Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, föstudagur 10. febrúar 1989
29. tölublað
Getraunir alla laugardaga
Akureyringar!
Spilið með
og styrkið ykkar félag
Muniö
félagsnúmerin !
KA 600 Þór 603
„Samkeppni er
jáikvæð f'vrir KEA“
- segir Magnús Gauti Gautason
„Samvinnuhreyfingin er í raun
þverpólitískt afl og ég hef
aldrei skilið hvers vegna menn
vilja endilega blanda félags-
forminu sjálfu og stjórnmálum
saman,“ segir Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Eyfirðinga.
Rækjuverksmiðjan
Árver á Árskógsströnd:
Skröltum á
lágmarks
vnuiutíma
„Við skröltum hérna á lág-
marks vinnutíma með 10-12
manns í vinnu,“ segir Pétur
Helgason, framkvæmdastjóri
rækjuverksmiðjunnar Arvers á
Árskógsströnd. Að undan-
förnu hefur verið unnið úr
frosinni nörskri rækju og
rækju frá Hersi í Hafnarfirði.
Einnig hefur verksmiðjan tek-
ið á móti rækju frá tveimur
bátum frá Dalvík, Sænesi og
Bjarma. Þá var Heiðrún EA-
28 á rækju í janúar en er nú að
fara á þorskanet. Afli bátanna
hefur verið fremur tregur það
sem af er árinu, sem helgast
fyrst og fremst af óvenju mikl-
um ógæftum.
Pétur segir að vegna minnk-
andi rækjukvóta á þessu ári mið-
að við fyrra ár megi búast við að
róðurinn verði erfiður hjá rækjm
vinnslustöðvunum. Kvótinn á
þessu ári er 23 þúsund tonn en
var 36 þúsund tonn árið 1988.
Pess ber þó að geta að ekki
veiddust nema ríflega 27 þúsúnd
tonn í fyrra.
Til að halda uppi atvinnu í
rækjuvinnslustöðvunum má
búast við að þær reyni að afla
hráefnis erlendis frá. Pétur segist
binda vonir við að Árver fái farm
af frosinni norskri rækju fljótlega
af sama skipi og verksmiðjan
fékk rækju í október sl. Þá segist
hann vonast til að loðnuskipið
Þórshamar GK-75 hefji rækju-
veiðar fyrir Árver í marsmánuði.
Þórshamar lagði upp hjá verk-
smiðjunni á síðasta ári og aflaði
vel.
Vinnslustöðvarnar þurfa að
greiða hærra verð fyrir erlendu
rækjuna en þá innlendu. Pétur
segir að menn séu nauðbeygðir til
að kaupa rækju erlendis frá ef
halda á uppi atvinnu en því sé
ekki að leyna að hún sé dýrari í
innkaupum en rækja frá heima-
bátum. „Það er ýmiss kostnaður
við erlendu rækjuna. Sem dæmi
verður ao taka erlend lán til að
borga rækjuna og þá lendum við í
gengistapi þegar gengið er fellt.
Síðan við keyptum norsku rækj-
una í október hefur gengið fallið
þrisvar sinnum. Þetta verður til
að gera myndina daprari en að
vísu kemur þó nokkur verðhækk-
un á framleiðslunni á móti,“ segir
Pétur Helgason. óþh
í dag birtist viðtal við Magnús
Gauta í tilefni af því að hann er
nýtekinn við starfi kaupfélags-
stjóra Kaupfélags Eyfirðinga. I
viðtalinu er rætt um samvinnu-
hreyfinguna og eðli hennar,
starfsskipulag kaupfélagsins,
starf og hlutverk kaupfélags-
stjóra, stjórnar KEA og hlutverk
almennra félagsmanna í kaup-
félaginu. Þá er rætt um mögu-
leika félagsmanna til áhrifa á
starfsemi kaupfélagsins með
virkri þáttöku í félagsfundum.
Magnús Gauti segir um rekstr-
arafkomu Kaupfélags Eyfirðinga
að reksturinn hafi átt undir högg
að sækja eins og hjá flestum öðr-
um fyrirtækjum landsmanna.
Kaupfélag Eyfirðinga eigi vissu-
lega í mikilli samkeppni á mörg-
um sviðum en samkeppni sé auð-
vitað jákvæð fyrir félagið.
Umfjöllun ákveðinna fjölmiðla
um kaupfélög og Samvinnuhreyf-
inguna sé hins vegar oftar nei-
kvæð en jákvæð. Sjá nánar á
bls. 7. EHB
íbúðir aldraðra á
Akureyri:
Fyrstu
íbúarnir
fluttir inn
Fyrstu íbúarnir í íbúðum aldr-
aðra við Yíðilund á Akureyri
iluttu inn í gær. Það voru hjón-
in Þorsteinn Svanlaugsson og
Lissý Sigþórsdóttir sem fluttu
inn í raðhúsaíbúð að Víðilundi
21.
