Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 16
Þorrabakkar
Afgreiðum þorrabakka alla daga
eftir pöntunum
Sími 21818
Þessi öskudagsmynd frá Sauðárkróki sýnir hressa félaga í áhugamannafélaginu „Því ekki það?“ sem klæddu sig
upp í tilefni dagsins og hóp skrautklæddra meyja sem fékk að vera með þeim á myndinni. Öll stunda þau nám
í F. á S. Mynd: bjb
Nokkur skip fóru fram úr kvótanum:
Mjög alvarlegt
ef um vísvitandi
brot er að ræða
- segir Jón B. Jónasson
í sjávarútvegsráðuneytinu
Nokkur fiskiskip fóru fram úr
úthlutuðum kvóta á síðasta ári.
Jón B. Jónasson skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu segist ekki vilja gefa upp
hver þau eru, það sé enda
stefna ráðuneytisins. Hann
segir að það sé litið mjög alvar-
legum augum fari menn vísvit-
andi fram úr úthlutuðum
kvóta.
Jón segir að skýran greinar-
mun verið að gera á ásetningi,
þ.e. þegar menn fylla vísvitandi
út rangar skýrslur um afla og .svo
aftur mistökum sem ævinlega geti
hent, þannig að menn gefi allan
aflann upp hafi þeir farið örlít-
ið framyfir úthlutaðan kvóta. Sé
um vísvitandi svindl að ræða
fylgja upptökur í kjölfarið.
„Mér sýnist að almennt sé
frekar lítið um það að skip hafi far-
ið fram úr kvóta,“ segir Jón. Enn
á eftir að bera saman skýrslur í
ráðuneytinu, þ.e. skýrslur frá
útgerðaraðilum og frá kaupend-
um aflans, þannig að endanleg
útkoma liggur ekki ljós fyrir.
mþþ
Spenntir loðdýrabændur:
Skinnauppboð í Höfii
Næstkomandi sunnudag hefst
skinnauppboð í Kaupmanna-
höfn og stendur það fram á
fimmtudag. Á þetta uppboð
ásamt uppboðunum í Kaup-
mannahöfn í mars og apríl fer
bróðurpartur íslenskra skinna
frá síðastliðnu ári.
Jón Ragnar Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra loðdýraræktenda, segir
að ekki liggi fyrir hversu mörg
skinn fari á uppboðið í Kaup-
mannahöfn, sem hefst á sunnu-
dag. Hann segir að tölur um það
liggi í raun ekki fyrir fyrr en að
afloknu uppboðinu. Sökum þess
hve skinnaverkunin í ár var seint
á ferðinni ætlar Jón að fleiri skinn
fari héðan á uppboðið í mars.
Á uppboði ! Finnlandi fyrir
nokkrum dögum urðu óvæntar
hækkanir á refaskinnum. Jón
Ragnar segir menn ekki hafa til-
tækar skýringar á þeim en vissu-
lega gefi þær vonir um álíka
hækkanir á uppboðunum í Kaup-
mannahöfn. óþh
Síðasti skiladagur á skattframtali
I kvöld rennur út frestur sá
sem Ríkisskattstjóri gefur ein-
staklingum til þess að skila
skattskýrslum. Þeir eru eflaust
margir sem setið hafa yfir
skýrslunum sínum upp á síð-
kastið og verða fegnir að verk-
inu afloknu.
Undanfarna daga hefur verið
margt um manninn hjá embætt-
um skattstjóra um allt land eins
og venja er fyrstu daga febrúar-
mánaðar. Það eru alltaf einhver
atriði sem vefjast fyrir fólki og
fær það þá starfsfólk til að leysa
úr vandamálum sínum. Þá þarf
að nálgast hin ýmsu eyðublöð á
skrifstofur skattstjóra t.d. vegna
húsnæðisbóta, sem margir
gleyma að sækja um. VG
Akureyri:
Um 270 böm fermd
í tíu fermingum
Um 270 börn verða fermd í
prestaköllunum tveimur á
Akureyri og verða ferming-
armessurnar tíu. I Glerár-
prestakalli verða um 115 börn
fermd að þessu sinni og liðlega
160 í Ákureyrarprestakalli.
Fermingarbörnin hafa í vetur
Miklilax Fljótum:
Dælur strandeldisstöövarinnar komnar í gang
- 200 tonn af fiski flutt í tankana á næstunni
„Það er allt komið í gang, við
ætlum að keyra dælurnar
áfram svona í hálfan mánuð í
viðbót og koma vatninu í tank-
ana,“ sagði Reynir Pálsson
framkvæmdastjóri Míklalax
hf. í Fljótum í samtali við Dag,
en í síðustu viku voru dælur
strandeldisstöðvarinnar nýju
við Hraunakrók settar í gang.
Að sögn Reynis er stefnt á að
byrja að flytja fisk í tankana í
kringum 20. feb. nk.
„Dælurnar hafa reynst mjög
vel, það hefur ekkert alvarlegt
komið upp og allt gengið betur
en menn vonuðu. Við viljum
prófa þetta vel áður en við förum
að setja fiskinn í tankana. Það
borgar sig ekki að flytja fiskinn
nema að allt sé örugglega í lagi,“
sagði Reynir.
Alls verða um 200 tonn af fiski
tekin úr kvíunum og sett í tank-
ana fimm, sem búið er að gera
klára, og mun verkið taka um
mánaðartíma. Fiskurinn verður
háfaður í ker, sem komið verður
fyrir á sleðum og sleðunum síðan
rennt eftir ísnum á Miklavatni,
upp að strandeldisstöðinni.
Áð sögn Reynis er ástand
fisksins í kvíunum mjög gott.
„Hann hefur það bara ágætt, lifir
á marfló og braggast vel,“ sagði
Reynir að lokum. -bjb
gengiö til presta sinna og með-
tekið fermingarfræðsluna.
Sr. Pálmi Matthíasson í Gler-
árprestakalli sagði fermingar í
kirkjunni verða fimm, tvær á
Pálmasunnudag og þrjár á
skírdag. Sá dagur nýtur mestra
vinsælda á meðal fermingar-
barna, en fermt verður kl. 10.00,
12.00 og 14.00 þann dag. Sá hátt-
ur er hafður á í Glerárkirkju að
gengið er til altaris strax að lok-
inni fermingu og segir Pálmi að
það sé m.a. gert vegna þess að
fari altarisganga fram síðar séu
nokkur brögð að því að menn
gangi ekki til altaris og ljúki þar
með ekki fermingarathöfninni.
í Akureyrarprestakalli verða
einnig fimm fermingar, tvær á
skírdag, tvær annan dag páska og
ein sunnudaginn 2. apríl. Prest-
arnir tveir sr. Birgir Snæbjörns-
son og sr. Þórhallur Höskuldsson
lögðu í gær af stað með hóp ferm-
ingarbarna að Löngumýri í
Skagafirði þar sem fram fer ýmis
konar fræðsla sem tilheyrir ferm-
ingunni og er þetta í fyrsta sinn
sem fermingarbörn í Akureyrar-
prestakalli fara slíka ferð.
Sr. Pálmi hefur á undanförnum
árum farið að Löngumýri með
fermingarbörn sín og segir hann
að slíkar ferðir skipti miklu máli í
sambandi við fermingarundir-
búninginn. Fermingarbörn úr
Glerárprestakalli voru á Löngu-
mýri í nóvember síðastliðnum.
„það er mikilvægt að börnunum
skiljist að hægt er að lifa með
Kristi í hinu veraldlega lífi,“
sagði sr. Pálmi. mþþ