinna uppgjafirnar og stóð þessi lota yfir í tæpan hálf- tíma. En forskot ÍS var of mikið og þeir náðu að merja sigur 15:13, eftir að KA hafði náð að jafna 13:13. Fjórða lotan var sú mest spennandi og einnig sú afdrifa- ríkasta. Jafnt var á öllum tölum og hefur undirritaður aldrei verið jafn spenntur á blakleik. Leikmenn beggja liða voru taugaóstyrkir og setti það sinn svip á leikinn. Einkum voru KA- menn slakir í lágvörninni og skoruðu ÍS-ingar mörg stig með laumum yfir hávörnina hjá KA. Þegar staðan var 8:7 fyrir KA settu Stúdentarnir í annan gír og breyttu stöðunni í 14:10. Þá kom þetta afdrifaríka smass KA- manna og dómarinn dæmdi bolt- ann út af og flautaði leikinn af. Hann tók hins vegar ekki eftir því að línuvörðurinn hafði dæmt snertingu á ÍS og meðan ÍS-menn fögnuðu ákaft á gólfinu hljóp línuvörðurinn til dómarans og skýrði honum frá málavöxtum. Dómarinn benti því leikmönn- um að hefja leikinn að nýju og var það gert þrátt fyrir mikii mót- mæli Stúdenta. En þá var eins og allur vindur væri úr gestunum og skoraði KA sex stig í röð og sigr- aði í hrinunni 16:14. Úrslitahrinan var jöfn og Knattspyrna: Jón Grétar velur KA Jón Grétar Jónsson sóknar- maður úr Val hefur nú ákveðið að ganga til liðs við KA-menn. Eins og sagt var frá í Degi fyrir helgi var hann að hugsa málið og nú hefur Valsmaðurinn sem sagt ákveðið fyrir víst að skipta um félag. í samtali við Dag staðfesti Stef- án Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA að Jón Grétar hefði gengið frá félaga- skiptum um helgina. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með að hafa fengið þessa tvo sterku leik- menn, Ormarr og Jón Grétar, til liðs við okkur og erum því bjart- sýnir á góðan árangur liðsins næsta sumar,“ sagði formaður- inn. Jón Grétar Jónsson spilar með KA næsta suinar. skemmtileg en þó virtust ÍS-ing- ar eitthvað miður sin eftir fagn- aðarlætin. KA hafði frumkvæðið í þessari lotu en tókst samt ekki að hrista ÍS af sér. Heimamenn voru alltaf undan að skora en ÍS náði í hvert skipti að kvitta fyrir. Tölurnar 3:3, 6:6, 9:9, 11:11, 13:13, 14:14 sáust, en að lokum skoruðu KA-menn tvö stig í röð, sigruðu í lotunni 16:14 og unnu þar með leikinn 3:2. En ÍS hefur nú kært leikinn vegna þess að þeir telja að dóm- arinn hafi þegar flautað leikinn af og ekki sé hægt að breyta þeim dómi. Málið verður tekið fyrir hjá BLI fljótlega og verður spennandi að sjá hver úrskurður dómstólsins verður. Stefán Magnússon forntaður deildarinnar og leikmaður KA hafði lýst yfir áhyggjum fyrir þennan leik og taldi að hann yrði erfiður vegna niðursveiflu í lið- inu. Hann hafði rétt fyrir sér og var KA-liðið slakt að þessu sinni. Það var helst Stefán Jóhannsson sem sýndi einhver tilþrif, en ann- ars er þetta leikur sem leikmenn vilja áreiðanlega gleyma, nema e.t.v. úrslitunum. Hjá ÍS bar mest á Bóa stóra og Bóa litla, þ.e. þeim Friðjóni Bjarnasyni og Þorvarði Sigfús- syni. Einkum var Þorvarður góð- ur í þessum leik og átti hann marga gullfallega smelli í leikn- um. Enn tapa stelpurnar Stelpunum í KA liðinu tókst ekki að standa að neinu ráði í ÍS-stelp- unum og enn eitt tap þeirra í vet- ur varð því staðreynd. Það var einungis í fyrstu hrin- unni sem KA veitti ÍS einhverja keppni. En það dugði ekki til og Stúdínur sigruðu 17:15. Þá var eins og KA-stelpurnar gæfust upp og ÍS vann því léttan sigur 15:3 í tveimur næstu hrinum og þar með leikinn 3:0. Staðan í blakinu 1. deild karla KA 8 8-0 24- 7 363:271 16 Þróttur R. 8 5-3 17-10 328:245 10 ÍS 8 5-3 19-13 351:312 10 HK 7 4-3 15-11 292:254 8 HSK 6 1-5 4-16 177:284 2 Fram 5 0-5 3-15 169:254 0 Þróttur N. 4 0-4 2:12 145:205 0 1. deild kvenna Víkingur 6 6-0 18- 1 282:128 12 ÍS 7 6-1 19- 7 306:214 12 Þróttur N. 5 4-1 10- 9 209:213 8 UBK 5 2-3 9- 9 218:220 4 HK 5 2-3 8-11 199:236 4 Þróttur R. 6 2-4 8-14 233:299 4 KA 8 0-8 10- 3 217:354 0 Stefán Jóhannsson skoraði falleg stig gegn IS. Mynd: TLV Akureyrarmot í lyftingum: Haraldur með tvö íslandsmet - annað hæsta stigaskor hér á landi Akureyrarmeistaramót í lyft- ingum var haldið í íþróttahöll- inni á Akureyri föstudaginn 9.12. í flokki fullorðinna setti Haraldur Ólafsson tvö glæsileg íslandsmet; 177,5 kg í jafn- höttun og 312,5 í samanlögðu. í drengjaflokki setti Kristján Magnússon þrjú íslandsmet; 80 kg í snörun, 100 kg í jafnhöttun og 180 kg í samanlögðu. Annars urðu sigurvegarar í einstökum flokkum þessir: Drengir: 56 kg flokkur: Snörun Jafnh. Saml. Aðalsteinn Jóhannsson 40,0 50,0 90,0 82,5 kg flokkur: Kristján Magnússon 80,0 100,0 180,0 Fullorðnir: 67,5 kg flokkur: Tryggvi Heimisson 80,0 95,0 175,0 82,5 kg flokkur: Haraldur Ólafsson 135,0 177,5 312,5 90,0 kg flokkur: HermannJónsson 77,5 80,0 157,5 Þess má einnig geta að Haraldur Ólafsson varð stigahæstur með 376,18 stig og er það annað hæsta stigaskor hérlendis frá upphafi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.