Sigurður Ringsted, formaður
Framkvæmdanefndar um íbúða-
byggingar aldraðra, færðí hjón-
unum blóm af þessu tilefni. Á
myndinni eru, f.v. nefndar-
mennirnir Stefán Jónsson, Heim-
ir Ingimarsson, Sigurður Hannes-
son, Sigurður Ringsted, hjónin
Þorsteinn Svanlaugsson og Lissý
Sigþórsdóttir, Erlingur Davíðs-
son og Ingólfur Jónsson. Að sögn
Magnúsar Garðarssonar, fulltrúa
Framkvæmdanefndarinnar, tók
bygging raðhússins aðeins um
hálft ár, en framkvæmdir hófust í
júlí í fyrra. EHB
Horfur á aukningu í komu þýskra ferðamanna til landsins næsta sumar:
Þýskir heilluðust af Nonna og
Manna og hyggja á íslandsferð
- má búast við fjölda fyrirspurna um Akureyri,
segir Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs
Kjartan Lárusson, formaður
Ferðamálaráðs, segir of
snemmt að spá fyrir um fjölda
erlendra ferðamanna á þessu
ári. Hins vegar segir hann að
horfur séu nokkuð góðar hvað
varðar Evrópumarkaðinn, eink-
um þó Þýskaland. Skýringar á
því telur Kjartan vera þrjár. í
fyrsta lagi sýning myndaflokks-
ins um þá bræður Nonna og
Manna, í öðru lagi markvissara
og öflugra sölu- og markaðs-
starf og í þriðja lagi breyttar
áherslur í markaðssetningu
Kaþólskir menn á Akureyri hafa í hyggju
að hlýða á boðskap páfa í Reykjavík:
Mun að mhrnsta kosti
drekka te með páfanum
- segir Faðir Robert Bradshaw
„Það er að minnsta kosti
ákveðið að ég kem til með að
drekka te með páfanum,“
sagði Faðir Robert Bradshaw
hjá Kaþólsku kirkjunni á
Akureyri, þegar hann var innt-
ur eftir því hvort kaþólikkar á
Akureyri og í nágrenni ráð-
gerðu að fara til Reykjavíkur í
tengslum við heimsókn páfans
í júní nk. Hann segir ætlun vel
flestra kaþólikka á Akureyri
að fara til Reykjavíkur þegar
páfi kemur hingað til lands.
Þessa dagana er verið að hnýta
saman nokkra lausa enda í
tengslum við komu páfa. Hann
mun koma hingað föstudaginn 3.
júní og fara aftur af landi brott
daginn eftir. Að sögn Sveins
Björnssonar, hjá Utanríkisráðu-
neytinu, hefur ekki verið gengið
endanlega frá ýmsum smáatrið-
um varðandL heimsókn páfa. í
stórum dráttum liggur fyrir
hvernig dagskrá heimsóknarinn-
ar verður en tímasetningar hafa
ekki verið endanlega frágengnar.
Eins og fram hefur komið
verður hápunktur heimsóknar-
innar samkirkjuleg athöfn á Þing-
völlum. Hún hefur vakið mikla
athygli, ekki aðeins hér á landi
heldur einnig út í hinum stóra
heimi. Fjölmargir erlendra
fréttamanna beina kastljósinu að
þessari athöfn á Þingvöllum og
búist er við beinum sjónvarpsút-
sendingum fjölmargra aðila
þaðan.
Auk þessarar athafnar á Þing-
völlum er ráðgerð samkoma páfa
með kaþólikkum hér á landi
skömmu eftir að hann kemur til
landsins. Þá er einnig á dagskrá
messa utandyra í Reykjavík
skömmu áður en hann fer af
landi brott. Ekki liggur fyrir á
þessari stundu með stað eða
stund. Tveir staðir hafa þó verið
nefndir, Landakotstún og Há-
skólalóðin.
Faðir Robert Bradshaw segist
einu sinni hafa hitt páfa í
Vatikaninu í Róm. „Hann er
ákaflega aðsópsmikill maður.
Sterkur leiðtogi en um leið eink-
ar mannlegur,“ segir Faðir Brad-
shaw óþh
landsins seni ferðamanna-
lands.
Kjartan segir engan vafa leika
á því að myndaflokkurinn um
Nonna og Manna, sem sýndur
var í sjónvarpi hér á landi og í
Þýskalandi um síðustu jól, hafi
stóraukið áhuga Þjóðverja á
ferðum til íslands. „Það munu
áreiðanlega margir þeirra Þjóð-
verja, sem koma hingað til lands
næsta sumar, spyrja um Akur-
eyri,“ segir Kjartan. „Égersánn-
færður um að myndin um Nonna
og Manna hefur verið mjög já-
kvætt innlegg í kynningu á ís-
landi sem ferðamannalandi.
Bæði Nonni og Manni eiga því
allt gott skilið,“ segir Kjartan
ennfremur.
Að sögn Gunnars Karlssonar,
hótelstjóra á Hótel KEA, eru
horfur all góðar með sölu á gist-
ingu á komandi sumri. Gunnar
segir bókanir nú þegar margar og
þær séu tryggari en oft áður. „En
það er auðvitað alltaf erfitt að
gerast spámaður um sumarið á
þessum tíma árs,“ segir Gunnar.
Nokkurs samdráttar varð vart
undir lok síðasta árs í sölu á gist-
ingu á Hótel KEA en Gunnar
segir ekki ástæðu til að kvarta um
stöðu mála nú og horfur séu
nokkuð góðar um næstu vikur og
mánuði. „Ég verð að segja að
það hefur verið líflegra í pöntun-
um en ég átti von á,“ segir Gunn-
ar Karlsson. óþh